Sjálfsvíg og fjölmiðlar Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir skrifar 6. september 2023 13:01 Nú stendur yfir Gulur september sem er vitundarvakningarverkefni félaga og stofnana sem vinna saman að geðrækt og sjálfsvígsforvörnum. Í tilefni af því er rétt að skoða hlutverk fjölmiðla í sjálfsvígsforvörnum. Það er staðreynd að á hverju ári falla yfir sjöhundruð þúsund manns fyrir eigin hendi í heiminum. Síðastliðinn áratug hefur árlegur fjöldi sjálfsvíga hér á landi verið 39 að meðaltali. Þrátt fyrir opinberar áætlanir í sjálfsvígsforvörnum verður árangri ekki náð nema með þátttöku alls samfélagsins. Vinna þarf að forvörnum á breiðum grunni því áhættu- og verndandi þættir sjálfsvíga eru gjarnan flókið samspil margra þátta. Þó svo að embætti landlæknis sé ábyrgt fyrir sjálfsvígsforvörnum af hálfu stjórnvalda og haldi utan um Aðgerðaráætlun til að fækka sjálfsvígum á Íslandi þá er staðreyndin sú að öll ráðuneyti, fjölmargar stofnanir, félög og fyrirtæki þurfa að koma að þeirri vinnu. Snertiflöturinn er ólíkur og margir þurfa að leggjast á eitt og vinna að geðrækt á öllum stigum, veita úrræði og stuðning við hæfi. Hér er t.d. átt við heilbrigðisþjónustu, viðbragðsaðila, félagsþjónustu, skóla og aðra. Einnig skiptir opin og upplýst umræða um geðrænar áskoranir máli. Þar leika fjölmiðlar leika stórt hlutverk. Sjálfsvíg eru vandmeðfarið umfjöllunarefni en fjölmiðlar geta haft mikil áhrif á þekkingu og viðhorf almennings til málaflokksins með umfjöllun sinni. Það skiptir máli að slík umfjöllun sé ábyrg, feli í sér fréttir sem fræða almenning, benda á sjálfshjálp, verndandi þætti, séu leiðbeinandi um bjargráð og aðgengi að þjónustu og úrræðum. Miðlun jákvæðrar og uppbyggjandi þekkingar getur virkað sem hvatning fyrir þá sem eiga um sárt að binda að leita sér hjálpar og ræða tilfinningar sínar og áskoranir. Rannsökuð hafa verið áhrif frétta af sjálfsvígum í fjölmiðlum á þróun sjálfsvíga. Framsetningin frétta er þá gjarnan flokkuð annars vegar eftir því hvort þær eru líklegar til að auka tíðni sjálfsvíga eða fela í sér uppbyggilegar leiðir og úrræði. Framsetning sem er talin auka hættu á vanlíðan og fleiri sjálfsvígum er kennd við unga listamanninn Werther sem sviptir sig lífi í skáldsögu Goethe og kallast „Werther-áhrif“. Þessi hætta er t.d. til staðar ef aðferð sjálfsvígs er lýst, ef fréttir af sama sjálfsvígi eru endurteknar oft og ef um er að ræða þekktan einstakling. Fréttir af þessu tagi hafa sérstaklega slæm áhrif á viðkvæma hópa, t.d ungmenni, þau sem glíma við sjálfsvígshugsanir eða sjálfsskaðahegðun. Hins vegar ef umfjöllunin felur í sér uppbyggilegar leiðir og úrræði þá er hún sögð hafa „Papagenó-áhrif“ og er það með vísun í sögupersónuna Papagenó úr Töfraflautu Mozarts, sem íhugar sjálfsvíg en hættir við eftir að hafa komið auga á aðrar uppbyggilegar leiðir. Fjölmiðlar gegna því grundvallar hlutverki í opnu lýðræðissamfélagi að miðla mikilvægum upplýsingum til almennings. Þessu hlutverki geta fjölmiðlar m.a. gegnt með því að fjalla um sjálfsvíg með uppbyggilegum hætti. Áður en frétt, fyrirsögn eða önnur umfjöllun um sjálfsvíg er sett fram þá ætti ávallt að spyrja þeirrar spurningar hvort framsetningin hafi „Werther-áhrif“ eða „Papagenó-áhrif“ og muna að mælt er með feta í fótspor Papagenó. Þetta á líka við um almenning en með tilkomu samfélagsmiðla má segja að allir séu blaðamenn og ritstjórar á eigin afmörkuðu miðlum. Á vef embættis landlæknis má finna leiðbeiningar frá árinu 2019, um Ábyrga umfjöllun um sjálfsvíg í fjölmiðlum. Hvert er hægt að leita? Þau sem glíma við sjálfsvígshugsanir er bent á; Upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Höfundur er verkefnastjóri sjálfsvígsforvarna á lýðheilsusviði embættis landlæknis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Geðheilbrigði Fjölmiðlar Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Nú stendur yfir Gulur september sem er vitundarvakningarverkefni félaga og stofnana sem vinna saman að geðrækt og sjálfsvígsforvörnum. Í tilefni af því er rétt að skoða hlutverk fjölmiðla í sjálfsvígsforvörnum. Það er staðreynd að á hverju ári falla yfir sjöhundruð þúsund manns fyrir eigin hendi í heiminum. Síðastliðinn áratug hefur árlegur fjöldi sjálfsvíga hér á landi verið 39 að meðaltali. Þrátt fyrir opinberar áætlanir í sjálfsvígsforvörnum verður árangri ekki náð nema með þátttöku alls samfélagsins. Vinna þarf að forvörnum á breiðum grunni því áhættu- og verndandi þættir sjálfsvíga eru gjarnan flókið samspil margra þátta. Þó svo að embætti landlæknis sé ábyrgt fyrir sjálfsvígsforvörnum af hálfu stjórnvalda og haldi utan um Aðgerðaráætlun til að fækka sjálfsvígum á Íslandi þá er staðreyndin sú að öll ráðuneyti, fjölmargar stofnanir, félög og fyrirtæki þurfa að koma að þeirri vinnu. Snertiflöturinn er ólíkur og margir þurfa að leggjast á eitt og vinna að geðrækt á öllum stigum, veita úrræði og stuðning við hæfi. Hér er t.d. átt við heilbrigðisþjónustu, viðbragðsaðila, félagsþjónustu, skóla og aðra. Einnig skiptir opin og upplýst umræða um geðrænar áskoranir máli. Þar leika fjölmiðlar leika stórt hlutverk. Sjálfsvíg eru vandmeðfarið umfjöllunarefni en fjölmiðlar geta haft mikil áhrif á þekkingu og viðhorf almennings til málaflokksins með umfjöllun sinni. Það skiptir máli að slík umfjöllun sé ábyrg, feli í sér fréttir sem fræða almenning, benda á sjálfshjálp, verndandi þætti, séu leiðbeinandi um bjargráð og aðgengi að þjónustu og úrræðum. Miðlun jákvæðrar og uppbyggjandi þekkingar getur virkað sem hvatning fyrir þá sem eiga um sárt að binda að leita sér hjálpar og ræða tilfinningar sínar og áskoranir. Rannsökuð hafa verið áhrif frétta af sjálfsvígum í fjölmiðlum á þróun sjálfsvíga. Framsetningin frétta er þá gjarnan flokkuð annars vegar eftir því hvort þær eru líklegar til að auka tíðni sjálfsvíga eða fela í sér uppbyggilegar leiðir og úrræði. Framsetning sem er talin auka hættu á vanlíðan og fleiri sjálfsvígum er kennd við unga listamanninn Werther sem sviptir sig lífi í skáldsögu Goethe og kallast „Werther-áhrif“. Þessi hætta er t.d. til staðar ef aðferð sjálfsvígs er lýst, ef fréttir af sama sjálfsvígi eru endurteknar oft og ef um er að ræða þekktan einstakling. Fréttir af þessu tagi hafa sérstaklega slæm áhrif á viðkvæma hópa, t.d ungmenni, þau sem glíma við sjálfsvígshugsanir eða sjálfsskaðahegðun. Hins vegar ef umfjöllunin felur í sér uppbyggilegar leiðir og úrræði þá er hún sögð hafa „Papagenó-áhrif“ og er það með vísun í sögupersónuna Papagenó úr Töfraflautu Mozarts, sem íhugar sjálfsvíg en hættir við eftir að hafa komið auga á aðrar uppbyggilegar leiðir. Fjölmiðlar gegna því grundvallar hlutverki í opnu lýðræðissamfélagi að miðla mikilvægum upplýsingum til almennings. Þessu hlutverki geta fjölmiðlar m.a. gegnt með því að fjalla um sjálfsvíg með uppbyggilegum hætti. Áður en frétt, fyrirsögn eða önnur umfjöllun um sjálfsvíg er sett fram þá ætti ávallt að spyrja þeirrar spurningar hvort framsetningin hafi „Werther-áhrif“ eða „Papagenó-áhrif“ og muna að mælt er með feta í fótspor Papagenó. Þetta á líka við um almenning en með tilkomu samfélagsmiðla má segja að allir séu blaðamenn og ritstjórar á eigin afmörkuðu miðlum. Á vef embættis landlæknis má finna leiðbeiningar frá árinu 2019, um Ábyrga umfjöllun um sjálfsvíg í fjölmiðlum. Hvert er hægt að leita? Þau sem glíma við sjálfsvígshugsanir er bent á; Upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Höfundur er verkefnastjóri sjálfsvígsforvarna á lýðheilsusviði embættis landlæknis.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun