Áskorun til borgarstjóra og bæjarstjóra Kópavogs Sigurður Gylfi Magnússon skrifar 27. september 2023 10:30 Hinn 7. mars 2023 tók Borgarstjórn þá örlagaríku ákvörðun að loka Borgarskjalasafni. Sú ákvörðun kom langflestum Reykvíkingum í opna skjöldu og óhætt er að segja að vísindafólk í hug- og félagsvísindum hafi verið felmtri slegið. Þýðing Borgarskjalasafnsins fyrir lýðræði og rannsóknir í landinu var þessum hópi nefnilega fullkomlega ljós og að leggja safn af þessu tagi niður var í hugum flestra eiginlegt menningarslys. Viðbrögðin voru líka afdráttarlaus þar sem ákvörðunin hafði greinilega komið mörgum í mikið uppnám. Fjölmargir stukku fram og tjáðu sig um gjörninginn á ýmsum rafrænum miðlum, greinar voru birtar í fjölmiðlum og efnt var til opinbers fundar á vegum Sagnfræðingafélags Íslands sem fjölmargir sóttu í Þjóðabókhlöðunni. Þetta gerðist allt á útmánuðum eftir að niðurstaða Borgarstjórnar lág fyrir og eftir að svipuð ákvörðun bæjarstjórnar Kópavogs að leggja niður hið rismikla héraðsskjalasafn sem tilheyrði bænum var tekin. Þeir sem tjáðu sig voru á einu máli um að gjörðir Borgarstjóra, Dags B. Eggertssonar og Ásdísar Kristjánsdóttur, bæjarstjóra Kópavogs myndu hafa alvarlegar afleiðingar fyrir lýðræðisumræðu í landinu. Þegnar landsins ættu mun erfiðara með að nálgast mikilvægar upplýsingar sem til dæmis tengdust ákvörðunum sem þetta sama fólk tæki í nafni síns embættis. Það að flytja gögn úr sínu nærumhverfi og í miðlæga stofnun eins og Þjóðskjalasafn Íslands myndi skerða stórkostlega möguleika fólks til að fylgja málum eftir. Þrátt fyrir alla þessa gagnrýnu umræðu þá heyrðist ekki hljóð úr horni – hvork hósti né stuna frá þeim sem tóku þessar óheilla ákvarðanir; það var eins og hugmyndin væri að þegja málið í hel, láta það blása hjá með þeirri gagnrýni sem kynni að koma fram. Nú í haust tók hópur vísindamanna sig saman og bjó til umræðuvettvang á vegum Miðstöðvar einsögurannsókna við Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands og í samvinnu við Þjóðminjasafn Íslands til að glíma við spurninguna Eru söfn einhvers virði? Vikulega á föstudögum milli kl. 12–13 í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins hefur fjölbreyttur hópur fræðimanna skeggrætt frá því í lok ágústmánaðar ofangreinda spurningu frá ýmsum hliðum. Sú umræða mun halda áfram fram í desember en fundirnir eru öllum opnir. Óhætt er að fullyrða að ákveðinn samhljóm er að finna hjá fyrirlesurum þess efnis að söfn eins og Borgarskjalasafnið og hérðasskjalasafn Kópavogs séu þýðingarmiklar lýðræðisstofnanir, ekki aðeins fyrir vísindaheiminn heldur ekki síður fyrir almenning í landinu. Nútímasamfélag byggist nefnilega á gegnsæi og opnum aðgangi að gjörðum kjörinna fulltrúa. Þegnar þjóðfélagsins þurfa að hafa greiðan aðgang að opinberum skjölum sem snerta þá sjálfa sem og efni sem tengist þýðingarmiklum samfélagsmálum. Þó að fólkið í landinu leggi ekki daglega leið sín í safn eins og Borgarskjalasafnið þá er vissan um tilurð þess ákveðin trygging fyrir því að við búum í opnu og lýðræðislegu samfélagi. Með lokun þessara menningahreiðra erum við að sverja okkur í ætt við einræðisríki sem keppast við að halda upplýsingum frá almenningi. Hafa verður í huga að héraðsskjalasöfn, hvar í sveit sem þau eru sett, leita allra leiða til að hafa uppi á einkaskjölum fólks, hinum svonefndu persónulegu heimildum, sem hafa fengið sífellt meira vægi innan vísindanna á undanförnum áratugum. Hætt er við að slíkt efni lendi í glatkistum almennings ef tenging héraðsskjalasafnana við nærsamfélagið rofnar. Rökin gegn lokun þessara miklvægu lýðræðis- og menningastofnanna eru vægast sagt veigamikil. Af þeim sökum vil ég skora á Borgarstjóra og bæjarstjóra Kópavogs að endurskoða ákvarðanir sínar og hætta við lokun safnana tveggja. Ég og fleiri óttumst að sveitastjórnir um allt landa sem búa svo vel að hafa yfir að ráða héraðsskjalasöfnum hugsi nú sitt ráð og freistist til að fara að fordæmi ofangreindra stjórnmálamanna sunnan heiða. Við viljum af þeim sökum hvetja alþingismenn til að stíga fram og skerpa á safnalögum þannig að tryggt sé að héraðsskjalsöfn séu að finna hið minnsta í öllum kjördæmum landsins, þar á meðal eitt í Reykjavík. Ef ávörðun þessarar tveggja stjórnmálamanna verður ekki hnekkt þá er hætt á að mikill skaði verði skeður sem reynist óbætanlegur um aldur og ævi. Höfundur er prófessor í menningarsögu við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lokun Borgarskjalasafns Reykjavík Kópavogur Menning Söfn Mest lesið Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Hinn 7. mars 2023 tók Borgarstjórn þá örlagaríku ákvörðun að loka Borgarskjalasafni. Sú ákvörðun kom langflestum Reykvíkingum í opna skjöldu og óhætt er að segja að vísindafólk í hug- og félagsvísindum hafi verið felmtri slegið. Þýðing Borgarskjalasafnsins fyrir lýðræði og rannsóknir í landinu var þessum hópi nefnilega fullkomlega ljós og að leggja safn af þessu tagi niður var í hugum flestra eiginlegt menningarslys. Viðbrögðin voru líka afdráttarlaus þar sem ákvörðunin hafði greinilega komið mörgum í mikið uppnám. Fjölmargir stukku fram og tjáðu sig um gjörninginn á ýmsum rafrænum miðlum, greinar voru birtar í fjölmiðlum og efnt var til opinbers fundar á vegum Sagnfræðingafélags Íslands sem fjölmargir sóttu í Þjóðabókhlöðunni. Þetta gerðist allt á útmánuðum eftir að niðurstaða Borgarstjórnar lág fyrir og eftir að svipuð ákvörðun bæjarstjórnar Kópavogs að leggja niður hið rismikla héraðsskjalasafn sem tilheyrði bænum var tekin. Þeir sem tjáðu sig voru á einu máli um að gjörðir Borgarstjóra, Dags B. Eggertssonar og Ásdísar Kristjánsdóttur, bæjarstjóra Kópavogs myndu hafa alvarlegar afleiðingar fyrir lýðræðisumræðu í landinu. Þegnar landsins ættu mun erfiðara með að nálgast mikilvægar upplýsingar sem til dæmis tengdust ákvörðunum sem þetta sama fólk tæki í nafni síns embættis. Það að flytja gögn úr sínu nærumhverfi og í miðlæga stofnun eins og Þjóðskjalasafn Íslands myndi skerða stórkostlega möguleika fólks til að fylgja málum eftir. Þrátt fyrir alla þessa gagnrýnu umræðu þá heyrðist ekki hljóð úr horni – hvork hósti né stuna frá þeim sem tóku þessar óheilla ákvarðanir; það var eins og hugmyndin væri að þegja málið í hel, láta það blása hjá með þeirri gagnrýni sem kynni að koma fram. Nú í haust tók hópur vísindamanna sig saman og bjó til umræðuvettvang á vegum Miðstöðvar einsögurannsókna við Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands og í samvinnu við Þjóðminjasafn Íslands til að glíma við spurninguna Eru söfn einhvers virði? Vikulega á föstudögum milli kl. 12–13 í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins hefur fjölbreyttur hópur fræðimanna skeggrætt frá því í lok ágústmánaðar ofangreinda spurningu frá ýmsum hliðum. Sú umræða mun halda áfram fram í desember en fundirnir eru öllum opnir. Óhætt er að fullyrða að ákveðinn samhljóm er að finna hjá fyrirlesurum þess efnis að söfn eins og Borgarskjalasafnið og hérðasskjalasafn Kópavogs séu þýðingarmiklar lýðræðisstofnanir, ekki aðeins fyrir vísindaheiminn heldur ekki síður fyrir almenning í landinu. Nútímasamfélag byggist nefnilega á gegnsæi og opnum aðgangi að gjörðum kjörinna fulltrúa. Þegnar þjóðfélagsins þurfa að hafa greiðan aðgang að opinberum skjölum sem snerta þá sjálfa sem og efni sem tengist þýðingarmiklum samfélagsmálum. Þó að fólkið í landinu leggi ekki daglega leið sín í safn eins og Borgarskjalasafnið þá er vissan um tilurð þess ákveðin trygging fyrir því að við búum í opnu og lýðræðislegu samfélagi. Með lokun þessara menningahreiðra erum við að sverja okkur í ætt við einræðisríki sem keppast við að halda upplýsingum frá almenningi. Hafa verður í huga að héraðsskjalasöfn, hvar í sveit sem þau eru sett, leita allra leiða til að hafa uppi á einkaskjölum fólks, hinum svonefndu persónulegu heimildum, sem hafa fengið sífellt meira vægi innan vísindanna á undanförnum áratugum. Hætt er við að slíkt efni lendi í glatkistum almennings ef tenging héraðsskjalasafnana við nærsamfélagið rofnar. Rökin gegn lokun þessara miklvægu lýðræðis- og menningastofnanna eru vægast sagt veigamikil. Af þeim sökum vil ég skora á Borgarstjóra og bæjarstjóra Kópavogs að endurskoða ákvarðanir sínar og hætta við lokun safnana tveggja. Ég og fleiri óttumst að sveitastjórnir um allt landa sem búa svo vel að hafa yfir að ráða héraðsskjalasöfnum hugsi nú sitt ráð og freistist til að fara að fordæmi ofangreindra stjórnmálamanna sunnan heiða. Við viljum af þeim sökum hvetja alþingismenn til að stíga fram og skerpa á safnalögum þannig að tryggt sé að héraðsskjalsöfn séu að finna hið minnsta í öllum kjördæmum landsins, þar á meðal eitt í Reykjavík. Ef ávörðun þessarar tveggja stjórnmálamanna verður ekki hnekkt þá er hætt á að mikill skaði verði skeður sem reynist óbætanlegur um aldur og ævi. Höfundur er prófessor í menningarsögu við Háskóla Íslands.
Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun