Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason skrifar 14. maí 2019 08:00 Íslenskir slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn þurfa að vinna sex árum lengur en starfsfélagar þeirra í Noregi og Danmörku. Þessu vilja þeir fá breytt og óska eftir að fá fullan lífeyri frá 60 ára aldri. Núgildandi reglur um lífeyristökualdur slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna eru þær sömu og almennt gilda í landinu en til að geta farið á fullan lífeyri þurfa þeir að starfa til 67 ára aldurs. Reynslan sýnir að fáir nái þeim áfanga. Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn eru útsettir fyrir líkamlegum og andlegum áföllum vegna þeirra verkefna sem upp geta komið í störfum þeirra. Störfin eru í eðli sínu ólík en samt sambærileg að að nokkru leyti. Þeir einstaklingar sem vinna þessi störf þurfa að geta brugðist við neyð allan sólarhringinn allt árið og hafa nægan líkamlegan og andlegan styrk til að geta mætt þeim. Undanfarin ár hafa birst erlendar rannsóknir sem sýna tengsl milli slökkvistarfs og aukinnar tíðni ákveðinna krabbameina. Þetta hefur kallað á breytt verklag hjá slökkviliðum í landinu. Á vegum Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS) starfar sérstök krabbameinsnefnd sem fylgist vel með nýjungum í þessum efnum og stuðlar að fræðslu til félagsmanna með það að markmiði að draga úr þessari hættu. Erlendar rannsóknir á líðan þessara stétta hafa sýnt fram á aukna hættu á áfallastreituröskun. LSS hefur í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga og Neyðarlínuna gert samning við sálfræðinga um sálrænan stuðning. Markmiðið er að sporna gegn nýgengi áfallastreituröskunar og koma í veg fyrir brotthvarf verðmætra einstaklinga úr stéttunum. Miklar líkamlegar kröfur eru gerðar til slökkviliðsmanna. Þeir þurfa að uppfylla heilbrigðiskröfur sem settar eru í reglugerð um reykköfun en þar er enginn munur gerður á kröfum milli kyns eða aldurs. Með hækkandi aldri getur einstaklingum reynst erfiðara að uppfylla þessar kröfur sem skerðir starfsöryggi þeirra. Starf sjúkraflutningamanna krefst einnig góðs líkamlegs atgervis. Oft á tíðum þarf að lyfta sjúklingum úr erfiðum aðstæðum þar sem ómögulegt getur verið að beita réttri líkamsstöðu með tilheyrandi hættu á stoðkerfisáverkum. Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn eldast eins og annað fólk. Sem betur fer halda sumir góðri heilsu og þreki langt fram eftir aldri sem þakka má m.a. metnaði fyrir því að viðhalda þreki og styrk með æfingum og virkri heilsufarsstefnu sem kveður meðal annars á um reglulegar læknisskoðanir. En þrátt fyrir þetta er algengt að starfsins vegna glími einstaklingar við heilsufarsvandamál sem aukast með aldrinum og gera þeim erfiðara fyrir að uppfylla þær kröfur sem gerðar eru til þeirra. Sjaldgæft er að slökkviliðs- eða sjúkraflutningamenn klári starfsævina í vaktavinnu. Sumir færast til í starfi innan starfsstöðva ef það er í boði. Við aðra eru gerðir starfslokasamningar. Enn aðrir þurfa að láta af störfum fyrr af heilsufarslegum ástæðum þar sem erfitt getur verið að finna önnur verkefni við hæfi vegna sérhæfingar sem þessi störf krefjast. Lífeyristökualdur íslenskra slökkviliðsmanna er skv. könnun European Firefighters Network hærri en gengur og gerist í Evrópu. Hér má nefna að í Danmörku og Noregi er lífeyristökualdur slökkviliðsmanna 60 ár. Með breytingum á lögum um lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins 2016 var ráðherra falið að skipa starfshóp um snemmtöku lífeyris fyrir erfið og hættuleg störf. Nefndin átti að skila niðurstöðum fyrir árslok 2017. Þessir hópar bíða enn niðurstöðu þeirrar vinnu. LSS telur afar mikilvægt að lífeyristökualdur slökkviliðsmanna verði sá sami og í nágrannalöndum okkar eða 60 ár og ekki þykir ástæða til að gera vægari kröfu fyrir sjúkraflutningamenn.Magnús Smári Smárason, formaður LSS. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Sjá meira
Íslenskir slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn þurfa að vinna sex árum lengur en starfsfélagar þeirra í Noregi og Danmörku. Þessu vilja þeir fá breytt og óska eftir að fá fullan lífeyri frá 60 ára aldri. Núgildandi reglur um lífeyristökualdur slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna eru þær sömu og almennt gilda í landinu en til að geta farið á fullan lífeyri þurfa þeir að starfa til 67 ára aldurs. Reynslan sýnir að fáir nái þeim áfanga. Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn eru útsettir fyrir líkamlegum og andlegum áföllum vegna þeirra verkefna sem upp geta komið í störfum þeirra. Störfin eru í eðli sínu ólík en samt sambærileg að að nokkru leyti. Þeir einstaklingar sem vinna þessi störf þurfa að geta brugðist við neyð allan sólarhringinn allt árið og hafa nægan líkamlegan og andlegan styrk til að geta mætt þeim. Undanfarin ár hafa birst erlendar rannsóknir sem sýna tengsl milli slökkvistarfs og aukinnar tíðni ákveðinna krabbameina. Þetta hefur kallað á breytt verklag hjá slökkviliðum í landinu. Á vegum Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS) starfar sérstök krabbameinsnefnd sem fylgist vel með nýjungum í þessum efnum og stuðlar að fræðslu til félagsmanna með það að markmiði að draga úr þessari hættu. Erlendar rannsóknir á líðan þessara stétta hafa sýnt fram á aukna hættu á áfallastreituröskun. LSS hefur í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga og Neyðarlínuna gert samning við sálfræðinga um sálrænan stuðning. Markmiðið er að sporna gegn nýgengi áfallastreituröskunar og koma í veg fyrir brotthvarf verðmætra einstaklinga úr stéttunum. Miklar líkamlegar kröfur eru gerðar til slökkviliðsmanna. Þeir þurfa að uppfylla heilbrigðiskröfur sem settar eru í reglugerð um reykköfun en þar er enginn munur gerður á kröfum milli kyns eða aldurs. Með hækkandi aldri getur einstaklingum reynst erfiðara að uppfylla þessar kröfur sem skerðir starfsöryggi þeirra. Starf sjúkraflutningamanna krefst einnig góðs líkamlegs atgervis. Oft á tíðum þarf að lyfta sjúklingum úr erfiðum aðstæðum þar sem ómögulegt getur verið að beita réttri líkamsstöðu með tilheyrandi hættu á stoðkerfisáverkum. Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn eldast eins og annað fólk. Sem betur fer halda sumir góðri heilsu og þreki langt fram eftir aldri sem þakka má m.a. metnaði fyrir því að viðhalda þreki og styrk með æfingum og virkri heilsufarsstefnu sem kveður meðal annars á um reglulegar læknisskoðanir. En þrátt fyrir þetta er algengt að starfsins vegna glími einstaklingar við heilsufarsvandamál sem aukast með aldrinum og gera þeim erfiðara fyrir að uppfylla þær kröfur sem gerðar eru til þeirra. Sjaldgæft er að slökkviliðs- eða sjúkraflutningamenn klári starfsævina í vaktavinnu. Sumir færast til í starfi innan starfsstöðva ef það er í boði. Við aðra eru gerðir starfslokasamningar. Enn aðrir þurfa að láta af störfum fyrr af heilsufarslegum ástæðum þar sem erfitt getur verið að finna önnur verkefni við hæfi vegna sérhæfingar sem þessi störf krefjast. Lífeyristökualdur íslenskra slökkviliðsmanna er skv. könnun European Firefighters Network hærri en gengur og gerist í Evrópu. Hér má nefna að í Danmörku og Noregi er lífeyristökualdur slökkviliðsmanna 60 ár. Með breytingum á lögum um lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins 2016 var ráðherra falið að skipa starfshóp um snemmtöku lífeyris fyrir erfið og hættuleg störf. Nefndin átti að skila niðurstöðum fyrir árslok 2017. Þessir hópar bíða enn niðurstöðu þeirrar vinnu. LSS telur afar mikilvægt að lífeyristökualdur slökkviliðsmanna verði sá sami og í nágrannalöndum okkar eða 60 ár og ekki þykir ástæða til að gera vægari kröfu fyrir sjúkraflutningamenn.Magnús Smári Smárason, formaður LSS.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun