Skipulagsmál á sjálfstýringu hjá meirihlutanum í Kópavogi Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar 28. september 2023 14:30 Það hefur sjálfsagt ekki farið fram hjá neinum samkomulagið sem bæjarstjóri Kópavogs gerði við fjárfesta um sölu á eigum Kópavogsbæjar án auglýsingar. Ástæðu þess segir bæjarstjóri vera þá að bæjarlandið tengist sameiginlegum bílakjallara og því sé ómögulegt að selja öðrum fasteignirnar. Hvað sem segja má um trúverðugleika þeirrar skýringar þá svarar hún ekki spurningunni um af hverju búið sé að blanda saman skipulagi bæjarlands og landi fjárfesta með þessum meinta ómöguleika. Haustið 2017 sendi fjárfestingafélagið Vinabyggð erindi til skipulagsráðs þar sem þeir kynna áform sín um að fá tvær til þrjár arkitektastofur til að koma með tillögu að deiliskipulagi. Áformin gerðu ráð fyrir að í samráði við „skipulagsdeild Kópavogsbæjar“ yrði ein tillaga valin og höfundi hennar falið að klára deiliskipulag til samþykktar, ekki væri um formlega samkeppni að ræða. Samhliða þessu erindi frá Vinabyggð 2017 var send kynning frá þeim þar sem fram kemur að til að unnt sé að ljúka málinu þurfi Hjálparsveit skáta að flytja og að þar geti Kópavogsbær aðstoðað. „Til þess að þetta gangi eftir þarf aðkomu Kópavogsbæjar með úthlutun á nýrri lóð og ættu allir aðilar að málinu að hagnast“ (orðrétt úr erindi Vinabyggðar). Lagt fram og kynnt, ekki samþykkt Erindi Vinabyggðar var þarna lagt fram og kynnt, ekki samþykkt. Á þessum tíma var undirrituð formaður skipulagsráðs og eftir að hafa kynnt mér vinnuteikningar sem fylgdu erindinu sendi ég bæjarstjóra tölvupóst með upplýsingum um að þarna væri gert ráð fyrir „brútal byggingarmagni“ sem ég myndi ekki samþykkja. Ekkert gerðist svo í málinu þar til ári seinna þegar nýr meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar tekur framhaldserindi frá Vinabyggð til skoðunar þar sem kynntar voru tillögur arkitektanna. Stuttu síðar er ein tillagnanna tekin til kynningar í ráðinu. Það er rétt að taka það sérstaklega fram að aftur var erindið hvorki samþykkt, né því synjað, eingöngu fór fram kynning á því. Forsvarsmenn Vinabyggðar létu það hins vegar ekki trufla sig nokkuð við áformin og héldu áfram að skipuleggja reit sem þeir áttu bara um helming af en Hjálpasveit Skáta átti hluta og Kópavogsbær hluta. Nú hafa bæði nýr bæjarstjóri og fjárfestar haldið því fram að ég hafi skipt um skoðun og hafi meiri áhuga á að fara í manninn en málið. Það er reyndar áhugavert að engin leið er að gera greinarmun á orðræðu nýja bæjarstjórans og fjárfestanna sem fengu fasteignirnar án útboðs. Fyrir þeim málflutningi er hins vegar ekki fótur fyrir. Þvert á móti. Ég er heldur ekki eina manneskjan sem hefur haft skoðun á því hvernig haldið hefur verið á málinu í stjórnkerfi Kópavogsbæjar. Forstjóri Skipulagsstofnunar til langs tíma, Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, sérfræðingur í skipulagsmálum, setur stórt spurningarmerki við stjórnsýslu Kópavogsbæjar og segist ekki þekkja dæmi um að einkaaðili taki upp á sitt einsdæmi og án samþykkis að vinna deiliskipulag á reit þar sem þriðji aðili er fasteignareigandi og sveitarfélagið sé lóðarhafi. „Þetta held ég að hljóti að vera mjög óvenjulegt fyrirkomulag, ef ekki einstakt“ er haft eftir fyrrum forstjóra Skipulagsstofunnar. Hún bætir við að lagabókstafurinn sé skýr um að ef einkaaðili eigi að fá heimild til að vinna deiliskipulagstillögu þurfi hann umboð bæjarins og samþykki bæjarstjórnar fyrir. Hvorugt lá fyrir í tilviki Vinabyggðar og verulega hafi skort á formfestu og skjalfestingu málsins. Því má segja að þarna sé um ræða óleyfisframkvæmd. Hinn meinti ómöguleiki er varðar sameiginlegan bílakjallara sem vísað er til af bæjarstjóra er svo einfaldlega sú staðreynd að fjárfestar, sem einhverra hluta vegna hafa ekki talið sig þurfa formlega afstöðu bæjarins, hafa nú rutt sér leið framhjá stjórnsýslu Kópavogsbæjar, án nokkurs viðnáms þeirra sem falin hefur verið hagsmunagæsla bæjarins og hafa nú fengið samþykki Sjálfstæðisflokks og Framsóknar fyrir deiliskipulagi með „brútal byggingarmagni“ sem inniheldur meðal annars þennan sameiginlega bílakjallara. Vinabyggð seldi fasteignir sínar á síðasta ári með þeim auknu byggingarheimildum sem birtast í hinu nýja deiliskipulagi, um 12.000 fermetrar, fyrir 1,5 milljarð króna. Kaupandinn er félagið Fjallasól. Kópavogsbær seldi sinn hluta til Fjallasólar einnig fyrir 1,5 milljarð króna en án auglýsingar. Hér hefur því markaðurinn skipulagt samfélagið sem okkur kjörnum fulltrúum er ætlað að gera. Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti Viðreisnar í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Theódóra S. Þorsteinsdóttir Kópavogur Skipulag Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Það hefur sjálfsagt ekki farið fram hjá neinum samkomulagið sem bæjarstjóri Kópavogs gerði við fjárfesta um sölu á eigum Kópavogsbæjar án auglýsingar. Ástæðu þess segir bæjarstjóri vera þá að bæjarlandið tengist sameiginlegum bílakjallara og því sé ómögulegt að selja öðrum fasteignirnar. Hvað sem segja má um trúverðugleika þeirrar skýringar þá svarar hún ekki spurningunni um af hverju búið sé að blanda saman skipulagi bæjarlands og landi fjárfesta með þessum meinta ómöguleika. Haustið 2017 sendi fjárfestingafélagið Vinabyggð erindi til skipulagsráðs þar sem þeir kynna áform sín um að fá tvær til þrjár arkitektastofur til að koma með tillögu að deiliskipulagi. Áformin gerðu ráð fyrir að í samráði við „skipulagsdeild Kópavogsbæjar“ yrði ein tillaga valin og höfundi hennar falið að klára deiliskipulag til samþykktar, ekki væri um formlega samkeppni að ræða. Samhliða þessu erindi frá Vinabyggð 2017 var send kynning frá þeim þar sem fram kemur að til að unnt sé að ljúka málinu þurfi Hjálparsveit skáta að flytja og að þar geti Kópavogsbær aðstoðað. „Til þess að þetta gangi eftir þarf aðkomu Kópavogsbæjar með úthlutun á nýrri lóð og ættu allir aðilar að málinu að hagnast“ (orðrétt úr erindi Vinabyggðar). Lagt fram og kynnt, ekki samþykkt Erindi Vinabyggðar var þarna lagt fram og kynnt, ekki samþykkt. Á þessum tíma var undirrituð formaður skipulagsráðs og eftir að hafa kynnt mér vinnuteikningar sem fylgdu erindinu sendi ég bæjarstjóra tölvupóst með upplýsingum um að þarna væri gert ráð fyrir „brútal byggingarmagni“ sem ég myndi ekki samþykkja. Ekkert gerðist svo í málinu þar til ári seinna þegar nýr meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar tekur framhaldserindi frá Vinabyggð til skoðunar þar sem kynntar voru tillögur arkitektanna. Stuttu síðar er ein tillagnanna tekin til kynningar í ráðinu. Það er rétt að taka það sérstaklega fram að aftur var erindið hvorki samþykkt, né því synjað, eingöngu fór fram kynning á því. Forsvarsmenn Vinabyggðar létu það hins vegar ekki trufla sig nokkuð við áformin og héldu áfram að skipuleggja reit sem þeir áttu bara um helming af en Hjálpasveit Skáta átti hluta og Kópavogsbær hluta. Nú hafa bæði nýr bæjarstjóri og fjárfestar haldið því fram að ég hafi skipt um skoðun og hafi meiri áhuga á að fara í manninn en málið. Það er reyndar áhugavert að engin leið er að gera greinarmun á orðræðu nýja bæjarstjórans og fjárfestanna sem fengu fasteignirnar án útboðs. Fyrir þeim málflutningi er hins vegar ekki fótur fyrir. Þvert á móti. Ég er heldur ekki eina manneskjan sem hefur haft skoðun á því hvernig haldið hefur verið á málinu í stjórnkerfi Kópavogsbæjar. Forstjóri Skipulagsstofnunar til langs tíma, Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, sérfræðingur í skipulagsmálum, setur stórt spurningarmerki við stjórnsýslu Kópavogsbæjar og segist ekki þekkja dæmi um að einkaaðili taki upp á sitt einsdæmi og án samþykkis að vinna deiliskipulag á reit þar sem þriðji aðili er fasteignareigandi og sveitarfélagið sé lóðarhafi. „Þetta held ég að hljóti að vera mjög óvenjulegt fyrirkomulag, ef ekki einstakt“ er haft eftir fyrrum forstjóra Skipulagsstofunnar. Hún bætir við að lagabókstafurinn sé skýr um að ef einkaaðili eigi að fá heimild til að vinna deiliskipulagstillögu þurfi hann umboð bæjarins og samþykki bæjarstjórnar fyrir. Hvorugt lá fyrir í tilviki Vinabyggðar og verulega hafi skort á formfestu og skjalfestingu málsins. Því má segja að þarna sé um ræða óleyfisframkvæmd. Hinn meinti ómöguleiki er varðar sameiginlegan bílakjallara sem vísað er til af bæjarstjóra er svo einfaldlega sú staðreynd að fjárfestar, sem einhverra hluta vegna hafa ekki talið sig þurfa formlega afstöðu bæjarins, hafa nú rutt sér leið framhjá stjórnsýslu Kópavogsbæjar, án nokkurs viðnáms þeirra sem falin hefur verið hagsmunagæsla bæjarins og hafa nú fengið samþykki Sjálfstæðisflokks og Framsóknar fyrir deiliskipulagi með „brútal byggingarmagni“ sem inniheldur meðal annars þennan sameiginlega bílakjallara. Vinabyggð seldi fasteignir sínar á síðasta ári með þeim auknu byggingarheimildum sem birtast í hinu nýja deiliskipulagi, um 12.000 fermetrar, fyrir 1,5 milljarð króna. Kaupandinn er félagið Fjallasól. Kópavogsbær seldi sinn hluta til Fjallasólar einnig fyrir 1,5 milljarð króna en án auglýsingar. Hér hefur því markaðurinn skipulagt samfélagið sem okkur kjörnum fulltrúum er ætlað að gera. Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti Viðreisnar í Kópavogi.
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar