„Ekki koma heim!“ – köld kveðja frá verðtryggðu leikhúsi fáránleikans Sveinn Waage skrifar 12. október 2023 09:31 Stundum afhjúpast ískaldur raunveruleikinn á óvæntum stöðum. Að vísu afhjúpast ótrúlegustu hlutir á þessum sama vettvangi eins og við þekkjum. En svo gerast þar hlutir sem segja okkur meira en annað. Afhjúpa ástand og afstöðu. Á einni af vinsælum grúbbum á Facebook þar sem fólk leitar ráða og deilir upplýsingum um ákveðin mál s.s. fjármál, spurði ungt par með börn um ráð varðandi húsnæði og fl. fyrir heimkomu til Íslands frá öðru landi í Evrópu. Ekki skorti svörin en það er í raun hægt að súmmera þau í þrjú orð; „EKKI KOMA HEIM!“ Hér eru ekki stjórnmálamenn eða aðrir hliðverðir hagsmuna að tjá sig og gefa ráð, heldur venjulegt fólk. Þessi frægi almenningur. Þjóðin jafnvel. „Ekki koma heim“ eru ráðin sem fjölmargir Íslendingar er þarna gefa löndum sínum!?! Tökum smá tíma og látum það síast inn. Og jú, þarna er verið að vísa í hversu vonlaust er fyrir ungt fólk að koma sér upp húsnæði í dag. Einfaldlega vonlaust án þess að vera með sterka fjárhagsstöðu. Sem jú fæstir búa yfir sem ekki hafa baklandið breiða með sér. Þegar kemur að fjármögnun húsnæðis erum einfaldlega stödd í leikhúsi fáránleikans. Tveir galnir kostir. Að því gefnu að þú standist greiðslumat, sem nánast ekkert ungt fólk gerir, þá getur þú tekið óverðtryggt lán í íslenskum krónum og borgað galnar afborganir sem hækka og lækka eftir ákvörðunum Tene-tásu-teljandi seðlabanka, eða verðtryggð lán í sömu krónum sem ættu samkvæmt öllu velsæmi að vera ólögleg. Þar er eina leiðin til að lenda ekki í algerum ógöngum að eignin þín hækki hraðar en lánið. Segðu útlendingum þetta og þeir horfa á þig með sama svip og þegar við segjum þeim að í 56 ár máttum við kaupa Vodka en ekki bjór. Blanda af forundran og vantrú. Nú munum við fá nýjan fjármálaráðherra og eins og allir vita sem fylgst hafa með efnahagsmálum í meira en korter, þá mun það ekki breyta neinu. Krónu-Ásgeir mun áfram hringsnúast í svörtu loftum enda ringlaður að halda utan um hopp-skoppandi ónýta ör-mynt sem er minni en Disney-dollarinn og fyrirtæki vilja ekki nota. Auðvitað ekki. Mikið væri óskandi að ónýt króna væri jafn sexí hjá réttsýnum mótmælendum og norskur eldislax. Mikið væri óskandi að okkur sem þjóð hryllti nóg við þessu ömurlegu heilráðum Íslendinga til samlanda sinna erlendis, til að gera eitthvað í því. Að við gerðum eitthvað annað en að segja við unga fólkið í útlöndum; „EKKI KOMA HEIM!“ Höfundur er markaðsstjóri og fyrirlesari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveinn Waage Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Sjá meira
Stundum afhjúpast ískaldur raunveruleikinn á óvæntum stöðum. Að vísu afhjúpast ótrúlegustu hlutir á þessum sama vettvangi eins og við þekkjum. En svo gerast þar hlutir sem segja okkur meira en annað. Afhjúpa ástand og afstöðu. Á einni af vinsælum grúbbum á Facebook þar sem fólk leitar ráða og deilir upplýsingum um ákveðin mál s.s. fjármál, spurði ungt par með börn um ráð varðandi húsnæði og fl. fyrir heimkomu til Íslands frá öðru landi í Evrópu. Ekki skorti svörin en það er í raun hægt að súmmera þau í þrjú orð; „EKKI KOMA HEIM!“ Hér eru ekki stjórnmálamenn eða aðrir hliðverðir hagsmuna að tjá sig og gefa ráð, heldur venjulegt fólk. Þessi frægi almenningur. Þjóðin jafnvel. „Ekki koma heim“ eru ráðin sem fjölmargir Íslendingar er þarna gefa löndum sínum!?! Tökum smá tíma og látum það síast inn. Og jú, þarna er verið að vísa í hversu vonlaust er fyrir ungt fólk að koma sér upp húsnæði í dag. Einfaldlega vonlaust án þess að vera með sterka fjárhagsstöðu. Sem jú fæstir búa yfir sem ekki hafa baklandið breiða með sér. Þegar kemur að fjármögnun húsnæðis erum einfaldlega stödd í leikhúsi fáránleikans. Tveir galnir kostir. Að því gefnu að þú standist greiðslumat, sem nánast ekkert ungt fólk gerir, þá getur þú tekið óverðtryggt lán í íslenskum krónum og borgað galnar afborganir sem hækka og lækka eftir ákvörðunum Tene-tásu-teljandi seðlabanka, eða verðtryggð lán í sömu krónum sem ættu samkvæmt öllu velsæmi að vera ólögleg. Þar er eina leiðin til að lenda ekki í algerum ógöngum að eignin þín hækki hraðar en lánið. Segðu útlendingum þetta og þeir horfa á þig með sama svip og þegar við segjum þeim að í 56 ár máttum við kaupa Vodka en ekki bjór. Blanda af forundran og vantrú. Nú munum við fá nýjan fjármálaráðherra og eins og allir vita sem fylgst hafa með efnahagsmálum í meira en korter, þá mun það ekki breyta neinu. Krónu-Ásgeir mun áfram hringsnúast í svörtu loftum enda ringlaður að halda utan um hopp-skoppandi ónýta ör-mynt sem er minni en Disney-dollarinn og fyrirtæki vilja ekki nota. Auðvitað ekki. Mikið væri óskandi að ónýt króna væri jafn sexí hjá réttsýnum mótmælendum og norskur eldislax. Mikið væri óskandi að okkur sem þjóð hryllti nóg við þessu ömurlegu heilráðum Íslendinga til samlanda sinna erlendis, til að gera eitthvað í því. Að við gerðum eitthvað annað en að segja við unga fólkið í útlöndum; „EKKI KOMA HEIM!“ Höfundur er markaðsstjóri og fyrirlesari.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun