Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar 20. nóvember 2025 12:01 Árangursríkum loftslagsaðgerðum verður ekki hrint í framkvæmd án þátttöku atvinnulífsins. Þess vegna skiptir miklu máli að fyrirtæki taki virkan þátt á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP30, sem nú fer fram í Brasilíu. Á loftslagsráðstefnunni er norrænt atvinnulíf sameinað í skýrum og afdráttarlausum skilaboðum til þingsins: Við höfum ekki lengur efni á hálfkáki. Verði ekki gripið til markvissra aðgerða strax mun meðalhitastig jarðar hækka langt umfram 1,5°C og þar með skapast óafturkræfar afleiðingar fyrir samfélög og náttúru. Árangri verður aðeins náð með náinni samvinnu stjórnvalda og atvinnulífs sem bæði vilja hraða lausnum og nýsköpun. Þátttaka atvinnulífsins á ráðstefnunni hefur aukist ár frá ári og nú kemur saman fjölbreyttur hópur fyrirtækja frá öllum Norðurlöndunum. Í yfirlýsingu sem Samtök iðnaðarins, ásamt öðrum samtökum atvinnulífs og iðnaðar á Norðurlöndum, afhentu fulltrúum norrænna stjórnvalda kemur fram að norrænt atvinnulíf styðji markmið Evrópusambandsins um kolefnishlutleysi árið 2050 og vilji leggja sitt af mörkum til að hrinda þeim í framkvæmd. Það er jákvætt að sjá í verki að atvinnulífið styður stefnu stjórnvalda á sviði loftslagsmála. Norðurlöndin eru í lykilstöðu til að ryðja brautina en væntingar norræns atvinnulífsins til COP og stjórnvalda eru miklar. Grípa þarf til markvissari aðgerða um allan heim. Þar má nefna hraðari útfösun jarðefnaeldsneytis, áframhaldandi uppbyggingu endurnýjanlegrar orku, grænan iðnað, umbætur á fjármálakerfum og aukinn viðnámsþrótt samfélaga gagnvart loftslagsáhrifum. Það er samhljómur með norrænu atvinnulífi og stjórnvöldum um mikilvægi þess að sýna metnað í verki. Samstillt sýn og festa skilar sér. Reynslan sýnir að stöðugt og fyrirsjáanlegt regluumhverfi laðar að umfangsmiklar fjárfestingar í grænum lausnum. Evrópska kerfið fyrir viðskipti með losunarkvóta hefur sannað gildi sitt og gæti þjónað sem fyrirmynd að einföldu og gagnsæju alþjóðlegu kerfi sem hefði sama markmið: að draga hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu. Þá mætti einnig skoða leiðir til að setja alþjóðlegt kolefnisverð til að auka gegnsæi enn frekar. Hér gæti rödd norðurlandanna um lausnirnar skipt máli. Horfa verður til þess hvernig best sé að innleiða slíkar markaðslausnir á heimsvísu. Þar geta norræn fyrirtæki og stjórnvöld unnið saman að því að hvetja til aðgerða og sýnt í verki að samhæfðar aðgerðir og markviss verkfæri geta skilað árangri. Með sameiginlegri nálgun geta stjórnvöld og atvinnulíf tryggt að fjárfestar beini fjármagni í verkefni sem hraða framþróun loftslagslausna og skapa störf framtíðar Gera þarf meira og hraðar. Þrátt fyrir ákveðinn árangur frá árinu 2015 sýna nýjustu spár að núverandi landsmarkmið ríkja gætu leitt til 2,6°C hlýnunar. Það er langt umfram það sem telst ásættanlegt og því brýnt að auka metnað á öllum sviðum. Norðurlönd búa að sterku forskoti og áhugi á norrænum lausnum er mikill. Tækifærin eru augljós og með jákvæðri samvinnu stjórnvalda og atvinnulífs er hægt að tryggja að Norðurlöndin leiði áfram veginn að grænni framtíð, samfélögum og umheiminum til heilla. Höfundur er forstöðumaður Grænvangs. Grænvangurer samstarfsvettvangur atvinnulífs og stjórnvalda í loftslagsmálum og grænum lausnum. Nú stendur yfir Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna COP30 sem að þessu sinni fer fram í Belem í Brasilíu. Ár hvert leiðir Grænvangur sendinefnd atvinnulífsins á COP í nánu samstarfi við Umhverfis, orku og loftslagsráðuneytið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nótt Thorberg Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Mest lesið Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Árangursríkum loftslagsaðgerðum verður ekki hrint í framkvæmd án þátttöku atvinnulífsins. Þess vegna skiptir miklu máli að fyrirtæki taki virkan þátt á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP30, sem nú fer fram í Brasilíu. Á loftslagsráðstefnunni er norrænt atvinnulíf sameinað í skýrum og afdráttarlausum skilaboðum til þingsins: Við höfum ekki lengur efni á hálfkáki. Verði ekki gripið til markvissra aðgerða strax mun meðalhitastig jarðar hækka langt umfram 1,5°C og þar með skapast óafturkræfar afleiðingar fyrir samfélög og náttúru. Árangri verður aðeins náð með náinni samvinnu stjórnvalda og atvinnulífs sem bæði vilja hraða lausnum og nýsköpun. Þátttaka atvinnulífsins á ráðstefnunni hefur aukist ár frá ári og nú kemur saman fjölbreyttur hópur fyrirtækja frá öllum Norðurlöndunum. Í yfirlýsingu sem Samtök iðnaðarins, ásamt öðrum samtökum atvinnulífs og iðnaðar á Norðurlöndum, afhentu fulltrúum norrænna stjórnvalda kemur fram að norrænt atvinnulíf styðji markmið Evrópusambandsins um kolefnishlutleysi árið 2050 og vilji leggja sitt af mörkum til að hrinda þeim í framkvæmd. Það er jákvætt að sjá í verki að atvinnulífið styður stefnu stjórnvalda á sviði loftslagsmála. Norðurlöndin eru í lykilstöðu til að ryðja brautina en væntingar norræns atvinnulífsins til COP og stjórnvalda eru miklar. Grípa þarf til markvissari aðgerða um allan heim. Þar má nefna hraðari útfösun jarðefnaeldsneytis, áframhaldandi uppbyggingu endurnýjanlegrar orku, grænan iðnað, umbætur á fjármálakerfum og aukinn viðnámsþrótt samfélaga gagnvart loftslagsáhrifum. Það er samhljómur með norrænu atvinnulífi og stjórnvöldum um mikilvægi þess að sýna metnað í verki. Samstillt sýn og festa skilar sér. Reynslan sýnir að stöðugt og fyrirsjáanlegt regluumhverfi laðar að umfangsmiklar fjárfestingar í grænum lausnum. Evrópska kerfið fyrir viðskipti með losunarkvóta hefur sannað gildi sitt og gæti þjónað sem fyrirmynd að einföldu og gagnsæju alþjóðlegu kerfi sem hefði sama markmið: að draga hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu. Þá mætti einnig skoða leiðir til að setja alþjóðlegt kolefnisverð til að auka gegnsæi enn frekar. Hér gæti rödd norðurlandanna um lausnirnar skipt máli. Horfa verður til þess hvernig best sé að innleiða slíkar markaðslausnir á heimsvísu. Þar geta norræn fyrirtæki og stjórnvöld unnið saman að því að hvetja til aðgerða og sýnt í verki að samhæfðar aðgerðir og markviss verkfæri geta skilað árangri. Með sameiginlegri nálgun geta stjórnvöld og atvinnulíf tryggt að fjárfestar beini fjármagni í verkefni sem hraða framþróun loftslagslausna og skapa störf framtíðar Gera þarf meira og hraðar. Þrátt fyrir ákveðinn árangur frá árinu 2015 sýna nýjustu spár að núverandi landsmarkmið ríkja gætu leitt til 2,6°C hlýnunar. Það er langt umfram það sem telst ásættanlegt og því brýnt að auka metnað á öllum sviðum. Norðurlönd búa að sterku forskoti og áhugi á norrænum lausnum er mikill. Tækifærin eru augljós og með jákvæðri samvinnu stjórnvalda og atvinnulífs er hægt að tryggja að Norðurlöndin leiði áfram veginn að grænni framtíð, samfélögum og umheiminum til heilla. Höfundur er forstöðumaður Grænvangs. Grænvangurer samstarfsvettvangur atvinnulífs og stjórnvalda í loftslagsmálum og grænum lausnum. Nú stendur yfir Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna COP30 sem að þessu sinni fer fram í Belem í Brasilíu. Ár hvert leiðir Grænvangur sendinefnd atvinnulífsins á COP í nánu samstarfi við Umhverfis, orku og loftslagsráðuneytið.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun