Falskar ástir (ekki Flóna-lagið) Arent Orri Jónsson skrifar 31. október 2023 12:00 Þegar ég hóf nám við Háskóla Íslands einkenndist samfélagið og kennslan af veirufaraldri. Fáeinum mánuðum síðar flæddi inn í byggingar skólans og sú litla kennsla sem þar var lagðist af. Þá kom upp sú staða að háskólanum vanti milljarð, og nú á síðustu vikum hefur legið fyrir úrskurður áfrýjunarnefndar í kærumálum háskólanema þar sem nefndin taldi útreikning þriðjungshluta skrásetningargjalds skólans ekki byggja á fullnægjandi útreikningum. Hvernig má það vera að skólaganga stúdenta í dag einkennist af einhvers konar hremmingum hvað eftir annað, sem minna á plágurnar sem Móse á að hafa kallað yfir Egypta. Ég held raunar að ég hefði frekar kosið stærðarinnar haglél og þriggja daga myrkur eins og henti Egypta í sögunni, en þær „plágur“ kallast víst vetur hérlendis. En þetta ástand sem hefur komið upp núna, hvaða merkingu hefur það? Með öðrum orðum, hvað þýðir þessi úrskurður nefndarinnar? Fyrir rétt rúmum áratug hóf Vaka þá baráttu, þegar Sigurður Helgi, stjórnarmaður félagsins árið 2013-2014, fór að djöflast í skrásetningargjaldinu. Vaka gekk hart fram í þessu máli en ákvað að leggja niður spjótin í bili þegar samkomulag náðist við skólann um að hækka ekki gjaldið. Árið 2021 kærði stúdent gjaldtökuna, eða krafði skólann um endurgreiðslu skrásetningargjaldsins. Háskólaráð, æðsta ákvörðunarvald skólans, neitaði henni um það. Sú ákvörðun var kærð til áfrýjunarnefndarinnar, og niðurstaða hennar var sú að háskólinn ætti ekki að byggja gjaldið á forsendum fyrri ára heldur ætti að byggja á forsendum og útreikningum fyrir það ár sem um ræðir. Eðlilega. Háskólaráð tók því málið aftur fyrir, ræsti út stærðfræðideildina og reiknaði út þann kostnað sem hlýst af þjónustu skólans, sem ekki telst til kennslu eða rannsókna. Ráðið lagði þá útreikninga til grundvallar nýrri ákvörðun þar sem Háskólaráð hafnaði stúdentinum aftur um endurgreiðslu skrásetningargjaldsins, sem kærði svo ákvörðunina til nefndarinnar. Það er hérna sem nýi úrskurður áfrýjunarnefndar í kærumálum háskólanema kemur við sögu. Úrskurðurinn er álit nefndarinnar á seinni ákvörðuninni. Mat nefndarinnar er það að ekki sé fullnægjandi að byggja útreikning skrásetningargjaldsins á tilteknum hlutföllum af raunkostnaði nema fyrir liggi greining á því á hverju þau hlutföll byggi. Sem sagt, um þriðjungshluti gjaldsins er ekki talinn nægjanlega rökstuddur. Rétt skal vera rétt, háskólanum er skylt að endurgreiða þennan þriðjungshluta ef í ljós kemur að sá kostnaður sem býr að baki gjaldinu sé minni en gjaldtakan fyrir þriðjungshlutinn. Hins vegar, er ekki inn í neinni mynd, því miður, að háskólanum yrði gert að endurgreiða hinn hluta þess, enda taldi nefndin ekkert varhugavert við þann hluta. Þá er samkvæmt áliti nefndarinnar, skýr heimild fyrir gjaldtökunni í lögum, það hvernig háskólinn stendur að henni er hins vegar ekki fullnægjandi. Þær fullyrðingar sem forseti Stúdentaráðs hefur lagt fram um að skrásetningargjaldið sé ólögmætt, er ekki bara rangt, heldur ósvífið. Álit nefndarinnar er eins og áður segir það að þeir útreikningar sem liggja að baki hluta skrásetningargjaldsins séu ekki nægjanlega rökstuddir. Á engan hátt og hvergi er nefndin að segja að gjaldið sé þar með allt ólöglegt eða að það sé ekki lagaheimild fyrir því. Ekki misskilja mig, ég væri mjög til í að fá 275 þúsund krónur lagðar inn á bankabók, hver væri það ekki? En staðan er bara ekki svona einföld. Fulltrúar Vöku fóru á fund með rektor í gær þar sem afstaða okkar var skýr – að sá hluti gjaldsins sem telst ekki standast skoðun, verði endurgreiddur, og rektor tók vel í þær kröfur og sagði þær eðlilegar og sanngjarnar. Það vekur reyndar upp margar spurningar að forseti Stúdentaráðs hafi ekki minnst einu orði á áðurnefndan úrskurð og fyrirhugaðar yfirlýsingar sínar þegar hún skrifaði undir samning við rektor síðasta þriðjudag um fjárframlög háskólans til Stúdentaráðs. Fjárframlög sem koma úr skrásetningargjaldinu. Forseti Stúdentaráðs minntist raunar ekki á úrskurðinn við Stúdentaráð fyrr en tæpum þremur vikum eftir að hún fékk hann í hendurnar, en það er önnur umræða. Samandregið er það álit mitt, og Vökuliða, að umræðan sem meirihluti Stúdentaráðs og skrifstofa þess hafa farið með, sé mjög villandi. Hún býr til falskar og glæstar vonir hjá stúdentum, lofar þeim endurgreiðslu á skólagjöldum allt til 2014, en byggja á litlu sem engu. Á sandi byggði heimskur maður hús, en á endurgreiðslu alls skrásetningargjaldsins frá og með 2014 byggir veruleikafirrt fólk. Höfundur er formaður Vöku – félags lýðræðissinnaðra stúdenta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Háskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Sjá meira
Þegar ég hóf nám við Háskóla Íslands einkenndist samfélagið og kennslan af veirufaraldri. Fáeinum mánuðum síðar flæddi inn í byggingar skólans og sú litla kennsla sem þar var lagðist af. Þá kom upp sú staða að háskólanum vanti milljarð, og nú á síðustu vikum hefur legið fyrir úrskurður áfrýjunarnefndar í kærumálum háskólanema þar sem nefndin taldi útreikning þriðjungshluta skrásetningargjalds skólans ekki byggja á fullnægjandi útreikningum. Hvernig má það vera að skólaganga stúdenta í dag einkennist af einhvers konar hremmingum hvað eftir annað, sem minna á plágurnar sem Móse á að hafa kallað yfir Egypta. Ég held raunar að ég hefði frekar kosið stærðarinnar haglél og þriggja daga myrkur eins og henti Egypta í sögunni, en þær „plágur“ kallast víst vetur hérlendis. En þetta ástand sem hefur komið upp núna, hvaða merkingu hefur það? Með öðrum orðum, hvað þýðir þessi úrskurður nefndarinnar? Fyrir rétt rúmum áratug hóf Vaka þá baráttu, þegar Sigurður Helgi, stjórnarmaður félagsins árið 2013-2014, fór að djöflast í skrásetningargjaldinu. Vaka gekk hart fram í þessu máli en ákvað að leggja niður spjótin í bili þegar samkomulag náðist við skólann um að hækka ekki gjaldið. Árið 2021 kærði stúdent gjaldtökuna, eða krafði skólann um endurgreiðslu skrásetningargjaldsins. Háskólaráð, æðsta ákvörðunarvald skólans, neitaði henni um það. Sú ákvörðun var kærð til áfrýjunarnefndarinnar, og niðurstaða hennar var sú að háskólinn ætti ekki að byggja gjaldið á forsendum fyrri ára heldur ætti að byggja á forsendum og útreikningum fyrir það ár sem um ræðir. Eðlilega. Háskólaráð tók því málið aftur fyrir, ræsti út stærðfræðideildina og reiknaði út þann kostnað sem hlýst af þjónustu skólans, sem ekki telst til kennslu eða rannsókna. Ráðið lagði þá útreikninga til grundvallar nýrri ákvörðun þar sem Háskólaráð hafnaði stúdentinum aftur um endurgreiðslu skrásetningargjaldsins, sem kærði svo ákvörðunina til nefndarinnar. Það er hérna sem nýi úrskurður áfrýjunarnefndar í kærumálum háskólanema kemur við sögu. Úrskurðurinn er álit nefndarinnar á seinni ákvörðuninni. Mat nefndarinnar er það að ekki sé fullnægjandi að byggja útreikning skrásetningargjaldsins á tilteknum hlutföllum af raunkostnaði nema fyrir liggi greining á því á hverju þau hlutföll byggi. Sem sagt, um þriðjungshluti gjaldsins er ekki talinn nægjanlega rökstuddur. Rétt skal vera rétt, háskólanum er skylt að endurgreiða þennan þriðjungshluta ef í ljós kemur að sá kostnaður sem býr að baki gjaldinu sé minni en gjaldtakan fyrir þriðjungshlutinn. Hins vegar, er ekki inn í neinni mynd, því miður, að háskólanum yrði gert að endurgreiða hinn hluta þess, enda taldi nefndin ekkert varhugavert við þann hluta. Þá er samkvæmt áliti nefndarinnar, skýr heimild fyrir gjaldtökunni í lögum, það hvernig háskólinn stendur að henni er hins vegar ekki fullnægjandi. Þær fullyrðingar sem forseti Stúdentaráðs hefur lagt fram um að skrásetningargjaldið sé ólögmætt, er ekki bara rangt, heldur ósvífið. Álit nefndarinnar er eins og áður segir það að þeir útreikningar sem liggja að baki hluta skrásetningargjaldsins séu ekki nægjanlega rökstuddir. Á engan hátt og hvergi er nefndin að segja að gjaldið sé þar með allt ólöglegt eða að það sé ekki lagaheimild fyrir því. Ekki misskilja mig, ég væri mjög til í að fá 275 þúsund krónur lagðar inn á bankabók, hver væri það ekki? En staðan er bara ekki svona einföld. Fulltrúar Vöku fóru á fund með rektor í gær þar sem afstaða okkar var skýr – að sá hluti gjaldsins sem telst ekki standast skoðun, verði endurgreiddur, og rektor tók vel í þær kröfur og sagði þær eðlilegar og sanngjarnar. Það vekur reyndar upp margar spurningar að forseti Stúdentaráðs hafi ekki minnst einu orði á áðurnefndan úrskurð og fyrirhugaðar yfirlýsingar sínar þegar hún skrifaði undir samning við rektor síðasta þriðjudag um fjárframlög háskólans til Stúdentaráðs. Fjárframlög sem koma úr skrásetningargjaldinu. Forseti Stúdentaráðs minntist raunar ekki á úrskurðinn við Stúdentaráð fyrr en tæpum þremur vikum eftir að hún fékk hann í hendurnar, en það er önnur umræða. Samandregið er það álit mitt, og Vökuliða, að umræðan sem meirihluti Stúdentaráðs og skrifstofa þess hafa farið með, sé mjög villandi. Hún býr til falskar og glæstar vonir hjá stúdentum, lofar þeim endurgreiðslu á skólagjöldum allt til 2014, en byggja á litlu sem engu. Á sandi byggði heimskur maður hús, en á endurgreiðslu alls skrásetningargjaldsins frá og með 2014 byggir veruleikafirrt fólk. Höfundur er formaður Vöku – félags lýðræðissinnaðra stúdenta.
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun