Áfram gakk og gefum íslensku séns Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar 4. október 2023 07:31 Ekki er loku fyrir það skotið að þú hafir orðið þess áskynja að átakið Gefum íslensku séns-íslenskuvænt samfélag stóð að margvíslegum viðburðum í sumar sem leið. Dagskrá átaksins var nokkuð fjölbreytt. Þátttaka í viðburðum átaksins var, eins og gengur og gerist, misgóð. Það var enda erfitt að etja kappi við veðurblíðuna því margir viðburðanna áttu sér stað innandyra. Það er vel skiljanlegt að ekki hafi alltaf múgur og margmenni mætt. Markmiðið var að hafa sem mest í boði svo þátttökutækifærin væru ærin. Við vildum gefa sem flestum séns á að taka þátt. Augnamiðið var og er að leitast við að blanda saman hópum móðurmálshafa, þeirra sem kunna góð skil á íslensku og þeim sem læra málið og búa til vettvang þar sem málið er notað og það án þess að eitthvað liggi endilega undir. Og aðaláherslan hefir alltaf verið á móðurmálshafann, að freista þess að leiða honum fyrir sjónir hvað máltileinkun felur í sér og eyða ranghugmyndum eins og til dæmis þeim að tungumál lærist bara í skóla eða á námskeiðum, að móðurmálshafinn og þá oft maki aðila sem vill læra málið sé stikkfrír eða geti ekkert gert til að hjálpa til við máltileinkunina. Við trúum því nefnilega og teljum okkur meira að segja vita það með vissu að tungumál lærist ekki nema samfélagið verði eins konar kennslustofa, eða framlenging á kennslustofunni, þar sem íslensku er almennt haldið að fólki, þar sem fólk fær þau skilaboð að gott sé að kunna skil á málinu og hjálp við það. Í fyrra unnum við með hugtakið almannakennari, hugtak sem runnið er undar rifjum Peter Weiss forstöðumanns Háskólaseturs Vestfjarða. Gengið var út frá þeim punkti að öllum sé unnt að veita liðsinni og það án sérfræðikunnáttu í íslenskri málfræði. Í grunninn veitir maður mesta aðstoð með því að haga máli sínu út frá getu þess sem lærir, maður endurtekur, endurorðar, notar hendur og fætur og þar fram eftir götunum. Lykilorð í þessu samhengi er auðvitað þolinmæði. Slík nálgun er enn í forgrunni ásamt því auðvitað að gefa allra handa íslensku séns, ekki bara þeirri sem fylgir stöðlum. Því ekki má gleymast að vegamikill hluti þess að læra mál er að gera mistök. Að gera mistök er nefnilega í fínu lagi, að beygja rangt, bera ekki rétt fram eða notast við óvenjulega orðaröð er barasta alveg ókei komist skilaboðin til leiðar. Og svo er alltaf möguleiki á því að læra af mistökum sínum. Alltént er deginum ljósara að íslenska lærist ekki eða æfist ekki sé hún ekki notuð og þurfa því tækifæri að vera til staðar. Gefum íslensku séns ætlar klárlega að halda áfram að leitast við að skapa þau tækifæri og vonast til þess að þú veitir átakinu hjálp með því einu að mæta og gefa tíma þinn. Allir viðburðir átaksins hafa verið ókeypis og stefnt er að því að svo megi áfram verða. Um þessar undir erum við að leggja drög að viðburðum þótt ekki sé komin endanleg mynd á þá. En hér er allavega það sem á sér stað á næstunni. 9. október: Þriðja rýmið í Bókasafninu. Öruggt rými til að spjalla á íslensku. Móðurmálshafa, málhafar og málnemar spjalla. 13. október: Kynning á Gefum íslensku séns í samkomuhúsinu í Trékyllisvík í Árneshreppi 19. október: Hraðíslenska á Dokkunni. Hér þarf að skrá sig til leiks með að senda póst á islenska(hja)uw.is 25. október: Villtu vera almannakennari? Hvað þarf ég að gera til að vera almannakennari. Fyrirlestur og spjall. 10. nóvember: Nágrannar – Úkraína. Kynning á Úkraínu með Rauða krossinum. Staðsetning og tímasetning kynnt síðar. 16. nóvember: Hnallþórukaffi: Dagur íslenskrar tungu. Staðsetning, dagskrá og tími auglýst síðar. 23. nóvember: Spurðu um málfræði. Einkum ætlað almannakennurum sem vilja hjálpa þeim sem læra málið en eiga erfitt með að útskýra málfræðina. 1. desember: Meðferðarleg skrif með Gretu Lietuvninkaitė Šuscickė á íslensku Næsta víst er að sitthvað muni bætast í hópinn. Næsta víst er að Gefum íslensku séns er komið til að vera eitthvað áfram og vonandi auðnast átakinu að dreifast um Vestfirði alla svo og landið allt eins og ljúfur vorboði. Vel má og hafa orð á því að margvíslegar fyrirspurnir hafa borist um hvort hægt sé að afrita átakið eða hvort hægt væri að veita liðsinni við að koma einhverju áþekku á laggirnar annars staðar. Æ er vel tekið í slíkar fyrirspurnir enda er enginn höfundarréttur á átakinu og er öllum velkomið að apa eftir og taka það sem þá listir fullfrjálsri hendi. Ef þú hefir hugmyndir sem þú vilt koma á framfæri sendu okkur þá endilega línu á islenska(hjá)uw.is. Höfundur er verkefnastjóri Gefum íslensku séns. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Skóla - og menntamál Mest lesið Katrín eða Bjarni Svandís Svavarsdóttir Skoðun Almenningssamgöngur barna og ungmenna Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Hversdagslega streitan Sveinbjörg Júlía Svavarsdóttir og Erna Stefánsdóttir Skoðanir Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ekki er loku fyrir það skotið að þú hafir orðið þess áskynja að átakið Gefum íslensku séns-íslenskuvænt samfélag stóð að margvíslegum viðburðum í sumar sem leið. Dagskrá átaksins var nokkuð fjölbreytt. Þátttaka í viðburðum átaksins var, eins og gengur og gerist, misgóð. Það var enda erfitt að etja kappi við veðurblíðuna því margir viðburðanna áttu sér stað innandyra. Það er vel skiljanlegt að ekki hafi alltaf múgur og margmenni mætt. Markmiðið var að hafa sem mest í boði svo þátttökutækifærin væru ærin. Við vildum gefa sem flestum séns á að taka þátt. Augnamiðið var og er að leitast við að blanda saman hópum móðurmálshafa, þeirra sem kunna góð skil á íslensku og þeim sem læra málið og búa til vettvang þar sem málið er notað og það án þess að eitthvað liggi endilega undir. Og aðaláherslan hefir alltaf verið á móðurmálshafann, að freista þess að leiða honum fyrir sjónir hvað máltileinkun felur í sér og eyða ranghugmyndum eins og til dæmis þeim að tungumál lærist bara í skóla eða á námskeiðum, að móðurmálshafinn og þá oft maki aðila sem vill læra málið sé stikkfrír eða geti ekkert gert til að hjálpa til við máltileinkunina. Við trúum því nefnilega og teljum okkur meira að segja vita það með vissu að tungumál lærist ekki nema samfélagið verði eins konar kennslustofa, eða framlenging á kennslustofunni, þar sem íslensku er almennt haldið að fólki, þar sem fólk fær þau skilaboð að gott sé að kunna skil á málinu og hjálp við það. Í fyrra unnum við með hugtakið almannakennari, hugtak sem runnið er undar rifjum Peter Weiss forstöðumanns Háskólaseturs Vestfjarða. Gengið var út frá þeim punkti að öllum sé unnt að veita liðsinni og það án sérfræðikunnáttu í íslenskri málfræði. Í grunninn veitir maður mesta aðstoð með því að haga máli sínu út frá getu þess sem lærir, maður endurtekur, endurorðar, notar hendur og fætur og þar fram eftir götunum. Lykilorð í þessu samhengi er auðvitað þolinmæði. Slík nálgun er enn í forgrunni ásamt því auðvitað að gefa allra handa íslensku séns, ekki bara þeirri sem fylgir stöðlum. Því ekki má gleymast að vegamikill hluti þess að læra mál er að gera mistök. Að gera mistök er nefnilega í fínu lagi, að beygja rangt, bera ekki rétt fram eða notast við óvenjulega orðaröð er barasta alveg ókei komist skilaboðin til leiðar. Og svo er alltaf möguleiki á því að læra af mistökum sínum. Alltént er deginum ljósara að íslenska lærist ekki eða æfist ekki sé hún ekki notuð og þurfa því tækifæri að vera til staðar. Gefum íslensku séns ætlar klárlega að halda áfram að leitast við að skapa þau tækifæri og vonast til þess að þú veitir átakinu hjálp með því einu að mæta og gefa tíma þinn. Allir viðburðir átaksins hafa verið ókeypis og stefnt er að því að svo megi áfram verða. Um þessar undir erum við að leggja drög að viðburðum þótt ekki sé komin endanleg mynd á þá. En hér er allavega það sem á sér stað á næstunni. 9. október: Þriðja rýmið í Bókasafninu. Öruggt rými til að spjalla á íslensku. Móðurmálshafa, málhafar og málnemar spjalla. 13. október: Kynning á Gefum íslensku séns í samkomuhúsinu í Trékyllisvík í Árneshreppi 19. október: Hraðíslenska á Dokkunni. Hér þarf að skrá sig til leiks með að senda póst á islenska(hja)uw.is 25. október: Villtu vera almannakennari? Hvað þarf ég að gera til að vera almannakennari. Fyrirlestur og spjall. 10. nóvember: Nágrannar – Úkraína. Kynning á Úkraínu með Rauða krossinum. Staðsetning og tímasetning kynnt síðar. 16. nóvember: Hnallþórukaffi: Dagur íslenskrar tungu. Staðsetning, dagskrá og tími auglýst síðar. 23. nóvember: Spurðu um málfræði. Einkum ætlað almannakennurum sem vilja hjálpa þeim sem læra málið en eiga erfitt með að útskýra málfræðina. 1. desember: Meðferðarleg skrif með Gretu Lietuvninkaitė Šuscickė á íslensku Næsta víst er að sitthvað muni bætast í hópinn. Næsta víst er að Gefum íslensku séns er komið til að vera eitthvað áfram og vonandi auðnast átakinu að dreifast um Vestfirði alla svo og landið allt eins og ljúfur vorboði. Vel má og hafa orð á því að margvíslegar fyrirspurnir hafa borist um hvort hægt sé að afrita átakið eða hvort hægt væri að veita liðsinni við að koma einhverju áþekku á laggirnar annars staðar. Æ er vel tekið í slíkar fyrirspurnir enda er enginn höfundarréttur á átakinu og er öllum velkomið að apa eftir og taka það sem þá listir fullfrjálsri hendi. Ef þú hefir hugmyndir sem þú vilt koma á framfæri sendu okkur þá endilega línu á islenska(hjá)uw.is. Höfundur er verkefnastjóri Gefum íslensku séns.
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar