„Murielle er besti framherjinn í deildinni“ Dagur Lárusson skrifar 15. ágúst 2023 22:26 Donni var sáttur. Vísir/Hulda Margrét Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Tindastóls, var að vonum ánægður með sigur síns liðs á Þrótti í Bestu deild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Þróttur er að elta toppliðin tvö á meðan Tindastóll er að berjast fyrir sæti sínu í deildinni. „Já ég myndi segja að leikplanið hafi gengið upp að mestu leyti,“ byrjaði Halldór að segja í viðtali eftir leik. „Við áttum á smá vandræðum vinstra megin í fyrri hálfleiknum. Við ætluðum að beina þeim til hægri og það virkaði ekki nógu vel og því breyttum við aðeins til í hálfleiknum, fengum auka mann á það svæði og þá gekk það betur í seinni,“ hélt Halldór áfram að segja. „Sóknarlega þá gekk leikplanið ágætlega, við fengum færi og við skoruðum úr þeim færum tvö mörk. Við ætluðum okkur að gera þetta, semsagt treysta á skyndisóknir og það virkaði.“ Halldór vildi ekki meina að Þróttur hafi skapað sér mikið af opnum marktækifærum þó svo að þær hafi verið með boltann meira og minna allan leikinn. „Þær voru með boltann allan leikinn en við vorum þéttar og vorum með mikið skipulag og vinnuframlagið í heildina hjá liðinu var stórkostlegt.“ Besti framherji deildarinnar?Vísir/Hulda Margrét Halldór talaði síðan aðeins um þær Monicu og Murielle sem áttu frábæra leiki. „Monica er auðvitað frábær markvörður og þvílík frammistaða. Við erum að lið sem hefur fengið flest skot á sig í deildinni og því hefur Monica staðið í ströngu í allt sumar. Síðan frammi er Murielle sem er besti framherjinn í deildinni, ég held að það sé engin spurning. Hún ber sóknarleikinn oft á tíðum á herðum sér, hún tekur mikið til sín og á það til að sprengja leikina upp og hún gerði það í kvöld,“ endaði Halldór að segja. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Tindastóll Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
„Já ég myndi segja að leikplanið hafi gengið upp að mestu leyti,“ byrjaði Halldór að segja í viðtali eftir leik. „Við áttum á smá vandræðum vinstra megin í fyrri hálfleiknum. Við ætluðum að beina þeim til hægri og það virkaði ekki nógu vel og því breyttum við aðeins til í hálfleiknum, fengum auka mann á það svæði og þá gekk það betur í seinni,“ hélt Halldór áfram að segja. „Sóknarlega þá gekk leikplanið ágætlega, við fengum færi og við skoruðum úr þeim færum tvö mörk. Við ætluðum okkur að gera þetta, semsagt treysta á skyndisóknir og það virkaði.“ Halldór vildi ekki meina að Þróttur hafi skapað sér mikið af opnum marktækifærum þó svo að þær hafi verið með boltann meira og minna allan leikinn. „Þær voru með boltann allan leikinn en við vorum þéttar og vorum með mikið skipulag og vinnuframlagið í heildina hjá liðinu var stórkostlegt.“ Besti framherji deildarinnar?Vísir/Hulda Margrét Halldór talaði síðan aðeins um þær Monicu og Murielle sem áttu frábæra leiki. „Monica er auðvitað frábær markvörður og þvílík frammistaða. Við erum að lið sem hefur fengið flest skot á sig í deildinni og því hefur Monica staðið í ströngu í allt sumar. Síðan frammi er Murielle sem er besti framherjinn í deildinni, ég held að það sé engin spurning. Hún ber sóknarleikinn oft á tíðum á herðum sér, hún tekur mikið til sín og á það til að sprengja leikina upp og hún gerði það í kvöld,“ endaði Halldór að segja.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Tindastóll Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira