Er árangur af bættu aðgengi að heilbrigðisþjónustu? Gunnlaugur Briem skrifar 13. nóvember 2023 18:00 Ekki er hægt að leggja næga áherslu á þá staðreynd að aðgengi að nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu er grundvöllur heilsu og farsældar. Það er eitt stærsta verkefni stjórnvalda og okkar sem samfélags að ráðstafa kröftum okkar og fjármunum þar sem þeirra er mest þörf og við getum haft sem mest jákvæð áhrif. Til þess að það sé hægt þurfum við að skilgreina hver markmið okkar eru, og hvernig við viljum ná þeim. Segja má að heilbrigðiskerfið og forgansgröðun þess málaflokks hafi verið miðuð að nokkru við bráðaveikindi og að bregðast við vandamálum þegar þau eru orðin alvarleg. Gríðarleg verðmæti bæði fjárhagsleg og samfélagsleg felast í þeim áherslum að styðja, aðstoða og endurhæfa fólk sem fyrst í ferlinu og helst áður en nýta þarf dýrustu úrræði kerfisins. Heilbrigðisráðherra ritaði nýlega grein á vísi.is (9.11.´23) með yfirskriftinni “Gögn eru gulls ígildi”. Þar hittir heilbrigðisráðherra á skynsamlega strengi, og er það ástæða þess að Félag sjúkraþjálfara gaf nýverið út skýrslu með nafninu “Bætt aðgengi betri horfur” þar sem gögn um nýgengi örorku og endurhæfingarlífeyris voru rýnd eftir ástæðum og aldurshópum. Ástæða þess að ráðist var í slíka vinnu var að við töldum mikilvægt að leita leiða til að meta mögulegan árangur af þeim stóru kerfisbreytingum sem urðu í kjölfar nýs greiðsluþátttökukerfis Sjúkratrygginga sem tók gildi snemma árs 2017. Með þeim breytingum var aðgengi einstaklinga að heilbrigðisþjónustu og sérstaklega sjúkraþjálfun stórlega aukið. Hópur einstaklinga hafði þar með tök á að sækja sér þjónustu sjúkraþjálfara sem ætla má að hafi ekki getað gert það áður einkum vegna mikils kostnaðar. Enda lækkaði meðalkostnaður á hverju ári fyrir sjúkraþjálfun almennra einstaklinga úr 53.148 kr. og niður í 20.818 kr. Þar sem Sjúkratryggingar greiddu stærri hluta meðferðarkostnaðar fyrir fólk. Færri á örorku og fleiri á endurhæfingarlífeyri Niðurstöður þessarar greiningar sem unnin var út frá opinberum gögnum sýna að jákvæð þróun hefur orðið á nýgengi örorku ef tekið er mið af nýskráningum sem hlutfalli af mannfjölda hverju sinni. Á tímabilinu 2014 – 2022 hefur heildar hlutfallið lækkað úr 0,59% af mannfjölda niður í 0,50%. Á sama tíma hefur hlutfall þeirra sem nýskrást á endurhæfingarlífeyri hækkað nokkuð eða úr 0,54% og upp í 0,65%. Ætla má að fjölgun nýskráninga á endurhæfingarlífeyri sé jákvæð þar sem aukin áhersla sé lögð á að mæta einstaklingum í erfiðum aðstæðum með stuðningi og endurhæfingu. Slík vinna skilar sér einnig í auknum lífsgæðum fólks. Mest lækkun á nýgengi örorku vegna stoðkerfisvandamála Heildarþróun örorku segir þó bara hálfa söguna. Þegar við rýnum ástæður fyrir nýgengi örorku þá sjáum við nokkuð ólíka þróun. Árið 2014, var nýgengi örorku af ólíkum ástæðum, þ.e. stoðkerfis, geðraskana og allra annarra sjúkdóma nokkurn veginn það sama eða um 0,20% allra einstaklinga á aldursbilinu 18 – 67 ára. Ef við horfum svo á tímabilið frá 2014 og fram til 2022 þá hefur þróunin verið verulega ólík, þar sem nýgengi örorku vegna stoðkerfissjúkdóma hefur lækkað verulega á þessu tímabili eða úr 0,20% og niður í 0,10% af mannfjölda á meðan mun minni breytingar hafa orðið bæði vegna geðraskana (0,18%) og allra annarra sjúkdóma (0,20%) Mesta breytingu sjáum við svo í elsta aldurshópnum 51 – 67 ára, þar sem flestar nýskráningar á örorku eru. Þar hefur náðst gríðarlegur árangur í því að fækka þeim einstaklingum sem þurfa að fara á örorku vegna stoðkerfisvandamála líkt og sést á meðfylgjandi mynd. Á sama tíma hefur orðið lækkun á nýskráningum á endurhæfingarlífeyri vegna stoðkerfisvandmála á meðan slíkar nýskráningar hafa aukist nokkuð bæði vegna geðraskana sem og vegna allra annarra sjúkdóma. Því má áætla að aukin áhersla á endurhæfingarlífeyri sé ekki megin ástæða þessara miklu lækkana á nýgengi vegna stoðkerfisvandamála heldur liggi ástæður þeirra breytinga að mestu leiti í þeirri þjónustuaukningu og bætta aðgengi að þjónustu sjúkraþjálfara og annarra heilbrigðisstétta sem fylgdi breytingunni á greiðsluþátttökukerfinu snemma árs 2017. Prósentur (%) eða fólk ? Þegar við metum árangur þá er það alltaf fólkið sem á í hlut sem skiptir mestu máli. Til að setja þennan árangur í samhengi er gott að horfa á það hversu marga einstaklinga þetta snertir. Árið 2014 voru 1.234 einstaklingar sem þurftu að nýskrást á örorku og árið 2022 voru það 1.225. Það gerir fækkun um níu einstaklinga. Mikilvægt er að hafa í huga að á sama tíma fjölgaði einstaklingum á aldursbilinu 18 – 67 ára um heila 44.000 eða um 21%. Aftur þá segir þessi þróun og árangur okkur lítið nema við rýnum í ástæður árangursins. Eins og kemur fram á meðfylgjandi mynd hér að neðan, þá er stærsta ástæða þessarar þróunar vegna þess mikla árangurs sem náðst hefur í að fækka þeim sem hefðu nýskráðst vegna stoðkerfisvandamála. Til að mynda þá voru 156 færri einstaklingar sem nýskráðust á örorku vegna stoðkerfisvandamála árið 2022 borið saman við 2014. Á sama tíma var lítil aukning örorkuskráninga vegna geðraskana en nokkur fjölgun eða 130 manns vegna allra annarra sjúkdóma. Miðað við fyrirliggjandi niðurstöður má ætla að bætt fjármögnun og aukið aðgengi að sjúkraþjálfun og annarri heilbrigðisþjónustu með innleiðingu nýs greiðsluþátttökukerfis árið 2017 hafi skilað góðum árangri. Því hafi þetta bæði verið skynsamleg ráðstöfun á opinberu fé auk þess sem samfélagslegur ávinningur sé mikill. Gott aðgengi að réttri þjónustu á réttum tíma léttir undir öðrum þáttum heilbrigðis- og velferðarkerfis landsins og minnkar þörf á notkun dýrari úrræða og inngripa innan kerfisins. Leggjum áherslu á aukin lífsgæði, færni og möguleika til þátttöku fyrir alla einstaklinga. Höfundur er formaður Félags sjúkraþjálfara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Gunnlaugur Már Briem Mest lesið Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Ekki er hægt að leggja næga áherslu á þá staðreynd að aðgengi að nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu er grundvöllur heilsu og farsældar. Það er eitt stærsta verkefni stjórnvalda og okkar sem samfélags að ráðstafa kröftum okkar og fjármunum þar sem þeirra er mest þörf og við getum haft sem mest jákvæð áhrif. Til þess að það sé hægt þurfum við að skilgreina hver markmið okkar eru, og hvernig við viljum ná þeim. Segja má að heilbrigðiskerfið og forgansgröðun þess málaflokks hafi verið miðuð að nokkru við bráðaveikindi og að bregðast við vandamálum þegar þau eru orðin alvarleg. Gríðarleg verðmæti bæði fjárhagsleg og samfélagsleg felast í þeim áherslum að styðja, aðstoða og endurhæfa fólk sem fyrst í ferlinu og helst áður en nýta þarf dýrustu úrræði kerfisins. Heilbrigðisráðherra ritaði nýlega grein á vísi.is (9.11.´23) með yfirskriftinni “Gögn eru gulls ígildi”. Þar hittir heilbrigðisráðherra á skynsamlega strengi, og er það ástæða þess að Félag sjúkraþjálfara gaf nýverið út skýrslu með nafninu “Bætt aðgengi betri horfur” þar sem gögn um nýgengi örorku og endurhæfingarlífeyris voru rýnd eftir ástæðum og aldurshópum. Ástæða þess að ráðist var í slíka vinnu var að við töldum mikilvægt að leita leiða til að meta mögulegan árangur af þeim stóru kerfisbreytingum sem urðu í kjölfar nýs greiðsluþátttökukerfis Sjúkratrygginga sem tók gildi snemma árs 2017. Með þeim breytingum var aðgengi einstaklinga að heilbrigðisþjónustu og sérstaklega sjúkraþjálfun stórlega aukið. Hópur einstaklinga hafði þar með tök á að sækja sér þjónustu sjúkraþjálfara sem ætla má að hafi ekki getað gert það áður einkum vegna mikils kostnaðar. Enda lækkaði meðalkostnaður á hverju ári fyrir sjúkraþjálfun almennra einstaklinga úr 53.148 kr. og niður í 20.818 kr. Þar sem Sjúkratryggingar greiddu stærri hluta meðferðarkostnaðar fyrir fólk. Færri á örorku og fleiri á endurhæfingarlífeyri Niðurstöður þessarar greiningar sem unnin var út frá opinberum gögnum sýna að jákvæð þróun hefur orðið á nýgengi örorku ef tekið er mið af nýskráningum sem hlutfalli af mannfjölda hverju sinni. Á tímabilinu 2014 – 2022 hefur heildar hlutfallið lækkað úr 0,59% af mannfjölda niður í 0,50%. Á sama tíma hefur hlutfall þeirra sem nýskrást á endurhæfingarlífeyri hækkað nokkuð eða úr 0,54% og upp í 0,65%. Ætla má að fjölgun nýskráninga á endurhæfingarlífeyri sé jákvæð þar sem aukin áhersla sé lögð á að mæta einstaklingum í erfiðum aðstæðum með stuðningi og endurhæfingu. Slík vinna skilar sér einnig í auknum lífsgæðum fólks. Mest lækkun á nýgengi örorku vegna stoðkerfisvandamála Heildarþróun örorku segir þó bara hálfa söguna. Þegar við rýnum ástæður fyrir nýgengi örorku þá sjáum við nokkuð ólíka þróun. Árið 2014, var nýgengi örorku af ólíkum ástæðum, þ.e. stoðkerfis, geðraskana og allra annarra sjúkdóma nokkurn veginn það sama eða um 0,20% allra einstaklinga á aldursbilinu 18 – 67 ára. Ef við horfum svo á tímabilið frá 2014 og fram til 2022 þá hefur þróunin verið verulega ólík, þar sem nýgengi örorku vegna stoðkerfissjúkdóma hefur lækkað verulega á þessu tímabili eða úr 0,20% og niður í 0,10% af mannfjölda á meðan mun minni breytingar hafa orðið bæði vegna geðraskana (0,18%) og allra annarra sjúkdóma (0,20%) Mesta breytingu sjáum við svo í elsta aldurshópnum 51 – 67 ára, þar sem flestar nýskráningar á örorku eru. Þar hefur náðst gríðarlegur árangur í því að fækka þeim einstaklingum sem þurfa að fara á örorku vegna stoðkerfisvandamála líkt og sést á meðfylgjandi mynd. Á sama tíma hefur orðið lækkun á nýskráningum á endurhæfingarlífeyri vegna stoðkerfisvandmála á meðan slíkar nýskráningar hafa aukist nokkuð bæði vegna geðraskana sem og vegna allra annarra sjúkdóma. Því má áætla að aukin áhersla á endurhæfingarlífeyri sé ekki megin ástæða þessara miklu lækkana á nýgengi vegna stoðkerfisvandamála heldur liggi ástæður þeirra breytinga að mestu leiti í þeirri þjónustuaukningu og bætta aðgengi að þjónustu sjúkraþjálfara og annarra heilbrigðisstétta sem fylgdi breytingunni á greiðsluþátttökukerfinu snemma árs 2017. Prósentur (%) eða fólk ? Þegar við metum árangur þá er það alltaf fólkið sem á í hlut sem skiptir mestu máli. Til að setja þennan árangur í samhengi er gott að horfa á það hversu marga einstaklinga þetta snertir. Árið 2014 voru 1.234 einstaklingar sem þurftu að nýskrást á örorku og árið 2022 voru það 1.225. Það gerir fækkun um níu einstaklinga. Mikilvægt er að hafa í huga að á sama tíma fjölgaði einstaklingum á aldursbilinu 18 – 67 ára um heila 44.000 eða um 21%. Aftur þá segir þessi þróun og árangur okkur lítið nema við rýnum í ástæður árangursins. Eins og kemur fram á meðfylgjandi mynd hér að neðan, þá er stærsta ástæða þessarar þróunar vegna þess mikla árangurs sem náðst hefur í að fækka þeim sem hefðu nýskráðst vegna stoðkerfisvandamála. Til að mynda þá voru 156 færri einstaklingar sem nýskráðust á örorku vegna stoðkerfisvandamála árið 2022 borið saman við 2014. Á sama tíma var lítil aukning örorkuskráninga vegna geðraskana en nokkur fjölgun eða 130 manns vegna allra annarra sjúkdóma. Miðað við fyrirliggjandi niðurstöður má ætla að bætt fjármögnun og aukið aðgengi að sjúkraþjálfun og annarri heilbrigðisþjónustu með innleiðingu nýs greiðsluþátttökukerfis árið 2017 hafi skilað góðum árangri. Því hafi þetta bæði verið skynsamleg ráðstöfun á opinberu fé auk þess sem samfélagslegur ávinningur sé mikill. Gott aðgengi að réttri þjónustu á réttum tíma léttir undir öðrum þáttum heilbrigðis- og velferðarkerfis landsins og minnkar þörf á notkun dýrari úrræða og inngripa innan kerfisins. Leggjum áherslu á aukin lífsgæði, færni og möguleika til þátttöku fyrir alla einstaklinga. Höfundur er formaður Félags sjúkraþjálfara.
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun