Ferðasaga úr Svartsengi Sveinn Gauti Einarsson skrifar 16. febrúar 2024 14:31 Í gær var tilkynnt að heimilt væri aftur að fara í Svartsengi. Hafði vegurinn verið lokaður umferð í töluverðan tíma vegna eldsumbrotanna á svæðinu. Íbúar í Grindavík höfðu áður óskað eftir að nota þessa leið inn í bæinn en það var ekki talið öruggt þar sem vegurinn var illa sprunginn og þoldi ekki mikla umferð. En nú þurfti Bláa lónið að nota veginn og lenskan í þessum málum er að ef Bláa lónið vill gera eitthvað þá verður það sjálfkrafa hættuminna. Ég ákvað í morgunsárið að nýta tækifærið og dreif mig í bíltúr á svæðið. Þar sem hraun rann yfirNorðurljósaveg austanverðan þarf að koma að svæðinu eftir Nesvegi úr vestri. Rétt utan viðbæinn er lokunarpóstur. Eigi fólk ekki lögheimili í Grindavík þarf að greiða fyrir að nota veginn austan við lokunarpóstinn. Vegtollurinn er ansi hár. Ódýrasti miðinn sem ég fann á vefsvæði Bláa lónsins kostaði 14.900 kr. Mikilvægt er að kaupa miða þar sem svæðið er hættulegt öðrum en þeim sem vilja baða sig. Eftir vegtollinn liggur leiðin meðfram Grindavík og blasti þar nýja hraunið við. Á þeim vegarkafla þarf þó að hafa augun á veginum þar sem fjöldinn allur af sprungum liggur þvert yfir veginn. Þegar þarna er komið við sögu þá gefur gasmælirinn minn til kynna hækkuð gildi á SO2. Ég kippti mér ekki mikið upp við það, enda stendur skýrt í hættumati Veðurstofunnar að ekki sé hætta á gasmengun á þessu svæði. Ég ákvað samt að benda ferðamönnunum sem stoppað höfðu í vegkantinum til að ná draumamyndinni af Grindavík á að það væri líklega ekki æskilegt að dvelja í menguninni mikið lengur. Eftir það gekk ferðin á áfangastað, bílastæði Bláa lónsins, áfallalaust fyrir sig. Á bílastæðinu var fjöldinn allur af fólki. Mest spenntir ferðamenn ýmist að koma upp úr eða fara ofan í lónið. Við bílastæðið er varnargarðurinn frægi, sem verja á orkuverið í Svartsengi. Ég ákveð úr því veðrið var svona gott að ráðast í göngu upp á garðinn. Ofan af garðinum var gott útsýni. Þar mátti sjá fjöldan allan af ferðamönnum að skoða ummerki eftir jarðhræringarnar. Hópur af fólki var að taka myndir af sér þar sem þau stóðu ofan á hrauninu sem rann í síðustu viku og aðrir höfðu fundið dustarfæran akveg á ýtuslóðann sem lagður hefur verið yfir sama hraun. Eflaust hafa þau ætlað að stytta sér leið enda nóg af ævintýrum sem bíða þeirra. Ég hélt aftur á móti sömu leið til baka og komst aftur heim áfallalaust. Það sjá allir fáránleikann í þessari ferðasögu. Hvernig er hægt að réttlæta það að hið opinbera haldi vegi opnum eingöngu fyrir einkafyrirtæki? Annað hvort er svæðið það hættulegt að það sé rétt að halda því lokuðu eða það þarf að hleypa umferð á fyrir alla, ekki bara þá sem hafa efni á því að borga 15.000 kr á haus fyrir ferðalagið. Íbúar í Grindavík þurfa að bíða eftir sínum úthlutaða tíma og dvelja stutt til að geta sótt búslóðina sína svo þau geti hafið nýtt líf á nýjum stað. Á sama tíma fá ferðamennirnir frítt spil til að dvelja eins lengi og þeim sýnist á hættusvæðinu. Til að fara í Bláa lónið þarf að fara í gegnum sigdalinn og yfir kvikuganginn sem myndaðist 10. nóvember. Á leiðinni þar sem mest var um sprungur var fólk farið úr bílum sínum og hafði labbað upp á hæð til að ná sem bestum myndum. Þetta fólk vissi ekkert um sprungurnar sem var undir þeim. Þau höfðu ekkert erindi á þetta svæði. Ef jörðin hefði gefið sig undir fótum þeirra þá væri það slys yfirvöldum að kenna. Það eru nefnilega yfirvöld sem hleypa ferðafólkinu inn á hættusvæðið án þess að fræða þau um hætturnar. Ég er viss um það að dagurinn í dag fer mikið í eltingaleik við ferðamenn. Fólk var komið út um allt svæði og töluverð vinna hjá viðbragðsaðilum að smala öllum saman aftur. Tími viðbragsaðila er dýrmætur. Hann væri betur nýttur í að tryggja að íbúar Grindavíkur nái að tæma húsin sín áður en gýs að nýju og að hjálpa eins og hægt er til að heitt vatn fari ekki aftur af Reykjanesi. Það sjá það allir að opnun Bláa lónsins á þessum tímapunkti er fáránleg. Stjórnvöld þurfa að fara að standa í lappirnar og hætta að lúffa fyrir klíkunni í Bláa lóninu. Setjum öryggið í forgang og bendum fólki á að ekki sé fyllilega öruggt að baða sig á þessu svæði eins og er en á Íslandi sé til nóg af öruggum baðstöðum! Höfundur er umhverfisverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Sveinn Gauti Einarsson Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Í gær var tilkynnt að heimilt væri aftur að fara í Svartsengi. Hafði vegurinn verið lokaður umferð í töluverðan tíma vegna eldsumbrotanna á svæðinu. Íbúar í Grindavík höfðu áður óskað eftir að nota þessa leið inn í bæinn en það var ekki talið öruggt þar sem vegurinn var illa sprunginn og þoldi ekki mikla umferð. En nú þurfti Bláa lónið að nota veginn og lenskan í þessum málum er að ef Bláa lónið vill gera eitthvað þá verður það sjálfkrafa hættuminna. Ég ákvað í morgunsárið að nýta tækifærið og dreif mig í bíltúr á svæðið. Þar sem hraun rann yfirNorðurljósaveg austanverðan þarf að koma að svæðinu eftir Nesvegi úr vestri. Rétt utan viðbæinn er lokunarpóstur. Eigi fólk ekki lögheimili í Grindavík þarf að greiða fyrir að nota veginn austan við lokunarpóstinn. Vegtollurinn er ansi hár. Ódýrasti miðinn sem ég fann á vefsvæði Bláa lónsins kostaði 14.900 kr. Mikilvægt er að kaupa miða þar sem svæðið er hættulegt öðrum en þeim sem vilja baða sig. Eftir vegtollinn liggur leiðin meðfram Grindavík og blasti þar nýja hraunið við. Á þeim vegarkafla þarf þó að hafa augun á veginum þar sem fjöldinn allur af sprungum liggur þvert yfir veginn. Þegar þarna er komið við sögu þá gefur gasmælirinn minn til kynna hækkuð gildi á SO2. Ég kippti mér ekki mikið upp við það, enda stendur skýrt í hættumati Veðurstofunnar að ekki sé hætta á gasmengun á þessu svæði. Ég ákvað samt að benda ferðamönnunum sem stoppað höfðu í vegkantinum til að ná draumamyndinni af Grindavík á að það væri líklega ekki æskilegt að dvelja í menguninni mikið lengur. Eftir það gekk ferðin á áfangastað, bílastæði Bláa lónsins, áfallalaust fyrir sig. Á bílastæðinu var fjöldinn allur af fólki. Mest spenntir ferðamenn ýmist að koma upp úr eða fara ofan í lónið. Við bílastæðið er varnargarðurinn frægi, sem verja á orkuverið í Svartsengi. Ég ákveð úr því veðrið var svona gott að ráðast í göngu upp á garðinn. Ofan af garðinum var gott útsýni. Þar mátti sjá fjöldan allan af ferðamönnum að skoða ummerki eftir jarðhræringarnar. Hópur af fólki var að taka myndir af sér þar sem þau stóðu ofan á hrauninu sem rann í síðustu viku og aðrir höfðu fundið dustarfæran akveg á ýtuslóðann sem lagður hefur verið yfir sama hraun. Eflaust hafa þau ætlað að stytta sér leið enda nóg af ævintýrum sem bíða þeirra. Ég hélt aftur á móti sömu leið til baka og komst aftur heim áfallalaust. Það sjá allir fáránleikann í þessari ferðasögu. Hvernig er hægt að réttlæta það að hið opinbera haldi vegi opnum eingöngu fyrir einkafyrirtæki? Annað hvort er svæðið það hættulegt að það sé rétt að halda því lokuðu eða það þarf að hleypa umferð á fyrir alla, ekki bara þá sem hafa efni á því að borga 15.000 kr á haus fyrir ferðalagið. Íbúar í Grindavík þurfa að bíða eftir sínum úthlutaða tíma og dvelja stutt til að geta sótt búslóðina sína svo þau geti hafið nýtt líf á nýjum stað. Á sama tíma fá ferðamennirnir frítt spil til að dvelja eins lengi og þeim sýnist á hættusvæðinu. Til að fara í Bláa lónið þarf að fara í gegnum sigdalinn og yfir kvikuganginn sem myndaðist 10. nóvember. Á leiðinni þar sem mest var um sprungur var fólk farið úr bílum sínum og hafði labbað upp á hæð til að ná sem bestum myndum. Þetta fólk vissi ekkert um sprungurnar sem var undir þeim. Þau höfðu ekkert erindi á þetta svæði. Ef jörðin hefði gefið sig undir fótum þeirra þá væri það slys yfirvöldum að kenna. Það eru nefnilega yfirvöld sem hleypa ferðafólkinu inn á hættusvæðið án þess að fræða þau um hætturnar. Ég er viss um það að dagurinn í dag fer mikið í eltingaleik við ferðamenn. Fólk var komið út um allt svæði og töluverð vinna hjá viðbragðsaðilum að smala öllum saman aftur. Tími viðbragsaðila er dýrmætur. Hann væri betur nýttur í að tryggja að íbúar Grindavíkur nái að tæma húsin sín áður en gýs að nýju og að hjálpa eins og hægt er til að heitt vatn fari ekki aftur af Reykjanesi. Það sjá það allir að opnun Bláa lónsins á þessum tímapunkti er fáránleg. Stjórnvöld þurfa að fara að standa í lappirnar og hætta að lúffa fyrir klíkunni í Bláa lóninu. Setjum öryggið í forgang og bendum fólki á að ekki sé fyllilega öruggt að baða sig á þessu svæði eins og er en á Íslandi sé til nóg af öruggum baðstöðum! Höfundur er umhverfisverkfræðingur.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun