Lífsfylling í stað landfyllingar í Þorlákshöfn Guðrún Magnúsdóttir skrifar 22. nóvember 2023 10:01 Í maí síðastliðnum handsalaði staðgengill bæjarstjóra í Ölfusi samkomulag við Embættilandlæknis um að Þorlákshöfn yrði nú formlega heilsueflandi samfélag. Það felur í sér að styðja samfélög í að skapa umhverfi sem stuðlar að aukinni heilsu og vellíðan íbúa og að ákvarðanir sveitarfélags séu teknar með þau markmið að leiðarljósi. Samkomulagið um að heilsusamlegir lifnaðarhættir íbúa séu hafðir að leiðarljósi í stefnumótun og aðgerðum á öllum sviðum virðist þó eingöngu hafa verið gert til málamynda því nú stendur til að moka yfir öldu í bænum til þess að greiða leið fyrir námuvinnslu. Sú ákvörðun gengur þvert gegn yfirlýstri stefnu sveitarfélagsins um að bæta lýðheilsu íbúanna. Raunar er ákvörðunin jafn nútímaleg og sniðug og að opna Marlboro-verksmiðju á Suðurlandi, koma íbúunum í nærliggjandi hverfum inn og loka gluggunum um ókomna tíð. Fyrirhuguð landfylling er þannig talin hafa mjög neikvæð áhrif á líkamlega heilsu íbúa í nærumhverfi með mengandi hætti. Loftmengun er skilgreind sem eitt alvarlegasta umhverfisvandamál í nútímasamfélögum samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnun (WHO). Landfyllingin setur líkamlega heilsu íbúa í hættu þar sem efnin sem finnast í slíkum námum hafa beinlínis skaðleg áhrif á öndunarfæri og hjarta- og æðakerfi fólks sem býr og starfar í kring. Þá eru ótalin áhrif svifryks við slíka námuvinnslu, en svifryk hefur margvísleg og neikvæð áhrif á heilsu fólks. Það er einnig talið áhættuþáttur fyrir skertum lungnaþroska barna. Foreldrar ungra barna hafa í þessu samhengi verið hvattir til að forðast það að setja ung börn sín út í vagn þegar svifryk er mikið í umhverfi þess. Heilsan er það mikilvægasta sem við eigum. Við vitum of mikið til þess að leyfa skammtímasjónarmiðum að ráða för í mikilvægum ákvörðunum sem hafa áhrif á líf fólks. Stækkun vikurnámunnar í Þorlákshöfn samræmist sannarlega ekki stefnu sveitarfélagsins um heilsueflandi bæjarfélag, en enn fremur er ákvörðunin einfaldlega ekki tekin með hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi. Námuvinnsla á ekki heima innan bæjarmarka Þorlákshafnar eða annarra bæjarfélaga þar sem fólk er fyrir. Aldan sem nú stendur til að moka yfir hefur veitt fólki andlega, líkamlega og félagslega vellíðan hingað til og mun halda því áfram fái hún að vera í friði. Höfundur er lýðheilsufræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ölfus Námuvinnsla Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Sjá meira
Í maí síðastliðnum handsalaði staðgengill bæjarstjóra í Ölfusi samkomulag við Embættilandlæknis um að Þorlákshöfn yrði nú formlega heilsueflandi samfélag. Það felur í sér að styðja samfélög í að skapa umhverfi sem stuðlar að aukinni heilsu og vellíðan íbúa og að ákvarðanir sveitarfélags séu teknar með þau markmið að leiðarljósi. Samkomulagið um að heilsusamlegir lifnaðarhættir íbúa séu hafðir að leiðarljósi í stefnumótun og aðgerðum á öllum sviðum virðist þó eingöngu hafa verið gert til málamynda því nú stendur til að moka yfir öldu í bænum til þess að greiða leið fyrir námuvinnslu. Sú ákvörðun gengur þvert gegn yfirlýstri stefnu sveitarfélagsins um að bæta lýðheilsu íbúanna. Raunar er ákvörðunin jafn nútímaleg og sniðug og að opna Marlboro-verksmiðju á Suðurlandi, koma íbúunum í nærliggjandi hverfum inn og loka gluggunum um ókomna tíð. Fyrirhuguð landfylling er þannig talin hafa mjög neikvæð áhrif á líkamlega heilsu íbúa í nærumhverfi með mengandi hætti. Loftmengun er skilgreind sem eitt alvarlegasta umhverfisvandamál í nútímasamfélögum samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnun (WHO). Landfyllingin setur líkamlega heilsu íbúa í hættu þar sem efnin sem finnast í slíkum námum hafa beinlínis skaðleg áhrif á öndunarfæri og hjarta- og æðakerfi fólks sem býr og starfar í kring. Þá eru ótalin áhrif svifryks við slíka námuvinnslu, en svifryk hefur margvísleg og neikvæð áhrif á heilsu fólks. Það er einnig talið áhættuþáttur fyrir skertum lungnaþroska barna. Foreldrar ungra barna hafa í þessu samhengi verið hvattir til að forðast það að setja ung börn sín út í vagn þegar svifryk er mikið í umhverfi þess. Heilsan er það mikilvægasta sem við eigum. Við vitum of mikið til þess að leyfa skammtímasjónarmiðum að ráða för í mikilvægum ákvörðunum sem hafa áhrif á líf fólks. Stækkun vikurnámunnar í Þorlákshöfn samræmist sannarlega ekki stefnu sveitarfélagsins um heilsueflandi bæjarfélag, en enn fremur er ákvörðunin einfaldlega ekki tekin með hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi. Námuvinnsla á ekki heima innan bæjarmarka Þorlákshafnar eða annarra bæjarfélaga þar sem fólk er fyrir. Aldan sem nú stendur til að moka yfir hefur veitt fólki andlega, líkamlega og félagslega vellíðan hingað til og mun halda því áfram fái hún að vera í friði. Höfundur er lýðheilsufræðingur.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun