Meirihlutinn ætlar að mismuna börnum í Kópavogi Gunnar Gylfason skrifar 10. desember 2023 14:00 Meirihluti Sjálfstæðis og Framsóknarflokks í bæjarstjórn Kópavogs áformar að auka álögur á fjölda barnafjölskyldna í bænum með þannig hætti að kostnaður foreldra við þátttöku barna þeirra í íþróttum geti hækkað um tugi prósenta í sumum tilvikum um rúm 40%. Ástæðan er sú að meirihlutinn telur það ekki vera hlutverk bæjarins að borga fyrir frístundavagn fyrir börn í 1.- 4. bekk sem búsetu foreldra sinna vegna þurfa að nota frístundavagninn til að komast á æfingar hjá íþróttafélögum bæjarins að skóla loknum. Frístundavagninn er nauðsyn. Stóru íþróttafélögin þrjú í bænum, Breiðablik, Gerpla og HK hafa síðan 2018 séð um rekstur frístundavagnsins og greitt fyrir hann að stærstum hluta. Það má segja að félögin hafi með þessu hlaupið undir bagga með bænum því bærinn sinnti ekki þessu hlutverki og þörfum barnanna í bænum. Nú er þó svo komið að íþróttafélögin geta ekki staðið undir rekstri þessara almenningssamgangna í bænum og tilkynntu Kópavogsbæ snemmsumars að þau hyggðust hætta rekstri frístundavagnarins og fóru fram á að bærinn tæki við, enda ætti það að vera eðlilegt hlutverk bæjarins. Kópavogsbær ákvað staðsetningu íþróttamannvirkja bæjarins. Frístundaakstur er forsenda þess að nýta megi þessi mannvirki eins vel og kostur er þar sem æfingar hafa geta hafist strax að loknum skóladegi og staðið fram á kvöld. Þá er það ósk foreldra að börnin hafi lokið sínu frístundastarfi þegar vinnudegi foreldra lýkur en með akstrinum má að einhverjum hluta koma til móts við þær kröfur. Samfella í skóla- og frístundastarfi held ég að hafi verið á kosningaloforðalista allra stjórnmálaafla í bænum svo árum eða áratugum skiptir. Þá er það forsenda fyrir því að hægt sé að taka á móti sem flestum börnum sem óska þess að æfa með félögunum að hægt sé að byrja æfingar sem fyrst á daginn. Vinsældir félaganna eru slíkar að nýta þarf alla þá tíma sem gefast í mannvirkjunum til að sem flestir fái æfingar og þjálfun við sitt hæfi eins og kostur er. Meirihlutinn vill láta foreldrana borga. Meirihlutinn í Kópavogi ætlar hins vegar ekki að verða við þessari beiðni íþróttafélaganna og greiða eða sjá um reksturinn heldur fara í vasa foreldra barnanna og áformar þannig að lækka sinn hlut og láta foreldra borga 11.200 krónur á vormisserinu fyrir að börnin þeirra geti nýtt frístundavagninum þegar foreldrarnir eru í vinnunni. Áætlaður heildarkostnaður við frístundaaksturinn á vormisserinu er 20,4 milljónir og áætlar bærinn foreldrar greiði 8,4 milljónir eða rúmlega 40% kostnaðarins. Bæjarsjóður muni hins vegar lækka þá upphæð sem hann greiðir miðað við haustið 2023 um rúma milljón gangi þessar hugmyndir meirihlutans eftir. Félögin þrjú muni svo greiða 3.1 milljónir hvert. Gert upp á milli hverfa. Það að börn geti stundað íþróttir óháð efnahag eða öðrum aðstæðum foreldra er grundvallaratriði. Þá gerir þessi nýji “skattur” sem meirihlutinn vill leggja á greinarmun á íbúum bæjarins eftir bæjarhlutum. Það var jú Kópavogsbær sem ákvað staðsetningu íþróttamannvirkjanna og hann verður þá að sjá til þess að börn komist á æfingar í þeim mannvirkjum óháð búsetu. Foreldrar í þeim hverfum sem eru næst íþróttamannvirkjunum þurfa ekki að greiða þetta gjald en þeir sem búa fjær þurfa að borga. Jöfn staða barna er lykilatriði. Sveitarstjórnir um allt land hafa á undanförnum árum verið að auka stuðning við foreldra og íþróttaiðkun barna þeirra með frístunda- og íþróttastyrkjum og reyna þannig að koma til móts við barnafjölskyldur og draga úr áhrifum efnahagsstöðu foreldra við íþróttaiðkun barna þeirra. Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn í Kópavogi virðast nú hafa snúið af þessari braut og finnst sjálfsagt að foreldrar hlaupi undir bagga með illa reknum bæjarsjóðnum. Við í Samfylkingunni eru algjörlega ósammála þessari nálgun meirihlutans og teljum að frístundaaksturinn ætti að vera allur greiddur af Kópavogsbæ eins og aðrar almenningssamgöngur fyrir börn í bænum og sem hluti af því að búa í barnvænu og íþróttasinnuðu samfélagi þar sem allt er gert til að jafna stöðu barnanna í bænum til íþróttaiðkunar óháð efnahag foreldranna, stöðu eða búsetu. Sjálfstæðis – og Framsóknarmenn eru því miður á annarri skoðun. Höfundur er fulltrúi Samfylkingarinnar í Íþróttaráði Kópavogs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Sveitarstjórnarmál Íþróttir barna Mest lesið Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Meirihluti Sjálfstæðis og Framsóknarflokks í bæjarstjórn Kópavogs áformar að auka álögur á fjölda barnafjölskyldna í bænum með þannig hætti að kostnaður foreldra við þátttöku barna þeirra í íþróttum geti hækkað um tugi prósenta í sumum tilvikum um rúm 40%. Ástæðan er sú að meirihlutinn telur það ekki vera hlutverk bæjarins að borga fyrir frístundavagn fyrir börn í 1.- 4. bekk sem búsetu foreldra sinna vegna þurfa að nota frístundavagninn til að komast á æfingar hjá íþróttafélögum bæjarins að skóla loknum. Frístundavagninn er nauðsyn. Stóru íþróttafélögin þrjú í bænum, Breiðablik, Gerpla og HK hafa síðan 2018 séð um rekstur frístundavagnsins og greitt fyrir hann að stærstum hluta. Það má segja að félögin hafi með þessu hlaupið undir bagga með bænum því bærinn sinnti ekki þessu hlutverki og þörfum barnanna í bænum. Nú er þó svo komið að íþróttafélögin geta ekki staðið undir rekstri þessara almenningssamgangna í bænum og tilkynntu Kópavogsbæ snemmsumars að þau hyggðust hætta rekstri frístundavagnarins og fóru fram á að bærinn tæki við, enda ætti það að vera eðlilegt hlutverk bæjarins. Kópavogsbær ákvað staðsetningu íþróttamannvirkja bæjarins. Frístundaakstur er forsenda þess að nýta megi þessi mannvirki eins vel og kostur er þar sem æfingar hafa geta hafist strax að loknum skóladegi og staðið fram á kvöld. Þá er það ósk foreldra að börnin hafi lokið sínu frístundastarfi þegar vinnudegi foreldra lýkur en með akstrinum má að einhverjum hluta koma til móts við þær kröfur. Samfella í skóla- og frístundastarfi held ég að hafi verið á kosningaloforðalista allra stjórnmálaafla í bænum svo árum eða áratugum skiptir. Þá er það forsenda fyrir því að hægt sé að taka á móti sem flestum börnum sem óska þess að æfa með félögunum að hægt sé að byrja æfingar sem fyrst á daginn. Vinsældir félaganna eru slíkar að nýta þarf alla þá tíma sem gefast í mannvirkjunum til að sem flestir fái æfingar og þjálfun við sitt hæfi eins og kostur er. Meirihlutinn vill láta foreldrana borga. Meirihlutinn í Kópavogi ætlar hins vegar ekki að verða við þessari beiðni íþróttafélaganna og greiða eða sjá um reksturinn heldur fara í vasa foreldra barnanna og áformar þannig að lækka sinn hlut og láta foreldra borga 11.200 krónur á vormisserinu fyrir að börnin þeirra geti nýtt frístundavagninum þegar foreldrarnir eru í vinnunni. Áætlaður heildarkostnaður við frístundaaksturinn á vormisserinu er 20,4 milljónir og áætlar bærinn foreldrar greiði 8,4 milljónir eða rúmlega 40% kostnaðarins. Bæjarsjóður muni hins vegar lækka þá upphæð sem hann greiðir miðað við haustið 2023 um rúma milljón gangi þessar hugmyndir meirihlutans eftir. Félögin þrjú muni svo greiða 3.1 milljónir hvert. Gert upp á milli hverfa. Það að börn geti stundað íþróttir óháð efnahag eða öðrum aðstæðum foreldra er grundvallaratriði. Þá gerir þessi nýji “skattur” sem meirihlutinn vill leggja á greinarmun á íbúum bæjarins eftir bæjarhlutum. Það var jú Kópavogsbær sem ákvað staðsetningu íþróttamannvirkjanna og hann verður þá að sjá til þess að börn komist á æfingar í þeim mannvirkjum óháð búsetu. Foreldrar í þeim hverfum sem eru næst íþróttamannvirkjunum þurfa ekki að greiða þetta gjald en þeir sem búa fjær þurfa að borga. Jöfn staða barna er lykilatriði. Sveitarstjórnir um allt land hafa á undanförnum árum verið að auka stuðning við foreldra og íþróttaiðkun barna þeirra með frístunda- og íþróttastyrkjum og reyna þannig að koma til móts við barnafjölskyldur og draga úr áhrifum efnahagsstöðu foreldra við íþróttaiðkun barna þeirra. Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn í Kópavogi virðast nú hafa snúið af þessari braut og finnst sjálfsagt að foreldrar hlaupi undir bagga með illa reknum bæjarsjóðnum. Við í Samfylkingunni eru algjörlega ósammála þessari nálgun meirihlutans og teljum að frístundaaksturinn ætti að vera allur greiddur af Kópavogsbæ eins og aðrar almenningssamgöngur fyrir börn í bænum og sem hluti af því að búa í barnvænu og íþróttasinnuðu samfélagi þar sem allt er gert til að jafna stöðu barnanna í bænum til íþróttaiðkunar óháð efnahag foreldranna, stöðu eða búsetu. Sjálfstæðis – og Framsóknarmenn eru því miður á annarri skoðun. Höfundur er fulltrúi Samfylkingarinnar í Íþróttaráði Kópavogs.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar