Botnlaust hungur, skefjalaus græðgi Sigurjón Þórðarson skrifar 5. september 2023 08:31 Í upphafi kjörtímabils setti matvælaráðherra af stað einn fjölmennasta starfshóp Íslandssögunnar undir nafninu Auðlindin okkar. Markmiðið, að koma á sátt um stjórn fiskveiða. Allir vita að íslenska kvótakerfið hefur um árabil misboðið réttlætiskennd þjóðarinnar. Kvótakerfið hefur skilað helmingi minni afla á land en fyrir daga þess og kvótaþegar hafa komist upp með að selja helstu útflutningsafurð þjóðarinnar í gegnum skúffufyrirtæki í skattaskjólum. Í upphafi var alið á tortryggni þegar matvælaráðherra skipaði verkstjóra undirnefndanna, en það voru ýmist fyrrverandi forstjórar stórútgerðanna eða ráðgjafar sem hafa meira og minna verið að skrifa skýrslur í beit og álit í þágu stórútgerðarinnar. Í stuttu máli var niðurstaða 464 blaðsíðna skýrslunnar sú að íslenska kvótakerfið væri frábært og gildir þá einu að það hafi stórskaðað sjávarbyggðirnar. Fyrir liggur álit Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna um að kvótakerfið í núverandi mynd brjóti í bága við atvinnufrelsi og almenna jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Helstu tillögur nefndarinnar eru að breyta sem minnstu nema þá þeim 5,3% veiðiheimilda sem ætlað er að styðja við brothættar sjávarbyggðir. Í skýrslunni er talað um þetta sem félagslegan stuðning eins og um ölmusu sé að ræða. Skýrslan mærir núverandi úthlutunaraðferðir Byggðastofnunar. Sem dæmi má nefna að Byggðastofnun hefur úthlutað aflamarki til byggðalaga þar sem engin fiskvinnsla fer fram. Úthlutað hefur verið til fyrirtækja í eigu erlendra auðmanna og til útgerða sem komnar eru upp fyrir leyfilegt kvótaþak og þannig mætti lengi telja. Í skýrslunni kemur m.a. fram að hvorki sé vilji til að auka við strandveiðar né taka á verðmyndun á fiski og vigta fisk með samræmdum hætti. Þetta er í hreinni andstöðu við þjóðarviljann um leið og það hyglir stórútgerðinni. Vinnubrögð matvælaráðuneytisins voru slík að þrenn samtök sem voru í samráðsnefnd starfshópanna hafa hafnað því alfarið að vera bendluð við skýrsluna. Að sjálfsögðu hefði átt að tryggja samræmda frjálsa verðmyndun á fiski, samræmdar vigtarreglur, endurbætur á byggðapottum, endurskoða ráðgjöf Hafró, tryggja opna veiði fyrir ónýttar fiskveiðiheimildir á síðari hluta fiskveiðiárs, uppboð á aflaheimildum og stórauka hlut strandveiða. Flokkur fólksins berst fyrir endurreisn hinna blómlegu sjávarbyggða allt í kringum landið. Við fordæmum þá aðför sem gerð hefur verið að þeim og skilið þær eftir í sárum. Það er dapurt að sjá en um leið kemur ekki á óvart hvernig skýrslan afhjúpar frekjugang sægreifanna og húskarla þeirra í stjórnkerfinu. Það sjá allir sem sjá vilja að þeir sem allt hafa fá aldrei nóg. Þeir kunna sér ekki magamál. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Flokkur fólksins Sjávarútvegur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Sjá meira
Í upphafi kjörtímabils setti matvælaráðherra af stað einn fjölmennasta starfshóp Íslandssögunnar undir nafninu Auðlindin okkar. Markmiðið, að koma á sátt um stjórn fiskveiða. Allir vita að íslenska kvótakerfið hefur um árabil misboðið réttlætiskennd þjóðarinnar. Kvótakerfið hefur skilað helmingi minni afla á land en fyrir daga þess og kvótaþegar hafa komist upp með að selja helstu útflutningsafurð þjóðarinnar í gegnum skúffufyrirtæki í skattaskjólum. Í upphafi var alið á tortryggni þegar matvælaráðherra skipaði verkstjóra undirnefndanna, en það voru ýmist fyrrverandi forstjórar stórútgerðanna eða ráðgjafar sem hafa meira og minna verið að skrifa skýrslur í beit og álit í þágu stórútgerðarinnar. Í stuttu máli var niðurstaða 464 blaðsíðna skýrslunnar sú að íslenska kvótakerfið væri frábært og gildir þá einu að það hafi stórskaðað sjávarbyggðirnar. Fyrir liggur álit Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna um að kvótakerfið í núverandi mynd brjóti í bága við atvinnufrelsi og almenna jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Helstu tillögur nefndarinnar eru að breyta sem minnstu nema þá þeim 5,3% veiðiheimilda sem ætlað er að styðja við brothættar sjávarbyggðir. Í skýrslunni er talað um þetta sem félagslegan stuðning eins og um ölmusu sé að ræða. Skýrslan mærir núverandi úthlutunaraðferðir Byggðastofnunar. Sem dæmi má nefna að Byggðastofnun hefur úthlutað aflamarki til byggðalaga þar sem engin fiskvinnsla fer fram. Úthlutað hefur verið til fyrirtækja í eigu erlendra auðmanna og til útgerða sem komnar eru upp fyrir leyfilegt kvótaþak og þannig mætti lengi telja. Í skýrslunni kemur m.a. fram að hvorki sé vilji til að auka við strandveiðar né taka á verðmyndun á fiski og vigta fisk með samræmdum hætti. Þetta er í hreinni andstöðu við þjóðarviljann um leið og það hyglir stórútgerðinni. Vinnubrögð matvælaráðuneytisins voru slík að þrenn samtök sem voru í samráðsnefnd starfshópanna hafa hafnað því alfarið að vera bendluð við skýrsluna. Að sjálfsögðu hefði átt að tryggja samræmda frjálsa verðmyndun á fiski, samræmdar vigtarreglur, endurbætur á byggðapottum, endurskoða ráðgjöf Hafró, tryggja opna veiði fyrir ónýttar fiskveiðiheimildir á síðari hluta fiskveiðiárs, uppboð á aflaheimildum og stórauka hlut strandveiða. Flokkur fólksins berst fyrir endurreisn hinna blómlegu sjávarbyggða allt í kringum landið. Við fordæmum þá aðför sem gerð hefur verið að þeim og skilið þær eftir í sárum. Það er dapurt að sjá en um leið kemur ekki á óvart hvernig skýrslan afhjúpar frekjugang sægreifanna og húskarla þeirra í stjórnkerfinu. Það sjá allir sem sjá vilja að þeir sem allt hafa fá aldrei nóg. Þeir kunna sér ekki magamál. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun