Á ríkið að reka flutningsfyrirtæki? Bryndís Haraldsdóttir skrifar 22. nóvember 2023 08:01 Svarið við því er skýrt NEI í mínum huga, en þá má velta fyrir sér hvað Íslandspóstur er og af hverju hann er enn þá í eigu ríkisins. Ríkinu ber að tryggja ákveðna lágmarksþjónustu þegar kemur að póstsendingum. En í breyttum heimi hefur póstþjónusta breyst mikið og snýr nú meira og meira að pakka sendingum og minna og minna að bréfpósti. Einhver samkeppni er í bréfadreifingu í flestum þéttbýlum landsins en fjöldi fyrirtækja sinnir pakka sendingum og er hægt að senda pakka um allt land með einkaaðilum. Eftir að netverslun jókst til muna hefur fyrirtækjum sem bjóða upp á þessa þjónustu fjölgað. Þau fyrirtæki kvarta mikið undan Íslandspósti og telja að verið sé að veita ríkisframlagi í samkeppnisrekstur. Ég tel að ríkið gæti tryggt lágmarksþjónustu með því að bjóða þjónustuna út þar sem ekki er samkeppni til staðar. Snýr það þá fyrst og fremst að bréfadreifingu í dreifbýli og á minnstu þéttbýlisstöðunum. Ekkert er því til fyrirstöðu að ríkið selji fyrirtækið Íslandspóst og/eða eigur þess. Nýverið lagði ég fram þingsályktun þar sem ráðherra er falið að láta gera markaðskönnun þar sem metið verði hvort nauðsynlegt sé að tryggja alþjónustu með samningi, útnefningu eða útboði um póstþjónustu, og hefja í kjölfarið undirbúning útboðs á þeim þjónustuþáttum eða landsvæðum þar sem lágmarksþjónusta er ekki veitt á markaðsforsendum. Með því fæst yfirsýn yfir hvaða þáttum alþjónustu (lágmarkspóstþjónustu) er verið að sinna á viðskiptalegum forsendum. Jafnframt þarf að greina hvort önnur fyrirtæki en Íslandspóstur ohf. myndu veita lágmarkspóstþjónustu á þeim fáu stöðum þar sem samkeppni er mögulega ekki til staðar ef þau þyrftu ekki að keppa við niðurgreiddan ríkisrekstur. Markmiðið er að greina hvort hægt sé að leysa lágmarksþjónustuskyldur Íslands með öðrum hætti en útnefningu Íslandspósts sem alþjónustuveitanda til ársins 2030, t.d. með útboði ef þörf er á. Seljum Íslandspóst Það er alveg ljóst að hægt er að ná fram stærðarhagkvæmni við veitingu lágmarkspóstþjónustu með útvistun verkefna Íslandspósts ohf. til sambærilegra aðila sem sérhæfa sig í mismunandi þáttum póstþjónustu víða um landið. Það er ekki löglegt að niðurgreiða póstþjónustu sem veitt er á venjulegum viðskiptagrundvelli. Nú þegar hefur 1,7 milljarður verið greiddur Íslandspósti ohf. fyrir að veita þjónustu sem er að mestu leyti í samkeppni við einkaaðila og lengi vel var veitt umfram lágmarkskröfur laganna. Erfitt er að sjá að það geti verið kvöð á fyrirtækinu ef það kýs að veita meiri þjónustu en ætlast er til. Venjulegt fyrirtæki myndi ekki veita þjónustu umfram lágmarkskröfur nema eitthvað væri upp úr því að hafa, beint eða óbeint. Greiðslur til Íslandspósts úr ríkissjóði hafa valdið mikilli röskun á samkeppni og eftirspurn og orðið til þess að fyrirtæki sækja ekki frekar inn á markaðinn vegna niðurgreiddrar þjónustu ríkisins. Það er löngu kominn tími til að breyta þessu. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokkins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pósturinn Bryndís Haraldsdóttir Rekstur hins opinbera Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Halldór 17.05.2025 Halldór Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Svarið við því er skýrt NEI í mínum huga, en þá má velta fyrir sér hvað Íslandspóstur er og af hverju hann er enn þá í eigu ríkisins. Ríkinu ber að tryggja ákveðna lágmarksþjónustu þegar kemur að póstsendingum. En í breyttum heimi hefur póstþjónusta breyst mikið og snýr nú meira og meira að pakka sendingum og minna og minna að bréfpósti. Einhver samkeppni er í bréfadreifingu í flestum þéttbýlum landsins en fjöldi fyrirtækja sinnir pakka sendingum og er hægt að senda pakka um allt land með einkaaðilum. Eftir að netverslun jókst til muna hefur fyrirtækjum sem bjóða upp á þessa þjónustu fjölgað. Þau fyrirtæki kvarta mikið undan Íslandspósti og telja að verið sé að veita ríkisframlagi í samkeppnisrekstur. Ég tel að ríkið gæti tryggt lágmarksþjónustu með því að bjóða þjónustuna út þar sem ekki er samkeppni til staðar. Snýr það þá fyrst og fremst að bréfadreifingu í dreifbýli og á minnstu þéttbýlisstöðunum. Ekkert er því til fyrirstöðu að ríkið selji fyrirtækið Íslandspóst og/eða eigur þess. Nýverið lagði ég fram þingsályktun þar sem ráðherra er falið að láta gera markaðskönnun þar sem metið verði hvort nauðsynlegt sé að tryggja alþjónustu með samningi, útnefningu eða útboði um póstþjónustu, og hefja í kjölfarið undirbúning útboðs á þeim þjónustuþáttum eða landsvæðum þar sem lágmarksþjónusta er ekki veitt á markaðsforsendum. Með því fæst yfirsýn yfir hvaða þáttum alþjónustu (lágmarkspóstþjónustu) er verið að sinna á viðskiptalegum forsendum. Jafnframt þarf að greina hvort önnur fyrirtæki en Íslandspóstur ohf. myndu veita lágmarkspóstþjónustu á þeim fáu stöðum þar sem samkeppni er mögulega ekki til staðar ef þau þyrftu ekki að keppa við niðurgreiddan ríkisrekstur. Markmiðið er að greina hvort hægt sé að leysa lágmarksþjónustuskyldur Íslands með öðrum hætti en útnefningu Íslandspósts sem alþjónustuveitanda til ársins 2030, t.d. með útboði ef þörf er á. Seljum Íslandspóst Það er alveg ljóst að hægt er að ná fram stærðarhagkvæmni við veitingu lágmarkspóstþjónustu með útvistun verkefna Íslandspósts ohf. til sambærilegra aðila sem sérhæfa sig í mismunandi þáttum póstþjónustu víða um landið. Það er ekki löglegt að niðurgreiða póstþjónustu sem veitt er á venjulegum viðskiptagrundvelli. Nú þegar hefur 1,7 milljarður verið greiddur Íslandspósti ohf. fyrir að veita þjónustu sem er að mestu leyti í samkeppni við einkaaðila og lengi vel var veitt umfram lágmarkskröfur laganna. Erfitt er að sjá að það geti verið kvöð á fyrirtækinu ef það kýs að veita meiri þjónustu en ætlast er til. Venjulegt fyrirtæki myndi ekki veita þjónustu umfram lágmarkskröfur nema eitthvað væri upp úr því að hafa, beint eða óbeint. Greiðslur til Íslandspósts úr ríkissjóði hafa valdið mikilli röskun á samkeppni og eftirspurn og orðið til þess að fyrirtæki sækja ekki frekar inn á markaðinn vegna niðurgreiddrar þjónustu ríkisins. Það er löngu kominn tími til að breyta þessu. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokkins.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun