Lygarinn, ég? Jón Ármann Steinsson skrifar 26. september 2023 15:00 Það er óþægilegt að vera kallaður lygari. Fréttir um meintan kennslastuld ICELANDIA urðu Birni Ragnarssyni forstjóra Kynnisferða tilefni til að koma með eftirfarandi yfirlýsingu um mig: „Kynnisferðir hafa aldrei komið fram undir firmaheitinu ICELANDIA hf eða ICELANDIA ehf, heldur aðeins notað það sem vörumerki til auðkenningar á starfsemi sinni. Við vísum því öllum aðdróttunum og ásökunum Jóns Ármanns til föðurhúsanna.“ Ég fór að gúgla og hér eru nokkrar perlur úr fréttatilkynningum ICELANDIA (lesist Kynnisferða). Athugið að Kynnisferðir áttu hvorki skráð firmanafn né skráð vörumerki þegar þessar yfirlýsingar birtust í fjölmiðlum. Mbl 13.07.2022: „Stjórnarformaður ICELANDIA er Jón Benediktsson, sem hefur verið stjórnarformaður Kynnisferða frá árinu 2017 og stjórnarmaður frá árinu 2015.” Okei, Jón er orðinn stjórnarformaður vörumerkis ofan á önnur stjórnarstörf sem hann hefur gegnt síðan 2017. Viðskiptablaðið, 17.05.2022: „Kynnisferðir verða ICELANDIA” Er verið að breyta vörumerkinu Kynnisferðir yfir í vörumerkið ICELANDIA? Meginefni fréttarinnar er: „Samstæða fyrirtækjanna Reykjavik Excursions/Kynnisferða, Icelandic Mountain Guides, Iceland Rovers, Dive.is auk starfsemi Flybus hefur fengið nafnið Icelandia.“ Hér er bland í poka vörumerkja og firmanafna. Dive.is er hvorki firmanafn né vörumerki. Flybus er vörumerki og hér hefur „starfsemin“ fengið nafnið ICELANDIA. Samstæðan líka. Nota bene, samstæða fyrirtækja er orðfæri upp úr firmalögum, þ.e móðurfyrirtæki og dótturfyrirtæki, sem stundum var kallað „group“ fyrir hrun. Þeir hugsa stórt þessir - eh, um vörumerkið sem þeir eiga ekki, meina ég. Vörumerkjasamstæða? Visir.is, 17.05.22: „Fyrirtæki ICELANDIA eiga sér langa sögu í íslenskri ferðaþjónustu en Kynnisferðir (e. Reykjavik Excursions) er eitt elsta ferðaþjónustu fyrirtæki landsins…” Vúps. Innsláttarvilla? Þarna átti auðvitað að standa „vörumerki ICELANDIA”. Visir.is, 17.05.22: „ICELANDIA er einnig umboðsaðili Enterprise Rent-a-car bílaleigunnar…” Samkvæmt Birni þá er hér óskráð vörumerki umboðsaðili erlends vörumerkisins.Veit Enterprise þetta fyrirkomulag og eru þeir bara sáttir? Visir.is, 17.05.22: „Auk þess er ICELANDIA hluthafi í nokkrum öðrum ferðaþjónustufyrirtækjum eins og Fontana á Laugarvatni, Íslenskum Heilsulindum og Raufarhólshelli.” Ja hérna, er vörumerkið ICELANDIA nú orðið að hluthafa líka? Á Linkedin eru 24 starfsmenn ICELANDIA. Varla starfa þeir hjá óskráðu vörumerki? Merkið sem hér er sýnt í mynd var synjað skráningu hjá Hugverkastofu. Linkedin, 26.09.23: Björn Ragnarsson, Chief Executive Officer. ICELANDIA. Ef Björn vill vera titlaður framkvæmdastjóri vörumerkis á Linkedin þá þarf hann að breyta þessari skráningu. Hvað er satt og hvað er logið, Björn? Einhvern veginn finnst mér þessi kvæðisbútur eftir Stephan G. Stephansson eiga við hér í lokin: Örðug verður úrlausn hér,illa stend að vígi. –Hálfsannleikur oftast eróhrekjandi lygi. Höfundur er eigandi og framkvæmdastjóri ICELANDIA EHF. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Sakar Kynnisferðir um að hafa stolið Icelandia: „Við erum með þrjá hillumetra í ársreikningi, þú ert með eina A4 blaðsíðu“ Jón Ármann Steinsson, framkvæmdastjóri Icelandia ehf. sakar forsvarsmenn Kynnisferða um kennslastuld á nafninu Icelandia. Björn Ragnarsson, forstjóri Kynnisferða, segist vísa aðdróttunum og ásökunum Jóns til föðurhúsanna. 25. september 2023 22:30 Ferðarisi að laumupúkast undir fölsku nafni Sunnudag í lok apríl í fyrra krullaði ég tærnar í sandfjöru suður í Króatíu. Síminn hringdi og forstjóri Kynnisferða var á línunni; „Sæll Jón. Viltu selja okkur firmanafnið ICELANDIA?” 25. september 2023 14:00 Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Það er óþægilegt að vera kallaður lygari. Fréttir um meintan kennslastuld ICELANDIA urðu Birni Ragnarssyni forstjóra Kynnisferða tilefni til að koma með eftirfarandi yfirlýsingu um mig: „Kynnisferðir hafa aldrei komið fram undir firmaheitinu ICELANDIA hf eða ICELANDIA ehf, heldur aðeins notað það sem vörumerki til auðkenningar á starfsemi sinni. Við vísum því öllum aðdróttunum og ásökunum Jóns Ármanns til föðurhúsanna.“ Ég fór að gúgla og hér eru nokkrar perlur úr fréttatilkynningum ICELANDIA (lesist Kynnisferða). Athugið að Kynnisferðir áttu hvorki skráð firmanafn né skráð vörumerki þegar þessar yfirlýsingar birtust í fjölmiðlum. Mbl 13.07.2022: „Stjórnarformaður ICELANDIA er Jón Benediktsson, sem hefur verið stjórnarformaður Kynnisferða frá árinu 2017 og stjórnarmaður frá árinu 2015.” Okei, Jón er orðinn stjórnarformaður vörumerkis ofan á önnur stjórnarstörf sem hann hefur gegnt síðan 2017. Viðskiptablaðið, 17.05.2022: „Kynnisferðir verða ICELANDIA” Er verið að breyta vörumerkinu Kynnisferðir yfir í vörumerkið ICELANDIA? Meginefni fréttarinnar er: „Samstæða fyrirtækjanna Reykjavik Excursions/Kynnisferða, Icelandic Mountain Guides, Iceland Rovers, Dive.is auk starfsemi Flybus hefur fengið nafnið Icelandia.“ Hér er bland í poka vörumerkja og firmanafna. Dive.is er hvorki firmanafn né vörumerki. Flybus er vörumerki og hér hefur „starfsemin“ fengið nafnið ICELANDIA. Samstæðan líka. Nota bene, samstæða fyrirtækja er orðfæri upp úr firmalögum, þ.e móðurfyrirtæki og dótturfyrirtæki, sem stundum var kallað „group“ fyrir hrun. Þeir hugsa stórt þessir - eh, um vörumerkið sem þeir eiga ekki, meina ég. Vörumerkjasamstæða? Visir.is, 17.05.22: „Fyrirtæki ICELANDIA eiga sér langa sögu í íslenskri ferðaþjónustu en Kynnisferðir (e. Reykjavik Excursions) er eitt elsta ferðaþjónustu fyrirtæki landsins…” Vúps. Innsláttarvilla? Þarna átti auðvitað að standa „vörumerki ICELANDIA”. Visir.is, 17.05.22: „ICELANDIA er einnig umboðsaðili Enterprise Rent-a-car bílaleigunnar…” Samkvæmt Birni þá er hér óskráð vörumerki umboðsaðili erlends vörumerkisins.Veit Enterprise þetta fyrirkomulag og eru þeir bara sáttir? Visir.is, 17.05.22: „Auk þess er ICELANDIA hluthafi í nokkrum öðrum ferðaþjónustufyrirtækjum eins og Fontana á Laugarvatni, Íslenskum Heilsulindum og Raufarhólshelli.” Ja hérna, er vörumerkið ICELANDIA nú orðið að hluthafa líka? Á Linkedin eru 24 starfsmenn ICELANDIA. Varla starfa þeir hjá óskráðu vörumerki? Merkið sem hér er sýnt í mynd var synjað skráningu hjá Hugverkastofu. Linkedin, 26.09.23: Björn Ragnarsson, Chief Executive Officer. ICELANDIA. Ef Björn vill vera titlaður framkvæmdastjóri vörumerkis á Linkedin þá þarf hann að breyta þessari skráningu. Hvað er satt og hvað er logið, Björn? Einhvern veginn finnst mér þessi kvæðisbútur eftir Stephan G. Stephansson eiga við hér í lokin: Örðug verður úrlausn hér,illa stend að vígi. –Hálfsannleikur oftast eróhrekjandi lygi. Höfundur er eigandi og framkvæmdastjóri ICELANDIA EHF.
Sakar Kynnisferðir um að hafa stolið Icelandia: „Við erum með þrjá hillumetra í ársreikningi, þú ert með eina A4 blaðsíðu“ Jón Ármann Steinsson, framkvæmdastjóri Icelandia ehf. sakar forsvarsmenn Kynnisferða um kennslastuld á nafninu Icelandia. Björn Ragnarsson, forstjóri Kynnisferða, segist vísa aðdróttunum og ásökunum Jóns til föðurhúsanna. 25. september 2023 22:30
Ferðarisi að laumupúkast undir fölsku nafni Sunnudag í lok apríl í fyrra krullaði ég tærnar í sandfjöru suður í Króatíu. Síminn hringdi og forstjóri Kynnisferða var á línunni; „Sæll Jón. Viltu selja okkur firmanafnið ICELANDIA?” 25. september 2023 14:00
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun