Mannréttindi eru kjarni jafnaðarstefnunnar Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir og Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifa 16. febrúar 2024 15:00 Samfylkingin er flokkur jafnaðarfólks, sósíaldemókrata. Við trúum á jöfn tækifæri, öfluga samtryggingu samhliða öflugu atvinnulífi, og pólitík þar sem almannahagsmunir eru settir ofar sérhagsmunum hinna ríku. Það sem einnig einkennir jafnaðarstefnuna er að við erum alltaf meðvituð um að ofuráhersla á stóru myndina getur valdið því að jaðarsettir hópar fólks færast lengra út á jaðarinn. Þess vegna eru mannréttindi einn kjarni jafnaðarstefnu og órjúfanlegur hluti hennar. Jafnaðarfólk berst fyrir samfélagi þar sem allir hópar þess fá að tilheyra og þar sem engum er haldið niðri af kerfinu, hvort sem það er eignalítið fólk, fólk sem treystir á lífeyri, fólk af erlendum uppruna, fatlað fólk eða hinsegin fólk. Við vitum að við höfum öll rétt á því að búa við mannlega reisn. Um það snýst okkar pólitík. Við skulum einnig gera okkur grein fyrir því að lífsskilyrði fólks — og þar með tækifæri — geta mótast af opinberri umræðu um hagi þeirra. Orðræða stjórnmálafólks undanfarið um fólk sem sækir um alþjóðlega vernd, þann hóp samfélagsins okkar sem er í viðkvæmustu stöðunni, hefur undanfarið færst til. Skyndilega er orðið viðtekið að stilla fólki sem flýr hörmungar upp sem einhverskonar ógn við kerfin okkar, þar sem landamæri eru sett í samhengi við velferðarsamfélagið. Höfum það á hreinu að landamæri Íslands eru lokuð öllum utan Schengen-svæðisins sem hér vilja setjast að. Undantekningin á því er þegar kemur að fólki sem hefur svo sannarlega rétt á að leita alþjóðlegrar verndar á Íslandi. Alþjóðasamfélagið kom sér saman um, í kjölfar hryllings seinni heimsstyrjaldar, að bjarga fólki sem sætir ofsóknum og ofbeldi í heimalandi sínu. Um þetta kerfi verðum við að standa vörð. Allt tal um hámarksfjölda hælisleitenda, sérstaklega á tímum þegar fullkomið neyðarástand ríkir vegna þjóðernishreinsana Ísraels á Gaza, er óábyrgt og ekki í anda jafnaðarfólks. Raunar gengur það gegn jafnaðarstefnunni. Innviðir samfélagsins okkar hafa löngum verið fjársveltir. Langvarandi vanfjármögnun og einkavæðing veikir stoðir kerfanna okkar, sem hafa þ.a.l. ekki verið í stakk búin til þess að takast á við veldisvöxt ferðamanna og aukinn fólksfjölda undanfarinna ára. En hér er lykilatriðið: Stjórnmálamenn bera þá ábyrgð, ekki fólkið sem kemur hingað til að setjast að og byggja sér líf. Innflytjendur, hvernig sem þeir koma til landsins, eru hryggjarstykkið í íslensku samfélagi og atvinnulífið treystir á krafta þeirra. Fjölmenning er einfaldlega staðreynd á Íslandi og henni fylgja ótalmörg tækifæri samhliða áskorunum. Samfylkingin á að tala fyrir mannúð og mannréttindum samhliða þeim kerfisbreytingum sem þarf að ráðast í eftir langan vetur hægristefnu. Förum aftur í kjarnann. Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar og doktorsnemi. Þorbjörg Þorvaldsdóttir, bæjarfulltrúi Garðabæjarlistans og formaður Samfylkingarinnar í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir Þorbjörg Þorvaldsdóttir Innflytjendamál Samfylkingin Mannréttindi Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Sjá meira
Samfylkingin er flokkur jafnaðarfólks, sósíaldemókrata. Við trúum á jöfn tækifæri, öfluga samtryggingu samhliða öflugu atvinnulífi, og pólitík þar sem almannahagsmunir eru settir ofar sérhagsmunum hinna ríku. Það sem einnig einkennir jafnaðarstefnuna er að við erum alltaf meðvituð um að ofuráhersla á stóru myndina getur valdið því að jaðarsettir hópar fólks færast lengra út á jaðarinn. Þess vegna eru mannréttindi einn kjarni jafnaðarstefnu og órjúfanlegur hluti hennar. Jafnaðarfólk berst fyrir samfélagi þar sem allir hópar þess fá að tilheyra og þar sem engum er haldið niðri af kerfinu, hvort sem það er eignalítið fólk, fólk sem treystir á lífeyri, fólk af erlendum uppruna, fatlað fólk eða hinsegin fólk. Við vitum að við höfum öll rétt á því að búa við mannlega reisn. Um það snýst okkar pólitík. Við skulum einnig gera okkur grein fyrir því að lífsskilyrði fólks — og þar með tækifæri — geta mótast af opinberri umræðu um hagi þeirra. Orðræða stjórnmálafólks undanfarið um fólk sem sækir um alþjóðlega vernd, þann hóp samfélagsins okkar sem er í viðkvæmustu stöðunni, hefur undanfarið færst til. Skyndilega er orðið viðtekið að stilla fólki sem flýr hörmungar upp sem einhverskonar ógn við kerfin okkar, þar sem landamæri eru sett í samhengi við velferðarsamfélagið. Höfum það á hreinu að landamæri Íslands eru lokuð öllum utan Schengen-svæðisins sem hér vilja setjast að. Undantekningin á því er þegar kemur að fólki sem hefur svo sannarlega rétt á að leita alþjóðlegrar verndar á Íslandi. Alþjóðasamfélagið kom sér saman um, í kjölfar hryllings seinni heimsstyrjaldar, að bjarga fólki sem sætir ofsóknum og ofbeldi í heimalandi sínu. Um þetta kerfi verðum við að standa vörð. Allt tal um hámarksfjölda hælisleitenda, sérstaklega á tímum þegar fullkomið neyðarástand ríkir vegna þjóðernishreinsana Ísraels á Gaza, er óábyrgt og ekki í anda jafnaðarfólks. Raunar gengur það gegn jafnaðarstefnunni. Innviðir samfélagsins okkar hafa löngum verið fjársveltir. Langvarandi vanfjármögnun og einkavæðing veikir stoðir kerfanna okkar, sem hafa þ.a.l. ekki verið í stakk búin til þess að takast á við veldisvöxt ferðamanna og aukinn fólksfjölda undanfarinna ára. En hér er lykilatriðið: Stjórnmálamenn bera þá ábyrgð, ekki fólkið sem kemur hingað til að setjast að og byggja sér líf. Innflytjendur, hvernig sem þeir koma til landsins, eru hryggjarstykkið í íslensku samfélagi og atvinnulífið treystir á krafta þeirra. Fjölmenning er einfaldlega staðreynd á Íslandi og henni fylgja ótalmörg tækifæri samhliða áskorunum. Samfylkingin á að tala fyrir mannúð og mannréttindum samhliða þeim kerfisbreytingum sem þarf að ráðast í eftir langan vetur hægristefnu. Förum aftur í kjarnann. Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar og doktorsnemi. Þorbjörg Þorvaldsdóttir, bæjarfulltrúi Garðabæjarlistans og formaður Samfylkingarinnar í Garðabæ.
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun