Verum vel læs á fjármálaumhverfið Sólveig Hjaltadóttir og Þórey S. Þórðardóttir skrifa 3. október 2023 10:31 Sá sem hvorki þekkir mun á biðskyldu og stöðvunarskyldu né á vinstri- og hægri rétti í umferðinni stenst ekki kröfur sem réttilega eru gerðar til þeirra sem öðlast ökuréttindi. Í grunnskólakerfinu okkar eru börn og ungmenni frædd um sitthvað sem þeim kemur að gagni á lífsleiðinni og þekkingin prófuð og metin. Mörg þeirra fara samt grunnskólann á enda og framhaldsskólann jafnvel líka án þess að fræðast neitt á skólabekk um ýmsar hliðar fjármálaumhverfisins sem við lifum og störfum í frá upphafi til æviloka. Í fjármálum eru samt ósýnilegar biðskyldur og stöðvunarskyldur víða á leiðinni sem vert væri að þekkja vel til. Rétt handan við hornið á æskuárum er að koma sér fyrir á húsnæðismarkaði og greiða í lífeyrissjóði. Þá reynir strax á þekkingu á hugtökum á borð við verðtryggð eða óverðtryggð lán, verðbólgu, lífeyrisréttindi, séreignarsparnað með mismunandi ávöxtunarleiðum og svo mætti áfram telja. Landssamtök lífeyrissjóða hafa tekið föstum tökum að kynna lífeyrissjóðakerfið og lífeyrismál í víðara samhengi á fundum, vinnustöðum eða á fjarfundum undir merkjum Lífeyrisvits. Sá starfsmaður samtakanna sem verkefninu sinnir starfaði áður um árabil í Tryggingastofnun ríkisins – TR og þekkir því líka vel til þeirrar stoðar eftirlaunakerfisins. Á þriðja þúsund manns hafa hlýtt á þessar kynningar. Þörfin fyrir fræðsluna er ótvíræð og áhuginn mikill, sérstaklega í röðum þeirra sem nálgast eftirlaunaaldurinn. Gott og gilt er að fræða þá sem eldri eru um lífeyrismál en erfiðara er að ná til yngra fólks og þá hljótum við að horfa til skólakerfisins. Íslenskur nemandi í fagskóla í Osló sagði frá því að á lokaönninni hefðu norskir skólafélagar hans borið saman bækur sínar um atvinnutilboð eða starfssamninga þeirra í fyrirtækjum víða í Noregi. Það sem Íslendingnum þótti frásagnarvert var að skólafélagarnir ræddu miklu meira um eftirlaunakjör sem þeim byðust en krónurnar í launaumslögunum þegar þeir byrjuðu að vinna. Íslendingurinn var á heimleið og hafði fengið starf. Hann vissi hvert mánaðarkaupið væri en hafði enga hugmynd um lífeyrissjóði og eftirlaun og taldi sig hafa ævina alla til að kynna sér þá hluti. Þarna kristallast mismunandi viðhorf og hugsanlega líka mismunandi einkenni þjóða. Samtök fjármálafyrirtækja stofnuðu á sínum tíma fræðsluvettvanginn Fjármálavit til að stuðla að kennslu um fjármál í víðu samhengi í skólakerfinu og styðja kennara í því starfi sínu með námsefni og kennslugögnum. Landssamtök lífeyrissjóða eiga aðkomu að Fjármálaviti og eru þar með virkt afl í þeirri viðleitni að þrýsta á stjórnvöld landsins að koma fræðslu um fjármál í aðalnámskrá grunnskóla. Þannig verði fjármálalæsi kennt markvisst og skipulega alls staðar en ekki bara sums staðar og þá háð áhuga og áherslna viðkomandi stjórnenda og kennara. Fjármálalæsi er skilgreint sem geta til að lesa, greina, stjórna og fjalla um fjármálalega þætti sem hafa áhrif á efnahagslega velferð fólks. Hér er því margt undir en flest ef ekki allt í nálægð við okkur í daglegu lífi. Við erum að tala um viðfangsefni á borð við að meta verðgildi hluta, eyða, spara, kaupa, sóa, kostnað við heimilisrekstur, fatakaup, verðmyndun og gylliboð í auglýsingum. Við erum líka að tala um íbúðalán, lífeyrissjóðakerfið, verðtryggingu, verðbólgu, gengi, greiðslukort, rekstur bíls, bílalán og farsímarekstur. Fulltrúar Fjármálavits hittu á dögunum Ásmund Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, og embættismenn hans til að fjalla um fjármálalæsi og nauðsyn þess að taka það inn sem sjálfstæða grein í aðalnámskrá grunnskólans. Óhætt er að segja að sjónarmið Fjármálavits hafi fengið hljómgrunn á fundinum og málið er vonandi á hreyfingu enda kallar ungt fólk beinlínis eftir því að fá meiri fræðslu í þessum efnum. Niðurstaðan er sú að fulltrúar Fjármálavits hitti þá hópa sem vinna að endurskoðun aðalnámskrár á vegum ráðuneytis mennta- og barnamála. Við hljótum þá að gera ráð fyrir að brýnt erindi sé komið í farveg sem leiði til farsællar niðurstöðu. Sólveig Hjaltadóttir er verkefnastjóri og Þórey S. Þórðardóttir framkvæmdastjóri hjá Landssamtökum lífeyrissjóða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grunnskólar Skóla - og menntamál Lífeyrissjóðir Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Sá sem hvorki þekkir mun á biðskyldu og stöðvunarskyldu né á vinstri- og hægri rétti í umferðinni stenst ekki kröfur sem réttilega eru gerðar til þeirra sem öðlast ökuréttindi. Í grunnskólakerfinu okkar eru börn og ungmenni frædd um sitthvað sem þeim kemur að gagni á lífsleiðinni og þekkingin prófuð og metin. Mörg þeirra fara samt grunnskólann á enda og framhaldsskólann jafnvel líka án þess að fræðast neitt á skólabekk um ýmsar hliðar fjármálaumhverfisins sem við lifum og störfum í frá upphafi til æviloka. Í fjármálum eru samt ósýnilegar biðskyldur og stöðvunarskyldur víða á leiðinni sem vert væri að þekkja vel til. Rétt handan við hornið á æskuárum er að koma sér fyrir á húsnæðismarkaði og greiða í lífeyrissjóði. Þá reynir strax á þekkingu á hugtökum á borð við verðtryggð eða óverðtryggð lán, verðbólgu, lífeyrisréttindi, séreignarsparnað með mismunandi ávöxtunarleiðum og svo mætti áfram telja. Landssamtök lífeyrissjóða hafa tekið föstum tökum að kynna lífeyrissjóðakerfið og lífeyrismál í víðara samhengi á fundum, vinnustöðum eða á fjarfundum undir merkjum Lífeyrisvits. Sá starfsmaður samtakanna sem verkefninu sinnir starfaði áður um árabil í Tryggingastofnun ríkisins – TR og þekkir því líka vel til þeirrar stoðar eftirlaunakerfisins. Á þriðja þúsund manns hafa hlýtt á þessar kynningar. Þörfin fyrir fræðsluna er ótvíræð og áhuginn mikill, sérstaklega í röðum þeirra sem nálgast eftirlaunaaldurinn. Gott og gilt er að fræða þá sem eldri eru um lífeyrismál en erfiðara er að ná til yngra fólks og þá hljótum við að horfa til skólakerfisins. Íslenskur nemandi í fagskóla í Osló sagði frá því að á lokaönninni hefðu norskir skólafélagar hans borið saman bækur sínar um atvinnutilboð eða starfssamninga þeirra í fyrirtækjum víða í Noregi. Það sem Íslendingnum þótti frásagnarvert var að skólafélagarnir ræddu miklu meira um eftirlaunakjör sem þeim byðust en krónurnar í launaumslögunum þegar þeir byrjuðu að vinna. Íslendingurinn var á heimleið og hafði fengið starf. Hann vissi hvert mánaðarkaupið væri en hafði enga hugmynd um lífeyrissjóði og eftirlaun og taldi sig hafa ævina alla til að kynna sér þá hluti. Þarna kristallast mismunandi viðhorf og hugsanlega líka mismunandi einkenni þjóða. Samtök fjármálafyrirtækja stofnuðu á sínum tíma fræðsluvettvanginn Fjármálavit til að stuðla að kennslu um fjármál í víðu samhengi í skólakerfinu og styðja kennara í því starfi sínu með námsefni og kennslugögnum. Landssamtök lífeyrissjóða eiga aðkomu að Fjármálaviti og eru þar með virkt afl í þeirri viðleitni að þrýsta á stjórnvöld landsins að koma fræðslu um fjármál í aðalnámskrá grunnskóla. Þannig verði fjármálalæsi kennt markvisst og skipulega alls staðar en ekki bara sums staðar og þá háð áhuga og áherslna viðkomandi stjórnenda og kennara. Fjármálalæsi er skilgreint sem geta til að lesa, greina, stjórna og fjalla um fjármálalega þætti sem hafa áhrif á efnahagslega velferð fólks. Hér er því margt undir en flest ef ekki allt í nálægð við okkur í daglegu lífi. Við erum að tala um viðfangsefni á borð við að meta verðgildi hluta, eyða, spara, kaupa, sóa, kostnað við heimilisrekstur, fatakaup, verðmyndun og gylliboð í auglýsingum. Við erum líka að tala um íbúðalán, lífeyrissjóðakerfið, verðtryggingu, verðbólgu, gengi, greiðslukort, rekstur bíls, bílalán og farsímarekstur. Fulltrúar Fjármálavits hittu á dögunum Ásmund Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, og embættismenn hans til að fjalla um fjármálalæsi og nauðsyn þess að taka það inn sem sjálfstæða grein í aðalnámskrá grunnskólans. Óhætt er að segja að sjónarmið Fjármálavits hafi fengið hljómgrunn á fundinum og málið er vonandi á hreyfingu enda kallar ungt fólk beinlínis eftir því að fá meiri fræðslu í þessum efnum. Niðurstaðan er sú að fulltrúar Fjármálavits hitti þá hópa sem vinna að endurskoðun aðalnámskrár á vegum ráðuneytis mennta- og barnamála. Við hljótum þá að gera ráð fyrir að brýnt erindi sé komið í farveg sem leiði til farsællar niðurstöðu. Sólveig Hjaltadóttir er verkefnastjóri og Þórey S. Þórðardóttir framkvæmdastjóri hjá Landssamtökum lífeyrissjóða.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar