Af vindvélum og þjóðarmorði Inga Auðbjörg K. Straumland skrifar 20. desember 2023 16:01 Íslendingar eru örsmá þjóð, staðsett á eyju fjarri meginlandi Evrópu. Við erum fámenn þjóð forréttinda í alþjóðlegu samhengi, sem hefur lítil formleg áhrif á Evrópuvettvangi. Þrátt fyrir það hefur Ísland lengi haft sterka rödd á alþjóðavettvanginum, úr öllu samhengi við smæð sína. Rödd sem hefur áhrif. Rödd sem eftir er tekið. Íslenskt tónlistarfólk skarar reglulega fram úr og fer sigurför um heiminn, á hátt sem margfalt stærri þjóðir geta ekki státað sig af, og reglulega beinist sviðsljósið að Íslandi, ef ekki vegna eldgosa, þá vegna kvennasamstöðu eða annarrar réttindabaráttu. Nú fremur Ísraelsríki þjóðarmorð. Árásir Ísraelshers á óbreytta borgara á Gazasvæðinu eru með öllu ófyrirgefanlegar, sama í hvaða samhengi þær skoðast. Ekkert sögulegt samhengi, hvorki til langs eða skamms tíma, getur réttlætt þessar aðgerðir á nokkurn máta, enda hafa Sameinuðu þjóðirnar kallað eftir tafarlausu vopnahléi. Á tímapunkti sem þessum er ótækt að þjóð sem fremur stríðsglæpi, og hefur myrt um 20.000 íbúa Gazasvæðisins á örfáum vikum, þar af helmingurinn börn, fái að nýta stóra sviðið í Malmö til þess að þurrka blóðið af höndum sér með öflugum vindvélunum. Ríkissjónvarp eða ríkisstjórn? Samband evrópskra sjónvarpsstöðva hefur lýst því yfir að söngvakeppnin sé keppni ríkissjónvarpsstöðva, ekki ríkisstjórna. Auk þess uppfylli ríkissjónvarpið í Ísrael, KAN, öll skilyrði sem uppfylla þarf til að keppa og hafi tekið þátt í fimmtíu ár. Þessi meinti greinarmunur á ríkissjónvarpi og ríkisstjórnum er tæknilegur. Almenningur lítur á fulltrúa sjónvarpsstöðvanna sem fulltrúa þeirra þjóða sem taka þátt. Á því er enginn vafi. Ekki nokkur manneskja hefur kallað Käärijä fulltrúa Yleisradio. Hann var einfaldlega fulltrúi Finna. Ekkert okkar heldur með Ελληνική Ραδιοφωνία Τηλεόραση, eða Hellenísku útvarpssamsteypunni. Við höldum einfaldlega með Grikklandi. Þessi tæknilegi greinarmunur er skálkaskjól. Afsökun Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva til að taka ekki afstöðu. Afstöðu sem væri þeim dýrkeypt, enda er Moroccan Oil tvennt í senn; Vellauðugt ísraelskt fyrirtæki, þrátt fyrir nafnið—og aðalstuðningsaðili Eurovision. Þá getur fimmtíu ára hefðarréttur aldrei réttlætt þátttöku. Ísrael hefur fengið að taka þátt í fimm áratugi, þrátt fyrir að hafa í þessa fimm áratugi haldið uppi stöðugum árásum á Palestínubúa og hernumið sífellt stærri part af landi þeirra. Drögum okkur úr keppninni Ísrael er nú spáð öðru sæti í keppninni af veðbönkum, jafnvel þó enn hafi ekki eitt einasta lag verið gefið út. Vel getur farið svo að ísraelski keppandinn vinni og keppnin verði því haldin í Tel Aviv að einu og hálfu ári liðnu. Verður þá Gaza brunarústir einar, aðeins 80 km frá sviðinu? Ætlum við þá að mæta og dansa, því um næst á líkum sundursprengdra palestínskra barna? Íslenskt tónlistarfólk á ekki að gefa ímyndarhreinsun Ísraelsríkis vægi með því að deila með þeim sviði í keppni sem var upphaflega sett á laggirnar í þeim tilgangi að stuðla að friði. Ríkisútvarpið á einfaldlega að draga sig úr keppninni, nema að Ísrael verði vikið úr henni. Með sniðgöngunni setjum við fótinn niður og notum okkar forréttindarödd til að þrýsta á skipuleggjendur keppninnar að gefa Ísrael ekki þennan vettvang til að skapa jákvætt umtal um sig. Við bindum varla endi á þjóðarmorð með sniðgöngu á söngvakeppni, en við sýnum íbúum Palestínu—sem fer sífækkandi— að okkur sé ekki sama. Að við séum að fylgjast með. Að við séum ekki samþykk þessum árásum á mennskuna. Að partýið sé ekki þess virði. Höfundur er félagi í FÁSES, Félagi áhugafólks um Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, formaður Siðmenntar og áhugakona um júróvisjón. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Auðbjörg K. Straumland Eurovision Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Ríkisútvarpið Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Sjá meira
Íslendingar eru örsmá þjóð, staðsett á eyju fjarri meginlandi Evrópu. Við erum fámenn þjóð forréttinda í alþjóðlegu samhengi, sem hefur lítil formleg áhrif á Evrópuvettvangi. Þrátt fyrir það hefur Ísland lengi haft sterka rödd á alþjóðavettvanginum, úr öllu samhengi við smæð sína. Rödd sem hefur áhrif. Rödd sem eftir er tekið. Íslenskt tónlistarfólk skarar reglulega fram úr og fer sigurför um heiminn, á hátt sem margfalt stærri þjóðir geta ekki státað sig af, og reglulega beinist sviðsljósið að Íslandi, ef ekki vegna eldgosa, þá vegna kvennasamstöðu eða annarrar réttindabaráttu. Nú fremur Ísraelsríki þjóðarmorð. Árásir Ísraelshers á óbreytta borgara á Gazasvæðinu eru með öllu ófyrirgefanlegar, sama í hvaða samhengi þær skoðast. Ekkert sögulegt samhengi, hvorki til langs eða skamms tíma, getur réttlætt þessar aðgerðir á nokkurn máta, enda hafa Sameinuðu þjóðirnar kallað eftir tafarlausu vopnahléi. Á tímapunkti sem þessum er ótækt að þjóð sem fremur stríðsglæpi, og hefur myrt um 20.000 íbúa Gazasvæðisins á örfáum vikum, þar af helmingurinn börn, fái að nýta stóra sviðið í Malmö til þess að þurrka blóðið af höndum sér með öflugum vindvélunum. Ríkissjónvarp eða ríkisstjórn? Samband evrópskra sjónvarpsstöðva hefur lýst því yfir að söngvakeppnin sé keppni ríkissjónvarpsstöðva, ekki ríkisstjórna. Auk þess uppfylli ríkissjónvarpið í Ísrael, KAN, öll skilyrði sem uppfylla þarf til að keppa og hafi tekið þátt í fimmtíu ár. Þessi meinti greinarmunur á ríkissjónvarpi og ríkisstjórnum er tæknilegur. Almenningur lítur á fulltrúa sjónvarpsstöðvanna sem fulltrúa þeirra þjóða sem taka þátt. Á því er enginn vafi. Ekki nokkur manneskja hefur kallað Käärijä fulltrúa Yleisradio. Hann var einfaldlega fulltrúi Finna. Ekkert okkar heldur með Ελληνική Ραδιοφωνία Τηλεόραση, eða Hellenísku útvarpssamsteypunni. Við höldum einfaldlega með Grikklandi. Þessi tæknilegi greinarmunur er skálkaskjól. Afsökun Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva til að taka ekki afstöðu. Afstöðu sem væri þeim dýrkeypt, enda er Moroccan Oil tvennt í senn; Vellauðugt ísraelskt fyrirtæki, þrátt fyrir nafnið—og aðalstuðningsaðili Eurovision. Þá getur fimmtíu ára hefðarréttur aldrei réttlætt þátttöku. Ísrael hefur fengið að taka þátt í fimm áratugi, þrátt fyrir að hafa í þessa fimm áratugi haldið uppi stöðugum árásum á Palestínubúa og hernumið sífellt stærri part af landi þeirra. Drögum okkur úr keppninni Ísrael er nú spáð öðru sæti í keppninni af veðbönkum, jafnvel þó enn hafi ekki eitt einasta lag verið gefið út. Vel getur farið svo að ísraelski keppandinn vinni og keppnin verði því haldin í Tel Aviv að einu og hálfu ári liðnu. Verður þá Gaza brunarústir einar, aðeins 80 km frá sviðinu? Ætlum við þá að mæta og dansa, því um næst á líkum sundursprengdra palestínskra barna? Íslenskt tónlistarfólk á ekki að gefa ímyndarhreinsun Ísraelsríkis vægi með því að deila með þeim sviði í keppni sem var upphaflega sett á laggirnar í þeim tilgangi að stuðla að friði. Ríkisútvarpið á einfaldlega að draga sig úr keppninni, nema að Ísrael verði vikið úr henni. Með sniðgöngunni setjum við fótinn niður og notum okkar forréttindarödd til að þrýsta á skipuleggjendur keppninnar að gefa Ísrael ekki þennan vettvang til að skapa jákvætt umtal um sig. Við bindum varla endi á þjóðarmorð með sniðgöngu á söngvakeppni, en við sýnum íbúum Palestínu—sem fer sífækkandi— að okkur sé ekki sama. Að við séum að fylgjast með. Að við séum ekki samþykk þessum árásum á mennskuna. Að partýið sé ekki þess virði. Höfundur er félagi í FÁSES, Félagi áhugafólks um Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, formaður Siðmenntar og áhugakona um júróvisjón.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun