Um vernd mikilvægra innviða Jóhann Friðrik Friðriksson skrifar 16. nóvember 2023 09:01 Þeirri spurningu hefur verið velt upp að undanförnu hvort einkafyrirtækin HS Orka og Bláa lónið eigi að greiða fyrir varnargarða vegna mögulegrar náttúruvár. Því miður hefur í gegnum tíðina heyrst svipuð umræða varðandi uppbyggingu snjóflóðavarnargarða en sem betur fer hefur mér að vitandi ekki verið lagt til að einstaka fyrirtæki greiði þann kostnað ef þau njóta verndar þeirra mannvirkja. Varnargarðar á Reykjanesi eru hugsaðir til varnar mikilvægum innviðum og almannahagsmunum. Leiðargarður fyrir Orkuverið í Svartsengi er hannaður á hæsta punkt í landslagi. Svo vill til að Bláa lónið fellur þar innan. Önnur fyrirtæki sem hafa starfsemi í Orkugarðinum eru til dæmis ekki innan varnargarðs. Tilgangur garðsins er að verja þá strauma sem koma frá orkuverinu og eru íbúum nauðsynlegir. Alvarleiki aðstæðna Nú er komin upp sú staða að eitt öflugasta sveitarfélag landsins er óstarfhæft um óákveðinn tíma. Sú staða að 3.700 íbúar eru á flótta í eigin landi og náttúruvá ógnar lífsviðurværi íbúa á Suðurnesjum sem telur nú um 30.000 manns er staðreynd. Ef starfsemi í orkuverinu í Svartsengi lamast, er ekkert kalt vatn, ekkert heitt vatn og mjög takmarkað rafmagn á Suðurnesjum. Margt er undir í þeim grafalvarlega atburði og má þar sem dæmi nefna skóla, heilbrigðisstofnanir, varnarmannvirki, alþjóðaflugvöll, hafnir og aðrar stofnanir, þó einhver starfsemi verði með varaafl til skemmri tíma. Án þessara nauðsynja kæmi upp mjög alvarlegt almannavarnarástand á svæðinu í heild, ofan í það alvarlega ástand sem nú þegar er komið upp hjá íbúum í Grindavík. Veitufyrirtækið HS veitur, sem er í meirihlutaeigu sveitarfélaga, veitir heitu vatni, köldu vatni og rafmagni til Suðurnesjamanna. Eins og gefur að skilja verður sú þjónusta mjög takmörkuð ef eitt stærsta orkuver landsins er úti. Öxlum ábyrgð Til samanburðar má nefna að Ofanflóðasjóður fjármagnar fyrst og fremst forvarnaraðgerðir gegn ofanflóðum og er talsverð reynsla komin á þá vinnu í gegnum tíðina. Þó er enn verið að vinna að ákveðnum breytingum á sjóðnum. Í lok ágúst samþykkti ríkisstjórnin að vinna frumvarp um að útvíkka hlutverk Ofanflóðasjóðs þannig að hann kosti einnig varnir gegn ofanflóðum á atvinnusvæðum. Þá var samþykkt tillaga um að flýta upphafi framkvæmda við ofanflóðavarnir í Neskaupstað og hraða vinnu sem nú er í gangi við ofanflóðavarnir á Seyðisfirði. Aldrei hef ég heyrt neinar mótbárur gegn þessum hugmyndum enda grunar mig að allir séu sammála um að þær séu samfélaginu öllu gríðarlega mikilvægar. Ég hef nefnt þá skoðun mína að nauðsynlegt sé að stofna hér á landi Náttúruvársjóð sem sameinar hlutverk Ofanflóðasjóðs og Náttúruhamfaratrygginga og tæki til varna gegn ofanflóðum (skriðum og snjóflóðum), jarðhræringum (jarðskjálftum og eldgosum) og flóðavörnum (sjávarflóðum og flóðum í ám og vötnum). Sú hugmynd að einstaka fyrirtæki falli ekki undir varnir eða væri gert að sinna þeim á eigin kostnað er í besta falli fjarstæðukennd. Þess má geta að lífeyrissjóðir landsins eiga stóra hluti bæði í Bláa lóninu og HS Orku en það er í mínum huga aukaatriði. Í umræðu um frumvarp um Vernd mikilvægra innviða á Alþingi kom hvergi fram að einstaka fyrirtæki ættu að vera undanskilin þeirri vernd þó svo ekki hafi verið einhugur um útfærslu forvarnargjalds í frumvarpinu. Það var því táknrænt og gleðilegt þegar þingmenn samþykktu frumvarpið einróma. Saman verðum við að axla ábyrgð og reyna eftir fremsta megni að lágmarka tjón af völdum náttúruhamfara, sé þess einhver kostur. Höfundur er þingmaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Framsóknarflokkurinn Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Orkumál Jóhann Friðrik Friðriksson Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Þeirri spurningu hefur verið velt upp að undanförnu hvort einkafyrirtækin HS Orka og Bláa lónið eigi að greiða fyrir varnargarða vegna mögulegrar náttúruvár. Því miður hefur í gegnum tíðina heyrst svipuð umræða varðandi uppbyggingu snjóflóðavarnargarða en sem betur fer hefur mér að vitandi ekki verið lagt til að einstaka fyrirtæki greiði þann kostnað ef þau njóta verndar þeirra mannvirkja. Varnargarðar á Reykjanesi eru hugsaðir til varnar mikilvægum innviðum og almannahagsmunum. Leiðargarður fyrir Orkuverið í Svartsengi er hannaður á hæsta punkt í landslagi. Svo vill til að Bláa lónið fellur þar innan. Önnur fyrirtæki sem hafa starfsemi í Orkugarðinum eru til dæmis ekki innan varnargarðs. Tilgangur garðsins er að verja þá strauma sem koma frá orkuverinu og eru íbúum nauðsynlegir. Alvarleiki aðstæðna Nú er komin upp sú staða að eitt öflugasta sveitarfélag landsins er óstarfhæft um óákveðinn tíma. Sú staða að 3.700 íbúar eru á flótta í eigin landi og náttúruvá ógnar lífsviðurværi íbúa á Suðurnesjum sem telur nú um 30.000 manns er staðreynd. Ef starfsemi í orkuverinu í Svartsengi lamast, er ekkert kalt vatn, ekkert heitt vatn og mjög takmarkað rafmagn á Suðurnesjum. Margt er undir í þeim grafalvarlega atburði og má þar sem dæmi nefna skóla, heilbrigðisstofnanir, varnarmannvirki, alþjóðaflugvöll, hafnir og aðrar stofnanir, þó einhver starfsemi verði með varaafl til skemmri tíma. Án þessara nauðsynja kæmi upp mjög alvarlegt almannavarnarástand á svæðinu í heild, ofan í það alvarlega ástand sem nú þegar er komið upp hjá íbúum í Grindavík. Veitufyrirtækið HS veitur, sem er í meirihlutaeigu sveitarfélaga, veitir heitu vatni, köldu vatni og rafmagni til Suðurnesjamanna. Eins og gefur að skilja verður sú þjónusta mjög takmörkuð ef eitt stærsta orkuver landsins er úti. Öxlum ábyrgð Til samanburðar má nefna að Ofanflóðasjóður fjármagnar fyrst og fremst forvarnaraðgerðir gegn ofanflóðum og er talsverð reynsla komin á þá vinnu í gegnum tíðina. Þó er enn verið að vinna að ákveðnum breytingum á sjóðnum. Í lok ágúst samþykkti ríkisstjórnin að vinna frumvarp um að útvíkka hlutverk Ofanflóðasjóðs þannig að hann kosti einnig varnir gegn ofanflóðum á atvinnusvæðum. Þá var samþykkt tillaga um að flýta upphafi framkvæmda við ofanflóðavarnir í Neskaupstað og hraða vinnu sem nú er í gangi við ofanflóðavarnir á Seyðisfirði. Aldrei hef ég heyrt neinar mótbárur gegn þessum hugmyndum enda grunar mig að allir séu sammála um að þær séu samfélaginu öllu gríðarlega mikilvægar. Ég hef nefnt þá skoðun mína að nauðsynlegt sé að stofna hér á landi Náttúruvársjóð sem sameinar hlutverk Ofanflóðasjóðs og Náttúruhamfaratrygginga og tæki til varna gegn ofanflóðum (skriðum og snjóflóðum), jarðhræringum (jarðskjálftum og eldgosum) og flóðavörnum (sjávarflóðum og flóðum í ám og vötnum). Sú hugmynd að einstaka fyrirtæki falli ekki undir varnir eða væri gert að sinna þeim á eigin kostnað er í besta falli fjarstæðukennd. Þess má geta að lífeyrissjóðir landsins eiga stóra hluti bæði í Bláa lóninu og HS Orku en það er í mínum huga aukaatriði. Í umræðu um frumvarp um Vernd mikilvægra innviða á Alþingi kom hvergi fram að einstaka fyrirtæki ættu að vera undanskilin þeirri vernd þó svo ekki hafi verið einhugur um útfærslu forvarnargjalds í frumvarpinu. Það var því táknrænt og gleðilegt þegar þingmenn samþykktu frumvarpið einróma. Saman verðum við að axla ábyrgð og reyna eftir fremsta megni að lágmarka tjón af völdum náttúruhamfara, sé þess einhver kostur. Höfundur er þingmaður Framsóknar.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun