Skorað á meirihlutann að spyrna fótum gegn fátækt og ójöfnuði Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 23. janúar 2024 11:30 Umræða um vaxandi fátækt og ójöfnuð er í dag 23. janúar í borgarstjórn að beiðni borgarfulltrúa Flokks fólksins. Farið er fram á að meirihlutinn í borgarstjórn kynni aðgerðir til að spyrna megi fótum við þessari neikvæðu þróun á lífskjörum stækkandi hóps. Það er bláköld staðreynd að fátækt og ójöfnuður hefur aukist í Reykjavík á vakt þessa og síðasta meirihluta. Færri áttu fyrir jólaútgjöldum nú en áður. Þetta kemur fram í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Þau tekjuminnstu eru líklegust til að ná ekki endum saman fjárhagslega og hlutfall þeirra hefur ekki verið jafn hátt í sjö ár. Leigjendur eru í hópi þeirra verst settu. Flokkur fólksins skorar á meirihlutann og nýjan borgarstjóra að marka skýrari stefnu og gera raunhæfa áætlun um að uppræta fátækt í Reykjavík. Ganga þarf í þetta verkefni af meiri skörungsskap en gert hefur verið fram til þessa. Fátækt bitnar mest á börnum og viðkvæmum hópum. Þótt við sjáum ekki börn betlandi á götuhornum fyrir mat er talið að mörg þúsund börn í Reykjavík búi við fátækt og bætist hratt í hópinn. Aðeins brot af þeim fjölskyldum sem búa við fátækt eru á fjárhagsaðstoð. Fátækt er brot á mannréttindum barna. Fátækt rænir börn tækifærum, vonum og draumum. Fátækt mismunar börnum um lífsins gæði, heilsu og menntun. Barn sem elst upp við fátækt er jafnframt líklegra að búa við fátækt sem fullorðinn einstaklingur. Aðgerðir borgaryfirvalda þurfa að lúta að viðmiði og tekjutengingum þegar horft er á aðstæður barnafjölskyldna. Hækka þarf lægstu laun og fjölga félagslegum íbúðum. Flokkur fólksins hefur ítrekað bent á að taka þurfi meira tillit til tekna þegar greiða á leikskólagjöld, skólamáltíðir og tómstundir barna. Það er samfélagsleg skylda okkar að tryggja að ekkert barn sé utangarðs vegna fátæktar. Fátækt er ákvörðun samfélagsins sem er hægt að útrýma eins og annarri vá. Birtingamyndir fátæktar Fátækt birtist i mörgum myndum og eru orsakir og ástæður margar og margslungnar. Fjölskylda getur fundið sig í fátækt án mikils fyrirvara t.d. í kjölfar veikinda. Borgarfulltrúi Flokks fólksins sem er einnig sálfræðingur vill árétta að fátækt er ekki aðeins vöntun á fæði, klæði og húsnæði, heldur fylgir einnig fátækt skömm, niðurlæging, einelti og einangrun. Að alast upp í fátækt er áfall í sjálfu sér og að búa við viðvarandi fátækt kallar á ítrekuð áföll, kvíða og streitu. Mikið er lagt á börn fátækra foreldra sem horfa á foreldra sína upplifa vanmátt og vonleysi. Húsnæðisvandinn áhrifaþáttur Skortur á húsnæði á húsnæðismarkaði er stór áhrifaþáttur þegar fátækt er skoðuð. Reykjavík verður að finna leiðir til að bjóða fleiri lóðir og skipuleggja fleiri svæði til að byggja á. Það veltur í raun allt á Reykjavík hvernig til tekst á húsnæðismarkaði. Reykjavík getur sett af stað uppbyggingu víðar í borgarlandinu. Haldið er of fast um tauminn og þétting byggðar er orðin meira þráhyggja meirihlutans en eitthvað sem gagnast fólkinu. Hvað þarf að gera Flokkur fólksins vill að beitt sé fleiri sértækum úrræðum fyrir þá verst settu. Byggja þarf aðstoðina á framfærsluviðmiðum og tryggja þeim sem eru undir þeim fjárhagslegu viðmiðum gjaldfrjálsa skólamáltíð og annað sem skóla- og frístundaiðkun krefst.Flokkur fólksins vill að hlúð verði betur að andlegri líðan barna en nú er gert. Ekkert barn á að þurfa að bíða eftir faglegri þjónustu. Á biðlista í Reykjavík eftir sálfræðiþjónustu skólanna eru 2086 börn. Sérhvert barn sem elst upp við fátækt á Íslandi er einu barni of mikið. Höfundur er sálfræðingur og oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Umræða um vaxandi fátækt og ójöfnuð er í dag 23. janúar í borgarstjórn að beiðni borgarfulltrúa Flokks fólksins. Farið er fram á að meirihlutinn í borgarstjórn kynni aðgerðir til að spyrna megi fótum við þessari neikvæðu þróun á lífskjörum stækkandi hóps. Það er bláköld staðreynd að fátækt og ójöfnuður hefur aukist í Reykjavík á vakt þessa og síðasta meirihluta. Færri áttu fyrir jólaútgjöldum nú en áður. Þetta kemur fram í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Þau tekjuminnstu eru líklegust til að ná ekki endum saman fjárhagslega og hlutfall þeirra hefur ekki verið jafn hátt í sjö ár. Leigjendur eru í hópi þeirra verst settu. Flokkur fólksins skorar á meirihlutann og nýjan borgarstjóra að marka skýrari stefnu og gera raunhæfa áætlun um að uppræta fátækt í Reykjavík. Ganga þarf í þetta verkefni af meiri skörungsskap en gert hefur verið fram til þessa. Fátækt bitnar mest á börnum og viðkvæmum hópum. Þótt við sjáum ekki börn betlandi á götuhornum fyrir mat er talið að mörg þúsund börn í Reykjavík búi við fátækt og bætist hratt í hópinn. Aðeins brot af þeim fjölskyldum sem búa við fátækt eru á fjárhagsaðstoð. Fátækt er brot á mannréttindum barna. Fátækt rænir börn tækifærum, vonum og draumum. Fátækt mismunar börnum um lífsins gæði, heilsu og menntun. Barn sem elst upp við fátækt er jafnframt líklegra að búa við fátækt sem fullorðinn einstaklingur. Aðgerðir borgaryfirvalda þurfa að lúta að viðmiði og tekjutengingum þegar horft er á aðstæður barnafjölskyldna. Hækka þarf lægstu laun og fjölga félagslegum íbúðum. Flokkur fólksins hefur ítrekað bent á að taka þurfi meira tillit til tekna þegar greiða á leikskólagjöld, skólamáltíðir og tómstundir barna. Það er samfélagsleg skylda okkar að tryggja að ekkert barn sé utangarðs vegna fátæktar. Fátækt er ákvörðun samfélagsins sem er hægt að útrýma eins og annarri vá. Birtingamyndir fátæktar Fátækt birtist i mörgum myndum og eru orsakir og ástæður margar og margslungnar. Fjölskylda getur fundið sig í fátækt án mikils fyrirvara t.d. í kjölfar veikinda. Borgarfulltrúi Flokks fólksins sem er einnig sálfræðingur vill árétta að fátækt er ekki aðeins vöntun á fæði, klæði og húsnæði, heldur fylgir einnig fátækt skömm, niðurlæging, einelti og einangrun. Að alast upp í fátækt er áfall í sjálfu sér og að búa við viðvarandi fátækt kallar á ítrekuð áföll, kvíða og streitu. Mikið er lagt á börn fátækra foreldra sem horfa á foreldra sína upplifa vanmátt og vonleysi. Húsnæðisvandinn áhrifaþáttur Skortur á húsnæði á húsnæðismarkaði er stór áhrifaþáttur þegar fátækt er skoðuð. Reykjavík verður að finna leiðir til að bjóða fleiri lóðir og skipuleggja fleiri svæði til að byggja á. Það veltur í raun allt á Reykjavík hvernig til tekst á húsnæðismarkaði. Reykjavík getur sett af stað uppbyggingu víðar í borgarlandinu. Haldið er of fast um tauminn og þétting byggðar er orðin meira þráhyggja meirihlutans en eitthvað sem gagnast fólkinu. Hvað þarf að gera Flokkur fólksins vill að beitt sé fleiri sértækum úrræðum fyrir þá verst settu. Byggja þarf aðstoðina á framfærsluviðmiðum og tryggja þeim sem eru undir þeim fjárhagslegu viðmiðum gjaldfrjálsa skólamáltíð og annað sem skóla- og frístundaiðkun krefst.Flokkur fólksins vill að hlúð verði betur að andlegri líðan barna en nú er gert. Ekkert barn á að þurfa að bíða eftir faglegri þjónustu. Á biðlista í Reykjavík eftir sálfræðiþjónustu skólanna eru 2086 börn. Sérhvert barn sem elst upp við fátækt á Íslandi er einu barni of mikið. Höfundur er sálfræðingur og oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar