Skipulagsmál á sjálfstýringu hjá meirihlutanum í Kópavogi Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar 28. september 2023 14:30 Það hefur sjálfsagt ekki farið fram hjá neinum samkomulagið sem bæjarstjóri Kópavogs gerði við fjárfesta um sölu á eigum Kópavogsbæjar án auglýsingar. Ástæðu þess segir bæjarstjóri vera þá að bæjarlandið tengist sameiginlegum bílakjallara og því sé ómögulegt að selja öðrum fasteignirnar. Hvað sem segja má um trúverðugleika þeirrar skýringar þá svarar hún ekki spurningunni um af hverju búið sé að blanda saman skipulagi bæjarlands og landi fjárfesta með þessum meinta ómöguleika. Haustið 2017 sendi fjárfestingafélagið Vinabyggð erindi til skipulagsráðs þar sem þeir kynna áform sín um að fá tvær til þrjár arkitektastofur til að koma með tillögu að deiliskipulagi. Áformin gerðu ráð fyrir að í samráði við „skipulagsdeild Kópavogsbæjar“ yrði ein tillaga valin og höfundi hennar falið að klára deiliskipulag til samþykktar, ekki væri um formlega samkeppni að ræða. Samhliða þessu erindi frá Vinabyggð 2017 var send kynning frá þeim þar sem fram kemur að til að unnt sé að ljúka málinu þurfi Hjálparsveit skáta að flytja og að þar geti Kópavogsbær aðstoðað. „Til þess að þetta gangi eftir þarf aðkomu Kópavogsbæjar með úthlutun á nýrri lóð og ættu allir aðilar að málinu að hagnast“ (orðrétt úr erindi Vinabyggðar). Lagt fram og kynnt, ekki samþykkt Erindi Vinabyggðar var þarna lagt fram og kynnt, ekki samþykkt. Á þessum tíma var undirrituð formaður skipulagsráðs og eftir að hafa kynnt mér vinnuteikningar sem fylgdu erindinu sendi ég bæjarstjóra tölvupóst með upplýsingum um að þarna væri gert ráð fyrir „brútal byggingarmagni“ sem ég myndi ekki samþykkja. Ekkert gerðist svo í málinu þar til ári seinna þegar nýr meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar tekur framhaldserindi frá Vinabyggð til skoðunar þar sem kynntar voru tillögur arkitektanna. Stuttu síðar er ein tillagnanna tekin til kynningar í ráðinu. Það er rétt að taka það sérstaklega fram að aftur var erindið hvorki samþykkt, né því synjað, eingöngu fór fram kynning á því. Forsvarsmenn Vinabyggðar létu það hins vegar ekki trufla sig nokkuð við áformin og héldu áfram að skipuleggja reit sem þeir áttu bara um helming af en Hjálpasveit Skáta átti hluta og Kópavogsbær hluta. Nú hafa bæði nýr bæjarstjóri og fjárfestar haldið því fram að ég hafi skipt um skoðun og hafi meiri áhuga á að fara í manninn en málið. Það er reyndar áhugavert að engin leið er að gera greinarmun á orðræðu nýja bæjarstjórans og fjárfestanna sem fengu fasteignirnar án útboðs. Fyrir þeim málflutningi er hins vegar ekki fótur fyrir. Þvert á móti. Ég er heldur ekki eina manneskjan sem hefur haft skoðun á því hvernig haldið hefur verið á málinu í stjórnkerfi Kópavogsbæjar. Forstjóri Skipulagsstofnunar til langs tíma, Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, sérfræðingur í skipulagsmálum, setur stórt spurningarmerki við stjórnsýslu Kópavogsbæjar og segist ekki þekkja dæmi um að einkaaðili taki upp á sitt einsdæmi og án samþykkis að vinna deiliskipulag á reit þar sem þriðji aðili er fasteignareigandi og sveitarfélagið sé lóðarhafi. „Þetta held ég að hljóti að vera mjög óvenjulegt fyrirkomulag, ef ekki einstakt“ er haft eftir fyrrum forstjóra Skipulagsstofunnar. Hún bætir við að lagabókstafurinn sé skýr um að ef einkaaðili eigi að fá heimild til að vinna deiliskipulagstillögu þurfi hann umboð bæjarins og samþykki bæjarstjórnar fyrir. Hvorugt lá fyrir í tilviki Vinabyggðar og verulega hafi skort á formfestu og skjalfestingu málsins. Því má segja að þarna sé um ræða óleyfisframkvæmd. Hinn meinti ómöguleiki er varðar sameiginlegan bílakjallara sem vísað er til af bæjarstjóra er svo einfaldlega sú staðreynd að fjárfestar, sem einhverra hluta vegna hafa ekki talið sig þurfa formlega afstöðu bæjarins, hafa nú rutt sér leið framhjá stjórnsýslu Kópavogsbæjar, án nokkurs viðnáms þeirra sem falin hefur verið hagsmunagæsla bæjarins og hafa nú fengið samþykki Sjálfstæðisflokks og Framsóknar fyrir deiliskipulagi með „brútal byggingarmagni“ sem inniheldur meðal annars þennan sameiginlega bílakjallara. Vinabyggð seldi fasteignir sínar á síðasta ári með þeim auknu byggingarheimildum sem birtast í hinu nýja deiliskipulagi, um 12.000 fermetrar, fyrir 1,5 milljarð króna. Kaupandinn er félagið Fjallasól. Kópavogsbær seldi sinn hluta til Fjallasólar einnig fyrir 1,5 milljarð króna en án auglýsingar. Hér hefur því markaðurinn skipulagt samfélagið sem okkur kjörnum fulltrúum er ætlað að gera. Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti Viðreisnar í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Theódóra S. Þorsteinsdóttir Kópavogur Skipulag Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Það hefur sjálfsagt ekki farið fram hjá neinum samkomulagið sem bæjarstjóri Kópavogs gerði við fjárfesta um sölu á eigum Kópavogsbæjar án auglýsingar. Ástæðu þess segir bæjarstjóri vera þá að bæjarlandið tengist sameiginlegum bílakjallara og því sé ómögulegt að selja öðrum fasteignirnar. Hvað sem segja má um trúverðugleika þeirrar skýringar þá svarar hún ekki spurningunni um af hverju búið sé að blanda saman skipulagi bæjarlands og landi fjárfesta með þessum meinta ómöguleika. Haustið 2017 sendi fjárfestingafélagið Vinabyggð erindi til skipulagsráðs þar sem þeir kynna áform sín um að fá tvær til þrjár arkitektastofur til að koma með tillögu að deiliskipulagi. Áformin gerðu ráð fyrir að í samráði við „skipulagsdeild Kópavogsbæjar“ yrði ein tillaga valin og höfundi hennar falið að klára deiliskipulag til samþykktar, ekki væri um formlega samkeppni að ræða. Samhliða þessu erindi frá Vinabyggð 2017 var send kynning frá þeim þar sem fram kemur að til að unnt sé að ljúka málinu þurfi Hjálparsveit skáta að flytja og að þar geti Kópavogsbær aðstoðað. „Til þess að þetta gangi eftir þarf aðkomu Kópavogsbæjar með úthlutun á nýrri lóð og ættu allir aðilar að málinu að hagnast“ (orðrétt úr erindi Vinabyggðar). Lagt fram og kynnt, ekki samþykkt Erindi Vinabyggðar var þarna lagt fram og kynnt, ekki samþykkt. Á þessum tíma var undirrituð formaður skipulagsráðs og eftir að hafa kynnt mér vinnuteikningar sem fylgdu erindinu sendi ég bæjarstjóra tölvupóst með upplýsingum um að þarna væri gert ráð fyrir „brútal byggingarmagni“ sem ég myndi ekki samþykkja. Ekkert gerðist svo í málinu þar til ári seinna þegar nýr meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar tekur framhaldserindi frá Vinabyggð til skoðunar þar sem kynntar voru tillögur arkitektanna. Stuttu síðar er ein tillagnanna tekin til kynningar í ráðinu. Það er rétt að taka það sérstaklega fram að aftur var erindið hvorki samþykkt, né því synjað, eingöngu fór fram kynning á því. Forsvarsmenn Vinabyggðar létu það hins vegar ekki trufla sig nokkuð við áformin og héldu áfram að skipuleggja reit sem þeir áttu bara um helming af en Hjálpasveit Skáta átti hluta og Kópavogsbær hluta. Nú hafa bæði nýr bæjarstjóri og fjárfestar haldið því fram að ég hafi skipt um skoðun og hafi meiri áhuga á að fara í manninn en málið. Það er reyndar áhugavert að engin leið er að gera greinarmun á orðræðu nýja bæjarstjórans og fjárfestanna sem fengu fasteignirnar án útboðs. Fyrir þeim málflutningi er hins vegar ekki fótur fyrir. Þvert á móti. Ég er heldur ekki eina manneskjan sem hefur haft skoðun á því hvernig haldið hefur verið á málinu í stjórnkerfi Kópavogsbæjar. Forstjóri Skipulagsstofnunar til langs tíma, Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, sérfræðingur í skipulagsmálum, setur stórt spurningarmerki við stjórnsýslu Kópavogsbæjar og segist ekki þekkja dæmi um að einkaaðili taki upp á sitt einsdæmi og án samþykkis að vinna deiliskipulag á reit þar sem þriðji aðili er fasteignareigandi og sveitarfélagið sé lóðarhafi. „Þetta held ég að hljóti að vera mjög óvenjulegt fyrirkomulag, ef ekki einstakt“ er haft eftir fyrrum forstjóra Skipulagsstofunnar. Hún bætir við að lagabókstafurinn sé skýr um að ef einkaaðili eigi að fá heimild til að vinna deiliskipulagstillögu þurfi hann umboð bæjarins og samþykki bæjarstjórnar fyrir. Hvorugt lá fyrir í tilviki Vinabyggðar og verulega hafi skort á formfestu og skjalfestingu málsins. Því má segja að þarna sé um ræða óleyfisframkvæmd. Hinn meinti ómöguleiki er varðar sameiginlegan bílakjallara sem vísað er til af bæjarstjóra er svo einfaldlega sú staðreynd að fjárfestar, sem einhverra hluta vegna hafa ekki talið sig þurfa formlega afstöðu bæjarins, hafa nú rutt sér leið framhjá stjórnsýslu Kópavogsbæjar, án nokkurs viðnáms þeirra sem falin hefur verið hagsmunagæsla bæjarins og hafa nú fengið samþykki Sjálfstæðisflokks og Framsóknar fyrir deiliskipulagi með „brútal byggingarmagni“ sem inniheldur meðal annars þennan sameiginlega bílakjallara. Vinabyggð seldi fasteignir sínar á síðasta ári með þeim auknu byggingarheimildum sem birtast í hinu nýja deiliskipulagi, um 12.000 fermetrar, fyrir 1,5 milljarð króna. Kaupandinn er félagið Fjallasól. Kópavogsbær seldi sinn hluta til Fjallasólar einnig fyrir 1,5 milljarð króna en án auglýsingar. Hér hefur því markaðurinn skipulagt samfélagið sem okkur kjörnum fulltrúum er ætlað að gera. Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti Viðreisnar í Kópavogi.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar