Hættu! Kolbrún Baldursdóttir skrifar 8. nóvember 2023 19:00 Í dag 8. nóvember er hinn árlegi Dagur gegn einelti og kynferðisofbeldi í öllum aldurshópum. Í tilefni dagsins er vert að staldra við og skoða hvar við erum stödd með þessi erfiðu og viðkvæmu mál. Þessi grein fjallar um aðgerðir gegn einelti á meðal barna. Enda þótt margt hafi áunnist í eineltismálum, forvörnum og viðbrögðum við þeim er enn einelti í skólum, íþróttum og tómstundum barna. Allt of oft berast okkur lýsingar og frásagnir barna af einelti. Það er átakanlegt að heyra barn lýsa hvernig því hefur verið strítt, elt og hrellt, sparkað eða slegið í það, hæðst að því eða það hunsað. Því lengur sem einelti varir og því grófara sem það er, því meiri er skaðsemin. Afleiðingar vara oft alla ævi og geta birst í brotinni sjálfsmynd og félagslegu óöryggi. Einelti hefur alvarlegar afleiðingar bæði fyrir þolendur en einnig fyrir gerendur. Minningin um að hafa verið lagður í einelti lifir og minningar um að hafa lagt í einelti eru ekki síður þrautseigar og getur fylgt gerendum eineltis ævilangt. Barn sem er þolandi eineltis á þá ósk heitast að gerandinn láti það vera. „Hættu!“ segir það þegar eineltið byrjar, stundum á leið í eða úr skólanum, á göngum skólans, í frímínútum, á netinu eða hvar sem er þar sem þolandi og gerandi mætast og sá síðarnefndi fær tækifæri til að koma höggi á þolandann. Birtingarmyndir eineltis eru margar og stundum er einelti svo vel falið að enginn sem umgengst þolandann veit af því. Miðar okkur áfram? Ég hef í gegnum árin spurt sömu spurningar nánast árlega. Miðar okkur áfram í baráttunni gegn þessum vágesti sem einelti er eða stöndum í stað? Í skólum er sífellt rætt um þessi mál við börnin og foreldra. Sem borgarfulltrúi finnst mér nauðsynlegt að skóla- og frístundarsvið og skólasamfélagið kortleggi reglulega stöðu eineltismála í skólum borgarinnar með tilliti til forvarna, viðbragða og vinnsluferla kvörtunarmála. Yfirlit af þessu tagi gæti gefið vísbendingar um hvernig miðar áfram með þennan erfiða málaflokk og hvort þurfi að samræma aðgerðir milli skóla. Ég er einnig í starfi mínu upptekin af jafnræði milli skóla. Það er mikilvægt að skólar borgarinnar standi jafnfætis um forvarnir, viðbragðsáætlun og úrvinnsluferli. Að öðrum kosti er verið að mismuna börnum eftir því í hvaða skóla þau ganga. Í einum skóla er vinna með forvarnir og eineltismál e.t.v. til fyrirmyndar á meðan henni er ábótavant í öðrum. Í öllum skólum, íþrótta- og tómstundamiðstöðvum eiga að vera tiltæk verkfæri: aðferðir og úrræði, bæði sértæk og almenn, til að geta meðtekið og unnið úr eineltiskvörtun með faglegum hætti. Hjálpa þarf gerandanum Einelti á meðal barna má ekki ná fótfestu, hvað þá að þrífast. Byrja þarf á grunninum og það er að útskýra fyrir börnum um leið og þroski leyfir hvaða hegðun er ekki liðin. Sú hegðun sem er ekki liðin er að hóta, meiða, berja, klípa, slá, hrinda, hrækja á, eða sýna dónaskap og/eða útiloka. Barn sem stríðir og meiðir í leikskóla er í áhættu með að halda því áfram í grunnskóla og fram á fullorðinsár ef ekki er unnið með vandann strax í byrjun. Fræðslan þarf einnig að fela í sér hvað þýðir að vera fylgjandi geranda. Ef barn er t.d. að horfa á og hlæja með, þá finnst gerandanum hann vera sniðugur og er líklegri til að stríða og meiða aftur. Þetta þurfa börnin að vita. Mikilvægt er að minna börnin ítrekað á að taka aldrei þátt í að vera vond/ur við aðra. Verði þau vör við að einhver sé að stríða eða meiða eiga þau að láta strax einhvern fullorðinn vita. Regluleg umræða mikilvæg Umræðan um góða samskiptahætti þarf að vera daglega bæði í leik- og grunnskólum, í íþróttum, tómstundum og á frístundaheimilum. Barn sem hrekkir, stríðir eða leggur í einelti glímir oft sjálft við vanlíðan og óöryggi. Orsakir/áhættuþættir eru oft blanda af innri og ytri þáttum. Þessar breytur þarf að finna til að geta unnið með þær svo barnið geti slökkt á eineltishegðun sinni. Það er ekki síður mikilvægt að vinna með sjálfsmynd geranda en þolanda. Vinna þarf einnig með allan hópinn/bekkjarandann. Við megum einfaldlega aldrei sofna á verðinum í þessum málum. Ef það gerist miðar okkur ekki áfram heldur stöndum í stað. Höfundur er borgarfulltrúi Flokks fólksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Borgarstjórn Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Í dag 8. nóvember er hinn árlegi Dagur gegn einelti og kynferðisofbeldi í öllum aldurshópum. Í tilefni dagsins er vert að staldra við og skoða hvar við erum stödd með þessi erfiðu og viðkvæmu mál. Þessi grein fjallar um aðgerðir gegn einelti á meðal barna. Enda þótt margt hafi áunnist í eineltismálum, forvörnum og viðbrögðum við þeim er enn einelti í skólum, íþróttum og tómstundum barna. Allt of oft berast okkur lýsingar og frásagnir barna af einelti. Það er átakanlegt að heyra barn lýsa hvernig því hefur verið strítt, elt og hrellt, sparkað eða slegið í það, hæðst að því eða það hunsað. Því lengur sem einelti varir og því grófara sem það er, því meiri er skaðsemin. Afleiðingar vara oft alla ævi og geta birst í brotinni sjálfsmynd og félagslegu óöryggi. Einelti hefur alvarlegar afleiðingar bæði fyrir þolendur en einnig fyrir gerendur. Minningin um að hafa verið lagður í einelti lifir og minningar um að hafa lagt í einelti eru ekki síður þrautseigar og getur fylgt gerendum eineltis ævilangt. Barn sem er þolandi eineltis á þá ósk heitast að gerandinn láti það vera. „Hættu!“ segir það þegar eineltið byrjar, stundum á leið í eða úr skólanum, á göngum skólans, í frímínútum, á netinu eða hvar sem er þar sem þolandi og gerandi mætast og sá síðarnefndi fær tækifæri til að koma höggi á þolandann. Birtingarmyndir eineltis eru margar og stundum er einelti svo vel falið að enginn sem umgengst þolandann veit af því. Miðar okkur áfram? Ég hef í gegnum árin spurt sömu spurningar nánast árlega. Miðar okkur áfram í baráttunni gegn þessum vágesti sem einelti er eða stöndum í stað? Í skólum er sífellt rætt um þessi mál við börnin og foreldra. Sem borgarfulltrúi finnst mér nauðsynlegt að skóla- og frístundarsvið og skólasamfélagið kortleggi reglulega stöðu eineltismála í skólum borgarinnar með tilliti til forvarna, viðbragða og vinnsluferla kvörtunarmála. Yfirlit af þessu tagi gæti gefið vísbendingar um hvernig miðar áfram með þennan erfiða málaflokk og hvort þurfi að samræma aðgerðir milli skóla. Ég er einnig í starfi mínu upptekin af jafnræði milli skóla. Það er mikilvægt að skólar borgarinnar standi jafnfætis um forvarnir, viðbragðsáætlun og úrvinnsluferli. Að öðrum kosti er verið að mismuna börnum eftir því í hvaða skóla þau ganga. Í einum skóla er vinna með forvarnir og eineltismál e.t.v. til fyrirmyndar á meðan henni er ábótavant í öðrum. Í öllum skólum, íþrótta- og tómstundamiðstöðvum eiga að vera tiltæk verkfæri: aðferðir og úrræði, bæði sértæk og almenn, til að geta meðtekið og unnið úr eineltiskvörtun með faglegum hætti. Hjálpa þarf gerandanum Einelti á meðal barna má ekki ná fótfestu, hvað þá að þrífast. Byrja þarf á grunninum og það er að útskýra fyrir börnum um leið og þroski leyfir hvaða hegðun er ekki liðin. Sú hegðun sem er ekki liðin er að hóta, meiða, berja, klípa, slá, hrinda, hrækja á, eða sýna dónaskap og/eða útiloka. Barn sem stríðir og meiðir í leikskóla er í áhættu með að halda því áfram í grunnskóla og fram á fullorðinsár ef ekki er unnið með vandann strax í byrjun. Fræðslan þarf einnig að fela í sér hvað þýðir að vera fylgjandi geranda. Ef barn er t.d. að horfa á og hlæja með, þá finnst gerandanum hann vera sniðugur og er líklegri til að stríða og meiða aftur. Þetta þurfa börnin að vita. Mikilvægt er að minna börnin ítrekað á að taka aldrei þátt í að vera vond/ur við aðra. Verði þau vör við að einhver sé að stríða eða meiða eiga þau að láta strax einhvern fullorðinn vita. Regluleg umræða mikilvæg Umræðan um góða samskiptahætti þarf að vera daglega bæði í leik- og grunnskólum, í íþróttum, tómstundum og á frístundaheimilum. Barn sem hrekkir, stríðir eða leggur í einelti glímir oft sjálft við vanlíðan og óöryggi. Orsakir/áhættuþættir eru oft blanda af innri og ytri þáttum. Þessar breytur þarf að finna til að geta unnið með þær svo barnið geti slökkt á eineltishegðun sinni. Það er ekki síður mikilvægt að vinna með sjálfsmynd geranda en þolanda. Vinna þarf einnig með allan hópinn/bekkjarandann. Við megum einfaldlega aldrei sofna á verðinum í þessum málum. Ef það gerist miðar okkur ekki áfram heldur stöndum í stað. Höfundur er borgarfulltrúi Flokks fólksins í Reykjavík.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar