Ófrjósemi; vegferð von og vonbrigða Kristín Láretta Sighvatsdóttir skrifar 6. nóvember 2023 08:00 Foreldrar. Gildishlaðið orð og að mínu mati hlaðið fallegum gildum. Ég var samt aldrei sérstaklega viss um hvort ég vildi verða foreldri sjálf. Satt að segja hélt ég hreinlega alltaf að ég þyrfti ekkert endilega að ákveða það heldur væri það eitt af hlutverkum eða jafnvel skyldum mínum í lífinu. Á þeim tíma sem ég ólst upp var frjósemi aldrei til umræðu, enn síður ófrjósemi. Auðvitað hefur ófrjósemi alltaf verið vandamál sumra en það var þá ekki endilega rætt opinberlega. Jú vissulega vissi maður af eða þekkti eitt og eitt barn sem hafði verið ættleitt en aðrir krakkar vissu ekki endilega afhverju kom til ættleiðingarinnar. Ég bjó til þá sögu fyrir mig sjálfa að foreldrar þessa barna væru bara svona góðhjörtuð og hafi viljað bjarga börnunum úr slæmum aðstæðum heimalands þeirra. Án þess að efast um góðvilja téðra foreldra að þá er augljóst að meira lá að baki. Foreldrarnir voru að glíma við ófrjósemi. Nú, eftir á að hyggja, getur maður ímyndað sér allar þær raunir, þjáningar, sorg og hindranir sem þetta fólk hlítur að hafa gengið í gegnum áður en þau fengu draum sinn loksins rættan, að verða foreldrar. Það kom svo á daginn að ég þurfti aldeilis að ákveða það hvort ég vildi verða foreldri enda færði lífið mér og manninum mínum sjúkdóminn „ófrjósemi“. Um leið og sá dómur féll að þá breyttist allt. Kannski myndi ég aldrei verða foreldri, kannski myndi enginn kalla mig „mamma“, leita til mín eftir ráðum, eftir umhyggju, eftir skilyrðislausri ást. Ég vissi kannski ekki hvort ég vildi verða foreldri en um leið og möguleikinn var ekki sjálfsagður, þá varð hann nauðsynlegur. Við tók tímabil vona og vonbrigða sem virtist engan endi ætla að taka. Aldrei kom þetta jákvæða óléttupróf. Með hjálp og ráðum frá vinafólki sem hafði verið í sömu stöðu, fórum við erlendis í glasameðferð. Með hvatning og styrk allra í kringum okkur héldum við til utan til þess að láta drauminn rætast. Nú átti þetta að takast. Hvernig mátti annað vera? Við, með hjálp fjölskyldu búin að fjárfesta í rándýrri aðstoð sérfræðinga. Hvað gat klikkað? Það sem við vissum ekki þá var að jafnvel með aðstoð eru einungis 30 prósent líkur á jákvæðri niðurstöðu. Ef þú ert svo heppin að falla í þann hóp þá þarftu líka að vonast til að vera svo heppin að verða ekki fyrir fósturmissi. Um leið og prófið verður jákvætt tekur þessi nýi ótti við og hann hverfur ekki fyrr en barn er fætt lifandi. Við komum tómhent heim eftir utanlandsferðina en við erum foreldrar fullkomins drengs í dag eftir fleiri tilraunir. Ekki allir eru svo heppnir. Ófrjósemi hefur marga fylgifiska og er algjört mein fyrir þá sem hana hrjáir. Fólk í þessum sporum upplifir sig oft einangrað og hjálparlaust. Margir finna ekki skilning frá nærumhverfi sínu og þurfa að þola ónærgætni og skilningsleysi og fá spurningar á borð við „Afhverju ættleiðið þið ekki bara?“Ég skal ganga með barn fyrir ykkur“ „Getur þú ekki bara skroppið í bæinn eitt kvöldið?“ Þegar fólk er í þessu ferli er nauðsynlegt að geta talað við aðra sem eru í sömu sporum. Það var okkar reynsla. Góð vinkona mín benti okkur á samtökin Tilveru og þar höfum við fengið ómældan stuðning. Tilvera eru samtök um ófrjósemi og eru einu samtökin á landinu sem halda utan um málefnið. Meðlimir félagsins hafa aðgang að ómetanlegum stuðningi stjórnarmeðlima og annarra meðlima sem öll eru í sömu sporum, bæði með reglulegum samkomum og umræðuhóp á samfélagsmiðlum. Tilvera býður einnig sínum meðlimum upp á símatíma hjá sálfræðing sér að kostnaðarlausu. Tilvera heldur úti árlegri vitundarvakningu dagana 6.- 12. nóvember og í ár er viðfangsefnið „ófrjósemi og geðheilbrigði“. Hægt er að sjá dagskrá vitundarvakningu Tilveru á heimasíðu félagsins tilvera.is Höfundur er stjórnarmeðlimur Tilveru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Frjósemi Heilbrigðismál Mest lesið Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Halldór 17.05.2025 Halldór Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Foreldrar. Gildishlaðið orð og að mínu mati hlaðið fallegum gildum. Ég var samt aldrei sérstaklega viss um hvort ég vildi verða foreldri sjálf. Satt að segja hélt ég hreinlega alltaf að ég þyrfti ekkert endilega að ákveða það heldur væri það eitt af hlutverkum eða jafnvel skyldum mínum í lífinu. Á þeim tíma sem ég ólst upp var frjósemi aldrei til umræðu, enn síður ófrjósemi. Auðvitað hefur ófrjósemi alltaf verið vandamál sumra en það var þá ekki endilega rætt opinberlega. Jú vissulega vissi maður af eða þekkti eitt og eitt barn sem hafði verið ættleitt en aðrir krakkar vissu ekki endilega afhverju kom til ættleiðingarinnar. Ég bjó til þá sögu fyrir mig sjálfa að foreldrar þessa barna væru bara svona góðhjörtuð og hafi viljað bjarga börnunum úr slæmum aðstæðum heimalands þeirra. Án þess að efast um góðvilja téðra foreldra að þá er augljóst að meira lá að baki. Foreldrarnir voru að glíma við ófrjósemi. Nú, eftir á að hyggja, getur maður ímyndað sér allar þær raunir, þjáningar, sorg og hindranir sem þetta fólk hlítur að hafa gengið í gegnum áður en þau fengu draum sinn loksins rættan, að verða foreldrar. Það kom svo á daginn að ég þurfti aldeilis að ákveða það hvort ég vildi verða foreldri enda færði lífið mér og manninum mínum sjúkdóminn „ófrjósemi“. Um leið og sá dómur féll að þá breyttist allt. Kannski myndi ég aldrei verða foreldri, kannski myndi enginn kalla mig „mamma“, leita til mín eftir ráðum, eftir umhyggju, eftir skilyrðislausri ást. Ég vissi kannski ekki hvort ég vildi verða foreldri en um leið og möguleikinn var ekki sjálfsagður, þá varð hann nauðsynlegur. Við tók tímabil vona og vonbrigða sem virtist engan endi ætla að taka. Aldrei kom þetta jákvæða óléttupróf. Með hjálp og ráðum frá vinafólki sem hafði verið í sömu stöðu, fórum við erlendis í glasameðferð. Með hvatning og styrk allra í kringum okkur héldum við til utan til þess að láta drauminn rætast. Nú átti þetta að takast. Hvernig mátti annað vera? Við, með hjálp fjölskyldu búin að fjárfesta í rándýrri aðstoð sérfræðinga. Hvað gat klikkað? Það sem við vissum ekki þá var að jafnvel með aðstoð eru einungis 30 prósent líkur á jákvæðri niðurstöðu. Ef þú ert svo heppin að falla í þann hóp þá þarftu líka að vonast til að vera svo heppin að verða ekki fyrir fósturmissi. Um leið og prófið verður jákvætt tekur þessi nýi ótti við og hann hverfur ekki fyrr en barn er fætt lifandi. Við komum tómhent heim eftir utanlandsferðina en við erum foreldrar fullkomins drengs í dag eftir fleiri tilraunir. Ekki allir eru svo heppnir. Ófrjósemi hefur marga fylgifiska og er algjört mein fyrir þá sem hana hrjáir. Fólk í þessum sporum upplifir sig oft einangrað og hjálparlaust. Margir finna ekki skilning frá nærumhverfi sínu og þurfa að þola ónærgætni og skilningsleysi og fá spurningar á borð við „Afhverju ættleiðið þið ekki bara?“Ég skal ganga með barn fyrir ykkur“ „Getur þú ekki bara skroppið í bæinn eitt kvöldið?“ Þegar fólk er í þessu ferli er nauðsynlegt að geta talað við aðra sem eru í sömu sporum. Það var okkar reynsla. Góð vinkona mín benti okkur á samtökin Tilveru og þar höfum við fengið ómældan stuðning. Tilvera eru samtök um ófrjósemi og eru einu samtökin á landinu sem halda utan um málefnið. Meðlimir félagsins hafa aðgang að ómetanlegum stuðningi stjórnarmeðlima og annarra meðlima sem öll eru í sömu sporum, bæði með reglulegum samkomum og umræðuhóp á samfélagsmiðlum. Tilvera býður einnig sínum meðlimum upp á símatíma hjá sálfræðing sér að kostnaðarlausu. Tilvera heldur úti árlegri vitundarvakningu dagana 6.- 12. nóvember og í ár er viðfangsefnið „ófrjósemi og geðheilbrigði“. Hægt er að sjá dagskrá vitundarvakningu Tilveru á heimasíðu félagsins tilvera.is Höfundur er stjórnarmeðlimur Tilveru.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun