Bréf til Kára Aríel Pétursson skrifar 5. júní 2023 22:31 Sæll Kári Stefánsson og takk kærlega fyrir þitt hressilega innlegg í hátíðarhöld Sjómannadagsins. Þú hefur löngum haft lag á því að taka til máls með þeim hætti að fólk leggi við hlustir. Þess vegna var ádrepan þín í Grindavík ekki bara skemmtileg heldur góð brýning. Þú eggjaðir okkur sjómenn til dáða og hvattir okkur til þess að fara í fylkingarbrjósti byltingar gegn mögulegri spillingu í sjávarútveginum. Og bættir því reyndar við að ef við ekki þyrðum yrðu það örlög okkar að falla í gleymskunnar dá vegna aumingjaskapar. Ég sting ekki niður penna til þess að taka undir allt sem þú lést flakka. Samt sumt. Ég er hins vegar langt í frá sammála þér um að það sé samasemmerki á milli íslensks sjávarútvegs sem atvinnugreinar og sjómennsku. Vel kann að vera að ímynd sjómannsins líði að einhverju leyti fyrir allt það karp sem á sér stað um sjávarútveginn í heild sinni, útgerðina, veiðarnar, vinnsluna, verðmætaskiptinguna, gagnsæi í verðlagningu sjávarfangsins, auðlindargjaldið, kvótakerfið, Hafróráðgjöfina, strandveiðarnar og allt annað sem við jögumst um. Ég leyfi mér samt að trúa því að sjómennirnir sjálfir standi utan við þessa endalausu orrahríð umræðunnar. Það er þess vegna að mínu viti ekki rétt hjá þér að sjómenn séu að hrapa niður virðingarstigann í samfélaginu vegna orðspors útgerðarinnar. Og það er sem betur fer heldur ekki rétt hjá þér að útgerðin hafi einsleita mynd í huga þjóðarinnar. Þar er eflaust misjafn sauður í mörgu fé eins og víðast annars staðar en þegar grannt er skoðað er ég viss um að flestir geti verið sammála um að íslenskur sjávarútvegur sé að standa sig afskaplega vel í þeirri hörðu alþjóðlegu samkeppni sem hann tekur þátt í alla daga ársins. Það er þess vegna ekki hlutverk sjómanna að blása til byltingar. Allt annað mál er hvort þjóðin telji ástæðu til þess að krefjast einhverra breytinga. Mín skoðun er reyndar sú að við höfum byggt upp afar vandað sjálfbært fiskveiðistjórnunarkerfi enda þótt gott geti lengi batnað. Vel kann að vera að það sé rétt sem haldið hefur verið fram að það muni aldrei skapast fullkomin sátt í samfélaginu um fyrirkomulag fiskveiðanna og gjaldtöku af auðlindinni. Vonandi hafa samt þær raddir álíka rangt fyrir sér og þín þegar þú fullyrðir að vegna vesaldóms verði sjómanna yfir höfuð ekki minnst þegar fram líða stundir. Með kærri kveðju, Höfundur er formaður Sjómannadagsráðs höfuðborgarsvæðisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjómannadagurinn Sjávarútvegur Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Sæll Kári Stefánsson og takk kærlega fyrir þitt hressilega innlegg í hátíðarhöld Sjómannadagsins. Þú hefur löngum haft lag á því að taka til máls með þeim hætti að fólk leggi við hlustir. Þess vegna var ádrepan þín í Grindavík ekki bara skemmtileg heldur góð brýning. Þú eggjaðir okkur sjómenn til dáða og hvattir okkur til þess að fara í fylkingarbrjósti byltingar gegn mögulegri spillingu í sjávarútveginum. Og bættir því reyndar við að ef við ekki þyrðum yrðu það örlög okkar að falla í gleymskunnar dá vegna aumingjaskapar. Ég sting ekki niður penna til þess að taka undir allt sem þú lést flakka. Samt sumt. Ég er hins vegar langt í frá sammála þér um að það sé samasemmerki á milli íslensks sjávarútvegs sem atvinnugreinar og sjómennsku. Vel kann að vera að ímynd sjómannsins líði að einhverju leyti fyrir allt það karp sem á sér stað um sjávarútveginn í heild sinni, útgerðina, veiðarnar, vinnsluna, verðmætaskiptinguna, gagnsæi í verðlagningu sjávarfangsins, auðlindargjaldið, kvótakerfið, Hafróráðgjöfina, strandveiðarnar og allt annað sem við jögumst um. Ég leyfi mér samt að trúa því að sjómennirnir sjálfir standi utan við þessa endalausu orrahríð umræðunnar. Það er þess vegna að mínu viti ekki rétt hjá þér að sjómenn séu að hrapa niður virðingarstigann í samfélaginu vegna orðspors útgerðarinnar. Og það er sem betur fer heldur ekki rétt hjá þér að útgerðin hafi einsleita mynd í huga þjóðarinnar. Þar er eflaust misjafn sauður í mörgu fé eins og víðast annars staðar en þegar grannt er skoðað er ég viss um að flestir geti verið sammála um að íslenskur sjávarútvegur sé að standa sig afskaplega vel í þeirri hörðu alþjóðlegu samkeppni sem hann tekur þátt í alla daga ársins. Það er þess vegna ekki hlutverk sjómanna að blása til byltingar. Allt annað mál er hvort þjóðin telji ástæðu til þess að krefjast einhverra breytinga. Mín skoðun er reyndar sú að við höfum byggt upp afar vandað sjálfbært fiskveiðistjórnunarkerfi enda þótt gott geti lengi batnað. Vel kann að vera að það sé rétt sem haldið hefur verið fram að það muni aldrei skapast fullkomin sátt í samfélaginu um fyrirkomulag fiskveiðanna og gjaldtöku af auðlindinni. Vonandi hafa samt þær raddir álíka rangt fyrir sér og þín þegar þú fullyrðir að vegna vesaldóms verði sjómanna yfir höfuð ekki minnst þegar fram líða stundir. Með kærri kveðju, Höfundur er formaður Sjómannadagsráðs höfuðborgarsvæðisins.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar