Á morgun segir sá lati Tómas A. Tómasson skrifar 18. janúar 2024 07:30 Ég hef oft velt því fyrir mér hvers vegna ríkisstjórn sem hefur sett Íslandsmet í útgjöldum, á svona erfitt með að tryggja grunnþarfir eldra fólks. Átta hundruð manns eru á biðlista eftir hjúkrunarrýmum og þar af eru fjögur hundruð í Reykjavík. Nú liggja 70 manns á göngum bráðalegudeilda eftir að fá úthlutað hjúkrunarrými. Þetta ástand hefur þær afleiðingar að Landspítalinn nær ekki að sinna sínu hlutverki þar sem þar eru rekin dýrustu hjúkrunarrými á landinu. Í fyrirtækjarekstri er mikilvægt að hafa grunnþekkingu á framboði og eftirspurn. Stjórnendur fyrirtækja leggja áherslu á að vita hversu margar einingar munu seljast svo hægt sé að panta birgðir í samræmi við það. Heilbrigðisráðuneytið gerir reglulega úttekt hversu margir einstaklingar þurfa pláss í dvalar- eða hjúkrunarrýmum næstu árin. Þær úttektir sýna svart á hvítu hversu mörg hjúkrunarrými við þurfum að byggja. Stjórnvöld hafa vitað í mörg ár að með öldrun þjóðarinnar þarf að fjölga hjúkrunarrýmum. Vandamálið mun versna á hverju ári ef ekkert verður að gert. Skynsamlegur stjórnandi myndi beita sér fyrir því að auka framboð á hjúkrunarrýmum, ekki satt? Þess vegna er erfitt að skilja hvernig hver ríkisstjórnin á fætur annarri hefur komið og farið án þess að leysa þetta vandamál. Hvers vegna vilja stjórnvöld hýsa hundruð eldri borgara á Landspítalanum, þar sem hvert rúm er töluvert dýrara en önnur hjúkrunarrými? Hvers vegna byggir ríkisstjórnin ekki fleiri hjúkrunarheimili? Nú hefur heilbrigðisráðherra tilkynnt forstjóra Landspítalans að rúmlega hundrað aldraðir einstaklingar geti átt von á því að verða fluttir á hjúkrunarheimili á landsbyggðinni. Grátandi afar og ömmur í öngum sínum verða flutt hreppaflutningum langt frá eigin fjölskyldum vegna aðgerðaleysis stjórnvalda. Í einkageiranum myndi svoleiðis vanræksla kalla á uppsagnir og endurskipulagningu. Í pólitíkinni eru viðbrögðin engin. Ráðherrar halda sínu striki og kippa sér ekkert upp við það að hátt í þúsund veikir eldri borgarar fái ekki aðgengi af grunnheilbrigðisþjónustu. Við getum gert svo miklu betur. Þessi staða lagast ekki á sjálfum sér. Því fyrr sem við hefjumst handa því betra. Fólkið fyrst, og svo allt hitt! Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas A. Tómasson Flokkur fólksins Alþingi Eldri borgarar Hjúkrunarheimili Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef oft velt því fyrir mér hvers vegna ríkisstjórn sem hefur sett Íslandsmet í útgjöldum, á svona erfitt með að tryggja grunnþarfir eldra fólks. Átta hundruð manns eru á biðlista eftir hjúkrunarrýmum og þar af eru fjögur hundruð í Reykjavík. Nú liggja 70 manns á göngum bráðalegudeilda eftir að fá úthlutað hjúkrunarrými. Þetta ástand hefur þær afleiðingar að Landspítalinn nær ekki að sinna sínu hlutverki þar sem þar eru rekin dýrustu hjúkrunarrými á landinu. Í fyrirtækjarekstri er mikilvægt að hafa grunnþekkingu á framboði og eftirspurn. Stjórnendur fyrirtækja leggja áherslu á að vita hversu margar einingar munu seljast svo hægt sé að panta birgðir í samræmi við það. Heilbrigðisráðuneytið gerir reglulega úttekt hversu margir einstaklingar þurfa pláss í dvalar- eða hjúkrunarrýmum næstu árin. Þær úttektir sýna svart á hvítu hversu mörg hjúkrunarrými við þurfum að byggja. Stjórnvöld hafa vitað í mörg ár að með öldrun þjóðarinnar þarf að fjölga hjúkrunarrýmum. Vandamálið mun versna á hverju ári ef ekkert verður að gert. Skynsamlegur stjórnandi myndi beita sér fyrir því að auka framboð á hjúkrunarrýmum, ekki satt? Þess vegna er erfitt að skilja hvernig hver ríkisstjórnin á fætur annarri hefur komið og farið án þess að leysa þetta vandamál. Hvers vegna vilja stjórnvöld hýsa hundruð eldri borgara á Landspítalanum, þar sem hvert rúm er töluvert dýrara en önnur hjúkrunarrými? Hvers vegna byggir ríkisstjórnin ekki fleiri hjúkrunarheimili? Nú hefur heilbrigðisráðherra tilkynnt forstjóra Landspítalans að rúmlega hundrað aldraðir einstaklingar geti átt von á því að verða fluttir á hjúkrunarheimili á landsbyggðinni. Grátandi afar og ömmur í öngum sínum verða flutt hreppaflutningum langt frá eigin fjölskyldum vegna aðgerðaleysis stjórnvalda. Í einkageiranum myndi svoleiðis vanræksla kalla á uppsagnir og endurskipulagningu. Í pólitíkinni eru viðbrögðin engin. Ráðherrar halda sínu striki og kippa sér ekkert upp við það að hátt í þúsund veikir eldri borgarar fái ekki aðgengi af grunnheilbrigðisþjónustu. Við getum gert svo miklu betur. Þessi staða lagast ekki á sjálfum sér. Því fyrr sem við hefjumst handa því betra. Fólkið fyrst, og svo allt hitt! Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar