Markvissar aðgerðir í rétta átt Halla Þorvaldsdóttir skrifar 19. janúar 2024 10:31 Í desember bárust afar ánægjuleg tíðindi frá heilbrigðisráðuneytinu af skipan samráðshóps sem ætlað er að vinna aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum til fimm ára. Krabbameinsfélagið hefur lengi beitt sér fyrir að komið verði á virkri krabbameinsáætlun. Á aðalfundi félagsins þann 13. maí sl. var skorað á stjórnvöld að hefjast handa þegar í stað og setja á dagskrá viðbrögð við fyrirsjáanlegri fjölgun krabbameinstilvika og lifenda, með öflugri krabbameinsáætlun sem leiði til samhæfðra og markvissra aðgerða. Krabbamein eru mjög stór áskorun fyrir einstaklingana sem veikjast, fjölskyldur þeirra og samfélagið allt. Vinna þarf að því að draga úr áhrifum þeirra, á öllum stigum, allt frá því að grunur vaknar um krabbamein. Fyrirsjáanleg er mjög mikil fjölgun krabbameina samhliða breytingum á aldurssamsetningu þjóðarinnar. Spáð er að krabbameinstilvik verði rúmlega 2.300 árið 2030 og rúmlega 2.500 árið 2035 sem er aukning um 25% og 35% frá því sem nú er. Dauðsföll af völdum krabbameina eru að meðaltali 628 á ári. Krabbamein eru algengasta dánarorsök fólks í aldurshópnum 35 - 79 en á þeim aldri missum við um 400 manns á ári. Góðu fréttirnar eru miklar framfarir í greiningu og meðferð. Fjöldi þeirra sem læknast eða lifa lengi með krabbamein eykst því stöðugt. Reiknað er með að lifendur verði tæplega 23.000 árið 2030 og tæp 27.000 árið 2035 sem er 31% og 54% aukning frá áramótunum 2022 - 2023. Þetta er auðvitað gríðarlegt fagnaðarefni. Því miður er það hins vegar svo að sjúkdómarnir og meðferð við þeim valda í mörgum tilvikum langvinnum aukaverkunum og síðbúnum fylgikvillum sem kalla á aukna heilbrigðisþjónustu sem þarf að tryggja. Samhliða þarf að auðvelda fólki á vinnualdri endurkomu til vinnu við hæfi, eftir veikindi. Um 30 - 40% krabbameina eru lífsstílstengd svo hægt er að draga úr líkum á þeim með heilsusamlegum lífsstíl. Það er krefjandi lýðheilsuáskorun en gagnvart henni má ekki gefast upp heldur byggja upp samstilltar forvarnir þar sem tvinnaðir eru saman margir þræðir, m.a. fræðsla og stjórnvaldsaðgerðir. Krabbameinsforvarnir krefjast þolinmæði, árangurinn skilar sér oft ekki fyrr en áratugum síðar. Mikill ávinningur er af að greina krabbamein snemma. Snemmgreining bætir lífslíkur og möguleika á minna íþyngjandi meðferð. Brýnt er að hér á landi sé boðið sé upp á allar skimanir fyrir krabbameinum sem alþjóðastofnanir mæla með, að þær séu ókeypis, öllum aðgengilegar og þátttaka í þeim góð. Sömuleiðis er mikilvægt að fólk þekki einkenni sem geta bent til krabbameina og eigi greitt aðgengi að þjónustu heilsugæslunnar vegna þeirra. Aukin þörf fyrir sérhæfða heilbrigðisþjónustu kallar á að notendur og aðstandendur þeirra eigi auðveldara með að bjarga sér sjálfir í kerfinu. Til að svo megi verða þurfa notendur þjónustunnar og aðstandendur þeirra að geta gengið að skýrum ferlum og góðri og öruggri upplýsingagjöf við allra hæfi, allt frá því að grunur vaknar um krabbamein. Verkefnin sem blasa við eru bæði stór og krefjandi. Til að árangur náist þarf að rýna í málin, fylgjast náið með, þróa nýja þekkingu, hagnýta hana og nýta gæðavísa. Markmið Krabbameinsfélagsins eru að færri fái krabbamein, fleiri læknist, lifi lengi og njóti lífsins – með og eftir krabbamein. Að því miðar öll starfsemi félagsins; ráðgjöf og stuðningur við sjúklinga og aðstandendur, forvarnarstarf og rannsóknir, með traust bakland hjá almenningi og fyrirtækjum í landinu sem fjármagna starfið með stuðningi sínum. Til að markmiðin náist verða margir að leggjast á árar, ekki síst stjórnvöld eins og kallað var eftir í áskorun aðalfundar félagsins í maí. Krabbameinsfélagið á fulltrúa í ofangreindum samráðshópi stjórnvalda og mun leggja sig fram um að þekking félagsins og reynsla sjúklinga og aðstandenda nýtist til að byggja framsækna og markvissa aðgerðaáætlun. Með góðri samvinnu er hægt að tryggja að árangur varðandi krabbamein hér á landi sé í fremstu röð. Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Mest lesið D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjölmiðlar í hættu - aðgerða er þörf Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Ég trúi á orkuskiptin! Hverju trúir þú? Tinna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar Skoðun Vissir þú þetta? Rakel Linda Kristjánsdóttir,Sigurlaug Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á lífsgæðum borgarbúa Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Aðdragandi 7. oktober 2023 í Palestínu Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Sjá meira
Í desember bárust afar ánægjuleg tíðindi frá heilbrigðisráðuneytinu af skipan samráðshóps sem ætlað er að vinna aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum til fimm ára. Krabbameinsfélagið hefur lengi beitt sér fyrir að komið verði á virkri krabbameinsáætlun. Á aðalfundi félagsins þann 13. maí sl. var skorað á stjórnvöld að hefjast handa þegar í stað og setja á dagskrá viðbrögð við fyrirsjáanlegri fjölgun krabbameinstilvika og lifenda, með öflugri krabbameinsáætlun sem leiði til samhæfðra og markvissra aðgerða. Krabbamein eru mjög stór áskorun fyrir einstaklingana sem veikjast, fjölskyldur þeirra og samfélagið allt. Vinna þarf að því að draga úr áhrifum þeirra, á öllum stigum, allt frá því að grunur vaknar um krabbamein. Fyrirsjáanleg er mjög mikil fjölgun krabbameina samhliða breytingum á aldurssamsetningu þjóðarinnar. Spáð er að krabbameinstilvik verði rúmlega 2.300 árið 2030 og rúmlega 2.500 árið 2035 sem er aukning um 25% og 35% frá því sem nú er. Dauðsföll af völdum krabbameina eru að meðaltali 628 á ári. Krabbamein eru algengasta dánarorsök fólks í aldurshópnum 35 - 79 en á þeim aldri missum við um 400 manns á ári. Góðu fréttirnar eru miklar framfarir í greiningu og meðferð. Fjöldi þeirra sem læknast eða lifa lengi með krabbamein eykst því stöðugt. Reiknað er með að lifendur verði tæplega 23.000 árið 2030 og tæp 27.000 árið 2035 sem er 31% og 54% aukning frá áramótunum 2022 - 2023. Þetta er auðvitað gríðarlegt fagnaðarefni. Því miður er það hins vegar svo að sjúkdómarnir og meðferð við þeim valda í mörgum tilvikum langvinnum aukaverkunum og síðbúnum fylgikvillum sem kalla á aukna heilbrigðisþjónustu sem þarf að tryggja. Samhliða þarf að auðvelda fólki á vinnualdri endurkomu til vinnu við hæfi, eftir veikindi. Um 30 - 40% krabbameina eru lífsstílstengd svo hægt er að draga úr líkum á þeim með heilsusamlegum lífsstíl. Það er krefjandi lýðheilsuáskorun en gagnvart henni má ekki gefast upp heldur byggja upp samstilltar forvarnir þar sem tvinnaðir eru saman margir þræðir, m.a. fræðsla og stjórnvaldsaðgerðir. Krabbameinsforvarnir krefjast þolinmæði, árangurinn skilar sér oft ekki fyrr en áratugum síðar. Mikill ávinningur er af að greina krabbamein snemma. Snemmgreining bætir lífslíkur og möguleika á minna íþyngjandi meðferð. Brýnt er að hér á landi sé boðið sé upp á allar skimanir fyrir krabbameinum sem alþjóðastofnanir mæla með, að þær séu ókeypis, öllum aðgengilegar og þátttaka í þeim góð. Sömuleiðis er mikilvægt að fólk þekki einkenni sem geta bent til krabbameina og eigi greitt aðgengi að þjónustu heilsugæslunnar vegna þeirra. Aukin þörf fyrir sérhæfða heilbrigðisþjónustu kallar á að notendur og aðstandendur þeirra eigi auðveldara með að bjarga sér sjálfir í kerfinu. Til að svo megi verða þurfa notendur þjónustunnar og aðstandendur þeirra að geta gengið að skýrum ferlum og góðri og öruggri upplýsingagjöf við allra hæfi, allt frá því að grunur vaknar um krabbamein. Verkefnin sem blasa við eru bæði stór og krefjandi. Til að árangur náist þarf að rýna í málin, fylgjast náið með, þróa nýja þekkingu, hagnýta hana og nýta gæðavísa. Markmið Krabbameinsfélagsins eru að færri fái krabbamein, fleiri læknist, lifi lengi og njóti lífsins – með og eftir krabbamein. Að því miðar öll starfsemi félagsins; ráðgjöf og stuðningur við sjúklinga og aðstandendur, forvarnarstarf og rannsóknir, með traust bakland hjá almenningi og fyrirtækjum í landinu sem fjármagna starfið með stuðningi sínum. Til að markmiðin náist verða margir að leggjast á árar, ekki síst stjórnvöld eins og kallað var eftir í áskorun aðalfundar félagsins í maí. Krabbameinsfélagið á fulltrúa í ofangreindum samráðshópi stjórnvalda og mun leggja sig fram um að þekking félagsins og reynsla sjúklinga og aðstandenda nýtist til að byggja framsækna og markvissa aðgerðaáætlun. Með góðri samvinnu er hægt að tryggja að árangur varðandi krabbamein hér á landi sé í fremstu röð. Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.
Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar
Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar
Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun