Foreldrar – ábyrgðin er okkar Unnur Freyja Víðisdóttir skrifar 18. október 2023 15:00 Við lifum í stafrænum heimi þar sem hátt hlutfall grunnskólabarna eiga sinn eigin farsíma og eru þar af leiðandi með allar heimsins upplýsingar í vasanum. Nýlegir atburðir hafa undirstrikað hversu mikilvægt það er að við foreldrar fylgjumst vel með netnotkun barnanna okkar. Fyrir tveimur dögum síðan átti sér stað óhugnalegt atvik hér á landi þar sem 12 ára gömul stúlka var flutt á bráðamóttöku Landspítalans eftir að skólafélagar hennar höfðu kastað ætandi efnum í andlit hennar. Málið má rekja aftur til samfélagsmiðilsins Youtube þaðan sem skólafélagar stúlkunnar fengu hugmyndina. Þessi hræðilegi atburður er sterk áminning um hætturnar sem geta leynst á netinu innan um þann hafsjó af efni sem þar er að finna. Tilkoma internetsins og samfélagsmiðla hefur gjörbylt tækifærum fólks til samskipta og upplýsingaöflunar en það er mikilvægt að muna að ekki allar upplýsingar sem fyrirfinnast þar eru af hinu góða, sér í lagi fyrir ung og áhrifagjörn börn sem eiga oft erfiðara með að átta sig á afleiðingum gjörða sinna en við fullorðna fólkið. Við foreldrar og forráðamenn gegnum lykilhlutverki í að tryggja öryggi barnanna okkar, bæði í raunheimum og hinum stafræna heimi. Við myndum ekki hleypa börnunum okkar einum yfir fjölfarna götu án þess að kenna þeim umferðarreglurnar fyrst. Við réttum þeim hjálparhönd og leiðum þau yfir á meðan þau eru enn að læra reglurnar sem miða að því að gæta öryggis þeirra. Á sama hátt ættum við ekki að veita þeim óheftan og eftirlitslausan aðgang að netinu og samfélagsmiðlum án viðeigandi fræðslu og leiðbeininga. Við erum ekki „leiðinlega foreldrið“ að vilja aðstoða börnin og passa upp á þau í stafrænum heimi á meðan þau eru enn að taka út mikilvægan þroska. Hinn stafræni heimur endurspeglar nefnilega að mörgu leyti raunheiminn en í báðum þeirra má finna ljós og skugga, tækifæri og hættur. Þess vegna ættum við að hafa fræðslu og eftirlit í fyrirrúmi þegar kemur að netnotkun barnanna okkar. Fimm góð heilræði: 1. Fræðum þau fyrr og oftar: Eigum samtalið um netöryggi við börnin okkar áður en við veitum þeim aðgang að tækjum og höldum samtalinu áfram eftir því sem barnið eldist og þroskast. Tímarnir breytast hratt og tæknin með. Mikilvægt er að við séum vakandi fyrir nýjum samfélagsmiðlum og mögulegum hættum sem þeim geta fylgt svo að við getum veitt börnunum okkar viðeigandi fræðslu og handleiðslu. 2. Nýtum tæknina okkur í hag: Til eru smáforrit sem hægt er að nota til að takmarka aðgang barna að óæskilegu efni á netinu og stuðla þannig að öryggi þeirra þar. Kynnum okkur þessi smáforrit, notum þau af skynsemi og uppfærum þau reglulega. 3. Fylgjumst með og tökum virkan þátt: Þetta þýðir ekki að við eigum að njósna um netnotkun barnanna okkar heldur að sýna raunverulegan áhuga. Spyrjum um myndböndin sem þau horfa á, leikina sem þau spila og fólkið sem þau fylgjast með og eiga í samskiptum við á netinu. Þetta heldur okkur ekki aðeins upplýstum heldur stuðlar líka að opnum samskiptum á milli okkar og barnanna. Byggjum samtalið á trausti, virðingu og kærleika en ekki efasemdum, áhyggjum og ásökunum. 4. Eflum gagnrýna hugsun: Í stað þess að setja börnunum okkar einfaldlega bara reglur um netnotkun skulum við ræða ástæðurnar að baki þeim. Hvetjum börnin til að hugsa á gagnrýnin hátt um það sem þau skoða á netinu og hvernig þau geta brugðist við þegar þau rekast á óæskilegt efni þar. 5. Verum fyrirmyndir: Það er hægara að kenna heilræðin en halda þau. Sýnum börnunum okkar hvernig hægt er að nota netið á ábyrgan, öruggan og gagnlegan hátt. Deilum okkar eigin skjátíma með þeim, segjum þeim frá áhugaverðum greinum, fræðslumyndböndum og jákvæðum upplifunum á samfélagsmiðlum. Uppgangur internetsins og samfélagsmiðla hefur fært heiminn í hendur okkar og því fylgir ábyrgð - ábyrgð sem hvílir þungt á herðum okkar foreldra og forráðamanna. Börnin okkar, sem eru í eðli sínu forvitin og fús til að kanna heiminn, leita nefnilega til okkar eftir leiðsögn, visku og vernd. Við skulum tryggja að þau hafi þann skilning og þau verkfæri sem þau þurfa til að fóta sig í flóknu landslagi hins stafræna heims á öruggan hátt áður en við hleypum þeim þangað inn. Þegar öllu er á botninn hvolft getum við ekki stýrt öllu því efni sem sett er inn á netið, en við getum sannarlega leitt börnin okkar betur í gegnum netumferðina, hjálpað þeim að skilja reglurnar sem þar gilda og kennt þeim að bregðast rétt við þegar þau lenda í vanda. Höfundur er móðir og sérfræðingur í miðlalæsi hjá Fjölmiðlanefnd. Ítarefni: Miðlalæsi.is Sjá einnig: Guði sé lof að ég er ekki unglingur í dag Er 13 ára nýja 18 ára aldurstakmarkið? Nei, ekki barnið mitt! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Grunnskólar Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Við lifum í stafrænum heimi þar sem hátt hlutfall grunnskólabarna eiga sinn eigin farsíma og eru þar af leiðandi með allar heimsins upplýsingar í vasanum. Nýlegir atburðir hafa undirstrikað hversu mikilvægt það er að við foreldrar fylgjumst vel með netnotkun barnanna okkar. Fyrir tveimur dögum síðan átti sér stað óhugnalegt atvik hér á landi þar sem 12 ára gömul stúlka var flutt á bráðamóttöku Landspítalans eftir að skólafélagar hennar höfðu kastað ætandi efnum í andlit hennar. Málið má rekja aftur til samfélagsmiðilsins Youtube þaðan sem skólafélagar stúlkunnar fengu hugmyndina. Þessi hræðilegi atburður er sterk áminning um hætturnar sem geta leynst á netinu innan um þann hafsjó af efni sem þar er að finna. Tilkoma internetsins og samfélagsmiðla hefur gjörbylt tækifærum fólks til samskipta og upplýsingaöflunar en það er mikilvægt að muna að ekki allar upplýsingar sem fyrirfinnast þar eru af hinu góða, sér í lagi fyrir ung og áhrifagjörn börn sem eiga oft erfiðara með að átta sig á afleiðingum gjörða sinna en við fullorðna fólkið. Við foreldrar og forráðamenn gegnum lykilhlutverki í að tryggja öryggi barnanna okkar, bæði í raunheimum og hinum stafræna heimi. Við myndum ekki hleypa börnunum okkar einum yfir fjölfarna götu án þess að kenna þeim umferðarreglurnar fyrst. Við réttum þeim hjálparhönd og leiðum þau yfir á meðan þau eru enn að læra reglurnar sem miða að því að gæta öryggis þeirra. Á sama hátt ættum við ekki að veita þeim óheftan og eftirlitslausan aðgang að netinu og samfélagsmiðlum án viðeigandi fræðslu og leiðbeininga. Við erum ekki „leiðinlega foreldrið“ að vilja aðstoða börnin og passa upp á þau í stafrænum heimi á meðan þau eru enn að taka út mikilvægan þroska. Hinn stafræni heimur endurspeglar nefnilega að mörgu leyti raunheiminn en í báðum þeirra má finna ljós og skugga, tækifæri og hættur. Þess vegna ættum við að hafa fræðslu og eftirlit í fyrirrúmi þegar kemur að netnotkun barnanna okkar. Fimm góð heilræði: 1. Fræðum þau fyrr og oftar: Eigum samtalið um netöryggi við börnin okkar áður en við veitum þeim aðgang að tækjum og höldum samtalinu áfram eftir því sem barnið eldist og þroskast. Tímarnir breytast hratt og tæknin með. Mikilvægt er að við séum vakandi fyrir nýjum samfélagsmiðlum og mögulegum hættum sem þeim geta fylgt svo að við getum veitt börnunum okkar viðeigandi fræðslu og handleiðslu. 2. Nýtum tæknina okkur í hag: Til eru smáforrit sem hægt er að nota til að takmarka aðgang barna að óæskilegu efni á netinu og stuðla þannig að öryggi þeirra þar. Kynnum okkur þessi smáforrit, notum þau af skynsemi og uppfærum þau reglulega. 3. Fylgjumst með og tökum virkan þátt: Þetta þýðir ekki að við eigum að njósna um netnotkun barnanna okkar heldur að sýna raunverulegan áhuga. Spyrjum um myndböndin sem þau horfa á, leikina sem þau spila og fólkið sem þau fylgjast með og eiga í samskiptum við á netinu. Þetta heldur okkur ekki aðeins upplýstum heldur stuðlar líka að opnum samskiptum á milli okkar og barnanna. Byggjum samtalið á trausti, virðingu og kærleika en ekki efasemdum, áhyggjum og ásökunum. 4. Eflum gagnrýna hugsun: Í stað þess að setja börnunum okkar einfaldlega bara reglur um netnotkun skulum við ræða ástæðurnar að baki þeim. Hvetjum börnin til að hugsa á gagnrýnin hátt um það sem þau skoða á netinu og hvernig þau geta brugðist við þegar þau rekast á óæskilegt efni þar. 5. Verum fyrirmyndir: Það er hægara að kenna heilræðin en halda þau. Sýnum börnunum okkar hvernig hægt er að nota netið á ábyrgan, öruggan og gagnlegan hátt. Deilum okkar eigin skjátíma með þeim, segjum þeim frá áhugaverðum greinum, fræðslumyndböndum og jákvæðum upplifunum á samfélagsmiðlum. Uppgangur internetsins og samfélagsmiðla hefur fært heiminn í hendur okkar og því fylgir ábyrgð - ábyrgð sem hvílir þungt á herðum okkar foreldra og forráðamanna. Börnin okkar, sem eru í eðli sínu forvitin og fús til að kanna heiminn, leita nefnilega til okkar eftir leiðsögn, visku og vernd. Við skulum tryggja að þau hafi þann skilning og þau verkfæri sem þau þurfa til að fóta sig í flóknu landslagi hins stafræna heims á öruggan hátt áður en við hleypum þeim þangað inn. Þegar öllu er á botninn hvolft getum við ekki stýrt öllu því efni sem sett er inn á netið, en við getum sannarlega leitt börnin okkar betur í gegnum netumferðina, hjálpað þeim að skilja reglurnar sem þar gilda og kennt þeim að bregðast rétt við þegar þau lenda í vanda. Höfundur er móðir og sérfræðingur í miðlalæsi hjá Fjölmiðlanefnd. Ítarefni: Miðlalæsi.is Sjá einnig: Guði sé lof að ég er ekki unglingur í dag Er 13 ára nýja 18 ára aldurstakmarkið? Nei, ekki barnið mitt!
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar