Landsbankahúsið Árni Tómas Ragnarsson skrifar 18. september 2023 09:30 Nú er Landsbankinn fluttur úr gamla húsinu sínu við Austurstræti. Það hafa ekki verið miklar opinberar umræður um framtíð þessa glæsilega húss, sem er staðsett bókstaflega í hjarta miðbæjarins. Mér hefur þótt auðsætt að neðsta hæð hússins (afgreiðslusalurinn) væri kjörin og vel til þess fallin að hýsa myndlist. Reyndar eru nú fyrir myndverk (frescur) á veggjum salarins og svo hafa stjórendur bankans verið svo klókir að láta hengja myndir á uppsetta lausa veggi/skilrúm í hluta salarins síðustu árin og hefur farið vel á því. Slík skilrúm hafa mikið verið notuð í öðrum söfnum til upphenginga listaverka. Ég tel það upplagt að salurinn verði notaður fyrir farandssýningar margra listamanna og myndi það lífga mjög upp á miðbæinn. Yfirlitssýning á verkum Sigurðar Guðmundssonar koma í hugann, sýningar á verkum úr safni Péturs Arasonar og Rögnu Róbertsdóttur, Gabríelu, Helga Þorgils, Kristjáns Guðmundssonar, Svövu Björns, Eggerts P. o.fl. o.fl. af afar hæfileikaríkum myndlistarmönnum okkar. Einnig mætti sýna úr safnaeign bankanna, sem er gríðarleg og lítt sýnileg öðrum en starfsfólki. En fyrir stuttu heyrði ég viðtal við Pétur Ármannsson arkitekt þar sem hann var spurður álits um framtíð þessa húss. Honum datt helst í hug að þetta væri upplagt húsnæði fyrir ráðuneyti!! Ég spyr; hvað er grárra og leiðinlegra en ráðuneyti? Hvað hefur það að gera í hjarta bæjarins? Pétur taldi svo sem að það kæmi líka til greina að nota húsið stöku sinnum fyrir myndlist, en almennt taldi hann öll tormerki á því að nota húsið undir myndlist og mátti skilja á honum að það væri erfitt að breyta húsinu til að þjóna þeim tilgangi. Hann rökstuddi það ekki frekar. En þannig eru mál með vexti að tvö af helstu listasöfnum landsins voru sett inn í annars vegar eldgamalt íshús við tjörnina og hins vegar gamalt pakkhús við höfnina. Þau hús virtust fyrirfram mjög óheppileg fyrir myndlistarsýningar, en með útsjónarsemi voru gerðar miklar breytingar á þessum húsum og eru þau nú til sóma og þjóna myndlistinni vel. Það þyrfti ekki að gera nándar eins miklar breytingar á afgreiðslusal Landsbankans, þar eru opin rými, góð birta og húsinu vel við haldið. Þar eru líka túristarnir í hjörðum; þeir hefðu sjálfsagt ekki mikinn áhuga á að heimsækja ráðuneytin frekar en aðrir. Ráðuneytin mætti svo sem geyma á efri hæðum hússins og í útbyggingum ef ráðunautin endilega vilja. Höfundur er læknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsbankinn Reykjavík Íslenskir bankar Árni Tómas Ragnarsson Tengdar fréttir Davíð og Mogginn Ég hef lesið Moggann daglega frá því ég var 5 ára. Hann er ómissandi í lífi mínu. Ég er alinn upp í íhaldsfjölskyldu og við vorum öll ánægð með Moggann okkar. Svo kom Víetnamstríðið þegar ég var á táningsaldri og síðan beint í kjölfarið létu Kanarnir drepa Allende í Chile og arðrán þeirra í S-Ameríku jókst í sífellu undir herforingjastjórnum, sem létu drepa andstæðinga sína í þúsundatali. 14. september 2023 12:31 Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Nú er Landsbankinn fluttur úr gamla húsinu sínu við Austurstræti. Það hafa ekki verið miklar opinberar umræður um framtíð þessa glæsilega húss, sem er staðsett bókstaflega í hjarta miðbæjarins. Mér hefur þótt auðsætt að neðsta hæð hússins (afgreiðslusalurinn) væri kjörin og vel til þess fallin að hýsa myndlist. Reyndar eru nú fyrir myndverk (frescur) á veggjum salarins og svo hafa stjórendur bankans verið svo klókir að láta hengja myndir á uppsetta lausa veggi/skilrúm í hluta salarins síðustu árin og hefur farið vel á því. Slík skilrúm hafa mikið verið notuð í öðrum söfnum til upphenginga listaverka. Ég tel það upplagt að salurinn verði notaður fyrir farandssýningar margra listamanna og myndi það lífga mjög upp á miðbæinn. Yfirlitssýning á verkum Sigurðar Guðmundssonar koma í hugann, sýningar á verkum úr safni Péturs Arasonar og Rögnu Róbertsdóttur, Gabríelu, Helga Þorgils, Kristjáns Guðmundssonar, Svövu Björns, Eggerts P. o.fl. o.fl. af afar hæfileikaríkum myndlistarmönnum okkar. Einnig mætti sýna úr safnaeign bankanna, sem er gríðarleg og lítt sýnileg öðrum en starfsfólki. En fyrir stuttu heyrði ég viðtal við Pétur Ármannsson arkitekt þar sem hann var spurður álits um framtíð þessa húss. Honum datt helst í hug að þetta væri upplagt húsnæði fyrir ráðuneyti!! Ég spyr; hvað er grárra og leiðinlegra en ráðuneyti? Hvað hefur það að gera í hjarta bæjarins? Pétur taldi svo sem að það kæmi líka til greina að nota húsið stöku sinnum fyrir myndlist, en almennt taldi hann öll tormerki á því að nota húsið undir myndlist og mátti skilja á honum að það væri erfitt að breyta húsinu til að þjóna þeim tilgangi. Hann rökstuddi það ekki frekar. En þannig eru mál með vexti að tvö af helstu listasöfnum landsins voru sett inn í annars vegar eldgamalt íshús við tjörnina og hins vegar gamalt pakkhús við höfnina. Þau hús virtust fyrirfram mjög óheppileg fyrir myndlistarsýningar, en með útsjónarsemi voru gerðar miklar breytingar á þessum húsum og eru þau nú til sóma og þjóna myndlistinni vel. Það þyrfti ekki að gera nándar eins miklar breytingar á afgreiðslusal Landsbankans, þar eru opin rými, góð birta og húsinu vel við haldið. Þar eru líka túristarnir í hjörðum; þeir hefðu sjálfsagt ekki mikinn áhuga á að heimsækja ráðuneytin frekar en aðrir. Ráðuneytin mætti svo sem geyma á efri hæðum hússins og í útbyggingum ef ráðunautin endilega vilja. Höfundur er læknir.
Davíð og Mogginn Ég hef lesið Moggann daglega frá því ég var 5 ára. Hann er ómissandi í lífi mínu. Ég er alinn upp í íhaldsfjölskyldu og við vorum öll ánægð með Moggann okkar. Svo kom Víetnamstríðið þegar ég var á táningsaldri og síðan beint í kjölfarið létu Kanarnir drepa Allende í Chile og arðrán þeirra í S-Ameríku jókst í sífellu undir herforingjastjórnum, sem létu drepa andstæðinga sína í þúsundatali. 14. september 2023 12:31
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar