Takk, Katrín! Atli Bollason skrifar 21. nóvember 2023 08:00 Um mánaðarmótin verða liðin sex ár frá því að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tók við völdum. Ég vil nota tækifærið og fá að þakka þér, Katrín, fyrir styrka stjórn á forsætisráðherrastóli þessi umbrotaár. Ráðherrarnir hafa verið alls konar en óhvikandi stuðningur þinn við allar aðgerðir ríkisstjórnarinnar hefur sýnt okkur hver stendur í brúnni. Eins og þú hefur svo oft sagt sjálf þá skiptir máli hver stjórnar! * Takk, Katrín, fyrir að standa vörð um landamærin. Fyrir að vísa farlama fólki úr landi í skjóli nætur í ótryggar aðstæður í fátækustu ríkjum veraldar. Fyrir að senda fólk - sem hefur eftir margra ára dvöl á Íslandi búið sér tryggt heimili, eignast vini og skapað sér góðan orðstír í starfi - út á guð og gaddinn; í fangelsi eða á landráðalista. * Takk fyrir að halda þeirri góðu hefð á lofti að einkavæða hagnaðinn en þjóðnýta tapið. Nú hlæja eigendur HS Orku alla leið í bankann, en þetta fyrirtæki - sem var áður í almannaeigu en er nú að hálfu í eigu vogunarsjóðs í Bretlandi - hefur tekið 33 milljarða út úr rekstrinum síðan 2017. Við skattgreiðendur fáum samt að styrkja batteríið um 2,5 milljarða í viðbót með byggingu varnargarða. Mikilvæg innviði, vissulega, en hvers vegna seldu sveitarfélögin þau þá til City eins og hvern annan pylsuvagn? * Takk fyrir að hafa staðið vörð um fyrirtækin okkar í heimsfaraldrinum. Fyrir að hafa styrkt, um hundruð milljóna, aðila í ferðaþjónustu á borð við Icelandair og Bláa lónið sem höfðu sýnt ráðdeild og ekki greitt eigendum sínum nema um ellefu milljarða í arð árin áður en kófið skall á. * Takk fyrir að hafa setið hjá á fundi SÞ þegar kom að því að kalla eftir vopnahléi á Gaza. Takk fyrir að hlusta ekki á kallið eftir viðskiptabanni á Ísrael. Við vitum öll að barnamorð í þúsundatali og yfirlýstar þjóðernishreinsanir eru ekki nema réttmæt og sanngjörn viðbrögð fullvalda ríkis við hryðjuverkaárás öfgahóps. * Takk fyrir að vopna lögregluna og auka valdheimildir hennar. Fagmennska íslensku lögreglunnar er landsmönnum stöðugur innblástur og af fréttum af dæma virðist kúltúrinn á vinnustaðnum líka vera mjög góður. * Takk fyrir að hafa búið svo um hnútana að fiskeldisfyrirtækin þurfi ekkert að borga fyrir afnot sín af landi og sjó, ekki nema í allra mesta lagi til að standa undir kostnaði ríkisins af eftirliti. Takk fyrir að hlusta ekki á náttúruverndarsamtök og þeirra svörtu spár um áhrif eldisins á umhverfið og lífríkið undanfarin ár. Það var auðvitað miklu betra að bíða þar til þær raungerðust. * Takk fyrir að standa í lappirnar gegn breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Fyrir hönd fjölskyldnanna, sem eiga útgerðirnar, vil ég þakka sérstaklega fyrir alla milljarðana sem þau hafa greitt sér í arð undanfarin ár. Takk fyrir að skipa nefnd um endurskoðun fiskveiðistjórnunarkerfisins aðallega fulltrúum útgerðarinnar; þannig tryggjum við að ekkert breytist. * Takk fyrir að standa vörð um stóriðjuna sem á svo bágt og skuldar móðurfélögum sínum svo marga milljarða. Takk fyrir að innheimta ekki krónu í skatt af þessum fjölþjóðlegu risasamstæðum sem eru helst þekktar fyrir mannréttindabrot og ömurlega umgengni við umhverfið hvar sem þær stíga niður fæti. * Takk fyrir að hafa fjölgað ráðuneytunum. Breytingarnar munu kosta um tvo milljarða á þessu kjörtímabili en það er vissulegra skemmtilegra á fundum ef fleiri eiga sæti við ríkisstjórnarborðið. * Takk fyrir að lögfesta engin markmið um kolefnishlutleysi og setja fókusinn þess í stað á sýndaraðgerðir eins og að banna plastpoka undir allar plastpökkuðu vörurnar í verslunum. Nú getum við haldið áfram að dýpka sótspor okkar Íslendinga eins og við erum enn að gera. * Takk fyrir að lengja fæðingarorlofið. Í alvöru samt! En ég vil segja að það hefði verið betra að hafa (miklu) meira en sex vikur framseljanlegar milli foreldra. Það er all jafna betra að styðja fólk bara, treysta því, og leyfa því sjálfu að ráða því hvernig það hagar lífi sínu, vinnu og samböndum. * Takk, Katrín, fyrir að slá hálendisþjóðgarðinum á frest. * Takk fyrir að endurskoða ekki stjórnarskrána. * Takk fyrir að hafa, í örvæntingarfullri tilraun til að skora stig hjá grasrótinni, nær örugglega bakað ríkinu skaðabótakröfu með því að banna hvalveiðar tímabundið tveim dögum áður en þær áttu að hefjast. * Takk fyrir að leyfa heilbrigðiskerfinu að grotna niður. Nú styttist í að hægt sé að koma á almennilegri einkavæðingu í kerfinu svo færustu viðskiptajöfrar landsins geti auðgast á eymd og örvæntingu okkar minnstu bræðra og systra – og ríkið dregið þá svo að landi ef illa fer í rekstrinum. * Takk fyrir að þegja þegar ráðherrar og stjórnarþingmenn fóru að hafa eftir opinberlega gróusögur um hælisleitendur (sem reyndust auðvitað við nánari skoðun tóm rasísk þvæla). * Takk fyrir aðgerðaleysið í húsnæðismálum. Það muna koma sér vel í ljósi atburðanna í Grindavík. Takk fyrir að setja ekki á leiguþak. Takk fyrir að undirrita húsnæðissáttmála en karpa svo við borgina um hvar megi og eigi að byggja svo það komist örugglega ekkert af stað. Takk fyrir að hlífa öðrum sveitarfélögum við uppbyggingu. * Takk fyrir að halda fjármagnstekjuskattinum lágum en virðisaukaskattinum háum. Takk fyrir lágar bætur en há gjöld í heilbrigðis- og menntakerfinu. Takk fyrir að leyfa efstu tíundinni að auðgast æ meir ár frá ári meðan venjulegt fólk neyðist til að spara við sig í mat og mörg okkar horfa upp á vanskil í gölnu vaxtaumhverfi. * Takk fyrir að standa við bakið á Bjarna í bankasölumálinu. Takk fyrir að sýna okkur að vanhæfir ráðherrar þurfa bara að skipta um sæti við sessunaut sinn til að teljast hafa axlað ábyrgð. Setur mjög gott fordæmi. * Takk fyrir að hafa í gegnum tíðina sagt svo margt, og fundist svo mikið, en gert svo ekki neitt í neinu þegar tækifærið loksins gafst. Það hefur stóraukið tiltrú mína og fleiri á mátt stjórnmálanna og stjórnkerfið í heild. Höfundur var um hríð félagi í Vinstri hreyfingunni - grænu framboði. Leiðrétting frá höfundi: Markmið um kolefnishlutleysi voru víst lögfest í júní 2021. Ég biðst velvirðingar á því að hafa haldið öðru fram. Hins vegar sýna allar spár að markmiðin munu ekki nást. Það má því spyrja sig til hvers lögfestingin er eiginlega því ekki hefur ríkisstjórnin ráðist í neinar aðgerðir sem koma til með að breyta þeirri niðurstöðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Atli Bollason Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Sjá meira
Um mánaðarmótin verða liðin sex ár frá því að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tók við völdum. Ég vil nota tækifærið og fá að þakka þér, Katrín, fyrir styrka stjórn á forsætisráðherrastóli þessi umbrotaár. Ráðherrarnir hafa verið alls konar en óhvikandi stuðningur þinn við allar aðgerðir ríkisstjórnarinnar hefur sýnt okkur hver stendur í brúnni. Eins og þú hefur svo oft sagt sjálf þá skiptir máli hver stjórnar! * Takk, Katrín, fyrir að standa vörð um landamærin. Fyrir að vísa farlama fólki úr landi í skjóli nætur í ótryggar aðstæður í fátækustu ríkjum veraldar. Fyrir að senda fólk - sem hefur eftir margra ára dvöl á Íslandi búið sér tryggt heimili, eignast vini og skapað sér góðan orðstír í starfi - út á guð og gaddinn; í fangelsi eða á landráðalista. * Takk fyrir að halda þeirri góðu hefð á lofti að einkavæða hagnaðinn en þjóðnýta tapið. Nú hlæja eigendur HS Orku alla leið í bankann, en þetta fyrirtæki - sem var áður í almannaeigu en er nú að hálfu í eigu vogunarsjóðs í Bretlandi - hefur tekið 33 milljarða út úr rekstrinum síðan 2017. Við skattgreiðendur fáum samt að styrkja batteríið um 2,5 milljarða í viðbót með byggingu varnargarða. Mikilvæg innviði, vissulega, en hvers vegna seldu sveitarfélögin þau þá til City eins og hvern annan pylsuvagn? * Takk fyrir að hafa staðið vörð um fyrirtækin okkar í heimsfaraldrinum. Fyrir að hafa styrkt, um hundruð milljóna, aðila í ferðaþjónustu á borð við Icelandair og Bláa lónið sem höfðu sýnt ráðdeild og ekki greitt eigendum sínum nema um ellefu milljarða í arð árin áður en kófið skall á. * Takk fyrir að hafa setið hjá á fundi SÞ þegar kom að því að kalla eftir vopnahléi á Gaza. Takk fyrir að hlusta ekki á kallið eftir viðskiptabanni á Ísrael. Við vitum öll að barnamorð í þúsundatali og yfirlýstar þjóðernishreinsanir eru ekki nema réttmæt og sanngjörn viðbrögð fullvalda ríkis við hryðjuverkaárás öfgahóps. * Takk fyrir að vopna lögregluna og auka valdheimildir hennar. Fagmennska íslensku lögreglunnar er landsmönnum stöðugur innblástur og af fréttum af dæma virðist kúltúrinn á vinnustaðnum líka vera mjög góður. * Takk fyrir að hafa búið svo um hnútana að fiskeldisfyrirtækin þurfi ekkert að borga fyrir afnot sín af landi og sjó, ekki nema í allra mesta lagi til að standa undir kostnaði ríkisins af eftirliti. Takk fyrir að hlusta ekki á náttúruverndarsamtök og þeirra svörtu spár um áhrif eldisins á umhverfið og lífríkið undanfarin ár. Það var auðvitað miklu betra að bíða þar til þær raungerðust. * Takk fyrir að standa í lappirnar gegn breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Fyrir hönd fjölskyldnanna, sem eiga útgerðirnar, vil ég þakka sérstaklega fyrir alla milljarðana sem þau hafa greitt sér í arð undanfarin ár. Takk fyrir að skipa nefnd um endurskoðun fiskveiðistjórnunarkerfisins aðallega fulltrúum útgerðarinnar; þannig tryggjum við að ekkert breytist. * Takk fyrir að standa vörð um stóriðjuna sem á svo bágt og skuldar móðurfélögum sínum svo marga milljarða. Takk fyrir að innheimta ekki krónu í skatt af þessum fjölþjóðlegu risasamstæðum sem eru helst þekktar fyrir mannréttindabrot og ömurlega umgengni við umhverfið hvar sem þær stíga niður fæti. * Takk fyrir að hafa fjölgað ráðuneytunum. Breytingarnar munu kosta um tvo milljarða á þessu kjörtímabili en það er vissulegra skemmtilegra á fundum ef fleiri eiga sæti við ríkisstjórnarborðið. * Takk fyrir að lögfesta engin markmið um kolefnishlutleysi og setja fókusinn þess í stað á sýndaraðgerðir eins og að banna plastpoka undir allar plastpökkuðu vörurnar í verslunum. Nú getum við haldið áfram að dýpka sótspor okkar Íslendinga eins og við erum enn að gera. * Takk fyrir að lengja fæðingarorlofið. Í alvöru samt! En ég vil segja að það hefði verið betra að hafa (miklu) meira en sex vikur framseljanlegar milli foreldra. Það er all jafna betra að styðja fólk bara, treysta því, og leyfa því sjálfu að ráða því hvernig það hagar lífi sínu, vinnu og samböndum. * Takk, Katrín, fyrir að slá hálendisþjóðgarðinum á frest. * Takk fyrir að endurskoða ekki stjórnarskrána. * Takk fyrir að hafa, í örvæntingarfullri tilraun til að skora stig hjá grasrótinni, nær örugglega bakað ríkinu skaðabótakröfu með því að banna hvalveiðar tímabundið tveim dögum áður en þær áttu að hefjast. * Takk fyrir að leyfa heilbrigðiskerfinu að grotna niður. Nú styttist í að hægt sé að koma á almennilegri einkavæðingu í kerfinu svo færustu viðskiptajöfrar landsins geti auðgast á eymd og örvæntingu okkar minnstu bræðra og systra – og ríkið dregið þá svo að landi ef illa fer í rekstrinum. * Takk fyrir að þegja þegar ráðherrar og stjórnarþingmenn fóru að hafa eftir opinberlega gróusögur um hælisleitendur (sem reyndust auðvitað við nánari skoðun tóm rasísk þvæla). * Takk fyrir aðgerðaleysið í húsnæðismálum. Það muna koma sér vel í ljósi atburðanna í Grindavík. Takk fyrir að setja ekki á leiguþak. Takk fyrir að undirrita húsnæðissáttmála en karpa svo við borgina um hvar megi og eigi að byggja svo það komist örugglega ekkert af stað. Takk fyrir að hlífa öðrum sveitarfélögum við uppbyggingu. * Takk fyrir að halda fjármagnstekjuskattinum lágum en virðisaukaskattinum háum. Takk fyrir lágar bætur en há gjöld í heilbrigðis- og menntakerfinu. Takk fyrir að leyfa efstu tíundinni að auðgast æ meir ár frá ári meðan venjulegt fólk neyðist til að spara við sig í mat og mörg okkar horfa upp á vanskil í gölnu vaxtaumhverfi. * Takk fyrir að standa við bakið á Bjarna í bankasölumálinu. Takk fyrir að sýna okkur að vanhæfir ráðherrar þurfa bara að skipta um sæti við sessunaut sinn til að teljast hafa axlað ábyrgð. Setur mjög gott fordæmi. * Takk fyrir að hafa í gegnum tíðina sagt svo margt, og fundist svo mikið, en gert svo ekki neitt í neinu þegar tækifærið loksins gafst. Það hefur stóraukið tiltrú mína og fleiri á mátt stjórnmálanna og stjórnkerfið í heild. Höfundur var um hríð félagi í Vinstri hreyfingunni - grænu framboði. Leiðrétting frá höfundi: Markmið um kolefnishlutleysi voru víst lögfest í júní 2021. Ég biðst velvirðingar á því að hafa haldið öðru fram. Hins vegar sýna allar spár að markmiðin munu ekki nást. Það má því spyrja sig til hvers lögfestingin er eiginlega því ekki hefur ríkisstjórnin ráðist í neinar aðgerðir sem koma til með að breyta þeirri niðurstöðu.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun