Á morgun kemur skólinn, hvar verða skýin þá? Dagbjört Hákonardóttir skrifar 9. október 2023 07:01 Það er rétt að minna á að það fá ekki öll börn fræðslu heima fyrir, og síst þau sem allra mest þurfa á henni að halda. Í vikunni sem leið stóð Kennarasamband Íslands fyrir kennaraviku í tilefni alþjóðlegs dags kennara þann 5. október. Á sama tíma bar einna hæst á baugi umræða um kynfræðslu í skólum til yngri aldurshópa og hlutverk grunnskólanna í því að veita slíka fræðslu. Þessi umræða hefur jafnframt verið fyrirferðarmikil um hinseginmálefni og hvort æskilegt væri að fræða grunnskólanemendur um mismunandi kynhneigðir og kyngervi. Þessi umræða hefur öðru fremur staðfest að hér á landi ríkir almenn og breið þjóðfélagsleg sátt um að börn fái viðeigandi fræðslu og menntun í grunnskólanum um eigin líkama, kynheilbrigði, kynhneigðir og mismunandi fjölskyldumynstur – þekkingu sem endurspeglar þeirra daglega líf og áskoranir sem þar birtast. Stafrænn veruleiki barna Það er því ekki lítið á kennara lagt, og börnin okkar ekki heldur. Við búum að því að eiga þaulmenntaða kennarastétt þar sem margir hafa orðið sér úti um djúpa sérhæfingu á sínu sviði. Ein stærsta áskorun þeirrar kynslóðar sem vex nú úr grasi er læra að fóta sig í stafrænum heimi. Nýleg rannsókn Fjölmiðlanefndar og HÍ sýnir okkur að yfirgnæfandi meirihluti barna á grunnskólaaldri fær farsíma í hendur og um leið aðgang að upplýsingum sem eru misáreiðanlegar og oft á tíðum skaðlegar þeim. Þessi umræða er því nátengd þeirri sem lýtur að upplýsingatæknikennslu í grunnskólum. Ólíkt kyn- og hinseginfræðslu, er upplýsinga- og tæknimennt er með beinum orðum nefnd í aðalnámskrá fyrir grunnskóla að virtri endurskoðun hennar frá árinu 2013. Lykilhæfniviðmið og almenn hæfniviðmið eru metnaðarfull og gera í mjög stuttu máli meðal annars ráð fyrir að við lok 10. bekkjar geti nemandi nýtt sér upplýsingatækni til að afla sér þekkingar. Uppnám í upplýsingatæknikennslu Það er ástæða fyrir því að þetta er ávarpað hér. Upplýsingatæknikennsla er nefnilega í ákveðnu uppnámi. Fyrir liggja tvær ákvarðanir Persónuverndar um nýtingu kennslulausna, annars vegar gagnvart Reykjavíkurborg í lok árs 2021 og nú síðast gegn Kópavogsbæ í maí 2023. Af niðurstöðum má draga þá ályktun að það sé mat stofnunarinnar að sveitarfélögum (og þar með talið grunnskólum) sé ekki í sjálfsvald sett að nýta lausnir sem þessar vegna ýmissa áhættuþátta og skorti á lagaheimildum þar um. Þá hefur eftirlitsyfirvaldið jafnframt haft nýtingu skýjalausna til skoðunar á undanförnum mánuðum. Á næstu vikum mun koma í ljós hvort grunnskólum í stærstu sveitarfélögum verði hreinlega gert að láta af nýtingu almennra skýjalausna sem metin hefur verið forsvaranleg af helstu sérfræðingum á sviði persónuverndar og upplýsingatækni, ekki síst að virtri þýðingu hennar fyrir upplýsingatæknikennslu. Erfiðara á Íslandi Á mannamáli þýðir þetta að tækninni (eins og við þekkjum hana í daglegu starfi) yrði gott sem úthýst úr íslenskum skólastofum. Íslenskum grunnskólum er að þessu leyti sniðinn mun þrengri stakkur en á Norðurlöndum og í Evrópu, sem þýðir að bannið verður ekki aðeins leitt til almennu persónuverndarreglugerðar ESB sem tók gildi árið 2018. Margir velta því fyrir sér hvað veldur hinni séríslensku nálgun. Persónuvernd stendur ekki á svörum – það á að vernda börnin og hindra það í lengstu lög að persónuupplýsingar þeirra verði afhentar tæknirisum á silfurfati. Það er góðra gjalda vert, og ekkert sveitarfélag vill stunda slíka gagnaflutninga. Aðferðir og leiðir Persónuverndar til að stemma stigu við slíku koma hvorki heim og saman við aðalnámskrá grunnskóla, né bera þær með sér að grunnskólinn er lykilvettvangur þess þegar kemur að því að standa vörð um hagsmuni barna. Við gerum það fyrst og fremst með því að kenna þeim að bera sig rétt að í upplýsingasamfélaginu. Kennarar kunna sitt fag, og gott betur Þegar horft er á söguna hefur ekki reynst farsælt neita að horfast í augu við áskoranir samtímans að og meina börnum að fræðast um þær. Að því er lýtur að upplýsingatækni er vandséð hvernig á að ná fram markmiðum aðalnámskrár ef kennarar geta ekki nýtt skýjalausnir með sama hætti og viðgengst með farsælum hætti á Norðurlöndunum og víðs vegar í Evrópu. Þar þurfa öll að læra að fóta sig. Skólastarf hefur liðið verulega fyrir þessa óvissu á undanförnum misserum og ber framkvæmdavaldinu, með skýrri aðkomu Alþingis ef þess gerist þörf, að skapa kennurum ótvíræð starfsskilyrði og leggja línur um framtíðarsýn í málaflokknum. Það er ekki síst skylda okkar að sjá grunnskólanemendum fyrir því að þau fái þessa kennslu ekki aðeins heima fyrir. Nemendur þurfa öfluga upplýsingatæknikennslu mótaða af okkar færustu sérfræðingum, og hana fá þau í grunnskólanum. Það er vel þess virði að gjalda varhug við hvers konar yfirlýsingum um að börnum standi ógn af fræðslu og kennslu á því umhverfi sem endurspeglar daglegt líf þeirra. Ég óska kennurum til hamingju með alþjóðlegan kennaradag. Það eruð þið sem eruð sérfræðingar í hagsmunum barna. Höfundur er þingkona Samfylkingarinnar, jafnaðarflokks Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagbjört Hákonardóttir Samfylkingin Grunnskólar Mest lesið Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védísi Drótt Cortez Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir Skoðun Að lifa og deyja með reisn Kristín Lára Ólafsdóttir,Sigríður Gunnarsdóttir,Valgerður Sigurðardóttir,Vigdís Hallgrímsdóttir,Vilhelmína Haraldsdóttir Skoðun Olíumjólk Sigurður Ingi Friðleifsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védísi Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Sjá meira
Það er rétt að minna á að það fá ekki öll börn fræðslu heima fyrir, og síst þau sem allra mest þurfa á henni að halda. Í vikunni sem leið stóð Kennarasamband Íslands fyrir kennaraviku í tilefni alþjóðlegs dags kennara þann 5. október. Á sama tíma bar einna hæst á baugi umræða um kynfræðslu í skólum til yngri aldurshópa og hlutverk grunnskólanna í því að veita slíka fræðslu. Þessi umræða hefur jafnframt verið fyrirferðarmikil um hinseginmálefni og hvort æskilegt væri að fræða grunnskólanemendur um mismunandi kynhneigðir og kyngervi. Þessi umræða hefur öðru fremur staðfest að hér á landi ríkir almenn og breið þjóðfélagsleg sátt um að börn fái viðeigandi fræðslu og menntun í grunnskólanum um eigin líkama, kynheilbrigði, kynhneigðir og mismunandi fjölskyldumynstur – þekkingu sem endurspeglar þeirra daglega líf og áskoranir sem þar birtast. Stafrænn veruleiki barna Það er því ekki lítið á kennara lagt, og börnin okkar ekki heldur. Við búum að því að eiga þaulmenntaða kennarastétt þar sem margir hafa orðið sér úti um djúpa sérhæfingu á sínu sviði. Ein stærsta áskorun þeirrar kynslóðar sem vex nú úr grasi er læra að fóta sig í stafrænum heimi. Nýleg rannsókn Fjölmiðlanefndar og HÍ sýnir okkur að yfirgnæfandi meirihluti barna á grunnskólaaldri fær farsíma í hendur og um leið aðgang að upplýsingum sem eru misáreiðanlegar og oft á tíðum skaðlegar þeim. Þessi umræða er því nátengd þeirri sem lýtur að upplýsingatæknikennslu í grunnskólum. Ólíkt kyn- og hinseginfræðslu, er upplýsinga- og tæknimennt er með beinum orðum nefnd í aðalnámskrá fyrir grunnskóla að virtri endurskoðun hennar frá árinu 2013. Lykilhæfniviðmið og almenn hæfniviðmið eru metnaðarfull og gera í mjög stuttu máli meðal annars ráð fyrir að við lok 10. bekkjar geti nemandi nýtt sér upplýsingatækni til að afla sér þekkingar. Uppnám í upplýsingatæknikennslu Það er ástæða fyrir því að þetta er ávarpað hér. Upplýsingatæknikennsla er nefnilega í ákveðnu uppnámi. Fyrir liggja tvær ákvarðanir Persónuverndar um nýtingu kennslulausna, annars vegar gagnvart Reykjavíkurborg í lok árs 2021 og nú síðast gegn Kópavogsbæ í maí 2023. Af niðurstöðum má draga þá ályktun að það sé mat stofnunarinnar að sveitarfélögum (og þar með talið grunnskólum) sé ekki í sjálfsvald sett að nýta lausnir sem þessar vegna ýmissa áhættuþátta og skorti á lagaheimildum þar um. Þá hefur eftirlitsyfirvaldið jafnframt haft nýtingu skýjalausna til skoðunar á undanförnum mánuðum. Á næstu vikum mun koma í ljós hvort grunnskólum í stærstu sveitarfélögum verði hreinlega gert að láta af nýtingu almennra skýjalausna sem metin hefur verið forsvaranleg af helstu sérfræðingum á sviði persónuverndar og upplýsingatækni, ekki síst að virtri þýðingu hennar fyrir upplýsingatæknikennslu. Erfiðara á Íslandi Á mannamáli þýðir þetta að tækninni (eins og við þekkjum hana í daglegu starfi) yrði gott sem úthýst úr íslenskum skólastofum. Íslenskum grunnskólum er að þessu leyti sniðinn mun þrengri stakkur en á Norðurlöndum og í Evrópu, sem þýðir að bannið verður ekki aðeins leitt til almennu persónuverndarreglugerðar ESB sem tók gildi árið 2018. Margir velta því fyrir sér hvað veldur hinni séríslensku nálgun. Persónuvernd stendur ekki á svörum – það á að vernda börnin og hindra það í lengstu lög að persónuupplýsingar þeirra verði afhentar tæknirisum á silfurfati. Það er góðra gjalda vert, og ekkert sveitarfélag vill stunda slíka gagnaflutninga. Aðferðir og leiðir Persónuverndar til að stemma stigu við slíku koma hvorki heim og saman við aðalnámskrá grunnskóla, né bera þær með sér að grunnskólinn er lykilvettvangur þess þegar kemur að því að standa vörð um hagsmuni barna. Við gerum það fyrst og fremst með því að kenna þeim að bera sig rétt að í upplýsingasamfélaginu. Kennarar kunna sitt fag, og gott betur Þegar horft er á söguna hefur ekki reynst farsælt neita að horfast í augu við áskoranir samtímans að og meina börnum að fræðast um þær. Að því er lýtur að upplýsingatækni er vandséð hvernig á að ná fram markmiðum aðalnámskrár ef kennarar geta ekki nýtt skýjalausnir með sama hætti og viðgengst með farsælum hætti á Norðurlöndunum og víðs vegar í Evrópu. Þar þurfa öll að læra að fóta sig. Skólastarf hefur liðið verulega fyrir þessa óvissu á undanförnum misserum og ber framkvæmdavaldinu, með skýrri aðkomu Alþingis ef þess gerist þörf, að skapa kennurum ótvíræð starfsskilyrði og leggja línur um framtíðarsýn í málaflokknum. Það er ekki síst skylda okkar að sjá grunnskólanemendum fyrir því að þau fái þessa kennslu ekki aðeins heima fyrir. Nemendur þurfa öfluga upplýsingatæknikennslu mótaða af okkar færustu sérfræðingum, og hana fá þau í grunnskólanum. Það er vel þess virði að gjalda varhug við hvers konar yfirlýsingum um að börnum standi ógn af fræðslu og kennslu á því umhverfi sem endurspeglar daglegt líf þeirra. Ég óska kennurum til hamingju með alþjóðlegan kennaradag. Það eruð þið sem eruð sérfræðingar í hagsmunum barna. Höfundur er þingkona Samfylkingarinnar, jafnaðarflokks Íslands.
Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir Skoðun
Að lifa og deyja með reisn Kristín Lára Ólafsdóttir,Sigríður Gunnarsdóttir,Valgerður Sigurðardóttir,Vigdís Hallgrímsdóttir,Vilhelmína Haraldsdóttir Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir Skoðun
Að lifa og deyja með reisn Kristín Lára Ólafsdóttir,Sigríður Gunnarsdóttir,Valgerður Sigurðardóttir,Vigdís Hallgrímsdóttir,Vilhelmína Haraldsdóttir Skoðun