Viltu flytja á hjúkrunarheimili? Anna Björg Jónsdóttir, Helga Hansdóttir og Hildur Þórarinsdóttir skrifa 1. september 2023 07:31 Þessa spurningu höfum við margoft lagt fyrir okkar skjólstæðinga í gegnum tíðina. Langflestir svara því til að „nei þeir vilji það ekki en að eins og staðan sé þá sé það nauðsynlegt“. Einstaklingar flytja á hjúkrunarheimili þegar þeir geta ekki lengur bjargað sér með athafnir daglegs lífs, með öruggum hætti einir heima. Flestir vilja búa heima eins lengi og hægt er og það hefur líka verið stefna stjórnvalda í langan tíma. Sem fagmenn innan kerfisins þá höfum við líka verið talsmenn þessarar nálgunnar og það hefur ekki breyst enda viljum við styðja við óskir skjólstæðinga okkar. Vandinn er bara að aðgerðir hafa ekki fylgt þessari hugmyndafræði og heimaþjónustan á Íslandi hefur því engan veginn getað staðið undir nafni eða sinnt sínu hlutverki svo vel sé. Ein af afleiðingum þessa er að einstaklingar sem að öllu óbreyttu væru heima með þjónustu við hæfi eru á leiðinni á eða komnir á hjúkrunarheimili. Úrræðin heimafyrir eru nefnilega ekki í boði. Þessir einstaklingar eru því í bið víðsvegar í kerfinu. Samkvæmt tölum frá Embætti landlæknis frá öðrum ársfjórðungi þessa árs eru 483 einstaklingar á landsvísu með samþykkta dvöl á hjúkrunarheimili en eru að bíða. Á höfuðborgarsvæðinu eru þetta 252 einstaklingar sem bíða. Á Landspítala bíða hátt í 80 einstaklingar eftir varanlegu rými á hjúkrunarheimili þegar þetta er skrifað. Til samanburðar eru 575 rúm virk á Landspítala (fyrir utan barna- og kvennasvið) sem þýðir að á hverjum tíma eru ca 14% rúma á Landspítala nýtt af einstaklingum sem eru að bíða. Og einstaklingar bíða ekki bara á Landspítala heldur er umtalsverður fjöldi svokallaðra biðrýma víðsvegar á hjúkrunarheimilum á stórhöfuðborgarsvæðinu. Biðtíminn eftir varanlegu rými er mislangur og á einstaka hjúkrunarheimili er biðtíminn margir mánuðir. Dæmi eru um einstaklinga sem hafa beðið lengur en 1 ár á Landspítala. Það er líka vert að taka fram að næsta hjúkrunarheimili á höfuðborgarsvæðinu mun að öllu óbreyttu verða tekið í notkun árið 2026. Eins og sést af tölunum þá er þörfin veruleg núna og vandséð hvernig hægt er að bíða í næstum því 3 ár eftir úrlausn. Allir þeir sem hafa einhvern tíma þurft að upplifa bið vita hversu erfið hún er og hversu mikil vanlíðan getur fylgt henni. Einstaklingar sem eru að bíða eru í einskonar millibilsástandi, það er ekki hægt að taka ákvörðun um neitt og það er erfitt að gera einhverjar skuldbindingar. Það vill enginn vera þarna. „Flestir vilja verða gamlir en enginn vill vera gamall“ segjum við oft í öldrunarþjónustunni og það verður að segjast eins og er að úrræðaleysið í þjónustunni við þennan hóp endurspeglar þetta. Það virðist líka vera að fáir beri hag þessa hóps fyrir brjósti og þó fallega sé talað á hátíðisdögum þá hefur lítið sem ekkert raunverulega gerst í málaflokknum í þónokkurn tíma annað en að óviðeigandi úrræði fyllast og vanlíðan einstaklinga eykst. Það er hægt að leysa málin ef vilji er fyrir hendi. Það er stjórnmálamanna að sýna þann vilja í verki og embættismanna að framkvæma. Við leyfum okkur að fullyrða að fagfólkið er tilbúið í þetta verkefni en við spyrjum stjórnvöld: Hvað finnst ykkur eðlilegt að einstaklingur bíði lengi eftir að fá varanlegt rými á hjúkrunarheimili? Við vitum hvert okkar svar er og kannski er kominn tími á að breyta upphaflegu spurningunni og spyrja frekar: „Hvað ertu tilbúinn að bíða lengi eftir að komast á hjúkrunarheimili??“ Stjórn félags íslenskra öldrunarlækna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Þessa spurningu höfum við margoft lagt fyrir okkar skjólstæðinga í gegnum tíðina. Langflestir svara því til að „nei þeir vilji það ekki en að eins og staðan sé þá sé það nauðsynlegt“. Einstaklingar flytja á hjúkrunarheimili þegar þeir geta ekki lengur bjargað sér með athafnir daglegs lífs, með öruggum hætti einir heima. Flestir vilja búa heima eins lengi og hægt er og það hefur líka verið stefna stjórnvalda í langan tíma. Sem fagmenn innan kerfisins þá höfum við líka verið talsmenn þessarar nálgunnar og það hefur ekki breyst enda viljum við styðja við óskir skjólstæðinga okkar. Vandinn er bara að aðgerðir hafa ekki fylgt þessari hugmyndafræði og heimaþjónustan á Íslandi hefur því engan veginn getað staðið undir nafni eða sinnt sínu hlutverki svo vel sé. Ein af afleiðingum þessa er að einstaklingar sem að öllu óbreyttu væru heima með þjónustu við hæfi eru á leiðinni á eða komnir á hjúkrunarheimili. Úrræðin heimafyrir eru nefnilega ekki í boði. Þessir einstaklingar eru því í bið víðsvegar í kerfinu. Samkvæmt tölum frá Embætti landlæknis frá öðrum ársfjórðungi þessa árs eru 483 einstaklingar á landsvísu með samþykkta dvöl á hjúkrunarheimili en eru að bíða. Á höfuðborgarsvæðinu eru þetta 252 einstaklingar sem bíða. Á Landspítala bíða hátt í 80 einstaklingar eftir varanlegu rými á hjúkrunarheimili þegar þetta er skrifað. Til samanburðar eru 575 rúm virk á Landspítala (fyrir utan barna- og kvennasvið) sem þýðir að á hverjum tíma eru ca 14% rúma á Landspítala nýtt af einstaklingum sem eru að bíða. Og einstaklingar bíða ekki bara á Landspítala heldur er umtalsverður fjöldi svokallaðra biðrýma víðsvegar á hjúkrunarheimilum á stórhöfuðborgarsvæðinu. Biðtíminn eftir varanlegu rými er mislangur og á einstaka hjúkrunarheimili er biðtíminn margir mánuðir. Dæmi eru um einstaklinga sem hafa beðið lengur en 1 ár á Landspítala. Það er líka vert að taka fram að næsta hjúkrunarheimili á höfuðborgarsvæðinu mun að öllu óbreyttu verða tekið í notkun árið 2026. Eins og sést af tölunum þá er þörfin veruleg núna og vandséð hvernig hægt er að bíða í næstum því 3 ár eftir úrlausn. Allir þeir sem hafa einhvern tíma þurft að upplifa bið vita hversu erfið hún er og hversu mikil vanlíðan getur fylgt henni. Einstaklingar sem eru að bíða eru í einskonar millibilsástandi, það er ekki hægt að taka ákvörðun um neitt og það er erfitt að gera einhverjar skuldbindingar. Það vill enginn vera þarna. „Flestir vilja verða gamlir en enginn vill vera gamall“ segjum við oft í öldrunarþjónustunni og það verður að segjast eins og er að úrræðaleysið í þjónustunni við þennan hóp endurspeglar þetta. Það virðist líka vera að fáir beri hag þessa hóps fyrir brjósti og þó fallega sé talað á hátíðisdögum þá hefur lítið sem ekkert raunverulega gerst í málaflokknum í þónokkurn tíma annað en að óviðeigandi úrræði fyllast og vanlíðan einstaklinga eykst. Það er hægt að leysa málin ef vilji er fyrir hendi. Það er stjórnmálamanna að sýna þann vilja í verki og embættismanna að framkvæma. Við leyfum okkur að fullyrða að fagfólkið er tilbúið í þetta verkefni en við spyrjum stjórnvöld: Hvað finnst ykkur eðlilegt að einstaklingur bíði lengi eftir að fá varanlegt rými á hjúkrunarheimili? Við vitum hvert okkar svar er og kannski er kominn tími á að breyta upphaflegu spurningunni og spyrja frekar: „Hvað ertu tilbúinn að bíða lengi eftir að komast á hjúkrunarheimili??“ Stjórn félags íslenskra öldrunarlækna
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun