Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar 20. nóvember 2025 14:30 „Tryggðu þér bíl fyrir hækkun vörugjalda,“ segir í auglýsingu frá Mitsubishi á Íslandi og „tryggðu þér nýjan bíl fyrir áramót,“ segir í auglýsingu frá Brimborg. Þetta eru aðeins tvö dæmi af fjölmörgum auglýsingum bílaumboða undanfarnar vikur á öllum helstu miðlum og það er engin tilviljun. Ástæðan er einföld: ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur hyggst hækka vörugjöld (lesist sem tollar) á bíla um milljónir króna. Því miður er það dapurlegur veruleiki á lokametrum ársins að bílamarkaðurinn sjái sig knúinn til að hvetja fólk til að tryggja sér nauðsynjavöru, eins og bílar svo sannarlega eru, fyrir áramót vegna þess að skattahækkunin verður svo gríðarleg. Sama ríkisstjórn og sagðist ekki ætla að hækka skatta á „venjulegt“ og „vinnandi“ fólk ákveður nú að gera einmitt það. Nema hún telji bílaeigendur til óvenjulegra auðmanna eða iðjuleysingja. Tökum lítið en skýrt dæmi um Kia Sportage, plug in hybrid, sem bar áður 5% vörugjald. Um áramótin hækkar það í rúmlega 27%. Hvað þýðir þessi breyting í krónum talið? – Skattahækkunin ein og sér hækkar verðið á bílnum um tæplega 1,2 milljónir króna. – Þar á ofan leggst hærri virðisaukaskattur, sem hækkar um tæplega 287 þúsund krónur vegna hærri vörugjalda. Samanlagt nemur skattahækkun ríkisstjórnarinnar á þessum eina bíl tæplega 1,5 milljónum króna. Í landi þar sem bíleign er álíka mikil nauðsyn og að eiga góða úlpu er augljóst að þessi aðgerð bitnar beint á fjölskyldum landsins og það með gífurlegum þunga. Vinstristjórnir á Íslandi lenda jafnan í sama vítahringnum. Þær þenja út ríkisbáknið, reyna að fjármagna útgjaldaaukninguna með því að skattleggja „breiðu bökin“, og þegar það dugar ekki - sem gerist alltaf - þá eru það fjölskyldurnar í landinu sem fá reikninginn. Nú gerist það aftur og þetta er bara eitt dæmi um það. Ég vil minna ykkur á hvað forystumenn ríkisstjórnarinnar sögðu fyrir kosningarnar fyrir ári síðan: „Ég vil vera alveg skýr, ég vil vera alveg skýr með það að Samfylkingin ætlar ekki að hækka skatta á vinnandi fólk í landinu,“ sagði Kristrún Frostadóttir. „Við í Viðreisn erum alveg skýr á því að við ætlum ekki að auka skatta á venjulegt fólk, á almenning í landinu,“ sagði Þorgerður Katrín fyrir kosningar. Mikið hefði nú verið gott hefðu þær staðið við loforðin sín. Við sjálfstæðismenn munum allavega leggja til fjármagnaðar tillögur til að afstýra þessum áformum og skilja meiri pening eftir í vösum landsmanna. Höfundur er ritari Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Árnason Skattar, tollar og gjöld Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason Skoðun Skoðun Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Sjá meira
„Tryggðu þér bíl fyrir hækkun vörugjalda,“ segir í auglýsingu frá Mitsubishi á Íslandi og „tryggðu þér nýjan bíl fyrir áramót,“ segir í auglýsingu frá Brimborg. Þetta eru aðeins tvö dæmi af fjölmörgum auglýsingum bílaumboða undanfarnar vikur á öllum helstu miðlum og það er engin tilviljun. Ástæðan er einföld: ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur hyggst hækka vörugjöld (lesist sem tollar) á bíla um milljónir króna. Því miður er það dapurlegur veruleiki á lokametrum ársins að bílamarkaðurinn sjái sig knúinn til að hvetja fólk til að tryggja sér nauðsynjavöru, eins og bílar svo sannarlega eru, fyrir áramót vegna þess að skattahækkunin verður svo gríðarleg. Sama ríkisstjórn og sagðist ekki ætla að hækka skatta á „venjulegt“ og „vinnandi“ fólk ákveður nú að gera einmitt það. Nema hún telji bílaeigendur til óvenjulegra auðmanna eða iðjuleysingja. Tökum lítið en skýrt dæmi um Kia Sportage, plug in hybrid, sem bar áður 5% vörugjald. Um áramótin hækkar það í rúmlega 27%. Hvað þýðir þessi breyting í krónum talið? – Skattahækkunin ein og sér hækkar verðið á bílnum um tæplega 1,2 milljónir króna. – Þar á ofan leggst hærri virðisaukaskattur, sem hækkar um tæplega 287 þúsund krónur vegna hærri vörugjalda. Samanlagt nemur skattahækkun ríkisstjórnarinnar á þessum eina bíl tæplega 1,5 milljónum króna. Í landi þar sem bíleign er álíka mikil nauðsyn og að eiga góða úlpu er augljóst að þessi aðgerð bitnar beint á fjölskyldum landsins og það með gífurlegum þunga. Vinstristjórnir á Íslandi lenda jafnan í sama vítahringnum. Þær þenja út ríkisbáknið, reyna að fjármagna útgjaldaaukninguna með því að skattleggja „breiðu bökin“, og þegar það dugar ekki - sem gerist alltaf - þá eru það fjölskyldurnar í landinu sem fá reikninginn. Nú gerist það aftur og þetta er bara eitt dæmi um það. Ég vil minna ykkur á hvað forystumenn ríkisstjórnarinnar sögðu fyrir kosningarnar fyrir ári síðan: „Ég vil vera alveg skýr, ég vil vera alveg skýr með það að Samfylkingin ætlar ekki að hækka skatta á vinnandi fólk í landinu,“ sagði Kristrún Frostadóttir. „Við í Viðreisn erum alveg skýr á því að við ætlum ekki að auka skatta á venjulegt fólk, á almenning í landinu,“ sagði Þorgerður Katrín fyrir kosningar. Mikið hefði nú verið gott hefðu þær staðið við loforðin sín. Við sjálfstæðismenn munum allavega leggja til fjármagnaðar tillögur til að afstýra þessum áformum og skilja meiri pening eftir í vösum landsmanna. Höfundur er ritari Sjálfstæðisflokksins.
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun