Áfram gakk og gefum íslensku séns Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar 4. október 2023 07:31 Ekki er loku fyrir það skotið að þú hafir orðið þess áskynja að átakið Gefum íslensku séns-íslenskuvænt samfélag stóð að margvíslegum viðburðum í sumar sem leið. Dagskrá átaksins var nokkuð fjölbreytt. Þátttaka í viðburðum átaksins var, eins og gengur og gerist, misgóð. Það var enda erfitt að etja kappi við veðurblíðuna því margir viðburðanna áttu sér stað innandyra. Það er vel skiljanlegt að ekki hafi alltaf múgur og margmenni mætt. Markmiðið var að hafa sem mest í boði svo þátttökutækifærin væru ærin. Við vildum gefa sem flestum séns á að taka þátt. Augnamiðið var og er að leitast við að blanda saman hópum móðurmálshafa, þeirra sem kunna góð skil á íslensku og þeim sem læra málið og búa til vettvang þar sem málið er notað og það án þess að eitthvað liggi endilega undir. Og aðaláherslan hefir alltaf verið á móðurmálshafann, að freista þess að leiða honum fyrir sjónir hvað máltileinkun felur í sér og eyða ranghugmyndum eins og til dæmis þeim að tungumál lærist bara í skóla eða á námskeiðum, að móðurmálshafinn og þá oft maki aðila sem vill læra málið sé stikkfrír eða geti ekkert gert til að hjálpa til við máltileinkunina. Við trúum því nefnilega og teljum okkur meira að segja vita það með vissu að tungumál lærist ekki nema samfélagið verði eins konar kennslustofa, eða framlenging á kennslustofunni, þar sem íslensku er almennt haldið að fólki, þar sem fólk fær þau skilaboð að gott sé að kunna skil á málinu og hjálp við það. Í fyrra unnum við með hugtakið almannakennari, hugtak sem runnið er undar rifjum Peter Weiss forstöðumanns Háskólaseturs Vestfjarða. Gengið var út frá þeim punkti að öllum sé unnt að veita liðsinni og það án sérfræðikunnáttu í íslenskri málfræði. Í grunninn veitir maður mesta aðstoð með því að haga máli sínu út frá getu þess sem lærir, maður endurtekur, endurorðar, notar hendur og fætur og þar fram eftir götunum. Lykilorð í þessu samhengi er auðvitað þolinmæði. Slík nálgun er enn í forgrunni ásamt því auðvitað að gefa allra handa íslensku séns, ekki bara þeirri sem fylgir stöðlum. Því ekki má gleymast að vegamikill hluti þess að læra mál er að gera mistök. Að gera mistök er nefnilega í fínu lagi, að beygja rangt, bera ekki rétt fram eða notast við óvenjulega orðaröð er barasta alveg ókei komist skilaboðin til leiðar. Og svo er alltaf möguleiki á því að læra af mistökum sínum. Alltént er deginum ljósara að íslenska lærist ekki eða æfist ekki sé hún ekki notuð og þurfa því tækifæri að vera til staðar. Gefum íslensku séns ætlar klárlega að halda áfram að leitast við að skapa þau tækifæri og vonast til þess að þú veitir átakinu hjálp með því einu að mæta og gefa tíma þinn. Allir viðburðir átaksins hafa verið ókeypis og stefnt er að því að svo megi áfram verða. Um þessar undir erum við að leggja drög að viðburðum þótt ekki sé komin endanleg mynd á þá. En hér er allavega það sem á sér stað á næstunni. 9. október: Þriðja rýmið í Bókasafninu. Öruggt rými til að spjalla á íslensku. Móðurmálshafa, málhafar og málnemar spjalla. 13. október: Kynning á Gefum íslensku séns í samkomuhúsinu í Trékyllisvík í Árneshreppi 19. október: Hraðíslenska á Dokkunni. Hér þarf að skrá sig til leiks með að senda póst á islenska(hja)uw.is 25. október: Villtu vera almannakennari? Hvað þarf ég að gera til að vera almannakennari. Fyrirlestur og spjall. 10. nóvember: Nágrannar – Úkraína. Kynning á Úkraínu með Rauða krossinum. Staðsetning og tímasetning kynnt síðar. 16. nóvember: Hnallþórukaffi: Dagur íslenskrar tungu. Staðsetning, dagskrá og tími auglýst síðar. 23. nóvember: Spurðu um málfræði. Einkum ætlað almannakennurum sem vilja hjálpa þeim sem læra málið en eiga erfitt með að útskýra málfræðina. 1. desember: Meðferðarleg skrif með Gretu Lietuvninkaitė Šuscickė á íslensku Næsta víst er að sitthvað muni bætast í hópinn. Næsta víst er að Gefum íslensku séns er komið til að vera eitthvað áfram og vonandi auðnast átakinu að dreifast um Vestfirði alla svo og landið allt eins og ljúfur vorboði. Vel má og hafa orð á því að margvíslegar fyrirspurnir hafa borist um hvort hægt sé að afrita átakið eða hvort hægt væri að veita liðsinni við að koma einhverju áþekku á laggirnar annars staðar. Æ er vel tekið í slíkar fyrirspurnir enda er enginn höfundarréttur á átakinu og er öllum velkomið að apa eftir og taka það sem þá listir fullfrjálsri hendi. Ef þú hefir hugmyndir sem þú vilt koma á framfæri sendu okkur þá endilega línu á islenska(hjá)uw.is. Höfundur er verkefnastjóri Gefum íslensku séns. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Skóla - og menntamál Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Sjá meira
Ekki er loku fyrir það skotið að þú hafir orðið þess áskynja að átakið Gefum íslensku séns-íslenskuvænt samfélag stóð að margvíslegum viðburðum í sumar sem leið. Dagskrá átaksins var nokkuð fjölbreytt. Þátttaka í viðburðum átaksins var, eins og gengur og gerist, misgóð. Það var enda erfitt að etja kappi við veðurblíðuna því margir viðburðanna áttu sér stað innandyra. Það er vel skiljanlegt að ekki hafi alltaf múgur og margmenni mætt. Markmiðið var að hafa sem mest í boði svo þátttökutækifærin væru ærin. Við vildum gefa sem flestum séns á að taka þátt. Augnamiðið var og er að leitast við að blanda saman hópum móðurmálshafa, þeirra sem kunna góð skil á íslensku og þeim sem læra málið og búa til vettvang þar sem málið er notað og það án þess að eitthvað liggi endilega undir. Og aðaláherslan hefir alltaf verið á móðurmálshafann, að freista þess að leiða honum fyrir sjónir hvað máltileinkun felur í sér og eyða ranghugmyndum eins og til dæmis þeim að tungumál lærist bara í skóla eða á námskeiðum, að móðurmálshafinn og þá oft maki aðila sem vill læra málið sé stikkfrír eða geti ekkert gert til að hjálpa til við máltileinkunina. Við trúum því nefnilega og teljum okkur meira að segja vita það með vissu að tungumál lærist ekki nema samfélagið verði eins konar kennslustofa, eða framlenging á kennslustofunni, þar sem íslensku er almennt haldið að fólki, þar sem fólk fær þau skilaboð að gott sé að kunna skil á málinu og hjálp við það. Í fyrra unnum við með hugtakið almannakennari, hugtak sem runnið er undar rifjum Peter Weiss forstöðumanns Háskólaseturs Vestfjarða. Gengið var út frá þeim punkti að öllum sé unnt að veita liðsinni og það án sérfræðikunnáttu í íslenskri málfræði. Í grunninn veitir maður mesta aðstoð með því að haga máli sínu út frá getu þess sem lærir, maður endurtekur, endurorðar, notar hendur og fætur og þar fram eftir götunum. Lykilorð í þessu samhengi er auðvitað þolinmæði. Slík nálgun er enn í forgrunni ásamt því auðvitað að gefa allra handa íslensku séns, ekki bara þeirri sem fylgir stöðlum. Því ekki má gleymast að vegamikill hluti þess að læra mál er að gera mistök. Að gera mistök er nefnilega í fínu lagi, að beygja rangt, bera ekki rétt fram eða notast við óvenjulega orðaröð er barasta alveg ókei komist skilaboðin til leiðar. Og svo er alltaf möguleiki á því að læra af mistökum sínum. Alltént er deginum ljósara að íslenska lærist ekki eða æfist ekki sé hún ekki notuð og þurfa því tækifæri að vera til staðar. Gefum íslensku séns ætlar klárlega að halda áfram að leitast við að skapa þau tækifæri og vonast til þess að þú veitir átakinu hjálp með því einu að mæta og gefa tíma þinn. Allir viðburðir átaksins hafa verið ókeypis og stefnt er að því að svo megi áfram verða. Um þessar undir erum við að leggja drög að viðburðum þótt ekki sé komin endanleg mynd á þá. En hér er allavega það sem á sér stað á næstunni. 9. október: Þriðja rýmið í Bókasafninu. Öruggt rými til að spjalla á íslensku. Móðurmálshafa, málhafar og málnemar spjalla. 13. október: Kynning á Gefum íslensku séns í samkomuhúsinu í Trékyllisvík í Árneshreppi 19. október: Hraðíslenska á Dokkunni. Hér þarf að skrá sig til leiks með að senda póst á islenska(hja)uw.is 25. október: Villtu vera almannakennari? Hvað þarf ég að gera til að vera almannakennari. Fyrirlestur og spjall. 10. nóvember: Nágrannar – Úkraína. Kynning á Úkraínu með Rauða krossinum. Staðsetning og tímasetning kynnt síðar. 16. nóvember: Hnallþórukaffi: Dagur íslenskrar tungu. Staðsetning, dagskrá og tími auglýst síðar. 23. nóvember: Spurðu um málfræði. Einkum ætlað almannakennurum sem vilja hjálpa þeim sem læra málið en eiga erfitt með að útskýra málfræðina. 1. desember: Meðferðarleg skrif með Gretu Lietuvninkaitė Šuscickė á íslensku Næsta víst er að sitthvað muni bætast í hópinn. Næsta víst er að Gefum íslensku séns er komið til að vera eitthvað áfram og vonandi auðnast átakinu að dreifast um Vestfirði alla svo og landið allt eins og ljúfur vorboði. Vel má og hafa orð á því að margvíslegar fyrirspurnir hafa borist um hvort hægt sé að afrita átakið eða hvort hægt væri að veita liðsinni við að koma einhverju áþekku á laggirnar annars staðar. Æ er vel tekið í slíkar fyrirspurnir enda er enginn höfundarréttur á átakinu og er öllum velkomið að apa eftir og taka það sem þá listir fullfrjálsri hendi. Ef þú hefir hugmyndir sem þú vilt koma á framfæri sendu okkur þá endilega línu á islenska(hjá)uw.is. Höfundur er verkefnastjóri Gefum íslensku séns.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar