Skorað á meirihlutann að spyrna fótum gegn fátækt og ójöfnuði Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 23. janúar 2024 11:30 Umræða um vaxandi fátækt og ójöfnuð er í dag 23. janúar í borgarstjórn að beiðni borgarfulltrúa Flokks fólksins. Farið er fram á að meirihlutinn í borgarstjórn kynni aðgerðir til að spyrna megi fótum við þessari neikvæðu þróun á lífskjörum stækkandi hóps. Það er bláköld staðreynd að fátækt og ójöfnuður hefur aukist í Reykjavík á vakt þessa og síðasta meirihluta. Færri áttu fyrir jólaútgjöldum nú en áður. Þetta kemur fram í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Þau tekjuminnstu eru líklegust til að ná ekki endum saman fjárhagslega og hlutfall þeirra hefur ekki verið jafn hátt í sjö ár. Leigjendur eru í hópi þeirra verst settu. Flokkur fólksins skorar á meirihlutann og nýjan borgarstjóra að marka skýrari stefnu og gera raunhæfa áætlun um að uppræta fátækt í Reykjavík. Ganga þarf í þetta verkefni af meiri skörungsskap en gert hefur verið fram til þessa. Fátækt bitnar mest á börnum og viðkvæmum hópum. Þótt við sjáum ekki börn betlandi á götuhornum fyrir mat er talið að mörg þúsund börn í Reykjavík búi við fátækt og bætist hratt í hópinn. Aðeins brot af þeim fjölskyldum sem búa við fátækt eru á fjárhagsaðstoð. Fátækt er brot á mannréttindum barna. Fátækt rænir börn tækifærum, vonum og draumum. Fátækt mismunar börnum um lífsins gæði, heilsu og menntun. Barn sem elst upp við fátækt er jafnframt líklegra að búa við fátækt sem fullorðinn einstaklingur. Aðgerðir borgaryfirvalda þurfa að lúta að viðmiði og tekjutengingum þegar horft er á aðstæður barnafjölskyldna. Hækka þarf lægstu laun og fjölga félagslegum íbúðum. Flokkur fólksins hefur ítrekað bent á að taka þurfi meira tillit til tekna þegar greiða á leikskólagjöld, skólamáltíðir og tómstundir barna. Það er samfélagsleg skylda okkar að tryggja að ekkert barn sé utangarðs vegna fátæktar. Fátækt er ákvörðun samfélagsins sem er hægt að útrýma eins og annarri vá. Birtingamyndir fátæktar Fátækt birtist i mörgum myndum og eru orsakir og ástæður margar og margslungnar. Fjölskylda getur fundið sig í fátækt án mikils fyrirvara t.d. í kjölfar veikinda. Borgarfulltrúi Flokks fólksins sem er einnig sálfræðingur vill árétta að fátækt er ekki aðeins vöntun á fæði, klæði og húsnæði, heldur fylgir einnig fátækt skömm, niðurlæging, einelti og einangrun. Að alast upp í fátækt er áfall í sjálfu sér og að búa við viðvarandi fátækt kallar á ítrekuð áföll, kvíða og streitu. Mikið er lagt á börn fátækra foreldra sem horfa á foreldra sína upplifa vanmátt og vonleysi. Húsnæðisvandinn áhrifaþáttur Skortur á húsnæði á húsnæðismarkaði er stór áhrifaþáttur þegar fátækt er skoðuð. Reykjavík verður að finna leiðir til að bjóða fleiri lóðir og skipuleggja fleiri svæði til að byggja á. Það veltur í raun allt á Reykjavík hvernig til tekst á húsnæðismarkaði. Reykjavík getur sett af stað uppbyggingu víðar í borgarlandinu. Haldið er of fast um tauminn og þétting byggðar er orðin meira þráhyggja meirihlutans en eitthvað sem gagnast fólkinu. Hvað þarf að gera Flokkur fólksins vill að beitt sé fleiri sértækum úrræðum fyrir þá verst settu. Byggja þarf aðstoðina á framfærsluviðmiðum og tryggja þeim sem eru undir þeim fjárhagslegu viðmiðum gjaldfrjálsa skólamáltíð og annað sem skóla- og frístundaiðkun krefst.Flokkur fólksins vill að hlúð verði betur að andlegri líðan barna en nú er gert. Ekkert barn á að þurfa að bíða eftir faglegri þjónustu. Á biðlista í Reykjavík eftir sálfræðiþjónustu skólanna eru 2086 börn. Sérhvert barn sem elst upp við fátækt á Íslandi er einu barni of mikið. Höfundur er sálfræðingur og oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Sáttmáli okkar við þjóðina Oddný G. Harðardóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Umræða um vaxandi fátækt og ójöfnuð er í dag 23. janúar í borgarstjórn að beiðni borgarfulltrúa Flokks fólksins. Farið er fram á að meirihlutinn í borgarstjórn kynni aðgerðir til að spyrna megi fótum við þessari neikvæðu þróun á lífskjörum stækkandi hóps. Það er bláköld staðreynd að fátækt og ójöfnuður hefur aukist í Reykjavík á vakt þessa og síðasta meirihluta. Færri áttu fyrir jólaútgjöldum nú en áður. Þetta kemur fram í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Þau tekjuminnstu eru líklegust til að ná ekki endum saman fjárhagslega og hlutfall þeirra hefur ekki verið jafn hátt í sjö ár. Leigjendur eru í hópi þeirra verst settu. Flokkur fólksins skorar á meirihlutann og nýjan borgarstjóra að marka skýrari stefnu og gera raunhæfa áætlun um að uppræta fátækt í Reykjavík. Ganga þarf í þetta verkefni af meiri skörungsskap en gert hefur verið fram til þessa. Fátækt bitnar mest á börnum og viðkvæmum hópum. Þótt við sjáum ekki börn betlandi á götuhornum fyrir mat er talið að mörg þúsund börn í Reykjavík búi við fátækt og bætist hratt í hópinn. Aðeins brot af þeim fjölskyldum sem búa við fátækt eru á fjárhagsaðstoð. Fátækt er brot á mannréttindum barna. Fátækt rænir börn tækifærum, vonum og draumum. Fátækt mismunar börnum um lífsins gæði, heilsu og menntun. Barn sem elst upp við fátækt er jafnframt líklegra að búa við fátækt sem fullorðinn einstaklingur. Aðgerðir borgaryfirvalda þurfa að lúta að viðmiði og tekjutengingum þegar horft er á aðstæður barnafjölskyldna. Hækka þarf lægstu laun og fjölga félagslegum íbúðum. Flokkur fólksins hefur ítrekað bent á að taka þurfi meira tillit til tekna þegar greiða á leikskólagjöld, skólamáltíðir og tómstundir barna. Það er samfélagsleg skylda okkar að tryggja að ekkert barn sé utangarðs vegna fátæktar. Fátækt er ákvörðun samfélagsins sem er hægt að útrýma eins og annarri vá. Birtingamyndir fátæktar Fátækt birtist i mörgum myndum og eru orsakir og ástæður margar og margslungnar. Fjölskylda getur fundið sig í fátækt án mikils fyrirvara t.d. í kjölfar veikinda. Borgarfulltrúi Flokks fólksins sem er einnig sálfræðingur vill árétta að fátækt er ekki aðeins vöntun á fæði, klæði og húsnæði, heldur fylgir einnig fátækt skömm, niðurlæging, einelti og einangrun. Að alast upp í fátækt er áfall í sjálfu sér og að búa við viðvarandi fátækt kallar á ítrekuð áföll, kvíða og streitu. Mikið er lagt á börn fátækra foreldra sem horfa á foreldra sína upplifa vanmátt og vonleysi. Húsnæðisvandinn áhrifaþáttur Skortur á húsnæði á húsnæðismarkaði er stór áhrifaþáttur þegar fátækt er skoðuð. Reykjavík verður að finna leiðir til að bjóða fleiri lóðir og skipuleggja fleiri svæði til að byggja á. Það veltur í raun allt á Reykjavík hvernig til tekst á húsnæðismarkaði. Reykjavík getur sett af stað uppbyggingu víðar í borgarlandinu. Haldið er of fast um tauminn og þétting byggðar er orðin meira þráhyggja meirihlutans en eitthvað sem gagnast fólkinu. Hvað þarf að gera Flokkur fólksins vill að beitt sé fleiri sértækum úrræðum fyrir þá verst settu. Byggja þarf aðstoðina á framfærsluviðmiðum og tryggja þeim sem eru undir þeim fjárhagslegu viðmiðum gjaldfrjálsa skólamáltíð og annað sem skóla- og frístundaiðkun krefst.Flokkur fólksins vill að hlúð verði betur að andlegri líðan barna en nú er gert. Ekkert barn á að þurfa að bíða eftir faglegri þjónustu. Á biðlista í Reykjavík eftir sálfræðiþjónustu skólanna eru 2086 börn. Sérhvert barn sem elst upp við fátækt á Íslandi er einu barni of mikið. Höfundur er sálfræðingur og oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar