Hvernig dó hann? Arna Pálsdóttir skrifar 7. september 2023 12:30 Í dag er gulur dagur sem er hluti af samvinnuverkefninu gulur september. Gulur september er forvarnarverkefni stofnana og samtaka sem vinna að geðrækt og sjálfsvígsforvörnum. Þegar við hugsum um forvarnir sjáum við oft fyrir okkur skilti á strætóskýlum, auglýsingar, safnanir (og oftar en ekki Þorgrím Þráinsson). Allt þetta eru vissulega forvarnir sem unnar eru með markvissum hætti m.a. með það fyrir augum að ná til tiltekinna áhættuhópa. En forvarnir eru svo miklu meira en það og okkar ábyrgð í forvörnum er gríðarlega mikil. Ég var 16 ára þegar ég missti pabba minn í sjálfsvígi. Í langan tíma eftir að pabbi dó var erfitt að segja að hann væri dáinn en verst af öllu var að segja hvernig hann dó. Það var ekkert sem ég hræddist meira en spurningin: Hvernig dó hann? Þögnin og óþægilega andrúmsloftið sem tók yfir þegar dánarorsök hans lá fyrir varð til þess að maður vildi helst af öllu vera ósýnilegur. Það var löngu seinna sem ég áttaði mig á tilfinningunni sem bjó þarna að baki. Tilfinningin var skömm. Ég skammaðist mín fyrir það að pabbi minn hefði framið sjálfsvíg. Ég skammaðist mín ekki fyrir pabba minn heldur sjálfsvígið. Ég hræddist fordóma og ég upplifði fordóma. Orðið fordómar er gagnsætt orð. Við dæmum, myndum okkur skoðun og tjáum okkur án þekkingar. Þannig er eina leiðin til að uppræta fordóma þekking og opin umræða. Þarna höfum við öll mikinn mátt og þarna kemur okkar ábyrgð í forvörnum inn. Það að tala opinskátt um sjálfsvíg og deila reynslu sinni getur reynst öðrum ómetanlegt. Opin umræða breytir menningu og úreltum gildum. Verum meðvituð um getu okkar og hæfni til að ræða tiltekin mál áður en við tjáum skoðanir okkar. Skoðanir sem geta verið særandi og meiðandi fyrir aðra. Það reynist mörgum erfitt að skilja sjálfsvíg og það er eðlilegt og allt í lagi. Sjálfsvíg eru flókin og að baki hverju sjálfsvígi er sjálfstæður aðdragandi. Ekkert sjálfsvíg er eins og við þurfum ekki að skilja hvert og eitt sjálfsvíg til þess að sýna mildi og umburðarlyndi. Það er svo margt annað sem við getum öðlast skilning á. Við getum skilið að sjálfsvíg eru heilbrigðismál, skilið áhættuþætti og gildi forvarna. Við getum skilið að einstaklingur sem vill binda enda á líf sitt er í baráttu og við getum skilið að þessi einstaklingur þarf aðgengi að heilbrigðiskerfi. Hann þarf að finna fyrir samstöðu og stuðning í menningu okkar. Að baki hverju sjálfsvígi er ekki sjálfhverfa eða heigulskapur heldur þjáning, vonleysi og örvænting. Það eru til líkamleg veikindi og geðræn veikindi. Bæði geta dregið fólk til dauða. Geðræn veikindi og sjálfvíg gera ekki greinarmun á stöðu fólks eða lífsgæðum. Þau eru alls staðar, alveg eins og önnur veikindi. Umræðan um sjálfsvíg má því ekki vera tabú eða óþægileg. Gefum geðrækt og sjálfsvígum meira vægi, í heilbrigðiskerfinu og í umræðu okkar á milli. Dæmum ekki það sem við ekki þekkjum og verum góð hvort við annað. Bara þannig upprætum við fordóma og skömm. Höfundur situr í stjórn Píeta samtakanna. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir getur hringt í Pieta-samtökin. Píeta síminn er opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arna Pálsdóttir Geðheilbrigði Mest lesið Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Í dag er gulur dagur sem er hluti af samvinnuverkefninu gulur september. Gulur september er forvarnarverkefni stofnana og samtaka sem vinna að geðrækt og sjálfsvígsforvörnum. Þegar við hugsum um forvarnir sjáum við oft fyrir okkur skilti á strætóskýlum, auglýsingar, safnanir (og oftar en ekki Þorgrím Þráinsson). Allt þetta eru vissulega forvarnir sem unnar eru með markvissum hætti m.a. með það fyrir augum að ná til tiltekinna áhættuhópa. En forvarnir eru svo miklu meira en það og okkar ábyrgð í forvörnum er gríðarlega mikil. Ég var 16 ára þegar ég missti pabba minn í sjálfsvígi. Í langan tíma eftir að pabbi dó var erfitt að segja að hann væri dáinn en verst af öllu var að segja hvernig hann dó. Það var ekkert sem ég hræddist meira en spurningin: Hvernig dó hann? Þögnin og óþægilega andrúmsloftið sem tók yfir þegar dánarorsök hans lá fyrir varð til þess að maður vildi helst af öllu vera ósýnilegur. Það var löngu seinna sem ég áttaði mig á tilfinningunni sem bjó þarna að baki. Tilfinningin var skömm. Ég skammaðist mín fyrir það að pabbi minn hefði framið sjálfsvíg. Ég skammaðist mín ekki fyrir pabba minn heldur sjálfsvígið. Ég hræddist fordóma og ég upplifði fordóma. Orðið fordómar er gagnsætt orð. Við dæmum, myndum okkur skoðun og tjáum okkur án þekkingar. Þannig er eina leiðin til að uppræta fordóma þekking og opin umræða. Þarna höfum við öll mikinn mátt og þarna kemur okkar ábyrgð í forvörnum inn. Það að tala opinskátt um sjálfsvíg og deila reynslu sinni getur reynst öðrum ómetanlegt. Opin umræða breytir menningu og úreltum gildum. Verum meðvituð um getu okkar og hæfni til að ræða tiltekin mál áður en við tjáum skoðanir okkar. Skoðanir sem geta verið særandi og meiðandi fyrir aðra. Það reynist mörgum erfitt að skilja sjálfsvíg og það er eðlilegt og allt í lagi. Sjálfsvíg eru flókin og að baki hverju sjálfsvígi er sjálfstæður aðdragandi. Ekkert sjálfsvíg er eins og við þurfum ekki að skilja hvert og eitt sjálfsvíg til þess að sýna mildi og umburðarlyndi. Það er svo margt annað sem við getum öðlast skilning á. Við getum skilið að sjálfsvíg eru heilbrigðismál, skilið áhættuþætti og gildi forvarna. Við getum skilið að einstaklingur sem vill binda enda á líf sitt er í baráttu og við getum skilið að þessi einstaklingur þarf aðgengi að heilbrigðiskerfi. Hann þarf að finna fyrir samstöðu og stuðning í menningu okkar. Að baki hverju sjálfsvígi er ekki sjálfhverfa eða heigulskapur heldur þjáning, vonleysi og örvænting. Það eru til líkamleg veikindi og geðræn veikindi. Bæði geta dregið fólk til dauða. Geðræn veikindi og sjálfvíg gera ekki greinarmun á stöðu fólks eða lífsgæðum. Þau eru alls staðar, alveg eins og önnur veikindi. Umræðan um sjálfsvíg má því ekki vera tabú eða óþægileg. Gefum geðrækt og sjálfsvígum meira vægi, í heilbrigðiskerfinu og í umræðu okkar á milli. Dæmum ekki það sem við ekki þekkjum og verum góð hvort við annað. Bara þannig upprætum við fordóma og skömm. Höfundur situr í stjórn Píeta samtakanna. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir getur hringt í Pieta-samtökin. Píeta síminn er opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir getur hringt í Pieta-samtökin. Píeta síminn er opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun