Von um vopnahlé vex en varað er við hörmungarástandi í Rafah Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 24. febrúar 2024 21:11 Neyðin í Rafah vex með hverjum deginum sem líður. AP/Fatima Shbair Viðræður um vopnahlé á Gasa standa yfir í París þar sem leiðtogar leyniþjónusta og diplómatar freista þess að binda tímabundinn enda á átökin. Hörmungar vofa yfir hundruðum þúsunda Palestínumanna í borginni Rafa við landamærin að Egyptalandi vegna tilætlaðs áhlaups ísraelska hersins á borgina. Viðræðurnar fara fram á ótilgreindum stað í Parísarborg og fer David Barnea, forstjóri ísraelsku leyniþjónustunnar yfir ísraelsku sendinefndinni. Ásamt honum eru viðstaddir Abbas Kamel forstjóri egypsku leyniþjónustunnar og William Burns þeirrar bandarísku auk Sheikh Mohammed bin Abdulrahman bin Jassim al Thani forsætisráðherra Katar. Viðræður hafi borið árangur Ísraelski miðillinn Haaretz greindi frá því að viðræðurnar hefðu borið mikinn árangur en tók ekki fram í hverju þessi árangur væri fólginn. Talsmaður Hamas sagði í samtali við Observer að ekkert kæmi úr viðræðunum vegna „þrjósku Netanjahú.“ Gríðarlegt magn barna búa við hræðilegar aðstæður og tilætlað áhlaup ísraelska fótgönguliða gæti bætt gráu ofan á svart.AP/Fatima Shbair Heldur dróst úr von um að vopnahlé næðist um helgina þegar í ljós kom að sendinefndin frá Ísrael hefði farið snemma í morgun til að bera tillögur undir varnamálaráðuneytið. Ákveðið þrátefli er í viðræðum vegna gísla Hamasliðar tóku í áhlaupi sínu þann sjöunda október síðastliðinn og geyma á Gasasvæðinu. Hamas segist ekki munu sleppa gíslum nema Ísraelsmenn yfirgefi Gasa og ísraelsk yfirvöld segjast ekki munu yfirgefa Gasa fyrr en gíslunum hefur verið sleppt. 500 palestínskir fangar fyrir hvern ísraelskan hermann Markmið Hamas í viðræðunum eru heimildamanni Observer að tryggja samning þar sem fimm hundruð Palestínumönnum væri sleppt úr ísraelskum fangelsum í skiptum fyrir hvern ísraelskan hermann. Aðrar kröfur Hamasliða eru vopnahlé, brottflutning ísraelska hersins af Gasasvæðinu og neyðarbirgðir til norðurhluta svæðisins. Enginn samningur verði samþykktur nema Ísraelar gangist við þessum kröfum. Ísraelar halda áfram að gera loftárásir á Rafaborg þar sem hundruðir þúsunda Palestínskra flóttamanna dvelja um þessar mundir. Sameinuðu þjóðirnar gáfu út yfirlýsingu þar sem fram kemur að matar- og sjúkrabirgðir komist ekki til Rafa vegna þess að svangt og örvæntingarfullt fólk annar staðar í Gasa ræni birgðum á leið sinni suður. Sameinuðu þjóðirnar vara við hörmungarástandi. Kröfur Hamasliða „hlægilegar“ Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur hingað til ekki virst líklegur til að beita þrýstingi á ísraelsk yfirvöld. Bandarískir vopnaframleiðendur sjá ísraelska hernum fyrir mörgum vopnum þeirra og greinir Wall Street Journal frá því að um þúsund MK-82 sprengjur og þúsundir sprengjuhluta séu á leiðinni til Ísrael. Síðasta tilraun til vopnahlés rann í sandinn þegar kröfum Hamasliða um ótímabundið vopnahlé, brottför ísraelska hersins úr Gasa og fangaskipti var hafnað af ísraelskum stjórnvöldum. Benjamín Netanjahú sagði kröfurnar vera hlægilegar og að tilætlað áhlaup Ísraelsmanna á Rafaborg færi fram sem fyrr. Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Á Andersen Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Sjá meira
Viðræðurnar fara fram á ótilgreindum stað í Parísarborg og fer David Barnea, forstjóri ísraelsku leyniþjónustunnar yfir ísraelsku sendinefndinni. Ásamt honum eru viðstaddir Abbas Kamel forstjóri egypsku leyniþjónustunnar og William Burns þeirrar bandarísku auk Sheikh Mohammed bin Abdulrahman bin Jassim al Thani forsætisráðherra Katar. Viðræður hafi borið árangur Ísraelski miðillinn Haaretz greindi frá því að viðræðurnar hefðu borið mikinn árangur en tók ekki fram í hverju þessi árangur væri fólginn. Talsmaður Hamas sagði í samtali við Observer að ekkert kæmi úr viðræðunum vegna „þrjósku Netanjahú.“ Gríðarlegt magn barna búa við hræðilegar aðstæður og tilætlað áhlaup ísraelska fótgönguliða gæti bætt gráu ofan á svart.AP/Fatima Shbair Heldur dróst úr von um að vopnahlé næðist um helgina þegar í ljós kom að sendinefndin frá Ísrael hefði farið snemma í morgun til að bera tillögur undir varnamálaráðuneytið. Ákveðið þrátefli er í viðræðum vegna gísla Hamasliðar tóku í áhlaupi sínu þann sjöunda október síðastliðinn og geyma á Gasasvæðinu. Hamas segist ekki munu sleppa gíslum nema Ísraelsmenn yfirgefi Gasa og ísraelsk yfirvöld segjast ekki munu yfirgefa Gasa fyrr en gíslunum hefur verið sleppt. 500 palestínskir fangar fyrir hvern ísraelskan hermann Markmið Hamas í viðræðunum eru heimildamanni Observer að tryggja samning þar sem fimm hundruð Palestínumönnum væri sleppt úr ísraelskum fangelsum í skiptum fyrir hvern ísraelskan hermann. Aðrar kröfur Hamasliða eru vopnahlé, brottflutning ísraelska hersins af Gasasvæðinu og neyðarbirgðir til norðurhluta svæðisins. Enginn samningur verði samþykktur nema Ísraelar gangist við þessum kröfum. Ísraelar halda áfram að gera loftárásir á Rafaborg þar sem hundruðir þúsunda Palestínskra flóttamanna dvelja um þessar mundir. Sameinuðu þjóðirnar gáfu út yfirlýsingu þar sem fram kemur að matar- og sjúkrabirgðir komist ekki til Rafa vegna þess að svangt og örvæntingarfullt fólk annar staðar í Gasa ræni birgðum á leið sinni suður. Sameinuðu þjóðirnar vara við hörmungarástandi. Kröfur Hamasliða „hlægilegar“ Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur hingað til ekki virst líklegur til að beita þrýstingi á ísraelsk yfirvöld. Bandarískir vopnaframleiðendur sjá ísraelska hernum fyrir mörgum vopnum þeirra og greinir Wall Street Journal frá því að um þúsund MK-82 sprengjur og þúsundir sprengjuhluta séu á leiðinni til Ísrael. Síðasta tilraun til vopnahlés rann í sandinn þegar kröfum Hamasliða um ótímabundið vopnahlé, brottför ísraelska hersins úr Gasa og fangaskipti var hafnað af ísraelskum stjórnvöldum. Benjamín Netanjahú sagði kröfurnar vera hlægilegar og að tilætlað áhlaup Ísraelsmanna á Rafaborg færi fram sem fyrr.
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Á Andersen Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Sjá meira