Að eiga landamæri við stórveldi: Ólík stefna Úkraínu og Víetnam í öryggismálum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar 4. febrúar 2024 15:21 Stórveldasamkeppni fer nú harðnandi í heiminum og nú geysar stærsta stríð í Evrópu frá því að seinni heimstyrjöldinni lauk. Átök í Miðausturlöndum stigmagnast og mikil spenna er nú á milli Bandaríkjanna og Kína í Austur Asíu. Úkraína og Rússland Ekki sér fyrir endann á stríðiðinu í Úkraínu hófst 24. febrúar 2022. Átta árum áður hafði Krímskaginn innlimaður inní Rússland. Erfitt verður að semja um stríðslok meðal annars af þremur ástæðum. Í fyrsta lagi hefur Rússland tekið töluvert land af Úkraínu sem stjórnvöld í Rússlandi vilja ekki skila, en Úkraínumenn vilja allt sitt land til baka. Í örðru lagi vill Rússland að Úkraína verði hlutlaust ríki, en Úkraína vill verða aðildarríki bæði í NATO og ESB. Í þriðja lagi vill Úkraína stríðsskaðabætur sem Rússland vill ekki inna af hendi. Það er engin lausn í sjónmáli varðandi þessi þrjú ágreiningsmál. Stríðið heldur því áfram. George W. Bush þáverandi forseti Bandaríkjanna stóð fyrir því á leiðtogafundi NATO Búkarest í Apríl 2008 að ályktað var að Úkraína skyldi ganga í NATO. Kanslari Þýskalands, Angela Merkel, og forseti Frakklands, Nicolas Sarkozy, sem voru á þessum fundi voru bæði andvík þessum fyrirætlunum, því þau óttuðust viðbrögð Rússa. Nú 16 árum síðan er Úkraína enn ekki komin í NATO, en stríð hefur nú staðið yfir innan landamæra Úkraínu í hér um bil tvö ár með skelfilegri eyðilegginu og manntjóni og engan endi sér á. Úkraína er stórt land, yfir 600 þúsund ferkílómetrar, sem á um 2000 kílómetra löng austurlandsamæri að Rússlandi og hafði fyrir stríð mikinn aðgang að Svarta hafinu. Auk þess er landið auðlindaríkt. Vegna legu sinnar er landið mikilvægt fyrir öryggi Rússlands, kannski álíka mikilvægt fyrri Rússland og Kanada eða Mexíkó er í tilviki Bandaríkjanna. Kanada og Mexíkó eiga löng norður og suður landamæri við Bandaríkin. Rússnesk yfirvöld hafa alltaf andmælt fyrirætlunum um að Úkraína fari í NATO, en viljað þess í stað Úkraínu sem hlutlaust ríki. Í austur hluta Úkraínu er mikill fjöldi rússneskumælandi íbúa sem skapaði eldfimt ástand innanlands. Rússland hefur nú innlimað talsverðan hluta þessa svæðis eða um 20% af landinu öllu. Auðveldara er að innlima þessa svæði en vesturhluta Úkraínu þar sem Úkraínumenn eru í meirihluta. Margir eru samt þeirrar skoðunar á vesturlöndum að Úkraína, sem sjálfstætt ríki, eigi rétt á því að ákveða sjálf á lýðræðislegan hátt hvernig landi tengist alþjóðasamfélaginu og stofnunum þess, t.d. NATO og ESB. En það breytir ekki því að það er vandasamt að lifa í nágrenni við stærra land og Úkraína hefur fengið að finna fyrir því. Víetnam og Kína Víetnam dæmi um land sem er með landamæri við stórveldi, en tekur allt aðra stefnu í utanríkismálum en Úkraína. Staða Víetnam gagnvart Kína er flókin með norðurlandamæri við Kína sem eru um 1300 kílómetra löng. Svo eru viðkvæmar deildur um yfirráð yfir Suður Kínahafi, sem Víetnam kallar Austur Víetnamhaf. Síðasta stríð sem bæði Kína og Víetnam háðu var á þessum landamærum árið 1979. Mikilvægur þáttur í utanríkisstefnu Víetnam eru hin svokölluðu fjögur Nei, en þau eru í lauslegri þýðingu. Ekki standa með einu ríki á móti öðru (e. No siding with one country against another). Engin hernaðarbandalög (e. No military alliances). Engar erlendar herstöðvar (e. No foreign military bases). Ekki beita valdi eða hóta að beita valdi í alþjóðasamskiptum (e. No using of force or threatening to use force in international relations). Vesturlönd sýna nú Víetnam vaxandi áhuga vegna uppgangs Kína. Skemmst er að minnast heimsóknar Joe Biden Bandaríkjaforseta til Hanoí í september á síðasta ári eftir G20 fundinn á Indlandi. Xi Jinping leiðtogi Kína heimsótti svo Víetnam í desember sama ár. Þetta sýnir hvað Víetnam er orðið mikilvægt í augum stórveldanna. Víetnam vill góð samskipti við Bandaríkin og Kína, en fer varlega og heldur hlutleysisstefnu í öryggismálum. Ef Víetnam hafði áform um að mynda formlegt varnarbandalag t.d. með Bandaríkjunum, Japan, Suður-Kóreu og Ástralíu gætu viðbrögðin frá Kína orðið hörð. Meðal annars þess vegna fara stjórnvöld í Víetnam varlega. Varnarbandalag gæti þýtt hernaðarviðveru bandalagsins við norður landamæri Víetnam við Kína og hernaðarviðveru í Suður Kínahafi á umdeildum eyjum í Suðurkínahafi. Víetnam er dæmi um land sem fer varlega í samskiptum sínum við stærra nágrannaríki á meðan Úkraína er dæmi um land með hugmyndir að aðild að NATO og ESB innan skamms tíma sem hafa reynst óraunhæfar. Hvorki ESB né NATO ríki hafa viljað veita landinu aðild, ekki einu sinni tímatöflu um aðild. Víetnam hefur sótt G7 fundi þegar boð um það hefur borist. Þetta staðfestir enn vaxandi mikilvægi landsins, en Víetnam myndi tæpast sækja NATO fundi eins og Ástralía, Japan, Suður Kórea gera. Úkraína hefur beðið eftir NATO aðild síðan í apríl 2008 og þó landið sé nú umsóknarríki ESB mun líða langur tími áður en full aðild verður skoðuð að nokkurri alvöru í Brussel. Úkraína hefur þó fengið hernaðaraðstoð frá NATO ríkjum og efnahagsstuðning frá ESB. Útilokað er að NATO eða ESB veiti ríki, sem er í stríði og á í landamæradeilum fulla aðild. Efnahags- og fólksfjöldaþróun í Úkraínu og Víetnam Efnahagsþróun hefur verið mjög ólík í Úkraínu og Víetnam frá því að Sovétríkin féllu 1991. Það ár var hagkerfi Víetnam innan við þriðjungur að hagkerfi Úkraínu mælt sem verg landsframleiðsla á jafnvirðisgengi (PPP). Árið 2022 var hagkerfi Víetnam orðið þrisvar sinnum stærra, en hagkerfi Úkraínu, á sama mælikvarða, sjá Mynd 1. Hagvöxtur (mældur sem % breyting á vergri landsframleiðslu á föstu verðlagi) hefur verði mikill í Víetnam allt tímabilið frá 1991 til 2022 þó hægt hafi á honum í Covid-19 faraldrinum, sjá Mynd 2. Úkraína hefur aftur á móti þurft að horfast í augu við hverja kreppuna á fætur annarri. Þegar Sovétríkin féllu 1991 varð efnahagshrun í Úkraínu, sjá Mynd 2. Hagvaxtarskeið kom svo á árunum 1999 til 2008 eða þar til alþjóðlega efnahags- og fjármálakreppan skall á 2008/2009, sem lét Úkraínu grátt. Enn annað efnahagsáfall dundi yfir Úkraínu þegar Rússar innlimuðu Krímskagann árið 2014. Talsverður samdráttur varð í Úkraínu í Covid-19 faraldrinum árið 2020, en svo algert efnahagshrun árið 2022 þegar Rússar gerðu innrás í Úkraínu í upphafi þess árs, sjá Mynd 2. Sé fólksfjöldaþróun skoðuð í Úkraínu bjuggu um 52 milljónir manna í landinu árið 1991 þegar Sovétríkin féllu. Árið 2021 fyrir innrás Rússlands bjuggu um 41 milljón manna í Úkraínu. Á þessum 30 árum höfðu íbúum Úkraínu fækkað um ca. 11 milljónir álíka fólksfjöldi og öll Svíþjóð. Það sem meira er, er að þetta var að miklu leyti ungt og tiltölulega vel menntað fólk sem flúði til Evrópu í von um betra líf. Sumir flúðu til Rússlands. Árið 1991 vöru íbúar Víetnam tæplega 70 milljónir, en voru orðnir um um 100 milljónir árið 2022, sjá Mynd 3. Hefði fólksfjölda þróun orðið sú sama í Úkraínu og Víetnam ættu að vera um 75 milljónir íbúa í Úkraínu í dag, en ekki í kringum 30 milljónir eins og nú má ætla. Nú verður mismunandi efnahagsþróun Úkraínu og Víetnam alls ekki að öllu leyti skýrð með ólíkri utanríkisstefnu þessara landa. Ég fjallaði meðal annars um efnahagsmál Úkraínu nokkuð ítarlega í bók sem kom út hjá Routledge bókaforlaginu árið 2023 og bar titilinn: The Nordic, Baltic and Visegrád Small Powers in Europe: A Dance with Giants for Survival and Prosperity og bar þar saman Pólland og Úkraínu. Þó verður varla um það deilt að síðan 2014 hafa átökin við Rússland leikið Úkraínu mjög grátt og leitt til efnahagshruns sem ekki sér fyrir endann á. Þetta vekur svo spurningar um utanríkisstefnu landa sem liggja að stærra landi. Hvernig er henni best háttað við slíkar aðstæður? Það er ljóst að þátt fyrir að vera með norðurlandamæri við Kína og deilur um Suður Kínahaf hefur Víetnam tekist að halda bærilegum samskiptum við Kína. Á sama tíma hefur Víetnam einnig tekist að bæta samskipti sín við Bandaríkin. Leiðtogar beggja stórveldanna heimsækja Víetnam með tveggja mánaða millibili árið 2023 og eiga í vinsamlegum samskiptum við stjórnvöld Hanoí og vilja auka viðskipti við landið og fjárfesta þar. Þessi samskipti hafa átt sinn þátt í því að tryggja stöðugleika og frið í Víetnam og leitt af sér mikinn og stöðugan hagvöxt og fólksfjölgun. Land eins og Víetnam þarf að fara varlega í samskiptum við stórveldi og það vita stjórnvöld í Hanoí. Gildir ekki það sama um Úkraínu þó viðurkenna megi um leið að sjálfstætt ríki eigi sjálft að fá að ákveðja hvaða löndum og hvaða stofnunum það tengist? Höfundur er prófessor við Háskólann á Akureyri en starfaði áður hjá Alþjóðabankanum um 12 ára skeið þar á meðal í Asíu og Evrópu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hilmar Þór Hilmarsson Úkraína Víetnam Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Kína George W. Bush NATO Rússland Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Stórveldasamkeppni fer nú harðnandi í heiminum og nú geysar stærsta stríð í Evrópu frá því að seinni heimstyrjöldinni lauk. Átök í Miðausturlöndum stigmagnast og mikil spenna er nú á milli Bandaríkjanna og Kína í Austur Asíu. Úkraína og Rússland Ekki sér fyrir endann á stríðiðinu í Úkraínu hófst 24. febrúar 2022. Átta árum áður hafði Krímskaginn innlimaður inní Rússland. Erfitt verður að semja um stríðslok meðal annars af þremur ástæðum. Í fyrsta lagi hefur Rússland tekið töluvert land af Úkraínu sem stjórnvöld í Rússlandi vilja ekki skila, en Úkraínumenn vilja allt sitt land til baka. Í örðru lagi vill Rússland að Úkraína verði hlutlaust ríki, en Úkraína vill verða aðildarríki bæði í NATO og ESB. Í þriðja lagi vill Úkraína stríðsskaðabætur sem Rússland vill ekki inna af hendi. Það er engin lausn í sjónmáli varðandi þessi þrjú ágreiningsmál. Stríðið heldur því áfram. George W. Bush þáverandi forseti Bandaríkjanna stóð fyrir því á leiðtogafundi NATO Búkarest í Apríl 2008 að ályktað var að Úkraína skyldi ganga í NATO. Kanslari Þýskalands, Angela Merkel, og forseti Frakklands, Nicolas Sarkozy, sem voru á þessum fundi voru bæði andvík þessum fyrirætlunum, því þau óttuðust viðbrögð Rússa. Nú 16 árum síðan er Úkraína enn ekki komin í NATO, en stríð hefur nú staðið yfir innan landamæra Úkraínu í hér um bil tvö ár með skelfilegri eyðilegginu og manntjóni og engan endi sér á. Úkraína er stórt land, yfir 600 þúsund ferkílómetrar, sem á um 2000 kílómetra löng austurlandsamæri að Rússlandi og hafði fyrir stríð mikinn aðgang að Svarta hafinu. Auk þess er landið auðlindaríkt. Vegna legu sinnar er landið mikilvægt fyrir öryggi Rússlands, kannski álíka mikilvægt fyrri Rússland og Kanada eða Mexíkó er í tilviki Bandaríkjanna. Kanada og Mexíkó eiga löng norður og suður landamæri við Bandaríkin. Rússnesk yfirvöld hafa alltaf andmælt fyrirætlunum um að Úkraína fari í NATO, en viljað þess í stað Úkraínu sem hlutlaust ríki. Í austur hluta Úkraínu er mikill fjöldi rússneskumælandi íbúa sem skapaði eldfimt ástand innanlands. Rússland hefur nú innlimað talsverðan hluta þessa svæðis eða um 20% af landinu öllu. Auðveldara er að innlima þessa svæði en vesturhluta Úkraínu þar sem Úkraínumenn eru í meirihluta. Margir eru samt þeirrar skoðunar á vesturlöndum að Úkraína, sem sjálfstætt ríki, eigi rétt á því að ákveða sjálf á lýðræðislegan hátt hvernig landi tengist alþjóðasamfélaginu og stofnunum þess, t.d. NATO og ESB. En það breytir ekki því að það er vandasamt að lifa í nágrenni við stærra land og Úkraína hefur fengið að finna fyrir því. Víetnam og Kína Víetnam dæmi um land sem er með landamæri við stórveldi, en tekur allt aðra stefnu í utanríkismálum en Úkraína. Staða Víetnam gagnvart Kína er flókin með norðurlandamæri við Kína sem eru um 1300 kílómetra löng. Svo eru viðkvæmar deildur um yfirráð yfir Suður Kínahafi, sem Víetnam kallar Austur Víetnamhaf. Síðasta stríð sem bæði Kína og Víetnam háðu var á þessum landamærum árið 1979. Mikilvægur þáttur í utanríkisstefnu Víetnam eru hin svokölluðu fjögur Nei, en þau eru í lauslegri þýðingu. Ekki standa með einu ríki á móti öðru (e. No siding with one country against another). Engin hernaðarbandalög (e. No military alliances). Engar erlendar herstöðvar (e. No foreign military bases). Ekki beita valdi eða hóta að beita valdi í alþjóðasamskiptum (e. No using of force or threatening to use force in international relations). Vesturlönd sýna nú Víetnam vaxandi áhuga vegna uppgangs Kína. Skemmst er að minnast heimsóknar Joe Biden Bandaríkjaforseta til Hanoí í september á síðasta ári eftir G20 fundinn á Indlandi. Xi Jinping leiðtogi Kína heimsótti svo Víetnam í desember sama ár. Þetta sýnir hvað Víetnam er orðið mikilvægt í augum stórveldanna. Víetnam vill góð samskipti við Bandaríkin og Kína, en fer varlega og heldur hlutleysisstefnu í öryggismálum. Ef Víetnam hafði áform um að mynda formlegt varnarbandalag t.d. með Bandaríkjunum, Japan, Suður-Kóreu og Ástralíu gætu viðbrögðin frá Kína orðið hörð. Meðal annars þess vegna fara stjórnvöld í Víetnam varlega. Varnarbandalag gæti þýtt hernaðarviðveru bandalagsins við norður landamæri Víetnam við Kína og hernaðarviðveru í Suður Kínahafi á umdeildum eyjum í Suðurkínahafi. Víetnam er dæmi um land sem fer varlega í samskiptum sínum við stærra nágrannaríki á meðan Úkraína er dæmi um land með hugmyndir að aðild að NATO og ESB innan skamms tíma sem hafa reynst óraunhæfar. Hvorki ESB né NATO ríki hafa viljað veita landinu aðild, ekki einu sinni tímatöflu um aðild. Víetnam hefur sótt G7 fundi þegar boð um það hefur borist. Þetta staðfestir enn vaxandi mikilvægi landsins, en Víetnam myndi tæpast sækja NATO fundi eins og Ástralía, Japan, Suður Kórea gera. Úkraína hefur beðið eftir NATO aðild síðan í apríl 2008 og þó landið sé nú umsóknarríki ESB mun líða langur tími áður en full aðild verður skoðuð að nokkurri alvöru í Brussel. Úkraína hefur þó fengið hernaðaraðstoð frá NATO ríkjum og efnahagsstuðning frá ESB. Útilokað er að NATO eða ESB veiti ríki, sem er í stríði og á í landamæradeilum fulla aðild. Efnahags- og fólksfjöldaþróun í Úkraínu og Víetnam Efnahagsþróun hefur verið mjög ólík í Úkraínu og Víetnam frá því að Sovétríkin féllu 1991. Það ár var hagkerfi Víetnam innan við þriðjungur að hagkerfi Úkraínu mælt sem verg landsframleiðsla á jafnvirðisgengi (PPP). Árið 2022 var hagkerfi Víetnam orðið þrisvar sinnum stærra, en hagkerfi Úkraínu, á sama mælikvarða, sjá Mynd 1. Hagvöxtur (mældur sem % breyting á vergri landsframleiðslu á föstu verðlagi) hefur verði mikill í Víetnam allt tímabilið frá 1991 til 2022 þó hægt hafi á honum í Covid-19 faraldrinum, sjá Mynd 2. Úkraína hefur aftur á móti þurft að horfast í augu við hverja kreppuna á fætur annarri. Þegar Sovétríkin féllu 1991 varð efnahagshrun í Úkraínu, sjá Mynd 2. Hagvaxtarskeið kom svo á árunum 1999 til 2008 eða þar til alþjóðlega efnahags- og fjármálakreppan skall á 2008/2009, sem lét Úkraínu grátt. Enn annað efnahagsáfall dundi yfir Úkraínu þegar Rússar innlimuðu Krímskagann árið 2014. Talsverður samdráttur varð í Úkraínu í Covid-19 faraldrinum árið 2020, en svo algert efnahagshrun árið 2022 þegar Rússar gerðu innrás í Úkraínu í upphafi þess árs, sjá Mynd 2. Sé fólksfjöldaþróun skoðuð í Úkraínu bjuggu um 52 milljónir manna í landinu árið 1991 þegar Sovétríkin féllu. Árið 2021 fyrir innrás Rússlands bjuggu um 41 milljón manna í Úkraínu. Á þessum 30 árum höfðu íbúum Úkraínu fækkað um ca. 11 milljónir álíka fólksfjöldi og öll Svíþjóð. Það sem meira er, er að þetta var að miklu leyti ungt og tiltölulega vel menntað fólk sem flúði til Evrópu í von um betra líf. Sumir flúðu til Rússlands. Árið 1991 vöru íbúar Víetnam tæplega 70 milljónir, en voru orðnir um um 100 milljónir árið 2022, sjá Mynd 3. Hefði fólksfjölda þróun orðið sú sama í Úkraínu og Víetnam ættu að vera um 75 milljónir íbúa í Úkraínu í dag, en ekki í kringum 30 milljónir eins og nú má ætla. Nú verður mismunandi efnahagsþróun Úkraínu og Víetnam alls ekki að öllu leyti skýrð með ólíkri utanríkisstefnu þessara landa. Ég fjallaði meðal annars um efnahagsmál Úkraínu nokkuð ítarlega í bók sem kom út hjá Routledge bókaforlaginu árið 2023 og bar titilinn: The Nordic, Baltic and Visegrád Small Powers in Europe: A Dance with Giants for Survival and Prosperity og bar þar saman Pólland og Úkraínu. Þó verður varla um það deilt að síðan 2014 hafa átökin við Rússland leikið Úkraínu mjög grátt og leitt til efnahagshruns sem ekki sér fyrir endann á. Þetta vekur svo spurningar um utanríkisstefnu landa sem liggja að stærra landi. Hvernig er henni best háttað við slíkar aðstæður? Það er ljóst að þátt fyrir að vera með norðurlandamæri við Kína og deilur um Suður Kínahaf hefur Víetnam tekist að halda bærilegum samskiptum við Kína. Á sama tíma hefur Víetnam einnig tekist að bæta samskipti sín við Bandaríkin. Leiðtogar beggja stórveldanna heimsækja Víetnam með tveggja mánaða millibili árið 2023 og eiga í vinsamlegum samskiptum við stjórnvöld Hanoí og vilja auka viðskipti við landið og fjárfesta þar. Þessi samskipti hafa átt sinn þátt í því að tryggja stöðugleika og frið í Víetnam og leitt af sér mikinn og stöðugan hagvöxt og fólksfjölgun. Land eins og Víetnam þarf að fara varlega í samskiptum við stórveldi og það vita stjórnvöld í Hanoí. Gildir ekki það sama um Úkraínu þó viðurkenna megi um leið að sjálfstætt ríki eigi sjálft að fá að ákveðja hvaða löndum og hvaða stofnunum það tengist? Höfundur er prófessor við Háskólann á Akureyri en starfaði áður hjá Alþjóðabankanum um 12 ára skeið þar á meðal í Asíu og Evrópu.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar