Skipulagsmál á sjálfstýringu hjá meirihlutanum í Kópavogi Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar 28. september 2023 14:30 Það hefur sjálfsagt ekki farið fram hjá neinum samkomulagið sem bæjarstjóri Kópavogs gerði við fjárfesta um sölu á eigum Kópavogsbæjar án auglýsingar. Ástæðu þess segir bæjarstjóri vera þá að bæjarlandið tengist sameiginlegum bílakjallara og því sé ómögulegt að selja öðrum fasteignirnar. Hvað sem segja má um trúverðugleika þeirrar skýringar þá svarar hún ekki spurningunni um af hverju búið sé að blanda saman skipulagi bæjarlands og landi fjárfesta með þessum meinta ómöguleika. Haustið 2017 sendi fjárfestingafélagið Vinabyggð erindi til skipulagsráðs þar sem þeir kynna áform sín um að fá tvær til þrjár arkitektastofur til að koma með tillögu að deiliskipulagi. Áformin gerðu ráð fyrir að í samráði við „skipulagsdeild Kópavogsbæjar“ yrði ein tillaga valin og höfundi hennar falið að klára deiliskipulag til samþykktar, ekki væri um formlega samkeppni að ræða. Samhliða þessu erindi frá Vinabyggð 2017 var send kynning frá þeim þar sem fram kemur að til að unnt sé að ljúka málinu þurfi Hjálparsveit skáta að flytja og að þar geti Kópavogsbær aðstoðað. „Til þess að þetta gangi eftir þarf aðkomu Kópavogsbæjar með úthlutun á nýrri lóð og ættu allir aðilar að málinu að hagnast“ (orðrétt úr erindi Vinabyggðar). Lagt fram og kynnt, ekki samþykkt Erindi Vinabyggðar var þarna lagt fram og kynnt, ekki samþykkt. Á þessum tíma var undirrituð formaður skipulagsráðs og eftir að hafa kynnt mér vinnuteikningar sem fylgdu erindinu sendi ég bæjarstjóra tölvupóst með upplýsingum um að þarna væri gert ráð fyrir „brútal byggingarmagni“ sem ég myndi ekki samþykkja. Ekkert gerðist svo í málinu þar til ári seinna þegar nýr meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar tekur framhaldserindi frá Vinabyggð til skoðunar þar sem kynntar voru tillögur arkitektanna. Stuttu síðar er ein tillagnanna tekin til kynningar í ráðinu. Það er rétt að taka það sérstaklega fram að aftur var erindið hvorki samþykkt, né því synjað, eingöngu fór fram kynning á því. Forsvarsmenn Vinabyggðar létu það hins vegar ekki trufla sig nokkuð við áformin og héldu áfram að skipuleggja reit sem þeir áttu bara um helming af en Hjálpasveit Skáta átti hluta og Kópavogsbær hluta. Nú hafa bæði nýr bæjarstjóri og fjárfestar haldið því fram að ég hafi skipt um skoðun og hafi meiri áhuga á að fara í manninn en málið. Það er reyndar áhugavert að engin leið er að gera greinarmun á orðræðu nýja bæjarstjórans og fjárfestanna sem fengu fasteignirnar án útboðs. Fyrir þeim málflutningi er hins vegar ekki fótur fyrir. Þvert á móti. Ég er heldur ekki eina manneskjan sem hefur haft skoðun á því hvernig haldið hefur verið á málinu í stjórnkerfi Kópavogsbæjar. Forstjóri Skipulagsstofnunar til langs tíma, Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, sérfræðingur í skipulagsmálum, setur stórt spurningarmerki við stjórnsýslu Kópavogsbæjar og segist ekki þekkja dæmi um að einkaaðili taki upp á sitt einsdæmi og án samþykkis að vinna deiliskipulag á reit þar sem þriðji aðili er fasteignareigandi og sveitarfélagið sé lóðarhafi. „Þetta held ég að hljóti að vera mjög óvenjulegt fyrirkomulag, ef ekki einstakt“ er haft eftir fyrrum forstjóra Skipulagsstofunnar. Hún bætir við að lagabókstafurinn sé skýr um að ef einkaaðili eigi að fá heimild til að vinna deiliskipulagstillögu þurfi hann umboð bæjarins og samþykki bæjarstjórnar fyrir. Hvorugt lá fyrir í tilviki Vinabyggðar og verulega hafi skort á formfestu og skjalfestingu málsins. Því má segja að þarna sé um ræða óleyfisframkvæmd. Hinn meinti ómöguleiki er varðar sameiginlegan bílakjallara sem vísað er til af bæjarstjóra er svo einfaldlega sú staðreynd að fjárfestar, sem einhverra hluta vegna hafa ekki talið sig þurfa formlega afstöðu bæjarins, hafa nú rutt sér leið framhjá stjórnsýslu Kópavogsbæjar, án nokkurs viðnáms þeirra sem falin hefur verið hagsmunagæsla bæjarins og hafa nú fengið samþykki Sjálfstæðisflokks og Framsóknar fyrir deiliskipulagi með „brútal byggingarmagni“ sem inniheldur meðal annars þennan sameiginlega bílakjallara. Vinabyggð seldi fasteignir sínar á síðasta ári með þeim auknu byggingarheimildum sem birtast í hinu nýja deiliskipulagi, um 12.000 fermetrar, fyrir 1,5 milljarð króna. Kaupandinn er félagið Fjallasól. Kópavogsbær seldi sinn hluta til Fjallasólar einnig fyrir 1,5 milljarð króna en án auglýsingar. Hér hefur því markaðurinn skipulagt samfélagið sem okkur kjörnum fulltrúum er ætlað að gera. Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti Viðreisnar í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Theódóra S. Þorsteinsdóttir Kópavogur Skipulag Mest lesið Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Það hefur sjálfsagt ekki farið fram hjá neinum samkomulagið sem bæjarstjóri Kópavogs gerði við fjárfesta um sölu á eigum Kópavogsbæjar án auglýsingar. Ástæðu þess segir bæjarstjóri vera þá að bæjarlandið tengist sameiginlegum bílakjallara og því sé ómögulegt að selja öðrum fasteignirnar. Hvað sem segja má um trúverðugleika þeirrar skýringar þá svarar hún ekki spurningunni um af hverju búið sé að blanda saman skipulagi bæjarlands og landi fjárfesta með þessum meinta ómöguleika. Haustið 2017 sendi fjárfestingafélagið Vinabyggð erindi til skipulagsráðs þar sem þeir kynna áform sín um að fá tvær til þrjár arkitektastofur til að koma með tillögu að deiliskipulagi. Áformin gerðu ráð fyrir að í samráði við „skipulagsdeild Kópavogsbæjar“ yrði ein tillaga valin og höfundi hennar falið að klára deiliskipulag til samþykktar, ekki væri um formlega samkeppni að ræða. Samhliða þessu erindi frá Vinabyggð 2017 var send kynning frá þeim þar sem fram kemur að til að unnt sé að ljúka málinu þurfi Hjálparsveit skáta að flytja og að þar geti Kópavogsbær aðstoðað. „Til þess að þetta gangi eftir þarf aðkomu Kópavogsbæjar með úthlutun á nýrri lóð og ættu allir aðilar að málinu að hagnast“ (orðrétt úr erindi Vinabyggðar). Lagt fram og kynnt, ekki samþykkt Erindi Vinabyggðar var þarna lagt fram og kynnt, ekki samþykkt. Á þessum tíma var undirrituð formaður skipulagsráðs og eftir að hafa kynnt mér vinnuteikningar sem fylgdu erindinu sendi ég bæjarstjóra tölvupóst með upplýsingum um að þarna væri gert ráð fyrir „brútal byggingarmagni“ sem ég myndi ekki samþykkja. Ekkert gerðist svo í málinu þar til ári seinna þegar nýr meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar tekur framhaldserindi frá Vinabyggð til skoðunar þar sem kynntar voru tillögur arkitektanna. Stuttu síðar er ein tillagnanna tekin til kynningar í ráðinu. Það er rétt að taka það sérstaklega fram að aftur var erindið hvorki samþykkt, né því synjað, eingöngu fór fram kynning á því. Forsvarsmenn Vinabyggðar létu það hins vegar ekki trufla sig nokkuð við áformin og héldu áfram að skipuleggja reit sem þeir áttu bara um helming af en Hjálpasveit Skáta átti hluta og Kópavogsbær hluta. Nú hafa bæði nýr bæjarstjóri og fjárfestar haldið því fram að ég hafi skipt um skoðun og hafi meiri áhuga á að fara í manninn en málið. Það er reyndar áhugavert að engin leið er að gera greinarmun á orðræðu nýja bæjarstjórans og fjárfestanna sem fengu fasteignirnar án útboðs. Fyrir þeim málflutningi er hins vegar ekki fótur fyrir. Þvert á móti. Ég er heldur ekki eina manneskjan sem hefur haft skoðun á því hvernig haldið hefur verið á málinu í stjórnkerfi Kópavogsbæjar. Forstjóri Skipulagsstofnunar til langs tíma, Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, sérfræðingur í skipulagsmálum, setur stórt spurningarmerki við stjórnsýslu Kópavogsbæjar og segist ekki þekkja dæmi um að einkaaðili taki upp á sitt einsdæmi og án samþykkis að vinna deiliskipulag á reit þar sem þriðji aðili er fasteignareigandi og sveitarfélagið sé lóðarhafi. „Þetta held ég að hljóti að vera mjög óvenjulegt fyrirkomulag, ef ekki einstakt“ er haft eftir fyrrum forstjóra Skipulagsstofunnar. Hún bætir við að lagabókstafurinn sé skýr um að ef einkaaðili eigi að fá heimild til að vinna deiliskipulagstillögu þurfi hann umboð bæjarins og samþykki bæjarstjórnar fyrir. Hvorugt lá fyrir í tilviki Vinabyggðar og verulega hafi skort á formfestu og skjalfestingu málsins. Því má segja að þarna sé um ræða óleyfisframkvæmd. Hinn meinti ómöguleiki er varðar sameiginlegan bílakjallara sem vísað er til af bæjarstjóra er svo einfaldlega sú staðreynd að fjárfestar, sem einhverra hluta vegna hafa ekki talið sig þurfa formlega afstöðu bæjarins, hafa nú rutt sér leið framhjá stjórnsýslu Kópavogsbæjar, án nokkurs viðnáms þeirra sem falin hefur verið hagsmunagæsla bæjarins og hafa nú fengið samþykki Sjálfstæðisflokks og Framsóknar fyrir deiliskipulagi með „brútal byggingarmagni“ sem inniheldur meðal annars þennan sameiginlega bílakjallara. Vinabyggð seldi fasteignir sínar á síðasta ári með þeim auknu byggingarheimildum sem birtast í hinu nýja deiliskipulagi, um 12.000 fermetrar, fyrir 1,5 milljarð króna. Kaupandinn er félagið Fjallasól. Kópavogsbær seldi sinn hluta til Fjallasólar einnig fyrir 1,5 milljarð króna en án auglýsingar. Hér hefur því markaðurinn skipulagt samfélagið sem okkur kjörnum fulltrúum er ætlað að gera. Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti Viðreisnar í Kópavogi.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun