Von um vopnahlé vex en varað er við hörmungarástandi í Rafah Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 24. febrúar 2024 21:11 Neyðin í Rafah vex með hverjum deginum sem líður. AP/Fatima Shbair Viðræður um vopnahlé á Gasa standa yfir í París þar sem leiðtogar leyniþjónusta og diplómatar freista þess að binda tímabundinn enda á átökin. Hörmungar vofa yfir hundruðum þúsunda Palestínumanna í borginni Rafa við landamærin að Egyptalandi vegna tilætlaðs áhlaups ísraelska hersins á borgina. Viðræðurnar fara fram á ótilgreindum stað í Parísarborg og fer David Barnea, forstjóri ísraelsku leyniþjónustunnar yfir ísraelsku sendinefndinni. Ásamt honum eru viðstaddir Abbas Kamel forstjóri egypsku leyniþjónustunnar og William Burns þeirrar bandarísku auk Sheikh Mohammed bin Abdulrahman bin Jassim al Thani forsætisráðherra Katar. Viðræður hafi borið árangur Ísraelski miðillinn Haaretz greindi frá því að viðræðurnar hefðu borið mikinn árangur en tók ekki fram í hverju þessi árangur væri fólginn. Talsmaður Hamas sagði í samtali við Observer að ekkert kæmi úr viðræðunum vegna „þrjósku Netanjahú.“ Gríðarlegt magn barna búa við hræðilegar aðstæður og tilætlað áhlaup ísraelska fótgönguliða gæti bætt gráu ofan á svart.AP/Fatima Shbair Heldur dróst úr von um að vopnahlé næðist um helgina þegar í ljós kom að sendinefndin frá Ísrael hefði farið snemma í morgun til að bera tillögur undir varnamálaráðuneytið. Ákveðið þrátefli er í viðræðum vegna gísla Hamasliðar tóku í áhlaupi sínu þann sjöunda október síðastliðinn og geyma á Gasasvæðinu. Hamas segist ekki munu sleppa gíslum nema Ísraelsmenn yfirgefi Gasa og ísraelsk yfirvöld segjast ekki munu yfirgefa Gasa fyrr en gíslunum hefur verið sleppt. 500 palestínskir fangar fyrir hvern ísraelskan hermann Markmið Hamas í viðræðunum eru heimildamanni Observer að tryggja samning þar sem fimm hundruð Palestínumönnum væri sleppt úr ísraelskum fangelsum í skiptum fyrir hvern ísraelskan hermann. Aðrar kröfur Hamasliða eru vopnahlé, brottflutning ísraelska hersins af Gasasvæðinu og neyðarbirgðir til norðurhluta svæðisins. Enginn samningur verði samþykktur nema Ísraelar gangist við þessum kröfum. Ísraelar halda áfram að gera loftárásir á Rafaborg þar sem hundruðir þúsunda Palestínskra flóttamanna dvelja um þessar mundir. Sameinuðu þjóðirnar gáfu út yfirlýsingu þar sem fram kemur að matar- og sjúkrabirgðir komist ekki til Rafa vegna þess að svangt og örvæntingarfullt fólk annar staðar í Gasa ræni birgðum á leið sinni suður. Sameinuðu þjóðirnar vara við hörmungarástandi. Kröfur Hamasliða „hlægilegar“ Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur hingað til ekki virst líklegur til að beita þrýstingi á ísraelsk yfirvöld. Bandarískir vopnaframleiðendur sjá ísraelska hernum fyrir mörgum vopnum þeirra og greinir Wall Street Journal frá því að um þúsund MK-82 sprengjur og þúsundir sprengjuhluta séu á leiðinni til Ísrael. Síðasta tilraun til vopnahlés rann í sandinn þegar kröfum Hamasliða um ótímabundið vopnahlé, brottför ísraelska hersins úr Gasa og fangaskipti var hafnað af ísraelskum stjórnvöldum. Benjamín Netanjahú sagði kröfurnar vera hlægilegar og að tilætlað áhlaup Ísraelsmanna á Rafaborg færi fram sem fyrr. Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Sjá meira
Viðræðurnar fara fram á ótilgreindum stað í Parísarborg og fer David Barnea, forstjóri ísraelsku leyniþjónustunnar yfir ísraelsku sendinefndinni. Ásamt honum eru viðstaddir Abbas Kamel forstjóri egypsku leyniþjónustunnar og William Burns þeirrar bandarísku auk Sheikh Mohammed bin Abdulrahman bin Jassim al Thani forsætisráðherra Katar. Viðræður hafi borið árangur Ísraelski miðillinn Haaretz greindi frá því að viðræðurnar hefðu borið mikinn árangur en tók ekki fram í hverju þessi árangur væri fólginn. Talsmaður Hamas sagði í samtali við Observer að ekkert kæmi úr viðræðunum vegna „þrjósku Netanjahú.“ Gríðarlegt magn barna búa við hræðilegar aðstæður og tilætlað áhlaup ísraelska fótgönguliða gæti bætt gráu ofan á svart.AP/Fatima Shbair Heldur dróst úr von um að vopnahlé næðist um helgina þegar í ljós kom að sendinefndin frá Ísrael hefði farið snemma í morgun til að bera tillögur undir varnamálaráðuneytið. Ákveðið þrátefli er í viðræðum vegna gísla Hamasliðar tóku í áhlaupi sínu þann sjöunda október síðastliðinn og geyma á Gasasvæðinu. Hamas segist ekki munu sleppa gíslum nema Ísraelsmenn yfirgefi Gasa og ísraelsk yfirvöld segjast ekki munu yfirgefa Gasa fyrr en gíslunum hefur verið sleppt. 500 palestínskir fangar fyrir hvern ísraelskan hermann Markmið Hamas í viðræðunum eru heimildamanni Observer að tryggja samning þar sem fimm hundruð Palestínumönnum væri sleppt úr ísraelskum fangelsum í skiptum fyrir hvern ísraelskan hermann. Aðrar kröfur Hamasliða eru vopnahlé, brottflutning ísraelska hersins af Gasasvæðinu og neyðarbirgðir til norðurhluta svæðisins. Enginn samningur verði samþykktur nema Ísraelar gangist við þessum kröfum. Ísraelar halda áfram að gera loftárásir á Rafaborg þar sem hundruðir þúsunda Palestínskra flóttamanna dvelja um þessar mundir. Sameinuðu þjóðirnar gáfu út yfirlýsingu þar sem fram kemur að matar- og sjúkrabirgðir komist ekki til Rafa vegna þess að svangt og örvæntingarfullt fólk annar staðar í Gasa ræni birgðum á leið sinni suður. Sameinuðu þjóðirnar vara við hörmungarástandi. Kröfur Hamasliða „hlægilegar“ Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur hingað til ekki virst líklegur til að beita þrýstingi á ísraelsk yfirvöld. Bandarískir vopnaframleiðendur sjá ísraelska hernum fyrir mörgum vopnum þeirra og greinir Wall Street Journal frá því að um þúsund MK-82 sprengjur og þúsundir sprengjuhluta séu á leiðinni til Ísrael. Síðasta tilraun til vopnahlés rann í sandinn þegar kröfum Hamasliða um ótímabundið vopnahlé, brottför ísraelska hersins úr Gasa og fangaskipti var hafnað af ísraelskum stjórnvöldum. Benjamín Netanjahú sagði kröfurnar vera hlægilegar og að tilætlað áhlaup Ísraelsmanna á Rafaborg færi fram sem fyrr.
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“