„Ekki koma heim!“ – köld kveðja frá verðtryggðu leikhúsi fáránleikans Sveinn Waage skrifar 12. október 2023 09:31 Stundum afhjúpast ískaldur raunveruleikinn á óvæntum stöðum. Að vísu afhjúpast ótrúlegustu hlutir á þessum sama vettvangi eins og við þekkjum. En svo gerast þar hlutir sem segja okkur meira en annað. Afhjúpa ástand og afstöðu. Á einni af vinsælum grúbbum á Facebook þar sem fólk leitar ráða og deilir upplýsingum um ákveðin mál s.s. fjármál, spurði ungt par með börn um ráð varðandi húsnæði og fl. fyrir heimkomu til Íslands frá öðru landi í Evrópu. Ekki skorti svörin en það er í raun hægt að súmmera þau í þrjú orð; „EKKI KOMA HEIM!“ Hér eru ekki stjórnmálamenn eða aðrir hliðverðir hagsmuna að tjá sig og gefa ráð, heldur venjulegt fólk. Þessi frægi almenningur. Þjóðin jafnvel. „Ekki koma heim“ eru ráðin sem fjölmargir Íslendingar er þarna gefa löndum sínum!?! Tökum smá tíma og látum það síast inn. Og jú, þarna er verið að vísa í hversu vonlaust er fyrir ungt fólk að koma sér upp húsnæði í dag. Einfaldlega vonlaust án þess að vera með sterka fjárhagsstöðu. Sem jú fæstir búa yfir sem ekki hafa baklandið breiða með sér. Þegar kemur að fjármögnun húsnæðis erum einfaldlega stödd í leikhúsi fáránleikans. Tveir galnir kostir. Að því gefnu að þú standist greiðslumat, sem nánast ekkert ungt fólk gerir, þá getur þú tekið óverðtryggt lán í íslenskum krónum og borgað galnar afborganir sem hækka og lækka eftir ákvörðunum Tene-tásu-teljandi seðlabanka, eða verðtryggð lán í sömu krónum sem ættu samkvæmt öllu velsæmi að vera ólögleg. Þar er eina leiðin til að lenda ekki í algerum ógöngum að eignin þín hækki hraðar en lánið. Segðu útlendingum þetta og þeir horfa á þig með sama svip og þegar við segjum þeim að í 56 ár máttum við kaupa Vodka en ekki bjór. Blanda af forundran og vantrú. Nú munum við fá nýjan fjármálaráðherra og eins og allir vita sem fylgst hafa með efnahagsmálum í meira en korter, þá mun það ekki breyta neinu. Krónu-Ásgeir mun áfram hringsnúast í svörtu loftum enda ringlaður að halda utan um hopp-skoppandi ónýta ör-mynt sem er minni en Disney-dollarinn og fyrirtæki vilja ekki nota. Auðvitað ekki. Mikið væri óskandi að ónýt króna væri jafn sexí hjá réttsýnum mótmælendum og norskur eldislax. Mikið væri óskandi að okkur sem þjóð hryllti nóg við þessu ömurlegu heilráðum Íslendinga til samlanda sinna erlendis, til að gera eitthvað í því. Að við gerðum eitthvað annað en að segja við unga fólkið í útlöndum; „EKKI KOMA HEIM!“ Höfundur er markaðsstjóri og fyrirlesari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveinn Waage Mest lesið Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Stundum afhjúpast ískaldur raunveruleikinn á óvæntum stöðum. Að vísu afhjúpast ótrúlegustu hlutir á þessum sama vettvangi eins og við þekkjum. En svo gerast þar hlutir sem segja okkur meira en annað. Afhjúpa ástand og afstöðu. Á einni af vinsælum grúbbum á Facebook þar sem fólk leitar ráða og deilir upplýsingum um ákveðin mál s.s. fjármál, spurði ungt par með börn um ráð varðandi húsnæði og fl. fyrir heimkomu til Íslands frá öðru landi í Evrópu. Ekki skorti svörin en það er í raun hægt að súmmera þau í þrjú orð; „EKKI KOMA HEIM!“ Hér eru ekki stjórnmálamenn eða aðrir hliðverðir hagsmuna að tjá sig og gefa ráð, heldur venjulegt fólk. Þessi frægi almenningur. Þjóðin jafnvel. „Ekki koma heim“ eru ráðin sem fjölmargir Íslendingar er þarna gefa löndum sínum!?! Tökum smá tíma og látum það síast inn. Og jú, þarna er verið að vísa í hversu vonlaust er fyrir ungt fólk að koma sér upp húsnæði í dag. Einfaldlega vonlaust án þess að vera með sterka fjárhagsstöðu. Sem jú fæstir búa yfir sem ekki hafa baklandið breiða með sér. Þegar kemur að fjármögnun húsnæðis erum einfaldlega stödd í leikhúsi fáránleikans. Tveir galnir kostir. Að því gefnu að þú standist greiðslumat, sem nánast ekkert ungt fólk gerir, þá getur þú tekið óverðtryggt lán í íslenskum krónum og borgað galnar afborganir sem hækka og lækka eftir ákvörðunum Tene-tásu-teljandi seðlabanka, eða verðtryggð lán í sömu krónum sem ættu samkvæmt öllu velsæmi að vera ólögleg. Þar er eina leiðin til að lenda ekki í algerum ógöngum að eignin þín hækki hraðar en lánið. Segðu útlendingum þetta og þeir horfa á þig með sama svip og þegar við segjum þeim að í 56 ár máttum við kaupa Vodka en ekki bjór. Blanda af forundran og vantrú. Nú munum við fá nýjan fjármálaráðherra og eins og allir vita sem fylgst hafa með efnahagsmálum í meira en korter, þá mun það ekki breyta neinu. Krónu-Ásgeir mun áfram hringsnúast í svörtu loftum enda ringlaður að halda utan um hopp-skoppandi ónýta ör-mynt sem er minni en Disney-dollarinn og fyrirtæki vilja ekki nota. Auðvitað ekki. Mikið væri óskandi að ónýt króna væri jafn sexí hjá réttsýnum mótmælendum og norskur eldislax. Mikið væri óskandi að okkur sem þjóð hryllti nóg við þessu ömurlegu heilráðum Íslendinga til samlanda sinna erlendis, til að gera eitthvað í því. Að við gerðum eitthvað annað en að segja við unga fólkið í útlöndum; „EKKI KOMA HEIM!“ Höfundur er markaðsstjóri og fyrirlesari.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun