Ráðgjafa- og skýrslukaup borgarinnar komin úr böndum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 21. nóvember 2023 15:01 Í gegnum árin hef ég sem oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn ítrekað vakið máls á sóun og bruðli í Reykjavíkurborg þegar kemur að aðkeyptri þjónustu eins og kaup á ráðgjöf og skýrslum eða kaup á ýmsum verkefnum stórum sem smáum. Tugir milljóna fara einnig ár hvert í verk- og ráðgjafarkaup frá erlendum ráðgjafarfyrirtækjum. Í borgarstjórn í dag 21.11 er umræða „um kostnað Reykjavíkurborgar við ráðgjafakaupað beiðni borgarfulltrúa Flokks fólksins“. Aðkeypt þjónusta af þessu tagi er mismikil eftir sviðum. Það má glöggt sjá í hinu „opna bókhaldskerfi“ Reykjavíkurborgar sem er reyndar hvorki skýrt né gagnsætt. Þar er t.d. mjög erfitt að sjá einhverjar heildarupphæðir sem varið hefur verið í „ráðgjöf“ yfir skilgreint tímabil. Það er ekki hægt að draga ákveðinn lið út úr bókhaldslykli þegar á einn gjaldalykil er sett öll þjónusta sem tengist viðkomandi sérfræðingi óháð hvað hann er að gera, veita ráðgjöf eða annað. Eðli verkefna er ekki aðgreint. Svona á þetta ekki að vera Hvernig þetta er hjá borginni skýtur skökku við því markmið með reglugerð um reikningsskil sveitarfélaganna er að tryggja gagnsæi í reikningsskilum sveitarfélaganna, þ.m.t. með skýrri og glöggri lyklasetningu fylgiskjala. Bent hefur einnig verið á þá gríðarlegu fjármuni sem fara ekki einvörðungu í ráðgjöf heldur í alls kyns verkefnavinnu. Taka má dæmi um verkefni eins og talningu nagladekkja í Reykjavík eða að hámenntaði verkfræðingar eða aðrir sérfræðingar séu ráðnir til að halda utan um starfs- og stýrihópa og jafnvel skrifa fundargerðir. Fastakúnnar borgarinnar Meðal fastakúnna borgarinnar í þessum efnum er KPMG og Efla. Fulltrúi Flokks fólksins spurðist fyrir um aðkeypta vinnu Reykjavíkurborgar hjá ráðgjafarfyrirtækinu KPMG í kjölfar skýrslu fyrirtækisins um Borgarskjalasafn. Í þeirri skýrslu lagði KPPG m.a. til að Borgarskjalasafn yrði lagt niður. Af yfirliti yfir viðskipti við KPMG að dæma sem afhent var fulltrúa Flokks fólksins fyrir skemmstu er nokkuð ljóst að aðkeypt þjónusta frá þessu fyrirtæki er komin úr böndunum. Á síðasta ári fékk fyrirtækið 41,5 milljón fyrir greiningarskýrslur/verkefni án þess að skýringar liggi fyrir um nauðsyn þeirra. Hvergi er hægt að finna í opnu bókhaldi haldbær rök um að fá þetta fyrirtæki til nákvæmlega þessara verkefna. Frá 2018 hefur KPMG fengið um 100 milljónir frá Reykjavíkurborg fyrir skýrslur. Hér er um eitt fyrirtæki að ræða af mun fleirum og má í því sambandi nefna Eflu. Við í Flokki fólksins leggjum áherslu á að skoða vandlega hvort ekki sé hægt að draga úr aðkeyptri vinnu eins og þessari og nýta þá frekar fjármagnið til að bæta þjónustu við börn og aðra viðkvæma hópa. Allir hljóta að sjá að velta þarf við hverri krónu ef borgin á að geta siglt út úr þeim ógöngum sem hún er nú í. Hægt er að fara ýmsar leiðir svo sem að skoða skipulagsbreytingar sem einfalda ferla og draga úr yfirbyggingu. Reykjavíkurborg er stærsti vinnustaður landsins og hefur á að skipa fjölda sérfræðinga sem ráðnir eru einmitt vegna sinnar sérfræðimenntunar, sérþekkingar og reynslu. Höfundur er sálfræðingur og borgarfulltrúi Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Flokkur fólksins Borgarstjórn Reykjavík Rekstur hins opinbera Mest lesið Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Í gegnum árin hef ég sem oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn ítrekað vakið máls á sóun og bruðli í Reykjavíkurborg þegar kemur að aðkeyptri þjónustu eins og kaup á ráðgjöf og skýrslum eða kaup á ýmsum verkefnum stórum sem smáum. Tugir milljóna fara einnig ár hvert í verk- og ráðgjafarkaup frá erlendum ráðgjafarfyrirtækjum. Í borgarstjórn í dag 21.11 er umræða „um kostnað Reykjavíkurborgar við ráðgjafakaupað beiðni borgarfulltrúa Flokks fólksins“. Aðkeypt þjónusta af þessu tagi er mismikil eftir sviðum. Það má glöggt sjá í hinu „opna bókhaldskerfi“ Reykjavíkurborgar sem er reyndar hvorki skýrt né gagnsætt. Þar er t.d. mjög erfitt að sjá einhverjar heildarupphæðir sem varið hefur verið í „ráðgjöf“ yfir skilgreint tímabil. Það er ekki hægt að draga ákveðinn lið út úr bókhaldslykli þegar á einn gjaldalykil er sett öll þjónusta sem tengist viðkomandi sérfræðingi óháð hvað hann er að gera, veita ráðgjöf eða annað. Eðli verkefna er ekki aðgreint. Svona á þetta ekki að vera Hvernig þetta er hjá borginni skýtur skökku við því markmið með reglugerð um reikningsskil sveitarfélaganna er að tryggja gagnsæi í reikningsskilum sveitarfélaganna, þ.m.t. með skýrri og glöggri lyklasetningu fylgiskjala. Bent hefur einnig verið á þá gríðarlegu fjármuni sem fara ekki einvörðungu í ráðgjöf heldur í alls kyns verkefnavinnu. Taka má dæmi um verkefni eins og talningu nagladekkja í Reykjavík eða að hámenntaði verkfræðingar eða aðrir sérfræðingar séu ráðnir til að halda utan um starfs- og stýrihópa og jafnvel skrifa fundargerðir. Fastakúnnar borgarinnar Meðal fastakúnna borgarinnar í þessum efnum er KPMG og Efla. Fulltrúi Flokks fólksins spurðist fyrir um aðkeypta vinnu Reykjavíkurborgar hjá ráðgjafarfyrirtækinu KPMG í kjölfar skýrslu fyrirtækisins um Borgarskjalasafn. Í þeirri skýrslu lagði KPPG m.a. til að Borgarskjalasafn yrði lagt niður. Af yfirliti yfir viðskipti við KPMG að dæma sem afhent var fulltrúa Flokks fólksins fyrir skemmstu er nokkuð ljóst að aðkeypt þjónusta frá þessu fyrirtæki er komin úr böndunum. Á síðasta ári fékk fyrirtækið 41,5 milljón fyrir greiningarskýrslur/verkefni án þess að skýringar liggi fyrir um nauðsyn þeirra. Hvergi er hægt að finna í opnu bókhaldi haldbær rök um að fá þetta fyrirtæki til nákvæmlega þessara verkefna. Frá 2018 hefur KPMG fengið um 100 milljónir frá Reykjavíkurborg fyrir skýrslur. Hér er um eitt fyrirtæki að ræða af mun fleirum og má í því sambandi nefna Eflu. Við í Flokki fólksins leggjum áherslu á að skoða vandlega hvort ekki sé hægt að draga úr aðkeyptri vinnu eins og þessari og nýta þá frekar fjármagnið til að bæta þjónustu við börn og aðra viðkvæma hópa. Allir hljóta að sjá að velta þarf við hverri krónu ef borgin á að geta siglt út úr þeim ógöngum sem hún er nú í. Hægt er að fara ýmsar leiðir svo sem að skoða skipulagsbreytingar sem einfalda ferla og draga úr yfirbyggingu. Reykjavíkurborg er stærsti vinnustaður landsins og hefur á að skipa fjölda sérfræðinga sem ráðnir eru einmitt vegna sinnar sérfræðimenntunar, sérþekkingar og reynslu. Höfundur er sálfræðingur og borgarfulltrúi Flokks fólksins.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar