Fjögurra daga vinnuvika: Alþjóðleg tilraunaverkefni lofa góðu Guðmundur D. Haraldsson skrifar 2. nóvember 2023 13:00 Fyrir nokkru lauk tveimur stórum alþjóðlegum tilraunaverkefnum um fjögurra daga vinnuviku, án launaskerðingar. Tvær erlendar hugveitur stóðu að þeim ásamt öflugum félagasamtökum um styttri vinnuviku en verkefnin eru að íslenskri fyrirmynd. Niðurstöðurnar lofa mjög góðu og benda til að fjögurra daga vinnuvika sé gerleg í komandi framtíð. Tilraunaverkefnin eru hluti hugarfarsbreytingar sem nú á sér stað. Fleiri tilraunaverkefni eru í bígerð. Hugarfarsbreyting Alþjóðlegu tilraunaverkefnin voru sett á laggirnar í kjölfar heimsfaraldursins, en mikil umræða hefur staðið undanfarin ár í hinum enskumælandi heimi um að vinnutíminn verði að styttast til að taka á meinum eins og löku jafnvægi vinnu og einkalífs, vinnutengdri streitu og almennt að tími til að sinna félagslífi og hreyfingu sé of lítill. Tilfinning margra er að tíma varið til vinnu megi vel dragast saman, enda hefur bæði tækni og þekkingu fleygt fram á liðnum áratugum, og veraldleg lífsgæði hafi aukist einnig. Hins vegar hafi ekki komið til aukinn frítími í samræmi við þessar framfarir, og sums staðar hafi vinnutími jafnvel lengst – hvort tveggja sé undarlegt í ljósi framþróunarinnar og kominn sé tími til að takast á við það. Það er áhugavert að umræðan er einna mest í hinum enskumælandi heimi, en lítil umræða hefur verið um vinnutíma undanfarna áratugi þar og um margt hefur orðið bakslag í réttindum launafólks í þeim hluta heimsins. Það má segja að tilraunaverkefnin séu hluti hugarfarsbreytingar á Vesturlöndum – einkum áberandi í enskumælandi heiminum – þar sem fólk spyr sig hvort tilgangur vinnunnar og samband okkar við hana verði að þróast og breytast. Í kjarna hugarfarsbreytingarinnar felst þessi spurning: Vinnum við of mikið miðað við tæknistig og getum við dregið úr vinnu án þess að áhrif á lífskjör og lífsgæði verði neikvæð – og kannski fremur að áhrifin af því verði sjálfum okkur til hagsbóta? Og enn fremur: Í krafti þeirrar velmegunar sem við búum við, getum við beint sjónum að því sem skiptir mestu máli í lífinu: Fólkinu í kringum okkur – fjölskyldu, vinum –, áhugamálum, samfélagi og eigin líðan? Tilraunaverkefnin láta reyna á hvort þetta sé gerlegt með bættu skipulagi vinnunnar, betri nýtingu tækni og öðru hugarfari um nýtingu tímans. Erlendu tilraunaverkefnin láta reyna á eflaust gamlan draum margra: Fjögurra daga vinnuviku og laun fyrir fimm daga. Í hugum margra – og sannarlega þeirra sem standa að tilraunaverkefnunum – er fjögurra daga vinnuvika rökrétt skref í langri þróun, skref sem ætti að vera hægt að taka á næsta áratugnum eða svo. Til þess þarf þó að byggja upp skilning og samstöðu og eru tilraunaverkefnin liður í því. Fólk, fyrirtæki og tilraunaverkefni Erlendu tilraunaverkefnin tvö eru gerð í einkageiranum á meðan þau íslensku voru gerð í opinbera geiranum. Ræðst það af ákveðnum menningarmun, þar sem greiðlegra er fyrir hugveitur og samtök að byggja upp traust til einkageirans í enskumælandi heiminum en til hins opinbera, og stéttarfélög standa höllum fæti almennt. Að öðru leyti er fyrirmyndin að tilraunaverkefnunum sótt til Íslands – uppbygging og framkvæmd þeirra er mjög lík tilraunaverkefnum BSRB og Reykjavíkurborgar og BSRB og ríkisins sem voru rekin í nokkur ár og leiddu til styttri vinnuviku fyrir tugþúsundir landsmanna með kjarasamningum. Aðstandendur verkefnanna tveggja, Autonomy og 4 Day Week Global, hafa enda kynnt sér íslensku tilraunaverkefnin vel. Verkefnin náðu til samtals 94 vinnustaða og fyrirtækja í Bandaríkjunum, Ástralíu, Nýja-Sjálandi, Kanada, Írlandi og Bretlandi. Þátttakendur voru samtals 3.800 og á öllum aldri. Velflest þau fyrirtæki sem tóku þátt skiptu yfir í fjögurra daga vinnuviku (90%), en á sumum vinnustöðum var haldið í fimm daga vinnuviku með styttingu á sumum eða öllum dögum vikunnar. Af þeim þátttakendum sem boðin var fjögurra daga vinnuvika fengu flestir frídag á mánudögum eða föstudögum. Laun héldust ávallt óskert þrátt fyrir styttingu vinnutímans. Langflestum þátttakendum tókst að stytta vinnutíma sinn í reynd (71% í öðru verkefninu, 83% í hinu). Og styttri vinnutími hafði mikil áhrif á fólk: Mjög dró úr árekstrum á milli vinnu og einkalífs og jafnvægið þarna á milli batnaði, starfsánægja jókst, og dró úr einkennum kulnunar og streitu. Fólk upplifði aukna stjórn yfir vinnunni og getu til að sinna henni. Ánægja með frítíma og lífið almennt jókst. Nýfenginn frítími var nýttur til að sinna vinum, fjölskyldu, áhugamálum og hreyfingu. Sterk merki voru um betri svefn. Fyrirtækin höfðu líka ábata af styttingunni: Þau áttu auðveldar með að ráða starfsfólk og halda í það, framleiðni og skilvirkni jukust. Veikindi urðu fátíðari, sem lækkaði kostnað. Ekki voru merki um neikvæð áhrif á reksturinn; öllu heldur jukust velta og tekjur fyrirtækjanna á meðan tilraunaverkefnunum stóð. Meiri framleiðni og fátíðari veikindi unnu upp auka frídag. Allt þetta styrkti samkeppnishæfni fyrirtækjanna á markaði. Lykillinn að þessum árangri var og er endurskipulagning og endurhugsun verkefna, og vinnunnar sjálfrar. Þannig næst aukin framleiðni og skilvirkni. Fyrir skömmu tilkynnti 4 Day Week Global um niðurstöður tveggja annarra, smærri tilraunaverkefna sem fóru fram annars vegar í Ástralíu og Nýja-Sjálandi og hins vegar í Bandaríkjunum. Þau lukkuðust vel og voru niðurstöðurnar áþekkar þeim sem hér hefur verið fjallað um. Einnig tilkynntu samtökin um útkomu styttingar að ári liðnu hjá þeim sem tóku þátt í fyrsta tilraunaverkefninu á þeirra vegum. Áfram gengur vel og hélt vinnutíminn áfram að styttast. Það er ekki alltaf auðvelt að ná árangri sem þessum, og ekki tryggt í öllum tilvikum; en með einbeitni, áræðni, skipulagi og réttri nýtingu tækninnar á það að vera hægt fyrir fjölmörg fyrirtæki – íslensku og erlendu tilraunaverkefnin sýna það. Er fjögurra daga vinnuvika framtíðin? Hugmyndin um fjögurra daga vinnuviku hefur náð vissu flugi erlendis – og jafnvel ollið smá skjálfta. Nokkur einkafyrirtæki hafa tilkynnt um eigin tilraunaverkefni – og vísa til íslensku tilraunaverkefnanna sem hvata – og í Bretlandi eru um 140 fyrirtæki vottuð sem „fjögurra daga vinnustaðir“. Enn fremur eru tilraunaverkefni fyrirhuguð eða komin á skrið á Spáni, Portúgal, Suður-Afríku, Belgíu og víðar – sum þeirra eru á vegum opinberra aðila, önnur á vegum einkaaðila. Og þemað er alltaf fjögurra daga vinnuvika, enda ábatinn orðinn ljós. Áhuginn er mikill – og er hann að finna meðal almennings, fyrirtækjaeigenda og stjórnmálafólks. Stofnendur 4 Day Week Global koma sem dæmi úr röðum atvinnurekenda. Þá hafa orðið til sjálfstæð félög áhugafólks um málstaðinn sem starfa í mörgum löndum – mikil samvinna er þeirra á milli og við aðila í samfélögum um heiminn, í fyrirtækjum og í stjórnmálunum. Erlendu tilraunaverkefnin sem er aflokið gefa til kynna að möguleikarnir séu sannarlega til staðar, að fjögurra daga vinnuvika sé möguleg. Hins vegar liggur líka fyrir að margs konar hindranir þurfi að yfirvinna áður en hún geti raungerst. Sem dæmi er erfitt að innleiða fjögurra daga vinnuviku í heilbrigðisgeiranum, sem er sligaður af álagi víða á Vesturlöndum – en á móti kemur er að til eru hugmyndir um hvernig megi yfirvinna að minnsta kosti hluta þess vanda, og hafa margir bent á að einn hluti vandans séu langir vinnudagar sem valdi kulnun heilbrigðisstarfsfólks og fæli fólk frá. Leiðin framhjá erfiðum hindrunum liggur gjarnan í að hugsa um heildarmyndina, og það á vel við hér. Að umbreyta samfélaginu til að fjögurra daga vinnuvika geti raungerst fyrir sem flesta verður ekki auðvelt – og má sem dæmi benda á að það tók áratugi fyrir fimm daga vinnuviku að verða að veruleika í flestum löndum í vestrinu. En með nútíma tækni og þekkingu, skipulagi og áræðni, eigum við að geta innleitt fjögurra daga vinnuviku hraðar – kannski á áratug eða hér um bil. Aðalspurningin er hvort okkur sem samfélagi takist að mynda samstöðu um fjögurra daga vinnuviku sem markmið heildarinnar. Tilraunaverkefnin og áhuginn á þeim benda til að slíkt geti hæglega orðið raunin. Höfundur er stjórnarmaður í Öldu, félagi um sjálfbærni og lýðræði. Tenglar: Vefir Autonomy og 4 Day Week Global. Ítarefni um tilraunaverkefni Autonomy og 4 Day Week Global. Fréttabréf Evrópunets um vinnutíma inniheldur upplýsingar um ýmis tilraunaverkefni. 4 Day Week UK heldur úti lista yfir fjögurra daga vinnuveitendur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaraviðræður 2023 Kjaramál Vinnumarkaður Stytting vinnuvikunnar Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Fyrir nokkru lauk tveimur stórum alþjóðlegum tilraunaverkefnum um fjögurra daga vinnuviku, án launaskerðingar. Tvær erlendar hugveitur stóðu að þeim ásamt öflugum félagasamtökum um styttri vinnuviku en verkefnin eru að íslenskri fyrirmynd. Niðurstöðurnar lofa mjög góðu og benda til að fjögurra daga vinnuvika sé gerleg í komandi framtíð. Tilraunaverkefnin eru hluti hugarfarsbreytingar sem nú á sér stað. Fleiri tilraunaverkefni eru í bígerð. Hugarfarsbreyting Alþjóðlegu tilraunaverkefnin voru sett á laggirnar í kjölfar heimsfaraldursins, en mikil umræða hefur staðið undanfarin ár í hinum enskumælandi heimi um að vinnutíminn verði að styttast til að taka á meinum eins og löku jafnvægi vinnu og einkalífs, vinnutengdri streitu og almennt að tími til að sinna félagslífi og hreyfingu sé of lítill. Tilfinning margra er að tíma varið til vinnu megi vel dragast saman, enda hefur bæði tækni og þekkingu fleygt fram á liðnum áratugum, og veraldleg lífsgæði hafi aukist einnig. Hins vegar hafi ekki komið til aukinn frítími í samræmi við þessar framfarir, og sums staðar hafi vinnutími jafnvel lengst – hvort tveggja sé undarlegt í ljósi framþróunarinnar og kominn sé tími til að takast á við það. Það er áhugavert að umræðan er einna mest í hinum enskumælandi heimi, en lítil umræða hefur verið um vinnutíma undanfarna áratugi þar og um margt hefur orðið bakslag í réttindum launafólks í þeim hluta heimsins. Það má segja að tilraunaverkefnin séu hluti hugarfarsbreytingar á Vesturlöndum – einkum áberandi í enskumælandi heiminum – þar sem fólk spyr sig hvort tilgangur vinnunnar og samband okkar við hana verði að þróast og breytast. Í kjarna hugarfarsbreytingarinnar felst þessi spurning: Vinnum við of mikið miðað við tæknistig og getum við dregið úr vinnu án þess að áhrif á lífskjör og lífsgæði verði neikvæð – og kannski fremur að áhrifin af því verði sjálfum okkur til hagsbóta? Og enn fremur: Í krafti þeirrar velmegunar sem við búum við, getum við beint sjónum að því sem skiptir mestu máli í lífinu: Fólkinu í kringum okkur – fjölskyldu, vinum –, áhugamálum, samfélagi og eigin líðan? Tilraunaverkefnin láta reyna á hvort þetta sé gerlegt með bættu skipulagi vinnunnar, betri nýtingu tækni og öðru hugarfari um nýtingu tímans. Erlendu tilraunaverkefnin láta reyna á eflaust gamlan draum margra: Fjögurra daga vinnuviku og laun fyrir fimm daga. Í hugum margra – og sannarlega þeirra sem standa að tilraunaverkefnunum – er fjögurra daga vinnuvika rökrétt skref í langri þróun, skref sem ætti að vera hægt að taka á næsta áratugnum eða svo. Til þess þarf þó að byggja upp skilning og samstöðu og eru tilraunaverkefnin liður í því. Fólk, fyrirtæki og tilraunaverkefni Erlendu tilraunaverkefnin tvö eru gerð í einkageiranum á meðan þau íslensku voru gerð í opinbera geiranum. Ræðst það af ákveðnum menningarmun, þar sem greiðlegra er fyrir hugveitur og samtök að byggja upp traust til einkageirans í enskumælandi heiminum en til hins opinbera, og stéttarfélög standa höllum fæti almennt. Að öðru leyti er fyrirmyndin að tilraunaverkefnunum sótt til Íslands – uppbygging og framkvæmd þeirra er mjög lík tilraunaverkefnum BSRB og Reykjavíkurborgar og BSRB og ríkisins sem voru rekin í nokkur ár og leiddu til styttri vinnuviku fyrir tugþúsundir landsmanna með kjarasamningum. Aðstandendur verkefnanna tveggja, Autonomy og 4 Day Week Global, hafa enda kynnt sér íslensku tilraunaverkefnin vel. Verkefnin náðu til samtals 94 vinnustaða og fyrirtækja í Bandaríkjunum, Ástralíu, Nýja-Sjálandi, Kanada, Írlandi og Bretlandi. Þátttakendur voru samtals 3.800 og á öllum aldri. Velflest þau fyrirtæki sem tóku þátt skiptu yfir í fjögurra daga vinnuviku (90%), en á sumum vinnustöðum var haldið í fimm daga vinnuviku með styttingu á sumum eða öllum dögum vikunnar. Af þeim þátttakendum sem boðin var fjögurra daga vinnuvika fengu flestir frídag á mánudögum eða föstudögum. Laun héldust ávallt óskert þrátt fyrir styttingu vinnutímans. Langflestum þátttakendum tókst að stytta vinnutíma sinn í reynd (71% í öðru verkefninu, 83% í hinu). Og styttri vinnutími hafði mikil áhrif á fólk: Mjög dró úr árekstrum á milli vinnu og einkalífs og jafnvægið þarna á milli batnaði, starfsánægja jókst, og dró úr einkennum kulnunar og streitu. Fólk upplifði aukna stjórn yfir vinnunni og getu til að sinna henni. Ánægja með frítíma og lífið almennt jókst. Nýfenginn frítími var nýttur til að sinna vinum, fjölskyldu, áhugamálum og hreyfingu. Sterk merki voru um betri svefn. Fyrirtækin höfðu líka ábata af styttingunni: Þau áttu auðveldar með að ráða starfsfólk og halda í það, framleiðni og skilvirkni jukust. Veikindi urðu fátíðari, sem lækkaði kostnað. Ekki voru merki um neikvæð áhrif á reksturinn; öllu heldur jukust velta og tekjur fyrirtækjanna á meðan tilraunaverkefnunum stóð. Meiri framleiðni og fátíðari veikindi unnu upp auka frídag. Allt þetta styrkti samkeppnishæfni fyrirtækjanna á markaði. Lykillinn að þessum árangri var og er endurskipulagning og endurhugsun verkefna, og vinnunnar sjálfrar. Þannig næst aukin framleiðni og skilvirkni. Fyrir skömmu tilkynnti 4 Day Week Global um niðurstöður tveggja annarra, smærri tilraunaverkefna sem fóru fram annars vegar í Ástralíu og Nýja-Sjálandi og hins vegar í Bandaríkjunum. Þau lukkuðust vel og voru niðurstöðurnar áþekkar þeim sem hér hefur verið fjallað um. Einnig tilkynntu samtökin um útkomu styttingar að ári liðnu hjá þeim sem tóku þátt í fyrsta tilraunaverkefninu á þeirra vegum. Áfram gengur vel og hélt vinnutíminn áfram að styttast. Það er ekki alltaf auðvelt að ná árangri sem þessum, og ekki tryggt í öllum tilvikum; en með einbeitni, áræðni, skipulagi og réttri nýtingu tækninnar á það að vera hægt fyrir fjölmörg fyrirtæki – íslensku og erlendu tilraunaverkefnin sýna það. Er fjögurra daga vinnuvika framtíðin? Hugmyndin um fjögurra daga vinnuviku hefur náð vissu flugi erlendis – og jafnvel ollið smá skjálfta. Nokkur einkafyrirtæki hafa tilkynnt um eigin tilraunaverkefni – og vísa til íslensku tilraunaverkefnanna sem hvata – og í Bretlandi eru um 140 fyrirtæki vottuð sem „fjögurra daga vinnustaðir“. Enn fremur eru tilraunaverkefni fyrirhuguð eða komin á skrið á Spáni, Portúgal, Suður-Afríku, Belgíu og víðar – sum þeirra eru á vegum opinberra aðila, önnur á vegum einkaaðila. Og þemað er alltaf fjögurra daga vinnuvika, enda ábatinn orðinn ljós. Áhuginn er mikill – og er hann að finna meðal almennings, fyrirtækjaeigenda og stjórnmálafólks. Stofnendur 4 Day Week Global koma sem dæmi úr röðum atvinnurekenda. Þá hafa orðið til sjálfstæð félög áhugafólks um málstaðinn sem starfa í mörgum löndum – mikil samvinna er þeirra á milli og við aðila í samfélögum um heiminn, í fyrirtækjum og í stjórnmálunum. Erlendu tilraunaverkefnin sem er aflokið gefa til kynna að möguleikarnir séu sannarlega til staðar, að fjögurra daga vinnuvika sé möguleg. Hins vegar liggur líka fyrir að margs konar hindranir þurfi að yfirvinna áður en hún geti raungerst. Sem dæmi er erfitt að innleiða fjögurra daga vinnuviku í heilbrigðisgeiranum, sem er sligaður af álagi víða á Vesturlöndum – en á móti kemur er að til eru hugmyndir um hvernig megi yfirvinna að minnsta kosti hluta þess vanda, og hafa margir bent á að einn hluti vandans séu langir vinnudagar sem valdi kulnun heilbrigðisstarfsfólks og fæli fólk frá. Leiðin framhjá erfiðum hindrunum liggur gjarnan í að hugsa um heildarmyndina, og það á vel við hér. Að umbreyta samfélaginu til að fjögurra daga vinnuvika geti raungerst fyrir sem flesta verður ekki auðvelt – og má sem dæmi benda á að það tók áratugi fyrir fimm daga vinnuviku að verða að veruleika í flestum löndum í vestrinu. En með nútíma tækni og þekkingu, skipulagi og áræðni, eigum við að geta innleitt fjögurra daga vinnuviku hraðar – kannski á áratug eða hér um bil. Aðalspurningin er hvort okkur sem samfélagi takist að mynda samstöðu um fjögurra daga vinnuviku sem markmið heildarinnar. Tilraunaverkefnin og áhuginn á þeim benda til að slíkt geti hæglega orðið raunin. Höfundur er stjórnarmaður í Öldu, félagi um sjálfbærni og lýðræði. Tenglar: Vefir Autonomy og 4 Day Week Global. Ítarefni um tilraunaverkefni Autonomy og 4 Day Week Global. Fréttabréf Evrópunets um vinnutíma inniheldur upplýsingar um ýmis tilraunaverkefni. 4 Day Week UK heldur úti lista yfir fjögurra daga vinnuveitendur.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun