Alvarlegur orkuskortur, þekktar lausnir ekki nýttar en olíu brennt Gunnlaugur H Jónsson skrifar 14. febrúar 2024 14:00 Vandamálið Landsvirkjun greindi rétt fyrir jól frá því að hún hyggist skerða afhendingu á raforku til stórnotenda á suðvesturhorni landsins, Elkem, Norðuráls og Rio Tinto og ennfremur fjarvarmaveitna. Skerðingin hefjist 19. janúar og getur staðið allt til 30. apríl. Ástæðan er að Þórisvatn fylltist ekki í haust. Áður hafði verið gripið til þess að stöðva afhendingu víkjandi orku til fiskimjölsverksmiðja og gagnavera sem stunda rafmyntagröft. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem þetta gerist og má segja að það sé að verða árlegur viðburður að stöðvuð sé afhending raforku til fiskimjölsverksmiðja og fjarvarmaveitna og þeim gert að brenna olíu í stað þess að nýta umhverfisvæna raforku. Þannig brennum við nær árlega að óþörfu milljónir lítra af olíu fyrir milljarða kr. Fleiri og stærri miðlunarlón í þeim ám sem eru virkjaðar myndi tryggja órofna afhendingu raforku allt árið og færa okkur nær markmiðum okkar í loftslagsmálum. Þekktar lausnir Rót vandans er að íslenska raforkukerfið er ekki með nægjanlega stórar miðlanir til þess að geyma til vetrarins jökulvatnið sem leysist úr læðingi á sumrin. Það rennur mikið vatn til sjávar óbeislað fram hjá virkjunum. Sem dæmi má taka að Landsvirkjun greindi frá því í haust að vegna takmarkana á miðlunum í Jökulsá í Fljótsdal hafi s.l. sumar og haust um 1600 GWh af orku runnið ónýttar til sjávar fram hjá Kárahnjúkavirkjun í stað þess að vera geymdar til vetrarins. Þetta samsvarar rúmlega tvöfaldri áætlaðri orkuframleiðslu Hvammsvirkjunar 720 GWh. Þá fylltist stærsta miðlunarlón landsins í Þórisvatni ekki í haust á sama tíma og Þjórsá flæddi að hluta óbeisluð framhjá. Vandann má leysa með þekktum lausnum sem kosta mun minna og má ljúka á mun skemmri tíma en tekur að byggja nýjar virkjanir eins og t.d. Hvammsvirkjun. Þessar lausnir koma fyrst upp í hugann og myndu nýtast bæði fljótt og vel. 1. Margar fullmótaðar hugmyndir eru til um að veita efri hluta Þjórsár inn í Þórisvatn. Sú elsta gerði ráð fyrir stórri stíflu við Norðlingaöldu og miðlunarlóni sem næði inn í Þjórsárver. Um 1980 var þess í stað gert samkomulag við Náttúruverndarráð um mun minna lón í Þjórsá sem myndi ná inn í neðstu verin. Vatnshæð 581 m.y.s. er nægjanleg til þess að Þjórsá verði sjálfrennandi inn í Þórisvatn. Þjórsárverin voru friðlýst árið 1981 miðað við þessa niðurstöðu. Enn síðar árið 2003 úrskurðaði umhverfisráðherra um að stíflustæðið yrði 15 m lægra og 7,5 km sunnan friðlandsmarkanna og inntakslónið vel utan þeirra og aðeins 3 km2 í farvegi Þjórsár, en vegna lágrar vatnshæðar þarf dælustöð til að dæla Þjórsá í Þórisvatn. Það er því ekki hægt að sjá að það þurfi að verða miklar tafir á því að hefjast handa við að veita efri hluta Þjórsár inn í Þórisvatn og um 4 virkjanir í Tungnaá neðan Þórisvatns. Þannig batnar verulega staða orkumála á Suðvesturhorni landsins. Fljótlegast og fjárhagslega hagkvæmast væri að vinna verkið í samræmi við samkomulagið við Náttúruverndarráð frá 1980. Til málamiðunar má færa stífluna neðar í farvegi Þjórsár en það kostar mun meira, tekur meiri tíma og dælustöðin notar mikið rafmagn. 2. Þegar unnið var á Orkustofnun að hagkvæmnisathugunum á virkjun jökulsánna norðan Vatnajökuls var ljóst að lykillinn að hagkvæmri virkjun þeirra væru góðar miðlanir sem geymdu jökulvatnið frá sumri til vetrar. Fljótlega var ljóst að tvö miðlunarlón myndu gegna lykilhlutverki. Stífla við Kárahnjúka með miðlunarlóni í farvegi Jökulsár á Brú og stífla í farvegi Jökulsár í Fljótsdal fyrir norðan Eyjabakka. Stífla við Kárahnjúka gegnir tvíþættu hlutverki. Hún miðlar rennsli frá sumri til vetrar og hún hækkar vatnsborð árinnar um nær 200 m upp í 625 m.y.s. og eykur þannig fallið og virkjanlega orku sem því nemur. Þegar lónið er fullt er fallhæðin um 600 m niður í Fljótsdal í 25 m.y.s. Stífustæðið við Eyjabakka er fjárhagslega mun betra miðlunarlón en 200 m há stífla við Kárahnjúka. Hagkvæmnisútreikningar sýndu að mjög hagkvæmt og nauðsynlegt væri að hafa stóra miðlun á Eyjabökkum. Vegna mikillar andstöðu náttúruverndarsinna var fallið frá miðlun á Eyjabökkum. Allir útreikningar sýndu og reynslan hefur sýnt að þetta hefur rýrt gildi Fljótsdalsvirkjunar mikið. Ekki hefði komið til orkuskorts í vetur og á undanförnum vetrum ef 1.600 milljón kWh hefðu verið geymdir í miðlunarlóni á Eyjabökkum í stað þess að renna óbeislaðar til sjávar. Þekktar lausnir ekki nýttar Norðmenn hófu að virkja vatnsafl í stórum stíl á 19. öld, áratugum á undan okkur. Þeir gerðu sér strax grein fyrir því að rekstraröryggi vatnsaflsvirkjana byggir á miðlunarlónum. Samanburður á Íslandi og Noregi sýnir að Noregur er 3,2 sinnum stærri að flatarmáli, framleiðir 10 sinnum meiri vatnsorku, 140 Twh, á móti 14 og getur í miðlunum geymt 17 sinnum meiri orku, 87,4 Twh, á móti 5,1 á Íslandi. Norðmenn framleiða alls 157 Twh raforku árlega og geta geymt 55,6% hennar í miðlunum. Íslendingar framleiða árlega 20,1 Twh raforku og geta geymt 25% hennar í miðlunum. Raforkukerfið á Íslandi er vanmiðlað og því í ójafnvægi. Það er einfalt að koma á jafnvægi með því að auka við miðanir en sú lausn sem liggur þó beint við er ekki rædd. Þess í stað er rætt um að dreifikerfið sé ekki nægjanlega öflugt. Það flytur orku milli landshluta, sem nýtist til að jafna stöðu miðlana. Það leysir hins vegar ekki höfuðvandann því dreifikerfið flytur ekki orku frá sumri til vetrar. Þá skapar ójafnvægi í miðlunum aukin flutningstöp og mikið og óþarft álag á flutningskerfið og afl í virkjunum þegar mikil jökulbráð og rennsli er í ám. Orkustofnun virðist ekki hafa mikinn áhuga á stöðu miðlana í íslenska raforkukerfinu. Á netinu (Nord Pool raforkukerfið) má sjá frá degi til dags geymda orku í miðlunarlónum á Norðurlöndum. Staða miðlana hefur úrslitaáhrif á verð á raforku og hættu á raforkuskorti. Samsvarandi upplýsingar um stöðu miðlunarlóna og verð á raforku á markaði þurfa að vera aðgengilegar fyrir Ísland. Í stað þess að hvetja til þess að aukið verði við geymslu á orku frá sumri til vetrar með auknum miðlunarlónum, þannig að hægt verði að komast hjá orkuskorti á Íslandi, hvetur Orkustofnun olíufélög til þess að geyma meiri olíu í stærri olíutönkum svo hægt sé að tryggja fjarvarmaveitum og fiskimjölverksmiðjum olíu á veturna. Þessar áherslur Orkustofnunar ganga þvert á markmið Íslands í orku- og loftslagsmálum. Höfundur er eðlisfræðingur og fyrrum starfsmaður Vatnsorkudeildar Orkustofnunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Tengdar fréttir Milljónir lítra af olíu brenndar vegna lítilla miðlana í raforkukerfinu Landsvirkjun greindi rétt fyrir jól frá því að hún hyggist skerða afhendingu á raforku til stórnotenda á suðvesturhorni landsins, Elkem, Norðuráls og Rio Tinto og ennfremur fjarvarmaveitna. Skerðingin hefjist 19. janúar og getur staðið allt til 30. apríl. 12. janúar 2024 08:00 Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Vandamálið Landsvirkjun greindi rétt fyrir jól frá því að hún hyggist skerða afhendingu á raforku til stórnotenda á suðvesturhorni landsins, Elkem, Norðuráls og Rio Tinto og ennfremur fjarvarmaveitna. Skerðingin hefjist 19. janúar og getur staðið allt til 30. apríl. Ástæðan er að Þórisvatn fylltist ekki í haust. Áður hafði verið gripið til þess að stöðva afhendingu víkjandi orku til fiskimjölsverksmiðja og gagnavera sem stunda rafmyntagröft. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem þetta gerist og má segja að það sé að verða árlegur viðburður að stöðvuð sé afhending raforku til fiskimjölsverksmiðja og fjarvarmaveitna og þeim gert að brenna olíu í stað þess að nýta umhverfisvæna raforku. Þannig brennum við nær árlega að óþörfu milljónir lítra af olíu fyrir milljarða kr. Fleiri og stærri miðlunarlón í þeim ám sem eru virkjaðar myndi tryggja órofna afhendingu raforku allt árið og færa okkur nær markmiðum okkar í loftslagsmálum. Þekktar lausnir Rót vandans er að íslenska raforkukerfið er ekki með nægjanlega stórar miðlanir til þess að geyma til vetrarins jökulvatnið sem leysist úr læðingi á sumrin. Það rennur mikið vatn til sjávar óbeislað fram hjá virkjunum. Sem dæmi má taka að Landsvirkjun greindi frá því í haust að vegna takmarkana á miðlunum í Jökulsá í Fljótsdal hafi s.l. sumar og haust um 1600 GWh af orku runnið ónýttar til sjávar fram hjá Kárahnjúkavirkjun í stað þess að vera geymdar til vetrarins. Þetta samsvarar rúmlega tvöfaldri áætlaðri orkuframleiðslu Hvammsvirkjunar 720 GWh. Þá fylltist stærsta miðlunarlón landsins í Þórisvatni ekki í haust á sama tíma og Þjórsá flæddi að hluta óbeisluð framhjá. Vandann má leysa með þekktum lausnum sem kosta mun minna og má ljúka á mun skemmri tíma en tekur að byggja nýjar virkjanir eins og t.d. Hvammsvirkjun. Þessar lausnir koma fyrst upp í hugann og myndu nýtast bæði fljótt og vel. 1. Margar fullmótaðar hugmyndir eru til um að veita efri hluta Þjórsár inn í Þórisvatn. Sú elsta gerði ráð fyrir stórri stíflu við Norðlingaöldu og miðlunarlóni sem næði inn í Þjórsárver. Um 1980 var þess í stað gert samkomulag við Náttúruverndarráð um mun minna lón í Þjórsá sem myndi ná inn í neðstu verin. Vatnshæð 581 m.y.s. er nægjanleg til þess að Þjórsá verði sjálfrennandi inn í Þórisvatn. Þjórsárverin voru friðlýst árið 1981 miðað við þessa niðurstöðu. Enn síðar árið 2003 úrskurðaði umhverfisráðherra um að stíflustæðið yrði 15 m lægra og 7,5 km sunnan friðlandsmarkanna og inntakslónið vel utan þeirra og aðeins 3 km2 í farvegi Þjórsár, en vegna lágrar vatnshæðar þarf dælustöð til að dæla Þjórsá í Þórisvatn. Það er því ekki hægt að sjá að það þurfi að verða miklar tafir á því að hefjast handa við að veita efri hluta Þjórsár inn í Þórisvatn og um 4 virkjanir í Tungnaá neðan Þórisvatns. Þannig batnar verulega staða orkumála á Suðvesturhorni landsins. Fljótlegast og fjárhagslega hagkvæmast væri að vinna verkið í samræmi við samkomulagið við Náttúruverndarráð frá 1980. Til málamiðunar má færa stífluna neðar í farvegi Þjórsár en það kostar mun meira, tekur meiri tíma og dælustöðin notar mikið rafmagn. 2. Þegar unnið var á Orkustofnun að hagkvæmnisathugunum á virkjun jökulsánna norðan Vatnajökuls var ljóst að lykillinn að hagkvæmri virkjun þeirra væru góðar miðlanir sem geymdu jökulvatnið frá sumri til vetrar. Fljótlega var ljóst að tvö miðlunarlón myndu gegna lykilhlutverki. Stífla við Kárahnjúka með miðlunarlóni í farvegi Jökulsár á Brú og stífla í farvegi Jökulsár í Fljótsdal fyrir norðan Eyjabakka. Stífla við Kárahnjúka gegnir tvíþættu hlutverki. Hún miðlar rennsli frá sumri til vetrar og hún hækkar vatnsborð árinnar um nær 200 m upp í 625 m.y.s. og eykur þannig fallið og virkjanlega orku sem því nemur. Þegar lónið er fullt er fallhæðin um 600 m niður í Fljótsdal í 25 m.y.s. Stífustæðið við Eyjabakka er fjárhagslega mun betra miðlunarlón en 200 m há stífla við Kárahnjúka. Hagkvæmnisútreikningar sýndu að mjög hagkvæmt og nauðsynlegt væri að hafa stóra miðlun á Eyjabökkum. Vegna mikillar andstöðu náttúruverndarsinna var fallið frá miðlun á Eyjabökkum. Allir útreikningar sýndu og reynslan hefur sýnt að þetta hefur rýrt gildi Fljótsdalsvirkjunar mikið. Ekki hefði komið til orkuskorts í vetur og á undanförnum vetrum ef 1.600 milljón kWh hefðu verið geymdir í miðlunarlóni á Eyjabökkum í stað þess að renna óbeislaðar til sjávar. Þekktar lausnir ekki nýttar Norðmenn hófu að virkja vatnsafl í stórum stíl á 19. öld, áratugum á undan okkur. Þeir gerðu sér strax grein fyrir því að rekstraröryggi vatnsaflsvirkjana byggir á miðlunarlónum. Samanburður á Íslandi og Noregi sýnir að Noregur er 3,2 sinnum stærri að flatarmáli, framleiðir 10 sinnum meiri vatnsorku, 140 Twh, á móti 14 og getur í miðlunum geymt 17 sinnum meiri orku, 87,4 Twh, á móti 5,1 á Íslandi. Norðmenn framleiða alls 157 Twh raforku árlega og geta geymt 55,6% hennar í miðlunum. Íslendingar framleiða árlega 20,1 Twh raforku og geta geymt 25% hennar í miðlunum. Raforkukerfið á Íslandi er vanmiðlað og því í ójafnvægi. Það er einfalt að koma á jafnvægi með því að auka við miðanir en sú lausn sem liggur þó beint við er ekki rædd. Þess í stað er rætt um að dreifikerfið sé ekki nægjanlega öflugt. Það flytur orku milli landshluta, sem nýtist til að jafna stöðu miðlana. Það leysir hins vegar ekki höfuðvandann því dreifikerfið flytur ekki orku frá sumri til vetrar. Þá skapar ójafnvægi í miðlunum aukin flutningstöp og mikið og óþarft álag á flutningskerfið og afl í virkjunum þegar mikil jökulbráð og rennsli er í ám. Orkustofnun virðist ekki hafa mikinn áhuga á stöðu miðlana í íslenska raforkukerfinu. Á netinu (Nord Pool raforkukerfið) má sjá frá degi til dags geymda orku í miðlunarlónum á Norðurlöndum. Staða miðlana hefur úrslitaáhrif á verð á raforku og hættu á raforkuskorti. Samsvarandi upplýsingar um stöðu miðlunarlóna og verð á raforku á markaði þurfa að vera aðgengilegar fyrir Ísland. Í stað þess að hvetja til þess að aukið verði við geymslu á orku frá sumri til vetrar með auknum miðlunarlónum, þannig að hægt verði að komast hjá orkuskorti á Íslandi, hvetur Orkustofnun olíufélög til þess að geyma meiri olíu í stærri olíutönkum svo hægt sé að tryggja fjarvarmaveitum og fiskimjölverksmiðjum olíu á veturna. Þessar áherslur Orkustofnunar ganga þvert á markmið Íslands í orku- og loftslagsmálum. Höfundur er eðlisfræðingur og fyrrum starfsmaður Vatnsorkudeildar Orkustofnunar.
Milljónir lítra af olíu brenndar vegna lítilla miðlana í raforkukerfinu Landsvirkjun greindi rétt fyrir jól frá því að hún hyggist skerða afhendingu á raforku til stórnotenda á suðvesturhorni landsins, Elkem, Norðuráls og Rio Tinto og ennfremur fjarvarmaveitna. Skerðingin hefjist 19. janúar og getur staðið allt til 30. apríl. 12. janúar 2024 08:00
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun