Við viljum þau heim - strax! Álfhildur Leifsdóttir og Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifa 9. febrúar 2024 17:00 Við biðlum til þín utanríkisráðherra að sýna fram á að verndarkerfið okkar standi undir nafni og hlustað sé á ákaft og ítrekað ákall eftir aðstoð við fólk á Gaza sem hefur rétt á fjölskyldusameiningu. Ákall sem er stöðugt sárara, enda langt í frá að þeirri ógn sem palestínsku þjóðinni stafar af síonistum sé að linna og er þjóðin smám saman að þurrkast út. Á meðan bíður fólkið í þínu boði svangt, veikt, máttlítið, hrætt og fullt af söknuði eftir ástvinum hér á landi, sífellt óttaslegið um að það lifi ekki af til sameiningar. Það sem þrjár konur geta en utanríkisráðherra ekki? Hvernig stendur á því að kerfið nái ekki utan um að koma þessu fólki til landsins,á meðan þrjár ofurhetjur skunda galvaskar til Gaza og sækja nokkur heim, án teljandi hindrana þó vissulega með aðstoð kunnugra. Aðstoð sem þú sem utanríkisráðherra ættir að horfa til að verði nýtt til bjargar systrum okkar og bræðrum á Gaza. Í þinni stöðu getur þú auðvitað gengið enn hraðar og af meira bolmagni til verks í formi fjármagns og valda. Það er til skammar að þjóð sem kennir sig við frjálslyndi, jafnrétti og umburðarlyndi skuli bregðast þeim sem minnst mega sín á ögurstundu. Manngæska eða hræðsluáróður? Með því að sækja rúmlega hundrað manns sem hafa fengið dvalarleyfi hérlendis erum við ekki að hleypa öllum að. Sú orðræða þín er einungis hræðsluáróður sem elur á fordómum. Með því að greiða götu þessa fólks hingað til lands erum við að sýna manngæsku og samúð með litlum hópi á raunastundu, fólks sem við höfum þegar veitt dvalarleyfi. Fólk sem á hér ættingja sem það þráir heitt að sameinast, fólk sem vill hingað koma til að eiga friðsamlegt líf og ala börnin sín upp fjarri hörmungum þjóðernishreinsana. Það er skylda okkar sem velmegandi þjóðar að taka þátt í að veita skjól og stuðning þeim sem búa við hörmungar. Alþjóðalög og samþykktir okkar á alþjóðavísu einfaldlega krefjast þess. Nauðsyn eða ónauðsynleg valdbeiting? Við fordæmum aðgerðir þínar að frysta framlög til Flóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna. Stofnunin hefur um áratuga skeið gegnt lykilhlutverki í því að koma aðstoð til flóttafólks á Gaza og á Vesturbakkanum ekki síst í kjölfar átakanna milli Hamas og Ísrael sem brutust út í október. Það var ekki Flóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna í Palestínu (UNRWA) sem tók þátt í árásinni 7. október, heldur eru nokkrir starfsmenn hennar grunaðir um að hafa tekið þátt með einhverjum hætti og hefur þeim verið vikið úr starfi meðan málið er rannsakað. Ályktun Alþingis frá því seint á síðasta ári er skýr, Alþingi er einhuga um að beita sér fyrir mannúðaraðstoð á svæðinu og er mikilvægt að árétta það. Við trúum á mennskuna Heimsákall um bjargir til handa palestínsku þjóðinni er stöðugt og ákaft. Við getum ekki skorast undan og verðum að svara þessu kalli þó fyrr hefði verið. Tími undirbúnings er liðinn og tími aðgerða löngu kominn. Engar hörmungar eru verri en þær að vakna með barni sínu að morgni og vita ekki hvort það sofni við hlið manns að kveldi eða verði liðið lík. Við getum bjargað þessum mannslífum strax og eigum ekki að hika við það. Álfhildur er oddviti VG og óháðra í Skagafirði og Hólmfríður oddviti VG í Suðurkjördæmi. Höfundar sitja einnig í stjórn Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Vinstri græn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Álfhildur Leifsdóttir Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Sjá meira
Við biðlum til þín utanríkisráðherra að sýna fram á að verndarkerfið okkar standi undir nafni og hlustað sé á ákaft og ítrekað ákall eftir aðstoð við fólk á Gaza sem hefur rétt á fjölskyldusameiningu. Ákall sem er stöðugt sárara, enda langt í frá að þeirri ógn sem palestínsku þjóðinni stafar af síonistum sé að linna og er þjóðin smám saman að þurrkast út. Á meðan bíður fólkið í þínu boði svangt, veikt, máttlítið, hrætt og fullt af söknuði eftir ástvinum hér á landi, sífellt óttaslegið um að það lifi ekki af til sameiningar. Það sem þrjár konur geta en utanríkisráðherra ekki? Hvernig stendur á því að kerfið nái ekki utan um að koma þessu fólki til landsins,á meðan þrjár ofurhetjur skunda galvaskar til Gaza og sækja nokkur heim, án teljandi hindrana þó vissulega með aðstoð kunnugra. Aðstoð sem þú sem utanríkisráðherra ættir að horfa til að verði nýtt til bjargar systrum okkar og bræðrum á Gaza. Í þinni stöðu getur þú auðvitað gengið enn hraðar og af meira bolmagni til verks í formi fjármagns og valda. Það er til skammar að þjóð sem kennir sig við frjálslyndi, jafnrétti og umburðarlyndi skuli bregðast þeim sem minnst mega sín á ögurstundu. Manngæska eða hræðsluáróður? Með því að sækja rúmlega hundrað manns sem hafa fengið dvalarleyfi hérlendis erum við ekki að hleypa öllum að. Sú orðræða þín er einungis hræðsluáróður sem elur á fordómum. Með því að greiða götu þessa fólks hingað til lands erum við að sýna manngæsku og samúð með litlum hópi á raunastundu, fólks sem við höfum þegar veitt dvalarleyfi. Fólk sem á hér ættingja sem það þráir heitt að sameinast, fólk sem vill hingað koma til að eiga friðsamlegt líf og ala börnin sín upp fjarri hörmungum þjóðernishreinsana. Það er skylda okkar sem velmegandi þjóðar að taka þátt í að veita skjól og stuðning þeim sem búa við hörmungar. Alþjóðalög og samþykktir okkar á alþjóðavísu einfaldlega krefjast þess. Nauðsyn eða ónauðsynleg valdbeiting? Við fordæmum aðgerðir þínar að frysta framlög til Flóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna. Stofnunin hefur um áratuga skeið gegnt lykilhlutverki í því að koma aðstoð til flóttafólks á Gaza og á Vesturbakkanum ekki síst í kjölfar átakanna milli Hamas og Ísrael sem brutust út í október. Það var ekki Flóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna í Palestínu (UNRWA) sem tók þátt í árásinni 7. október, heldur eru nokkrir starfsmenn hennar grunaðir um að hafa tekið þátt með einhverjum hætti og hefur þeim verið vikið úr starfi meðan málið er rannsakað. Ályktun Alþingis frá því seint á síðasta ári er skýr, Alþingi er einhuga um að beita sér fyrir mannúðaraðstoð á svæðinu og er mikilvægt að árétta það. Við trúum á mennskuna Heimsákall um bjargir til handa palestínsku þjóðinni er stöðugt og ákaft. Við getum ekki skorast undan og verðum að svara þessu kalli þó fyrr hefði verið. Tími undirbúnings er liðinn og tími aðgerða löngu kominn. Engar hörmungar eru verri en þær að vakna með barni sínu að morgni og vita ekki hvort það sofni við hlið manns að kveldi eða verði liðið lík. Við getum bjargað þessum mannslífum strax og eigum ekki að hika við það. Álfhildur er oddviti VG og óháðra í Skagafirði og Hólmfríður oddviti VG í Suðurkjördæmi. Höfundar sitja einnig í stjórn Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun