Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir skrifar 13. júlí 2019 08:00 Fyrir rúmum tíu árum, í sumarfríi í Sarajevó, rakst ég á undarlegan minjagrip. Ég stóð fyrir utan búð í verslunargötu Sarajevó sem seldi silfur og koparvörur og handlék – að ég hélt – fallega útskorinn málmblómavasa. „Þetta er skothylki úr stríðinu,“ sagði kaupmaðurinn. Ég flýtti mér að leggja stríðsleifarnar frá mér. Verslunareigandinn, sem einnig var handverksmaðurinn sem framleiddi og skreytti sjálfur vörurnar sem voru til sölu í versluninni, glotti. „Ferðamennirnir fíla þetta.“ Mér varð hugsað til þessa útsjónarsama verslunarmanns í vikunni.Neikvæð ímynd Sjónvarpsþættirnir Tsjernóbíl njóta vinsælda um þessar mundir. Ein hliðarverkun vinsældanna eru ferðamenn sem flykkjast á svæðið til að taka af sér „sjálfur“. Á myndum um allt internetið má sjá fólk brosa, gretta sig og geifla og jafnvel bera afturendann mitt í eyðileggingunni sem kjarnorkuslysið olli. Höfundur Tsjernóbíl þáttanna bað fólk nýverið um að sýna tillitssemi; hörmungar hefðu átt sér stað, harmleikur. Forseti Úkraínu, Volodymyr Zelensky, virtist hins vegar ekki taka „sjálfurnar“ óstinnt upp. Þvert á móti. Síðastliðinn miðvikudag lýstu stjórnvöld í Úkraínu því yfir að þau hygðust gera svæðið í kringum Tsjernóbíl kjarnorkuverið að ferðamannastað. „Tsjernóbíl hefur lengi haft neikvæð áhrif á ímynd Úkraínu,“ sagði forsetinn. „Það er tímabært að því sé breytt.“ Ég klóraði mér í höfðinu yfir uppátækinu. Hvað átti manni að finnast? Var þetta ekki hálfgerð sturlun? En svo rifjaðist upp fyrir mér annar áfangastaður í Sarajevó.Þrjár kynslóðir Bosníustríðið sem geisaði á árunum 1992 til 1995 er versti hildarleikur Evrópu frá lokum seinni heimsstyrjaldar. Talið er að 100.000 karla, kvenna og barna hafi látist í þjóðernishreinsunum. Tæplega 14.000 manns létust í umsátrinu um Sarajevó er borgin var í herkví. Við upphaf umsátursins um Sarajevó bjuggu þrjár kynslóðir Kolar fjölskyldunnar undir sama þaki í úthverfi borgarinnar. En þegar árás var gerð á hverfið hrökklaðist fjölskyldan burt af heimili sínu. Síðar gerði Bosníuherinn húsið (eða það sem eftir var af því) upptækt og gróf göng frá húsinu alla leið inn í borgina. Göngin voru lífæð Sarajevó á meðan á umsátrinu stóð en um þau voru flutt matvæli, lyf, vopn og fólk. Einhverjir úr Kolar fjölskyldunni hjálpuðu til við að grafa göngin á meðan aðrir börðust í stríðinu. Amma og afi Kolar fengu að búa í bílskúr hússins meðan það var í umsjá hersins og buðu þau gjarnan þeim sem áttu leið um göngin upp á vatnssopa og brauðbita. Að stríðinu loknu sneri Kolar fjölskyldan aftur til síns heima. Almenningur í Sarajevó gerði sitt besta til að púsla hversdagsleikanum saman eftir átökin og endurheimta líf sitt. Göngin gleymdust. En þegar Kolar fjölskyldunni gekk illa að koma undir sig fótunum og finna atvinnu öðluðust göngin nýjan tilgang. Fjölskyldan tóku sig til og útbjó „Gangasafnið“. Þau söfnuðu saman öllu því sem þau gátu fundið tengt sögu ganganna og sáu til þess að það litla sem eftir var af göngunum sjálfum yrði varðveitt. Gangasafnið er nú orðið eitt vinsælasta safn Sarajevó. Safnið er einkarekið og rukkar Kolar fjölskyldan gesti um aðgangseyri fyrir að berja munna ganganna og safnið augum. Göngin sem urðu Sarajevó til bjargræðis urðu lífæð Kolar fjölskyldunnar eftir stríðið.Stórfurðuleg dýrategund Mannkynið er skrítið. Eina stundina er það óstöðvandi eyðileggingarafl, jafnskeytingarlaust í garð náungans og nánasta umhverfis síns; þá næstu úrræðagott, uppátækjasamt og fróðleiksfúst. Stundum er ekki annað hægt en að yppa einfaldlega öxlum yfir þessari stórfurðulegu dýrategund. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Fyrir rúmum tíu árum, í sumarfríi í Sarajevó, rakst ég á undarlegan minjagrip. Ég stóð fyrir utan búð í verslunargötu Sarajevó sem seldi silfur og koparvörur og handlék – að ég hélt – fallega útskorinn málmblómavasa. „Þetta er skothylki úr stríðinu,“ sagði kaupmaðurinn. Ég flýtti mér að leggja stríðsleifarnar frá mér. Verslunareigandinn, sem einnig var handverksmaðurinn sem framleiddi og skreytti sjálfur vörurnar sem voru til sölu í versluninni, glotti. „Ferðamennirnir fíla þetta.“ Mér varð hugsað til þessa útsjónarsama verslunarmanns í vikunni.Neikvæð ímynd Sjónvarpsþættirnir Tsjernóbíl njóta vinsælda um þessar mundir. Ein hliðarverkun vinsældanna eru ferðamenn sem flykkjast á svæðið til að taka af sér „sjálfur“. Á myndum um allt internetið má sjá fólk brosa, gretta sig og geifla og jafnvel bera afturendann mitt í eyðileggingunni sem kjarnorkuslysið olli. Höfundur Tsjernóbíl þáttanna bað fólk nýverið um að sýna tillitssemi; hörmungar hefðu átt sér stað, harmleikur. Forseti Úkraínu, Volodymyr Zelensky, virtist hins vegar ekki taka „sjálfurnar“ óstinnt upp. Þvert á móti. Síðastliðinn miðvikudag lýstu stjórnvöld í Úkraínu því yfir að þau hygðust gera svæðið í kringum Tsjernóbíl kjarnorkuverið að ferðamannastað. „Tsjernóbíl hefur lengi haft neikvæð áhrif á ímynd Úkraínu,“ sagði forsetinn. „Það er tímabært að því sé breytt.“ Ég klóraði mér í höfðinu yfir uppátækinu. Hvað átti manni að finnast? Var þetta ekki hálfgerð sturlun? En svo rifjaðist upp fyrir mér annar áfangastaður í Sarajevó.Þrjár kynslóðir Bosníustríðið sem geisaði á árunum 1992 til 1995 er versti hildarleikur Evrópu frá lokum seinni heimsstyrjaldar. Talið er að 100.000 karla, kvenna og barna hafi látist í þjóðernishreinsunum. Tæplega 14.000 manns létust í umsátrinu um Sarajevó er borgin var í herkví. Við upphaf umsátursins um Sarajevó bjuggu þrjár kynslóðir Kolar fjölskyldunnar undir sama þaki í úthverfi borgarinnar. En þegar árás var gerð á hverfið hrökklaðist fjölskyldan burt af heimili sínu. Síðar gerði Bosníuherinn húsið (eða það sem eftir var af því) upptækt og gróf göng frá húsinu alla leið inn í borgina. Göngin voru lífæð Sarajevó á meðan á umsátrinu stóð en um þau voru flutt matvæli, lyf, vopn og fólk. Einhverjir úr Kolar fjölskyldunni hjálpuðu til við að grafa göngin á meðan aðrir börðust í stríðinu. Amma og afi Kolar fengu að búa í bílskúr hússins meðan það var í umsjá hersins og buðu þau gjarnan þeim sem áttu leið um göngin upp á vatnssopa og brauðbita. Að stríðinu loknu sneri Kolar fjölskyldan aftur til síns heima. Almenningur í Sarajevó gerði sitt besta til að púsla hversdagsleikanum saman eftir átökin og endurheimta líf sitt. Göngin gleymdust. En þegar Kolar fjölskyldunni gekk illa að koma undir sig fótunum og finna atvinnu öðluðust göngin nýjan tilgang. Fjölskyldan tóku sig til og útbjó „Gangasafnið“. Þau söfnuðu saman öllu því sem þau gátu fundið tengt sögu ganganna og sáu til þess að það litla sem eftir var af göngunum sjálfum yrði varðveitt. Gangasafnið er nú orðið eitt vinsælasta safn Sarajevó. Safnið er einkarekið og rukkar Kolar fjölskyldan gesti um aðgangseyri fyrir að berja munna ganganna og safnið augum. Göngin sem urðu Sarajevó til bjargræðis urðu lífæð Kolar fjölskyldunnar eftir stríðið.Stórfurðuleg dýrategund Mannkynið er skrítið. Eina stundina er það óstöðvandi eyðileggingarafl, jafnskeytingarlaust í garð náungans og nánasta umhverfis síns; þá næstu úrræðagott, uppátækjasamt og fróðleiksfúst. Stundum er ekki annað hægt en að yppa einfaldlega öxlum yfir þessari stórfurðulegu dýrategund.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar