Lygarinn, ég? Jón Ármann Steinsson skrifar 26. september 2023 15:00 Það er óþægilegt að vera kallaður lygari. Fréttir um meintan kennslastuld ICELANDIA urðu Birni Ragnarssyni forstjóra Kynnisferða tilefni til að koma með eftirfarandi yfirlýsingu um mig: „Kynnisferðir hafa aldrei komið fram undir firmaheitinu ICELANDIA hf eða ICELANDIA ehf, heldur aðeins notað það sem vörumerki til auðkenningar á starfsemi sinni. Við vísum því öllum aðdróttunum og ásökunum Jóns Ármanns til föðurhúsanna.“ Ég fór að gúgla og hér eru nokkrar perlur úr fréttatilkynningum ICELANDIA (lesist Kynnisferða). Athugið að Kynnisferðir áttu hvorki skráð firmanafn né skráð vörumerki þegar þessar yfirlýsingar birtust í fjölmiðlum. Mbl 13.07.2022: „Stjórnarformaður ICELANDIA er Jón Benediktsson, sem hefur verið stjórnarformaður Kynnisferða frá árinu 2017 og stjórnarmaður frá árinu 2015.” Okei, Jón er orðinn stjórnarformaður vörumerkis ofan á önnur stjórnarstörf sem hann hefur gegnt síðan 2017. Viðskiptablaðið, 17.05.2022: „Kynnisferðir verða ICELANDIA” Er verið að breyta vörumerkinu Kynnisferðir yfir í vörumerkið ICELANDIA? Meginefni fréttarinnar er: „Samstæða fyrirtækjanna Reykjavik Excursions/Kynnisferða, Icelandic Mountain Guides, Iceland Rovers, Dive.is auk starfsemi Flybus hefur fengið nafnið Icelandia.“ Hér er bland í poka vörumerkja og firmanafna. Dive.is er hvorki firmanafn né vörumerki. Flybus er vörumerki og hér hefur „starfsemin“ fengið nafnið ICELANDIA. Samstæðan líka. Nota bene, samstæða fyrirtækja er orðfæri upp úr firmalögum, þ.e móðurfyrirtæki og dótturfyrirtæki, sem stundum var kallað „group“ fyrir hrun. Þeir hugsa stórt þessir - eh, um vörumerkið sem þeir eiga ekki, meina ég. Vörumerkjasamstæða? Visir.is, 17.05.22: „Fyrirtæki ICELANDIA eiga sér langa sögu í íslenskri ferðaþjónustu en Kynnisferðir (e. Reykjavik Excursions) er eitt elsta ferðaþjónustu fyrirtæki landsins…” Vúps. Innsláttarvilla? Þarna átti auðvitað að standa „vörumerki ICELANDIA”. Visir.is, 17.05.22: „ICELANDIA er einnig umboðsaðili Enterprise Rent-a-car bílaleigunnar…” Samkvæmt Birni þá er hér óskráð vörumerki umboðsaðili erlends vörumerkisins.Veit Enterprise þetta fyrirkomulag og eru þeir bara sáttir? Visir.is, 17.05.22: „Auk þess er ICELANDIA hluthafi í nokkrum öðrum ferðaþjónustufyrirtækjum eins og Fontana á Laugarvatni, Íslenskum Heilsulindum og Raufarhólshelli.” Ja hérna, er vörumerkið ICELANDIA nú orðið að hluthafa líka? Á Linkedin eru 24 starfsmenn ICELANDIA. Varla starfa þeir hjá óskráðu vörumerki? Merkið sem hér er sýnt í mynd var synjað skráningu hjá Hugverkastofu. Linkedin, 26.09.23: Björn Ragnarsson, Chief Executive Officer. ICELANDIA. Ef Björn vill vera titlaður framkvæmdastjóri vörumerkis á Linkedin þá þarf hann að breyta þessari skráningu. Hvað er satt og hvað er logið, Björn? Einhvern veginn finnst mér þessi kvæðisbútur eftir Stephan G. Stephansson eiga við hér í lokin: Örðug verður úrlausn hér,illa stend að vígi. –Hálfsannleikur oftast eróhrekjandi lygi. Höfundur er eigandi og framkvæmdastjóri ICELANDIA EHF. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Sakar Kynnisferðir um að hafa stolið Icelandia: „Við erum með þrjá hillumetra í ársreikningi, þú ert með eina A4 blaðsíðu“ Jón Ármann Steinsson, framkvæmdastjóri Icelandia ehf. sakar forsvarsmenn Kynnisferða um kennslastuld á nafninu Icelandia. Björn Ragnarsson, forstjóri Kynnisferða, segist vísa aðdróttunum og ásökunum Jóns til föðurhúsanna. 25. september 2023 22:30 Ferðarisi að laumupúkast undir fölsku nafni Sunnudag í lok apríl í fyrra krullaði ég tærnar í sandfjöru suður í Króatíu. Síminn hringdi og forstjóri Kynnisferða var á línunni; „Sæll Jón. Viltu selja okkur firmanafnið ICELANDIA?” 25. september 2023 14:00 Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Það er óþægilegt að vera kallaður lygari. Fréttir um meintan kennslastuld ICELANDIA urðu Birni Ragnarssyni forstjóra Kynnisferða tilefni til að koma með eftirfarandi yfirlýsingu um mig: „Kynnisferðir hafa aldrei komið fram undir firmaheitinu ICELANDIA hf eða ICELANDIA ehf, heldur aðeins notað það sem vörumerki til auðkenningar á starfsemi sinni. Við vísum því öllum aðdróttunum og ásökunum Jóns Ármanns til föðurhúsanna.“ Ég fór að gúgla og hér eru nokkrar perlur úr fréttatilkynningum ICELANDIA (lesist Kynnisferða). Athugið að Kynnisferðir áttu hvorki skráð firmanafn né skráð vörumerki þegar þessar yfirlýsingar birtust í fjölmiðlum. Mbl 13.07.2022: „Stjórnarformaður ICELANDIA er Jón Benediktsson, sem hefur verið stjórnarformaður Kynnisferða frá árinu 2017 og stjórnarmaður frá árinu 2015.” Okei, Jón er orðinn stjórnarformaður vörumerkis ofan á önnur stjórnarstörf sem hann hefur gegnt síðan 2017. Viðskiptablaðið, 17.05.2022: „Kynnisferðir verða ICELANDIA” Er verið að breyta vörumerkinu Kynnisferðir yfir í vörumerkið ICELANDIA? Meginefni fréttarinnar er: „Samstæða fyrirtækjanna Reykjavik Excursions/Kynnisferða, Icelandic Mountain Guides, Iceland Rovers, Dive.is auk starfsemi Flybus hefur fengið nafnið Icelandia.“ Hér er bland í poka vörumerkja og firmanafna. Dive.is er hvorki firmanafn né vörumerki. Flybus er vörumerki og hér hefur „starfsemin“ fengið nafnið ICELANDIA. Samstæðan líka. Nota bene, samstæða fyrirtækja er orðfæri upp úr firmalögum, þ.e móðurfyrirtæki og dótturfyrirtæki, sem stundum var kallað „group“ fyrir hrun. Þeir hugsa stórt þessir - eh, um vörumerkið sem þeir eiga ekki, meina ég. Vörumerkjasamstæða? Visir.is, 17.05.22: „Fyrirtæki ICELANDIA eiga sér langa sögu í íslenskri ferðaþjónustu en Kynnisferðir (e. Reykjavik Excursions) er eitt elsta ferðaþjónustu fyrirtæki landsins…” Vúps. Innsláttarvilla? Þarna átti auðvitað að standa „vörumerki ICELANDIA”. Visir.is, 17.05.22: „ICELANDIA er einnig umboðsaðili Enterprise Rent-a-car bílaleigunnar…” Samkvæmt Birni þá er hér óskráð vörumerki umboðsaðili erlends vörumerkisins.Veit Enterprise þetta fyrirkomulag og eru þeir bara sáttir? Visir.is, 17.05.22: „Auk þess er ICELANDIA hluthafi í nokkrum öðrum ferðaþjónustufyrirtækjum eins og Fontana á Laugarvatni, Íslenskum Heilsulindum og Raufarhólshelli.” Ja hérna, er vörumerkið ICELANDIA nú orðið að hluthafa líka? Á Linkedin eru 24 starfsmenn ICELANDIA. Varla starfa þeir hjá óskráðu vörumerki? Merkið sem hér er sýnt í mynd var synjað skráningu hjá Hugverkastofu. Linkedin, 26.09.23: Björn Ragnarsson, Chief Executive Officer. ICELANDIA. Ef Björn vill vera titlaður framkvæmdastjóri vörumerkis á Linkedin þá þarf hann að breyta þessari skráningu. Hvað er satt og hvað er logið, Björn? Einhvern veginn finnst mér þessi kvæðisbútur eftir Stephan G. Stephansson eiga við hér í lokin: Örðug verður úrlausn hér,illa stend að vígi. –Hálfsannleikur oftast eróhrekjandi lygi. Höfundur er eigandi og framkvæmdastjóri ICELANDIA EHF.
Sakar Kynnisferðir um að hafa stolið Icelandia: „Við erum með þrjá hillumetra í ársreikningi, þú ert með eina A4 blaðsíðu“ Jón Ármann Steinsson, framkvæmdastjóri Icelandia ehf. sakar forsvarsmenn Kynnisferða um kennslastuld á nafninu Icelandia. Björn Ragnarsson, forstjóri Kynnisferða, segist vísa aðdróttunum og ásökunum Jóns til föðurhúsanna. 25. september 2023 22:30
Ferðarisi að laumupúkast undir fölsku nafni Sunnudag í lok apríl í fyrra krullaði ég tærnar í sandfjöru suður í Króatíu. Síminn hringdi og forstjóri Kynnisferða var á línunni; „Sæll Jón. Viltu selja okkur firmanafnið ICELANDIA?” 25. september 2023 14:00
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun