Bráðum kemur slydda og snjór... Bragi Þór Thoroddsen skrifar 17. september 2023 18:00 Nú fer í hönd sá tími þar sem skrýtnar tilfinningar bæra á sér fyrir vegfarendur fyrir vestan, ekki síst á norðanverðum Vestfjörðum. Það er komið haust á dagatalinu þó enn sé sumarblíða víðsvegar um land. Einhvers konar sambland af eftirvæntingu og kvíða, þó það sé ekki í miklum mæli. Meira svona eins og tími rétt fyrir próf eða bið eftir hinu óvænta. Veðrið á Íslandi er óútreiknanlegt þó í seinni tíð sé farið að spá fyrir næstu dögum nokkuð rétt og fyrirsjáanleikinn um tíðarfar birtist í veðurfréttum og sé aðgengilegur á mörgum miðlum. Við Ísafjarðardjúp býr fólk, frá Bolungarvík inn í Ísafjörð sem liggur fyrir botni Ísafjarðardjúps. Næstum 200 km leið um strandlengjuna og merkilegt nokk á vestfirskan mælikvarða er þetta bundið slitlag alla leiðina. Djúpið er almennt veðursælt en getur breyst í andhverfu sína hraðar en hendi væri veifað. Það geymir líf margra sjómanna og ber þess vott að þar er ekki hægt að beisla náttúruöflin. Um áratugaskeið hefur veruleiki vegfarenda um Djúpveg að vetri verið litaður af snjóflóðahættu. Langir kaflar á leiðinni eru því marki brenndir. Mest í umræðunni er Súðavíkurhlíð sem liggur milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar. Þetta er ekki langur kafli, líklega um 10km af heildinni, en getur á hressum vetri verið kafli sem skilur á milli varðandi samgöngur. Aðsent Um þennan veg fer fólk til vinnu og frá vinnu, skólabörn sækja sundkennslu, íbúar þjónustu og svo eru flutt öll aðföng og fráföng allt frá Bolungarvík yfir að Súðavík; póstur, vörur og útflutningsvara. Um áratugaskeið hafa íbúar Súðavíkurhrepps setið með í fanginu þennan kaleik, að halda úti kröfu um úrbætur á þessum vegarkafla – frá Kirkjubólshlíð við Skutulsfjörð og um Súðavíkurhlíð að Súðavík. Merkilegt nokk þar sem meirihluti vegfarenda býr ekki í sveitarfélaginu Súðavíkurhreppi. Mörk sveitarfélaganna Ísafjarðarbæjar og Súðavíkurhrepps eru yst á hlíðinni við svonefndan Brúðarhamar. Frá Brúðarhamri (innan marka Súðavíkurhrepps) og inn í Súðavík er á um 10km kafla merktir 22 þekkir farvegir snjóflóða, skilti sem láta lítið yfir sér með tölu frá 1 upp í 22. Á kafla eru ekki nema um 50-100 m á milli þessara farvega, en á flestum tilkomumeiri stöðunum hefur verið sett upp stálþil neðan við hlíðina til þess að taka mestan þungan úr yfirstandandi flóðum. Þessi raunveruleiki, að þurfa að aka þennan veg við atvinnusókn og þjónustusókn og fyrir marga daglega 365 daga ársins er áskorun að vetri. Flestir hafa látið skrá símanúmer sitt hjá Vegagerðinni og fá sms þegar líklegt er að dragi til tíðinda. Það hljómar einhvern veginn þannig: Frá Vegagerðinni: A. Snjóflóðahætta möguleg í dag (tími tiltekinn) og svo koll af kolli yfir í C. Snjóflóðahætta. Snjóflóð. Vegur lokaður. Veturinn 2020 (frá janúar fram í lok mars) voru um 40 lokanir á þessari hlíð á um 90 dögum eða um 44% af þeim tíma. Lokanir voru allt að tæpir þrír sólarhringar í senn, niður í styttri tíma. Það þýðir að ef þú ert frá Súðavík þarft þú hið snarasta að koma þér heim áður en næsta sms berst og öfugt. Inn á milli lokast fólk í Súðavík sem hefur komið akandi um Djúpveg á leið til Ísafjarðar eða Bolungarvíkur. Bílstjórar og ferðafólk. Þá tekur við almannavarnarhlutverk Súðavíkurhrepps að taka við fólkinu og hýsa og mata þar til úr leysist. Það ásamt þeirri staðreynd að Súðavíkurhreppur er þá lokaður frá restinni af landinu með því sem fylgir. Þetta skýtur svolítið skökku við þegar við skoðum stefnumörkun í byggðarmálum um búsetufrelsi og möguleika til þess að njóta þjónustu óháð búsetu. Varla kemur út það plagg frá Innviðaráðuneyti að þau orð séu ekki höfð þar að leiðarljósi, hvað sem þau raunverulega fela í sér. Nú hefur Súðavíkurhlíð og Álftafjarðargöng litið dagsins ljós, aftur, á samgönguáætlun. Þessi göng hafa lengi verið krafa úr nærsamfélaginu hér á norðanverðum Vestfjörðum og þó í seinni tíð aðallega frá fólkinu í Súðavík. Þau hafa vikið fyrir fyrirgreiðslupólitík og heiðursmannasamkomulagi tímabundið af áætlunum, bæði við gerð Bolungarvíkurganga og Dýrafjarðarganga. Alltaf með því fyrirheiti að þau verði næst eða þarnæst í framkvæmd. Ályktað hefur verið um þessi göng oftar en önnur á Alþingi, þvert á flokka og flokkslínur. Hins vegar hefur þetta farið fyrir ofan garð og neðan þegar kemur að efndum. Á drögum að samgönguáætlun eru þau nr. 5 í röðinni til framkvæmda og tímasett árið 2032, eftur um 9 ár ef vel gengur. Umræður um jarðgöng hafa farið út og suður og ekki síst austur og norður, enda víða þörf fyrir úrbætur í samgöngum á Íslandi. Í Súðavíkurhreppi erum við upp með okkur og þakklát fyrir að þetta mál hafi þó fengið þann hljómgrunn að rata í áætlun um vegaframkvæmdir sem markaðar eru langt fram í tímann og spanna líklega líftíma nokkurra ríkisstjórna. Forathugun hefur þegar farið fram um fýsileika og kostnað en næsta lítið gerst annað. Og það var fyrir nokkrum árum. Tíminn er hraður í fortíðinni - nútíð verður fljótt að framtíð, en kynslóðir ganga og margir sjá ekki fram á þessar vegabætur í sinni tilvist. Atvinnulíf og uppbygging líður fyrir þennan farartálma og fólk flytur úr byggðarlaginu vegna þeirrar staðreyndar að akstur um Súðavíkurhlíð ógnar öryggi og hefur áhrif á sálarlíf á löngum tíma. Fjölmargir hafa á þessu svæði lokast inni, fest bíla á hlíðinni vegna snjóflóða, rétt sloppið, eða ekið á grjót sem er tíðum á veginum að sumarlagi þegar ekki er snjór. Allt markar þetta spor í sálarlífi fólks þó svo það sé ekki haft í flimtingum dags daglega. Er það enda tabú að náttúröfl og samgöngur stjórni raunverulegri búsetu fólks á stað eins og Súðavík. Aðsent Munið eftir þessum óhræsisvegi um Súðavíkurhlíð þegar kemur að afgreiðslu og staðfestingu samgönguáætlunar og ekki síst þeim kafla sem varðar gerð jarðganga og tímasetningu framkvæmda. Fyrir hönd Súðavíkurhrepps, Bragi Þór Thoroddsen. Höfundur er sveitarstjóri Súðavíkurhrepps. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bragi Þór Thoroddsen Ísafjarðarbær Súðavíkurhreppur Samgöngur Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Sjá meira
Nú fer í hönd sá tími þar sem skrýtnar tilfinningar bæra á sér fyrir vegfarendur fyrir vestan, ekki síst á norðanverðum Vestfjörðum. Það er komið haust á dagatalinu þó enn sé sumarblíða víðsvegar um land. Einhvers konar sambland af eftirvæntingu og kvíða, þó það sé ekki í miklum mæli. Meira svona eins og tími rétt fyrir próf eða bið eftir hinu óvænta. Veðrið á Íslandi er óútreiknanlegt þó í seinni tíð sé farið að spá fyrir næstu dögum nokkuð rétt og fyrirsjáanleikinn um tíðarfar birtist í veðurfréttum og sé aðgengilegur á mörgum miðlum. Við Ísafjarðardjúp býr fólk, frá Bolungarvík inn í Ísafjörð sem liggur fyrir botni Ísafjarðardjúps. Næstum 200 km leið um strandlengjuna og merkilegt nokk á vestfirskan mælikvarða er þetta bundið slitlag alla leiðina. Djúpið er almennt veðursælt en getur breyst í andhverfu sína hraðar en hendi væri veifað. Það geymir líf margra sjómanna og ber þess vott að þar er ekki hægt að beisla náttúruöflin. Um áratugaskeið hefur veruleiki vegfarenda um Djúpveg að vetri verið litaður af snjóflóðahættu. Langir kaflar á leiðinni eru því marki brenndir. Mest í umræðunni er Súðavíkurhlíð sem liggur milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar. Þetta er ekki langur kafli, líklega um 10km af heildinni, en getur á hressum vetri verið kafli sem skilur á milli varðandi samgöngur. Aðsent Um þennan veg fer fólk til vinnu og frá vinnu, skólabörn sækja sundkennslu, íbúar þjónustu og svo eru flutt öll aðföng og fráföng allt frá Bolungarvík yfir að Súðavík; póstur, vörur og útflutningsvara. Um áratugaskeið hafa íbúar Súðavíkurhrepps setið með í fanginu þennan kaleik, að halda úti kröfu um úrbætur á þessum vegarkafla – frá Kirkjubólshlíð við Skutulsfjörð og um Súðavíkurhlíð að Súðavík. Merkilegt nokk þar sem meirihluti vegfarenda býr ekki í sveitarfélaginu Súðavíkurhreppi. Mörk sveitarfélaganna Ísafjarðarbæjar og Súðavíkurhrepps eru yst á hlíðinni við svonefndan Brúðarhamar. Frá Brúðarhamri (innan marka Súðavíkurhrepps) og inn í Súðavík er á um 10km kafla merktir 22 þekkir farvegir snjóflóða, skilti sem láta lítið yfir sér með tölu frá 1 upp í 22. Á kafla eru ekki nema um 50-100 m á milli þessara farvega, en á flestum tilkomumeiri stöðunum hefur verið sett upp stálþil neðan við hlíðina til þess að taka mestan þungan úr yfirstandandi flóðum. Þessi raunveruleiki, að þurfa að aka þennan veg við atvinnusókn og þjónustusókn og fyrir marga daglega 365 daga ársins er áskorun að vetri. Flestir hafa látið skrá símanúmer sitt hjá Vegagerðinni og fá sms þegar líklegt er að dragi til tíðinda. Það hljómar einhvern veginn þannig: Frá Vegagerðinni: A. Snjóflóðahætta möguleg í dag (tími tiltekinn) og svo koll af kolli yfir í C. Snjóflóðahætta. Snjóflóð. Vegur lokaður. Veturinn 2020 (frá janúar fram í lok mars) voru um 40 lokanir á þessari hlíð á um 90 dögum eða um 44% af þeim tíma. Lokanir voru allt að tæpir þrír sólarhringar í senn, niður í styttri tíma. Það þýðir að ef þú ert frá Súðavík þarft þú hið snarasta að koma þér heim áður en næsta sms berst og öfugt. Inn á milli lokast fólk í Súðavík sem hefur komið akandi um Djúpveg á leið til Ísafjarðar eða Bolungarvíkur. Bílstjórar og ferðafólk. Þá tekur við almannavarnarhlutverk Súðavíkurhrepps að taka við fólkinu og hýsa og mata þar til úr leysist. Það ásamt þeirri staðreynd að Súðavíkurhreppur er þá lokaður frá restinni af landinu með því sem fylgir. Þetta skýtur svolítið skökku við þegar við skoðum stefnumörkun í byggðarmálum um búsetufrelsi og möguleika til þess að njóta þjónustu óháð búsetu. Varla kemur út það plagg frá Innviðaráðuneyti að þau orð séu ekki höfð þar að leiðarljósi, hvað sem þau raunverulega fela í sér. Nú hefur Súðavíkurhlíð og Álftafjarðargöng litið dagsins ljós, aftur, á samgönguáætlun. Þessi göng hafa lengi verið krafa úr nærsamfélaginu hér á norðanverðum Vestfjörðum og þó í seinni tíð aðallega frá fólkinu í Súðavík. Þau hafa vikið fyrir fyrirgreiðslupólitík og heiðursmannasamkomulagi tímabundið af áætlunum, bæði við gerð Bolungarvíkurganga og Dýrafjarðarganga. Alltaf með því fyrirheiti að þau verði næst eða þarnæst í framkvæmd. Ályktað hefur verið um þessi göng oftar en önnur á Alþingi, þvert á flokka og flokkslínur. Hins vegar hefur þetta farið fyrir ofan garð og neðan þegar kemur að efndum. Á drögum að samgönguáætlun eru þau nr. 5 í röðinni til framkvæmda og tímasett árið 2032, eftur um 9 ár ef vel gengur. Umræður um jarðgöng hafa farið út og suður og ekki síst austur og norður, enda víða þörf fyrir úrbætur í samgöngum á Íslandi. Í Súðavíkurhreppi erum við upp með okkur og þakklát fyrir að þetta mál hafi þó fengið þann hljómgrunn að rata í áætlun um vegaframkvæmdir sem markaðar eru langt fram í tímann og spanna líklega líftíma nokkurra ríkisstjórna. Forathugun hefur þegar farið fram um fýsileika og kostnað en næsta lítið gerst annað. Og það var fyrir nokkrum árum. Tíminn er hraður í fortíðinni - nútíð verður fljótt að framtíð, en kynslóðir ganga og margir sjá ekki fram á þessar vegabætur í sinni tilvist. Atvinnulíf og uppbygging líður fyrir þennan farartálma og fólk flytur úr byggðarlaginu vegna þeirrar staðreyndar að akstur um Súðavíkurhlíð ógnar öryggi og hefur áhrif á sálarlíf á löngum tíma. Fjölmargir hafa á þessu svæði lokast inni, fest bíla á hlíðinni vegna snjóflóða, rétt sloppið, eða ekið á grjót sem er tíðum á veginum að sumarlagi þegar ekki er snjór. Allt markar þetta spor í sálarlífi fólks þó svo það sé ekki haft í flimtingum dags daglega. Er það enda tabú að náttúröfl og samgöngur stjórni raunverulegri búsetu fólks á stað eins og Súðavík. Aðsent Munið eftir þessum óhræsisvegi um Súðavíkurhlíð þegar kemur að afgreiðslu og staðfestingu samgönguáætlunar og ekki síst þeim kafla sem varðar gerð jarðganga og tímasetningu framkvæmda. Fyrir hönd Súðavíkurhrepps, Bragi Þór Thoroddsen. Höfundur er sveitarstjóri Súðavíkurhrepps.
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar