Forvarnir og áhættuþættir brjóstakrabbameina – þekktu þína áhættuþætti Laufey Tryggvadóttir og Álfheiður Haraldsdóttir skrifa 5. október 2023 08:00 Það er komin hefð fyrir að október mánuður sé tileinkaður baráttunni gegn krabbameinum kvenna, með Bleiku slaufunni árvekni- og fjáröflunarátaki Krabbameinsfélagsins. Brjóstakrabbamein er algengasta krabbamein kvenna á Íslandi sem og á heimsvísu. Óhætt er að segja að oft hafi verið þörf að vekja athygli á brjóstakrabbameinum og nú er það nauðsyn. Nýgengi brjóstakrabbameins, þ.e. hversu margar konur greinast af hverjum 100.000 konum, hefur aldrei verið hærra hér á landi, sem virðist því miður einnig vera hæsta nýgengi brjóstakrabbameins á Norðurlöndunum. Þrátt fyrir að dánartíðni af völdum þessa meins hafi vissulega farið lækkandi hér á landi undanfarin ár og áratugi, þá er hún engu að síður næsthæst hér á landi borið saman við Norðurlöndin. Að meðaltali greindust um 260 konur á ári á Íslandi með brjóstakrabbamein árin 2018-2022 og á sama tímabili létust að meðaltali 49 konur árlega af þess völdum. Brýnt er að lækka nýgengi og dánartíðni enn frekar. Þar eru öflugar forvarnir mikilvægasta vopnið. Ein mikilvægasta forvörnin gegn brjóstakrabbameini er regluleg mæting í skimun, það eykur líkur á að hættuleg mein greinist á lægri stigum. Því fyrr sem mein greinast, því betri líkur eru á góðum árangri af meðferð. Þátttaka í skimun á Íslandi hefur verið vægast sagt dræm undanfarin ár og farið minnkandi. Sem dæmi nýttu einungis rúmlega 50% kvenna boð sitt í brjóstaskimun árið 2021, og hefur þátttaka aldrei verið lægri. Þátttaka er mun betri á hinum Norðurlöndunum og er mjög mikilvægt að greina ástæður þess og finna leiðir til úrbóta. Vert er að taka fram að þátttaka í skimun er ekki trygging gegn krabbameinum og stundum finnast ekki mein í skimun sem þó eru til staðar. Sjálfsskoðun brjósta er einnig mikilvæg forvörn. Best er að konur skoði brjóst sín reglulega sjálfar, til dæmis 7-10 dögum eftir að blæðingar hefjast í hverjum mánuði, líka þær sem mæta reglulega í skimun. Með því að þekkja sín brjóst eru konur líklegri til að verða fyrr varar við ef eitthvað er öðruvísi en það er vant að vera, sem mikilvægt er að bregðast við í kjölfarið. Einnig er mikilvægt að þekkja áhættuþætti, þegar kemur að brjóstakrabbameini. Suma áhættuþætti er ekki hægt að hafa áhrif á, eins og ættarsögu um brjóstakrabbamein. Sama á við um áhættuþætti sem tengjast hormónum sem konur framleiða í eigin líkama, og þá einna helst estrógen og prógesterón. Konur sem byrja snemma á blæðingum og/eða fara seint í tíðahvörf eru í aukinni áhættu á að greinast með brjóstakrabbamein, meðal annars vegna þess að þær eru útsettari fyrir áhrifum þessara hormóna. Þá er vitað að konur sem eignast börn snemma á lífsleiðinni eru í minni áhættu á að fá brjóstakrabbamein en þær sem eignast börn síðar auk þess sem aukinn fjöldi fæðinga og brjóstagjöf geta verið verndandi þættir. Notkun tíðahvarfahormóna eykur einnig líkur á að fá brjóstakrabbamein, svo og notkun getnaðarvarnarpillu. Þessar meðferðir eru þó mörgum konum nauðsynlegar og því mikilvægt að konur vegi og meti hugsanlegan ávinning og áhættu í samráði við sinn lækni. Rannsóknir hafa staðfest að ákveðnir lífsstílsþættir hafa áhrif á brjóstakrabbameinsáhættu. Ber þá einna helst að nefna líkamsþyngd, hreyfingu og neyslu áfengis. Talið er að um tíu prósent brjóstakrabbameina hjá konum eftir tíðahvörf megi rekja til of mikillar líkamsþyngdar. Ein ástæðan fyrir þessari auknu áhættu er að aukinn fituvefur framleiðir estrógen sem eykur áhættu á brjóstakrabbameini eins og áður var nefnt. Einnig eru sterkar vísbendingar um að regluleg hreyfing í um 30 til 60 mínútur í senn minnki líkur á brjóstakrabbameini hjá konum á öllum aldri. Áfengisneysla er líklega sá áhættuþáttur sem fæstir eru meðvitaðir um þegar kemur að brjóstakrabbameinum. Ekki þarf að neyta mikils áfengis til að auka áhættuna og veldur áfengi til dæmis um 5% af öllum brjóstakrabbameinum á Norðurlöndunum. Allt áfengi inniheldur etanól, sem getur haft skaðleg áhrif á bæði erfðaefni og prótein í frumum sem og stuðlað að auknu magni af estrógeni í líkamanum. Hér á landi hefur áfengisneysla tæplega tvöfaldast á síðustu fjörutíu árum hjá fimmtán ára og eldri. Í könnun Krabbameinsfélagsins fyrr á þessu ári kom fram að rétt rúmlega 60% þátttakenda vissu að áfengisdrykkja væri áhættuþáttur krabbameina og aðeins um helmingur taldi bjór- og rauðvínsdrykkju vera áhættuþátt. Þekking fólks á áhættu af áfengi hefur þó aukist verulega miðað við niðurstöður sambærilegrar könnunar árið 2021. En betur má ef duga skal, staðreyndin er að áfengir drykkir, óháð því hvort um er að ræða bjór, léttvín (þar á meðal freyðivín) eða sterkari drykki, eru skilgreindir sem krabbameinsvaldandi af Alþjóðastofnun krabbameinsrannsókna (IARC). Fækkun brjóstakrabbameina er sameiginlegt hagsmunamál okkar allra. Núna í byrjun október hófst brjóstaskimunarátakið "Skrapp í skimun". Markmiðið með átakinu er að hvetja öll sem fá boðsbréf að mæta í brjóstaskimun. Verkefnið er samstarfsverkefni Brjóstamiðstőðvar Landspítalans, Félags kvenna í atvinnulífinu og Krabbameinsfélags höfuðborgarsvæðisins. Við hvetjum öll til að panta sér tíma í brjóstaskimun þegar þau fá boðsbréf og skreppa í skimun, þekkja brjóst sín og bregðast fljótt við einkennum, hreyfa sig reglulega, huga að hollu mataræði, og neyta áfengis aðeins í hófi eða sleppa því. Með því er hægt að lækka nýgengi brjóstakrabbameina og auka árangur af meðferð. Höfundar starfa hjá Rannsókna- og skráningarsetri Krabbameinsfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Það er komin hefð fyrir að október mánuður sé tileinkaður baráttunni gegn krabbameinum kvenna, með Bleiku slaufunni árvekni- og fjáröflunarátaki Krabbameinsfélagsins. Brjóstakrabbamein er algengasta krabbamein kvenna á Íslandi sem og á heimsvísu. Óhætt er að segja að oft hafi verið þörf að vekja athygli á brjóstakrabbameinum og nú er það nauðsyn. Nýgengi brjóstakrabbameins, þ.e. hversu margar konur greinast af hverjum 100.000 konum, hefur aldrei verið hærra hér á landi, sem virðist því miður einnig vera hæsta nýgengi brjóstakrabbameins á Norðurlöndunum. Þrátt fyrir að dánartíðni af völdum þessa meins hafi vissulega farið lækkandi hér á landi undanfarin ár og áratugi, þá er hún engu að síður næsthæst hér á landi borið saman við Norðurlöndin. Að meðaltali greindust um 260 konur á ári á Íslandi með brjóstakrabbamein árin 2018-2022 og á sama tímabili létust að meðaltali 49 konur árlega af þess völdum. Brýnt er að lækka nýgengi og dánartíðni enn frekar. Þar eru öflugar forvarnir mikilvægasta vopnið. Ein mikilvægasta forvörnin gegn brjóstakrabbameini er regluleg mæting í skimun, það eykur líkur á að hættuleg mein greinist á lægri stigum. Því fyrr sem mein greinast, því betri líkur eru á góðum árangri af meðferð. Þátttaka í skimun á Íslandi hefur verið vægast sagt dræm undanfarin ár og farið minnkandi. Sem dæmi nýttu einungis rúmlega 50% kvenna boð sitt í brjóstaskimun árið 2021, og hefur þátttaka aldrei verið lægri. Þátttaka er mun betri á hinum Norðurlöndunum og er mjög mikilvægt að greina ástæður þess og finna leiðir til úrbóta. Vert er að taka fram að þátttaka í skimun er ekki trygging gegn krabbameinum og stundum finnast ekki mein í skimun sem þó eru til staðar. Sjálfsskoðun brjósta er einnig mikilvæg forvörn. Best er að konur skoði brjóst sín reglulega sjálfar, til dæmis 7-10 dögum eftir að blæðingar hefjast í hverjum mánuði, líka þær sem mæta reglulega í skimun. Með því að þekkja sín brjóst eru konur líklegri til að verða fyrr varar við ef eitthvað er öðruvísi en það er vant að vera, sem mikilvægt er að bregðast við í kjölfarið. Einnig er mikilvægt að þekkja áhættuþætti, þegar kemur að brjóstakrabbameini. Suma áhættuþætti er ekki hægt að hafa áhrif á, eins og ættarsögu um brjóstakrabbamein. Sama á við um áhættuþætti sem tengjast hormónum sem konur framleiða í eigin líkama, og þá einna helst estrógen og prógesterón. Konur sem byrja snemma á blæðingum og/eða fara seint í tíðahvörf eru í aukinni áhættu á að greinast með brjóstakrabbamein, meðal annars vegna þess að þær eru útsettari fyrir áhrifum þessara hormóna. Þá er vitað að konur sem eignast börn snemma á lífsleiðinni eru í minni áhættu á að fá brjóstakrabbamein en þær sem eignast börn síðar auk þess sem aukinn fjöldi fæðinga og brjóstagjöf geta verið verndandi þættir. Notkun tíðahvarfahormóna eykur einnig líkur á að fá brjóstakrabbamein, svo og notkun getnaðarvarnarpillu. Þessar meðferðir eru þó mörgum konum nauðsynlegar og því mikilvægt að konur vegi og meti hugsanlegan ávinning og áhættu í samráði við sinn lækni. Rannsóknir hafa staðfest að ákveðnir lífsstílsþættir hafa áhrif á brjóstakrabbameinsáhættu. Ber þá einna helst að nefna líkamsþyngd, hreyfingu og neyslu áfengis. Talið er að um tíu prósent brjóstakrabbameina hjá konum eftir tíðahvörf megi rekja til of mikillar líkamsþyngdar. Ein ástæðan fyrir þessari auknu áhættu er að aukinn fituvefur framleiðir estrógen sem eykur áhættu á brjóstakrabbameini eins og áður var nefnt. Einnig eru sterkar vísbendingar um að regluleg hreyfing í um 30 til 60 mínútur í senn minnki líkur á brjóstakrabbameini hjá konum á öllum aldri. Áfengisneysla er líklega sá áhættuþáttur sem fæstir eru meðvitaðir um þegar kemur að brjóstakrabbameinum. Ekki þarf að neyta mikils áfengis til að auka áhættuna og veldur áfengi til dæmis um 5% af öllum brjóstakrabbameinum á Norðurlöndunum. Allt áfengi inniheldur etanól, sem getur haft skaðleg áhrif á bæði erfðaefni og prótein í frumum sem og stuðlað að auknu magni af estrógeni í líkamanum. Hér á landi hefur áfengisneysla tæplega tvöfaldast á síðustu fjörutíu árum hjá fimmtán ára og eldri. Í könnun Krabbameinsfélagsins fyrr á þessu ári kom fram að rétt rúmlega 60% þátttakenda vissu að áfengisdrykkja væri áhættuþáttur krabbameina og aðeins um helmingur taldi bjór- og rauðvínsdrykkju vera áhættuþátt. Þekking fólks á áhættu af áfengi hefur þó aukist verulega miðað við niðurstöður sambærilegrar könnunar árið 2021. En betur má ef duga skal, staðreyndin er að áfengir drykkir, óháð því hvort um er að ræða bjór, léttvín (þar á meðal freyðivín) eða sterkari drykki, eru skilgreindir sem krabbameinsvaldandi af Alþjóðastofnun krabbameinsrannsókna (IARC). Fækkun brjóstakrabbameina er sameiginlegt hagsmunamál okkar allra. Núna í byrjun október hófst brjóstaskimunarátakið "Skrapp í skimun". Markmiðið með átakinu er að hvetja öll sem fá boðsbréf að mæta í brjóstaskimun. Verkefnið er samstarfsverkefni Brjóstamiðstőðvar Landspítalans, Félags kvenna í atvinnulífinu og Krabbameinsfélags höfuðborgarsvæðisins. Við hvetjum öll til að panta sér tíma í brjóstaskimun þegar þau fá boðsbréf og skreppa í skimun, þekkja brjóst sín og bregðast fljótt við einkennum, hreyfa sig reglulega, huga að hollu mataræði, og neyta áfengis aðeins í hófi eða sleppa því. Með því er hægt að lækka nýgengi brjóstakrabbameina og auka árangur af meðferð. Höfundar starfa hjá Rannsókna- og skráningarsetri Krabbameinsfélagsins.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun