Undirbúa aukin umsvif í Rafah samhliða viðræðum um vopnahlé Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. febrúar 2024 19:25 Vonir standa til að samkomulag um vopnahlé og gíslaskipti milli Ísrael og Hamas náist á næstunni. Á sama tíma undirbúa Ísraelsmenn að sækja inn í syðstu borg Gasa af auknum þunga á meðan flóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna er á barmi algjörs þrots. Á þriðja tug manna létu lífið í árás Ísraelshers á borgina Deir al-Balah á suðurhluta Gasastrandar um helgina. Sambærilega sögu er að segja frá Rafah-borg, í suðurhluta Gasa, sem liggur að landamærunum við Egyptaland. Minnst átta létust í loftárás á borgina á föstudag. „Það var kröftug sprenging, þannig að ég kom niður. Ég sá lík og allt var á hvolfi. Fólk var að draga hina látnu út úr byggingum. Þetta vöru lítil börn, konur og börn. Húsið var fullt af fólki og þar voru líka flóttamenn,“ sagði Hassan Ishta um árásina á Rafah þegar fjölmiðlar á Gasa ræddu við hann. Samkvæmt tölum heilbrigðisráðuneytisins á Gasa hafa yfir 29 þúsund látið lífið og tæplega 70.000 slasast í árásum Ísraelsmanna á svæðinu, frá hryðjuverkum Hamas 7. október, þar sem tæplega 1.200 létust. Ræða saman í Katar Ísraelsher undirbýr nú að setja aukinn þunga í sókn sína að Rafah. Helmingur þeirra 2,3 milljóna sem búa á Gasa hafa flúið til borgarinnar eða nálægra svæða í suðri. Á sama tíma glímir flóttamannaaðstoð Sameinuðu Þjóðanna í Palestínu við fjárskort, eftir að átján ríki, þar á meðal Ísland, frystu greiðslur til stofnunarinnar, vegna meintra tengsla nokkurra starfsmanna stofnunarinnar við hryðjuverk Hamas. Stofnunin hefur orðið af tugum milljarða króna, og hefur þurft að gera hlé á mannúðaraðstoð í norðurhluta Gasa. Vonir standa nú til að viðræður um vopnahlé og gíslaskipti milli Ísraelsmanna og Hamas skili árangri, en ísraelsk stjórnvöld hafa samþykkt að senda fulltrúa til slíkra viðræðna. Áður höfðu Ísraelsmenn fundað á laun með samninganefndum frá Katar, Bandaríkjunum og Egyptalandi í París en viðræðunum verður nú fram haldið í Katar, þar sem fulltrúar Hamas munu einnig koma að borðinu. Rétt er að vara við myndefninu í fréttinni hér að ofan. Palestína Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira
Á þriðja tug manna létu lífið í árás Ísraelshers á borgina Deir al-Balah á suðurhluta Gasastrandar um helgina. Sambærilega sögu er að segja frá Rafah-borg, í suðurhluta Gasa, sem liggur að landamærunum við Egyptaland. Minnst átta létust í loftárás á borgina á föstudag. „Það var kröftug sprenging, þannig að ég kom niður. Ég sá lík og allt var á hvolfi. Fólk var að draga hina látnu út úr byggingum. Þetta vöru lítil börn, konur og börn. Húsið var fullt af fólki og þar voru líka flóttamenn,“ sagði Hassan Ishta um árásina á Rafah þegar fjölmiðlar á Gasa ræddu við hann. Samkvæmt tölum heilbrigðisráðuneytisins á Gasa hafa yfir 29 þúsund látið lífið og tæplega 70.000 slasast í árásum Ísraelsmanna á svæðinu, frá hryðjuverkum Hamas 7. október, þar sem tæplega 1.200 létust. Ræða saman í Katar Ísraelsher undirbýr nú að setja aukinn þunga í sókn sína að Rafah. Helmingur þeirra 2,3 milljóna sem búa á Gasa hafa flúið til borgarinnar eða nálægra svæða í suðri. Á sama tíma glímir flóttamannaaðstoð Sameinuðu Þjóðanna í Palestínu við fjárskort, eftir að átján ríki, þar á meðal Ísland, frystu greiðslur til stofnunarinnar, vegna meintra tengsla nokkurra starfsmanna stofnunarinnar við hryðjuverk Hamas. Stofnunin hefur orðið af tugum milljarða króna, og hefur þurft að gera hlé á mannúðaraðstoð í norðurhluta Gasa. Vonir standa nú til að viðræður um vopnahlé og gíslaskipti milli Ísraelsmanna og Hamas skili árangri, en ísraelsk stjórnvöld hafa samþykkt að senda fulltrúa til slíkra viðræðna. Áður höfðu Ísraelsmenn fundað á laun með samninganefndum frá Katar, Bandaríkjunum og Egyptalandi í París en viðræðunum verður nú fram haldið í Katar, þar sem fulltrúar Hamas munu einnig koma að borðinu. Rétt er að vara við myndefninu í fréttinni hér að ofan.
Palestína Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira