Hver ætlar að standa með höfuðborginni? Pawel Bartoszek skrifar 15. september 2023 06:30 Nýlega var skipaður hópur til að rýna hugmyndina um jarðgöng milli lands og Eyja. Uppreiknaður kostnaður við slík jarðgöng er á bilinu 100-160 milljarðar. Þessi göng eru eru enn á hugmyndastigi en önnur eru komin lengra: göng undir Fjarðarheiði, sem þegar hefur verið ákveðið að ráðast í eiga að kosta nálægt 50 milljörðum. Fyrirhuguð göng milli Seyðisfjarðar og Mjóafjarðar eru litlu ódýrari. Ég tek fram: Jarðgöng eru almennt góð fjárfesting og það er ekki óeðlilegt að stór hluti heildarframlaga okkar til samgangna fari í að tengja byggðir, þar sem fjarlægðir eru miklar og aðstæður erfiðar. Það er hið eðlilegasta mál. Það er hins vegar merkilegt að jafndýrar og jafnmikilvægar samgönguframkvæmdir þykja sjálfsagðar utan suðvesturhornsins en eru kallaðar “útópískar” þegar þær eiga að þjóna íbúum á suðvesturhorninu. Því ekki að hugsa stórt? Talandi um útópíu: Fjórtán kílómetra neðanjarðarlestarlína í Brescia kostaði um 130 milljarða króna fyrir áratug. Á verðlagi dagsins í dag er það um 190 milljarðar. Já, það er dýrt, því verður ekki neitað, en þetta er upphæð sem við sem samfélag getum ráðið við. Ef við myndum forgangsraða því ofar öðrum samgönguframkvæmdum. Neðanjarðarlestarlína á því skilið að fara inn á töfluna, með öðrum stórhuga hugmyndum, eins og þeim að gera göng til Eyja. Ódýra og hagkvæma lausnin er Borgarlína Aðrar hugmyndir um almenningssamgöngur eru síðan sannarlega innan marka þess sem við höfum efni á. Léttlest er þrefalt ódýrari en neðanjarðarlest og hraðvagnakerfi, eins og Borgarlína, er töluvert ódýrari en léttlest. Þannig að þegar hvatt er til þess að farið sé í “hagkvæmari” og “ódýrari” lausnir fyrir almenningssamgöngur höfuðborgarsvæðisins þá er gott að muna að sú málamiðlun hefur þegar átt sér stað. Ódýra og hagkvæma lausnin í almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins heitir “Borgarlína”. Stöndum með eðlilegum fjárfestingum í samgöngum Samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins er stórmerkilegt og gagnlegt plagg. En hann er líka málamiðlun. Helmingur hans fer í grænar fjárfestingar (borgarlínu og hjól) og helmingur í malbik fyrir bíla. Ef hann á að endurskoða ætti síst að minnka hlutfall hins græna og alls ekki að minnka hlutdeild höfuðborgarsvæðisins í heildarsamöngufjárfestingum Íslands. Kjörnir fulltrúar á höfuðborgarsvæðinu verða að hafa hugrekki til að standa með eðlilegum fjárfestingum í samgönguinnviðum í borgarsvæði þar sem 2/3 allra landsmanna búa og starfa. Höfundur er borgarfulltrúi Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Reykjavík Samgöngur Borgarlína Jarðgöng á Íslandi Pawel Bartoszek Tengdar fréttir Aðkoma ríkis að borgarlínu þurfi að vera einhver Borgarstjórinn í Reykjavík og bæjarstjórinn í Kópavogieru eru sammála um að forgangsraða verði framkvæmdum tengdum samgöngusáttmálanum. Samtal sé í gangi við ríkið um þátttöku þess í rekstri borgarlínunnar. 10. september 2023 15:35 Þurfi meiri tíma í Borgarlínu Innviðaráðherra segir of snemmt að slá því föstu að gera þurfi verulegar breytingar á framkvæmdum vegna Borgarlínu á höfuðborgarsvæðinu, á meðan vinna standi enn yfir við að uppfæra samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins á milli ríkisins og sveitarfélaga. Borgarlína sé hins vegar risastórt verkefni sem þurfi meiri tíma, bæði með tilliti til verkfræðinnar en líka fjármögnunar. 31. ágúst 2023 23:31 Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nýlega var skipaður hópur til að rýna hugmyndina um jarðgöng milli lands og Eyja. Uppreiknaður kostnaður við slík jarðgöng er á bilinu 100-160 milljarðar. Þessi göng eru eru enn á hugmyndastigi en önnur eru komin lengra: göng undir Fjarðarheiði, sem þegar hefur verið ákveðið að ráðast í eiga að kosta nálægt 50 milljörðum. Fyrirhuguð göng milli Seyðisfjarðar og Mjóafjarðar eru litlu ódýrari. Ég tek fram: Jarðgöng eru almennt góð fjárfesting og það er ekki óeðlilegt að stór hluti heildarframlaga okkar til samgangna fari í að tengja byggðir, þar sem fjarlægðir eru miklar og aðstæður erfiðar. Það er hið eðlilegasta mál. Það er hins vegar merkilegt að jafndýrar og jafnmikilvægar samgönguframkvæmdir þykja sjálfsagðar utan suðvesturhornsins en eru kallaðar “útópískar” þegar þær eiga að þjóna íbúum á suðvesturhorninu. Því ekki að hugsa stórt? Talandi um útópíu: Fjórtán kílómetra neðanjarðarlestarlína í Brescia kostaði um 130 milljarða króna fyrir áratug. Á verðlagi dagsins í dag er það um 190 milljarðar. Já, það er dýrt, því verður ekki neitað, en þetta er upphæð sem við sem samfélag getum ráðið við. Ef við myndum forgangsraða því ofar öðrum samgönguframkvæmdum. Neðanjarðarlestarlína á því skilið að fara inn á töfluna, með öðrum stórhuga hugmyndum, eins og þeim að gera göng til Eyja. Ódýra og hagkvæma lausnin er Borgarlína Aðrar hugmyndir um almenningssamgöngur eru síðan sannarlega innan marka þess sem við höfum efni á. Léttlest er þrefalt ódýrari en neðanjarðarlest og hraðvagnakerfi, eins og Borgarlína, er töluvert ódýrari en léttlest. Þannig að þegar hvatt er til þess að farið sé í “hagkvæmari” og “ódýrari” lausnir fyrir almenningssamgöngur höfuðborgarsvæðisins þá er gott að muna að sú málamiðlun hefur þegar átt sér stað. Ódýra og hagkvæma lausnin í almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins heitir “Borgarlína”. Stöndum með eðlilegum fjárfestingum í samgöngum Samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins er stórmerkilegt og gagnlegt plagg. En hann er líka málamiðlun. Helmingur hans fer í grænar fjárfestingar (borgarlínu og hjól) og helmingur í malbik fyrir bíla. Ef hann á að endurskoða ætti síst að minnka hlutfall hins græna og alls ekki að minnka hlutdeild höfuðborgarsvæðisins í heildarsamöngufjárfestingum Íslands. Kjörnir fulltrúar á höfuðborgarsvæðinu verða að hafa hugrekki til að standa með eðlilegum fjárfestingum í samgönguinnviðum í borgarsvæði þar sem 2/3 allra landsmanna búa og starfa. Höfundur er borgarfulltrúi Viðreisnar.
Aðkoma ríkis að borgarlínu þurfi að vera einhver Borgarstjórinn í Reykjavík og bæjarstjórinn í Kópavogieru eru sammála um að forgangsraða verði framkvæmdum tengdum samgöngusáttmálanum. Samtal sé í gangi við ríkið um þátttöku þess í rekstri borgarlínunnar. 10. september 2023 15:35
Þurfi meiri tíma í Borgarlínu Innviðaráðherra segir of snemmt að slá því föstu að gera þurfi verulegar breytingar á framkvæmdum vegna Borgarlínu á höfuðborgarsvæðinu, á meðan vinna standi enn yfir við að uppfæra samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins á milli ríkisins og sveitarfélaga. Borgarlína sé hins vegar risastórt verkefni sem þurfi meiri tíma, bæði með tilliti til verkfræðinnar en líka fjármögnunar. 31. ágúst 2023 23:31
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun