Skorað á meirihlutann að spyrna fótum gegn fátækt og ójöfnuði Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 23. janúar 2024 11:30 Umræða um vaxandi fátækt og ójöfnuð er í dag 23. janúar í borgarstjórn að beiðni borgarfulltrúa Flokks fólksins. Farið er fram á að meirihlutinn í borgarstjórn kynni aðgerðir til að spyrna megi fótum við þessari neikvæðu þróun á lífskjörum stækkandi hóps. Það er bláköld staðreynd að fátækt og ójöfnuður hefur aukist í Reykjavík á vakt þessa og síðasta meirihluta. Færri áttu fyrir jólaútgjöldum nú en áður. Þetta kemur fram í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Þau tekjuminnstu eru líklegust til að ná ekki endum saman fjárhagslega og hlutfall þeirra hefur ekki verið jafn hátt í sjö ár. Leigjendur eru í hópi þeirra verst settu. Flokkur fólksins skorar á meirihlutann og nýjan borgarstjóra að marka skýrari stefnu og gera raunhæfa áætlun um að uppræta fátækt í Reykjavík. Ganga þarf í þetta verkefni af meiri skörungsskap en gert hefur verið fram til þessa. Fátækt bitnar mest á börnum og viðkvæmum hópum. Þótt við sjáum ekki börn betlandi á götuhornum fyrir mat er talið að mörg þúsund börn í Reykjavík búi við fátækt og bætist hratt í hópinn. Aðeins brot af þeim fjölskyldum sem búa við fátækt eru á fjárhagsaðstoð. Fátækt er brot á mannréttindum barna. Fátækt rænir börn tækifærum, vonum og draumum. Fátækt mismunar börnum um lífsins gæði, heilsu og menntun. Barn sem elst upp við fátækt er jafnframt líklegra að búa við fátækt sem fullorðinn einstaklingur. Aðgerðir borgaryfirvalda þurfa að lúta að viðmiði og tekjutengingum þegar horft er á aðstæður barnafjölskyldna. Hækka þarf lægstu laun og fjölga félagslegum íbúðum. Flokkur fólksins hefur ítrekað bent á að taka þurfi meira tillit til tekna þegar greiða á leikskólagjöld, skólamáltíðir og tómstundir barna. Það er samfélagsleg skylda okkar að tryggja að ekkert barn sé utangarðs vegna fátæktar. Fátækt er ákvörðun samfélagsins sem er hægt að útrýma eins og annarri vá. Birtingamyndir fátæktar Fátækt birtist i mörgum myndum og eru orsakir og ástæður margar og margslungnar. Fjölskylda getur fundið sig í fátækt án mikils fyrirvara t.d. í kjölfar veikinda. Borgarfulltrúi Flokks fólksins sem er einnig sálfræðingur vill árétta að fátækt er ekki aðeins vöntun á fæði, klæði og húsnæði, heldur fylgir einnig fátækt skömm, niðurlæging, einelti og einangrun. Að alast upp í fátækt er áfall í sjálfu sér og að búa við viðvarandi fátækt kallar á ítrekuð áföll, kvíða og streitu. Mikið er lagt á börn fátækra foreldra sem horfa á foreldra sína upplifa vanmátt og vonleysi. Húsnæðisvandinn áhrifaþáttur Skortur á húsnæði á húsnæðismarkaði er stór áhrifaþáttur þegar fátækt er skoðuð. Reykjavík verður að finna leiðir til að bjóða fleiri lóðir og skipuleggja fleiri svæði til að byggja á. Það veltur í raun allt á Reykjavík hvernig til tekst á húsnæðismarkaði. Reykjavík getur sett af stað uppbyggingu víðar í borgarlandinu. Haldið er of fast um tauminn og þétting byggðar er orðin meira þráhyggja meirihlutans en eitthvað sem gagnast fólkinu. Hvað þarf að gera Flokkur fólksins vill að beitt sé fleiri sértækum úrræðum fyrir þá verst settu. Byggja þarf aðstoðina á framfærsluviðmiðum og tryggja þeim sem eru undir þeim fjárhagslegu viðmiðum gjaldfrjálsa skólamáltíð og annað sem skóla- og frístundaiðkun krefst.Flokkur fólksins vill að hlúð verði betur að andlegri líðan barna en nú er gert. Ekkert barn á að þurfa að bíða eftir faglegri þjónustu. Á biðlista í Reykjavík eftir sálfræðiþjónustu skólanna eru 2086 börn. Sérhvert barn sem elst upp við fátækt á Íslandi er einu barni of mikið. Höfundur er sálfræðingur og oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Skoðun Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Umræða um vaxandi fátækt og ójöfnuð er í dag 23. janúar í borgarstjórn að beiðni borgarfulltrúa Flokks fólksins. Farið er fram á að meirihlutinn í borgarstjórn kynni aðgerðir til að spyrna megi fótum við þessari neikvæðu þróun á lífskjörum stækkandi hóps. Það er bláköld staðreynd að fátækt og ójöfnuður hefur aukist í Reykjavík á vakt þessa og síðasta meirihluta. Færri áttu fyrir jólaútgjöldum nú en áður. Þetta kemur fram í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Þau tekjuminnstu eru líklegust til að ná ekki endum saman fjárhagslega og hlutfall þeirra hefur ekki verið jafn hátt í sjö ár. Leigjendur eru í hópi þeirra verst settu. Flokkur fólksins skorar á meirihlutann og nýjan borgarstjóra að marka skýrari stefnu og gera raunhæfa áætlun um að uppræta fátækt í Reykjavík. Ganga þarf í þetta verkefni af meiri skörungsskap en gert hefur verið fram til þessa. Fátækt bitnar mest á börnum og viðkvæmum hópum. Þótt við sjáum ekki börn betlandi á götuhornum fyrir mat er talið að mörg þúsund börn í Reykjavík búi við fátækt og bætist hratt í hópinn. Aðeins brot af þeim fjölskyldum sem búa við fátækt eru á fjárhagsaðstoð. Fátækt er brot á mannréttindum barna. Fátækt rænir börn tækifærum, vonum og draumum. Fátækt mismunar börnum um lífsins gæði, heilsu og menntun. Barn sem elst upp við fátækt er jafnframt líklegra að búa við fátækt sem fullorðinn einstaklingur. Aðgerðir borgaryfirvalda þurfa að lúta að viðmiði og tekjutengingum þegar horft er á aðstæður barnafjölskyldna. Hækka þarf lægstu laun og fjölga félagslegum íbúðum. Flokkur fólksins hefur ítrekað bent á að taka þurfi meira tillit til tekna þegar greiða á leikskólagjöld, skólamáltíðir og tómstundir barna. Það er samfélagsleg skylda okkar að tryggja að ekkert barn sé utangarðs vegna fátæktar. Fátækt er ákvörðun samfélagsins sem er hægt að útrýma eins og annarri vá. Birtingamyndir fátæktar Fátækt birtist i mörgum myndum og eru orsakir og ástæður margar og margslungnar. Fjölskylda getur fundið sig í fátækt án mikils fyrirvara t.d. í kjölfar veikinda. Borgarfulltrúi Flokks fólksins sem er einnig sálfræðingur vill árétta að fátækt er ekki aðeins vöntun á fæði, klæði og húsnæði, heldur fylgir einnig fátækt skömm, niðurlæging, einelti og einangrun. Að alast upp í fátækt er áfall í sjálfu sér og að búa við viðvarandi fátækt kallar á ítrekuð áföll, kvíða og streitu. Mikið er lagt á börn fátækra foreldra sem horfa á foreldra sína upplifa vanmátt og vonleysi. Húsnæðisvandinn áhrifaþáttur Skortur á húsnæði á húsnæðismarkaði er stór áhrifaþáttur þegar fátækt er skoðuð. Reykjavík verður að finna leiðir til að bjóða fleiri lóðir og skipuleggja fleiri svæði til að byggja á. Það veltur í raun allt á Reykjavík hvernig til tekst á húsnæðismarkaði. Reykjavík getur sett af stað uppbyggingu víðar í borgarlandinu. Haldið er of fast um tauminn og þétting byggðar er orðin meira þráhyggja meirihlutans en eitthvað sem gagnast fólkinu. Hvað þarf að gera Flokkur fólksins vill að beitt sé fleiri sértækum úrræðum fyrir þá verst settu. Byggja þarf aðstoðina á framfærsluviðmiðum og tryggja þeim sem eru undir þeim fjárhagslegu viðmiðum gjaldfrjálsa skólamáltíð og annað sem skóla- og frístundaiðkun krefst.Flokkur fólksins vill að hlúð verði betur að andlegri líðan barna en nú er gert. Ekkert barn á að þurfa að bíða eftir faglegri þjónustu. Á biðlista í Reykjavík eftir sálfræðiþjónustu skólanna eru 2086 börn. Sérhvert barn sem elst upp við fátækt á Íslandi er einu barni of mikið. Höfundur er sálfræðingur og oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun