Er árangur af bættu aðgengi að heilbrigðisþjónustu? Gunnlaugur Briem skrifar 13. nóvember 2023 18:00 Ekki er hægt að leggja næga áherslu á þá staðreynd að aðgengi að nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu er grundvöllur heilsu og farsældar. Það er eitt stærsta verkefni stjórnvalda og okkar sem samfélags að ráðstafa kröftum okkar og fjármunum þar sem þeirra er mest þörf og við getum haft sem mest jákvæð áhrif. Til þess að það sé hægt þurfum við að skilgreina hver markmið okkar eru, og hvernig við viljum ná þeim. Segja má að heilbrigðiskerfið og forgansgröðun þess málaflokks hafi verið miðuð að nokkru við bráðaveikindi og að bregðast við vandamálum þegar þau eru orðin alvarleg. Gríðarleg verðmæti bæði fjárhagsleg og samfélagsleg felast í þeim áherslum að styðja, aðstoða og endurhæfa fólk sem fyrst í ferlinu og helst áður en nýta þarf dýrustu úrræði kerfisins. Heilbrigðisráðherra ritaði nýlega grein á vísi.is (9.11.´23) með yfirskriftinni “Gögn eru gulls ígildi”. Þar hittir heilbrigðisráðherra á skynsamlega strengi, og er það ástæða þess að Félag sjúkraþjálfara gaf nýverið út skýrslu með nafninu “Bætt aðgengi betri horfur” þar sem gögn um nýgengi örorku og endurhæfingarlífeyris voru rýnd eftir ástæðum og aldurshópum. Ástæða þess að ráðist var í slíka vinnu var að við töldum mikilvægt að leita leiða til að meta mögulegan árangur af þeim stóru kerfisbreytingum sem urðu í kjölfar nýs greiðsluþátttökukerfis Sjúkratrygginga sem tók gildi snemma árs 2017. Með þeim breytingum var aðgengi einstaklinga að heilbrigðisþjónustu og sérstaklega sjúkraþjálfun stórlega aukið. Hópur einstaklinga hafði þar með tök á að sækja sér þjónustu sjúkraþjálfara sem ætla má að hafi ekki getað gert það áður einkum vegna mikils kostnaðar. Enda lækkaði meðalkostnaður á hverju ári fyrir sjúkraþjálfun almennra einstaklinga úr 53.148 kr. og niður í 20.818 kr. Þar sem Sjúkratryggingar greiddu stærri hluta meðferðarkostnaðar fyrir fólk. Færri á örorku og fleiri á endurhæfingarlífeyri Niðurstöður þessarar greiningar sem unnin var út frá opinberum gögnum sýna að jákvæð þróun hefur orðið á nýgengi örorku ef tekið er mið af nýskráningum sem hlutfalli af mannfjölda hverju sinni. Á tímabilinu 2014 – 2022 hefur heildar hlutfallið lækkað úr 0,59% af mannfjölda niður í 0,50%. Á sama tíma hefur hlutfall þeirra sem nýskrást á endurhæfingarlífeyri hækkað nokkuð eða úr 0,54% og upp í 0,65%. Ætla má að fjölgun nýskráninga á endurhæfingarlífeyri sé jákvæð þar sem aukin áhersla sé lögð á að mæta einstaklingum í erfiðum aðstæðum með stuðningi og endurhæfingu. Slík vinna skilar sér einnig í auknum lífsgæðum fólks. Mest lækkun á nýgengi örorku vegna stoðkerfisvandamála Heildarþróun örorku segir þó bara hálfa söguna. Þegar við rýnum ástæður fyrir nýgengi örorku þá sjáum við nokkuð ólíka þróun. Árið 2014, var nýgengi örorku af ólíkum ástæðum, þ.e. stoðkerfis, geðraskana og allra annarra sjúkdóma nokkurn veginn það sama eða um 0,20% allra einstaklinga á aldursbilinu 18 – 67 ára. Ef við horfum svo á tímabilið frá 2014 og fram til 2022 þá hefur þróunin verið verulega ólík, þar sem nýgengi örorku vegna stoðkerfissjúkdóma hefur lækkað verulega á þessu tímabili eða úr 0,20% og niður í 0,10% af mannfjölda á meðan mun minni breytingar hafa orðið bæði vegna geðraskana (0,18%) og allra annarra sjúkdóma (0,20%) Mesta breytingu sjáum við svo í elsta aldurshópnum 51 – 67 ára, þar sem flestar nýskráningar á örorku eru. Þar hefur náðst gríðarlegur árangur í því að fækka þeim einstaklingum sem þurfa að fara á örorku vegna stoðkerfisvandamála líkt og sést á meðfylgjandi mynd. Á sama tíma hefur orðið lækkun á nýskráningum á endurhæfingarlífeyri vegna stoðkerfisvandmála á meðan slíkar nýskráningar hafa aukist nokkuð bæði vegna geðraskana sem og vegna allra annarra sjúkdóma. Því má áætla að aukin áhersla á endurhæfingarlífeyri sé ekki megin ástæða þessara miklu lækkana á nýgengi vegna stoðkerfisvandamála heldur liggi ástæður þeirra breytinga að mestu leiti í þeirri þjónustuaukningu og bætta aðgengi að þjónustu sjúkraþjálfara og annarra heilbrigðisstétta sem fylgdi breytingunni á greiðsluþátttökukerfinu snemma árs 2017. Prósentur (%) eða fólk ? Þegar við metum árangur þá er það alltaf fólkið sem á í hlut sem skiptir mestu máli. Til að setja þennan árangur í samhengi er gott að horfa á það hversu marga einstaklinga þetta snertir. Árið 2014 voru 1.234 einstaklingar sem þurftu að nýskrást á örorku og árið 2022 voru það 1.225. Það gerir fækkun um níu einstaklinga. Mikilvægt er að hafa í huga að á sama tíma fjölgaði einstaklingum á aldursbilinu 18 – 67 ára um heila 44.000 eða um 21%. Aftur þá segir þessi þróun og árangur okkur lítið nema við rýnum í ástæður árangursins. Eins og kemur fram á meðfylgjandi mynd hér að neðan, þá er stærsta ástæða þessarar þróunar vegna þess mikla árangurs sem náðst hefur í að fækka þeim sem hefðu nýskráðst vegna stoðkerfisvandamála. Til að mynda þá voru 156 færri einstaklingar sem nýskráðust á örorku vegna stoðkerfisvandamála árið 2022 borið saman við 2014. Á sama tíma var lítil aukning örorkuskráninga vegna geðraskana en nokkur fjölgun eða 130 manns vegna allra annarra sjúkdóma. Miðað við fyrirliggjandi niðurstöður má ætla að bætt fjármögnun og aukið aðgengi að sjúkraþjálfun og annarri heilbrigðisþjónustu með innleiðingu nýs greiðsluþátttökukerfis árið 2017 hafi skilað góðum árangri. Því hafi þetta bæði verið skynsamleg ráðstöfun á opinberu fé auk þess sem samfélagslegur ávinningur sé mikill. Gott aðgengi að réttri þjónustu á réttum tíma léttir undir öðrum þáttum heilbrigðis- og velferðarkerfis landsins og minnkar þörf á notkun dýrari úrræða og inngripa innan kerfisins. Leggjum áherslu á aukin lífsgæði, færni og möguleika til þátttöku fyrir alla einstaklinga. Höfundur er formaður Félags sjúkraþjálfara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Gunnlaugur Már Briem Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Ekki er hægt að leggja næga áherslu á þá staðreynd að aðgengi að nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu er grundvöllur heilsu og farsældar. Það er eitt stærsta verkefni stjórnvalda og okkar sem samfélags að ráðstafa kröftum okkar og fjármunum þar sem þeirra er mest þörf og við getum haft sem mest jákvæð áhrif. Til þess að það sé hægt þurfum við að skilgreina hver markmið okkar eru, og hvernig við viljum ná þeim. Segja má að heilbrigðiskerfið og forgansgröðun þess málaflokks hafi verið miðuð að nokkru við bráðaveikindi og að bregðast við vandamálum þegar þau eru orðin alvarleg. Gríðarleg verðmæti bæði fjárhagsleg og samfélagsleg felast í þeim áherslum að styðja, aðstoða og endurhæfa fólk sem fyrst í ferlinu og helst áður en nýta þarf dýrustu úrræði kerfisins. Heilbrigðisráðherra ritaði nýlega grein á vísi.is (9.11.´23) með yfirskriftinni “Gögn eru gulls ígildi”. Þar hittir heilbrigðisráðherra á skynsamlega strengi, og er það ástæða þess að Félag sjúkraþjálfara gaf nýverið út skýrslu með nafninu “Bætt aðgengi betri horfur” þar sem gögn um nýgengi örorku og endurhæfingarlífeyris voru rýnd eftir ástæðum og aldurshópum. Ástæða þess að ráðist var í slíka vinnu var að við töldum mikilvægt að leita leiða til að meta mögulegan árangur af þeim stóru kerfisbreytingum sem urðu í kjölfar nýs greiðsluþátttökukerfis Sjúkratrygginga sem tók gildi snemma árs 2017. Með þeim breytingum var aðgengi einstaklinga að heilbrigðisþjónustu og sérstaklega sjúkraþjálfun stórlega aukið. Hópur einstaklinga hafði þar með tök á að sækja sér þjónustu sjúkraþjálfara sem ætla má að hafi ekki getað gert það áður einkum vegna mikils kostnaðar. Enda lækkaði meðalkostnaður á hverju ári fyrir sjúkraþjálfun almennra einstaklinga úr 53.148 kr. og niður í 20.818 kr. Þar sem Sjúkratryggingar greiddu stærri hluta meðferðarkostnaðar fyrir fólk. Færri á örorku og fleiri á endurhæfingarlífeyri Niðurstöður þessarar greiningar sem unnin var út frá opinberum gögnum sýna að jákvæð þróun hefur orðið á nýgengi örorku ef tekið er mið af nýskráningum sem hlutfalli af mannfjölda hverju sinni. Á tímabilinu 2014 – 2022 hefur heildar hlutfallið lækkað úr 0,59% af mannfjölda niður í 0,50%. Á sama tíma hefur hlutfall þeirra sem nýskrást á endurhæfingarlífeyri hækkað nokkuð eða úr 0,54% og upp í 0,65%. Ætla má að fjölgun nýskráninga á endurhæfingarlífeyri sé jákvæð þar sem aukin áhersla sé lögð á að mæta einstaklingum í erfiðum aðstæðum með stuðningi og endurhæfingu. Slík vinna skilar sér einnig í auknum lífsgæðum fólks. Mest lækkun á nýgengi örorku vegna stoðkerfisvandamála Heildarþróun örorku segir þó bara hálfa söguna. Þegar við rýnum ástæður fyrir nýgengi örorku þá sjáum við nokkuð ólíka þróun. Árið 2014, var nýgengi örorku af ólíkum ástæðum, þ.e. stoðkerfis, geðraskana og allra annarra sjúkdóma nokkurn veginn það sama eða um 0,20% allra einstaklinga á aldursbilinu 18 – 67 ára. Ef við horfum svo á tímabilið frá 2014 og fram til 2022 þá hefur þróunin verið verulega ólík, þar sem nýgengi örorku vegna stoðkerfissjúkdóma hefur lækkað verulega á þessu tímabili eða úr 0,20% og niður í 0,10% af mannfjölda á meðan mun minni breytingar hafa orðið bæði vegna geðraskana (0,18%) og allra annarra sjúkdóma (0,20%) Mesta breytingu sjáum við svo í elsta aldurshópnum 51 – 67 ára, þar sem flestar nýskráningar á örorku eru. Þar hefur náðst gríðarlegur árangur í því að fækka þeim einstaklingum sem þurfa að fara á örorku vegna stoðkerfisvandamála líkt og sést á meðfylgjandi mynd. Á sama tíma hefur orðið lækkun á nýskráningum á endurhæfingarlífeyri vegna stoðkerfisvandmála á meðan slíkar nýskráningar hafa aukist nokkuð bæði vegna geðraskana sem og vegna allra annarra sjúkdóma. Því má áætla að aukin áhersla á endurhæfingarlífeyri sé ekki megin ástæða þessara miklu lækkana á nýgengi vegna stoðkerfisvandamála heldur liggi ástæður þeirra breytinga að mestu leiti í þeirri þjónustuaukningu og bætta aðgengi að þjónustu sjúkraþjálfara og annarra heilbrigðisstétta sem fylgdi breytingunni á greiðsluþátttökukerfinu snemma árs 2017. Prósentur (%) eða fólk ? Þegar við metum árangur þá er það alltaf fólkið sem á í hlut sem skiptir mestu máli. Til að setja þennan árangur í samhengi er gott að horfa á það hversu marga einstaklinga þetta snertir. Árið 2014 voru 1.234 einstaklingar sem þurftu að nýskrást á örorku og árið 2022 voru það 1.225. Það gerir fækkun um níu einstaklinga. Mikilvægt er að hafa í huga að á sama tíma fjölgaði einstaklingum á aldursbilinu 18 – 67 ára um heila 44.000 eða um 21%. Aftur þá segir þessi þróun og árangur okkur lítið nema við rýnum í ástæður árangursins. Eins og kemur fram á meðfylgjandi mynd hér að neðan, þá er stærsta ástæða þessarar þróunar vegna þess mikla árangurs sem náðst hefur í að fækka þeim sem hefðu nýskráðst vegna stoðkerfisvandamála. Til að mynda þá voru 156 færri einstaklingar sem nýskráðust á örorku vegna stoðkerfisvandamála árið 2022 borið saman við 2014. Á sama tíma var lítil aukning örorkuskráninga vegna geðraskana en nokkur fjölgun eða 130 manns vegna allra annarra sjúkdóma. Miðað við fyrirliggjandi niðurstöður má ætla að bætt fjármögnun og aukið aðgengi að sjúkraþjálfun og annarri heilbrigðisþjónustu með innleiðingu nýs greiðsluþátttökukerfis árið 2017 hafi skilað góðum árangri. Því hafi þetta bæði verið skynsamleg ráðstöfun á opinberu fé auk þess sem samfélagslegur ávinningur sé mikill. Gott aðgengi að réttri þjónustu á réttum tíma léttir undir öðrum þáttum heilbrigðis- og velferðarkerfis landsins og minnkar þörf á notkun dýrari úrræða og inngripa innan kerfisins. Leggjum áherslu á aukin lífsgæði, færni og möguleika til þátttöku fyrir alla einstaklinga. Höfundur er formaður Félags sjúkraþjálfara.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun